Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

05/11/2014

B – hliðin

vigdishauksdottirFormaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í Reykjavík sýnir B – hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Vigdís Hauksdóttir.
Gælunafn: Vigga.
Aldur: 49.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Hlynur 21 árs og Sólveig 16 ára.
Hvernig síma áttu? Iphone 3S.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðsluþættir.
Uppáhalds vefsíður: Fréttasíður.
Besta bíómyndin? Titanic.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Það sem er í útvarpinu hverju sinni.
Uppáhaldsdrykkur: G&T = gin og tonic.
Hvað finnst þér best að borða? Nautakjöt og humar.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? I will survive.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Að ganga í Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Faðir minn.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Faðir minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Silja Dögg og Óttar Proppé.
Hver eru helstu áhugamálin? Garðrækt og pólitík.
Besti vinurinn í vinnunni? Á marga.
Helsta afrekið hingað til? Að hafa hlotið kjör í tvígang sem alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, Íslandsmeistaratitill í blómaskreytingum og sigur í fjöltefli við Íslands – og Færeyjameistara í skák.
Uppáhalds manneskjan? Börnin mín tvö.
Besti skyndibitinn? Subway.

Það sem þú borðar alls ekki? Hvalkjöt.
Lífsmottóið? Horfa aldrei um öxl því fortíðinni breytum við ekki, lifa í nútíðinni og hafa uppbyggileg áhrif á framtíðina – gera betur í dag en í gær.
Þetta að lokum: Taka ákvörðun um að vera sólarmegin í lífinu og sjá spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þegar ein hurð lokast þá opnast tuttugu gluggar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða

Deila grein

05/11/2014

Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða

ásmundur_Srgb_fyrir_veffrosti_SRGB_fyrir_vefWillum Þór ÞórssonHöfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna.

Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á.

Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr.

110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.

Skuldaleiðrétting
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun.

Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins.

Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila.

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 5. nóvember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Söguríkt Rauðarárholt

Deila grein

04/11/2014

Söguríkt Rauðarárholt

sigrunmagnusdottir-vefmyndMiðborgarkjarni
Skólavörðuholtið sem og Öskuhlíðin blómstra sem viðkomustaðir fjölmargra ferðalangra. Báðir staðir skarta sögu hvað varðar atvinnulíf og félagsstarf skólanema. Við eigum fleiri holt og hæðir innan borgarinnar ekkert síður en Rómaborg. Rauðarárholtið er ekki síður þrungið sögu atvinnulífs og skólastarfs.

Sjómannaskólinn var lengi eitt aðalkennileiti borgarinnar, enda sást hann víða að og var tekin sem viðmið til glöggvunar fyrir ferðamenn í Reykjavík. Enda innsiglingavitinn fyrir sjófarendur settur í turn skólans og hann var í orðsins fyllstu merkingu vitinn, sem lýsti mönnum leið í örugga höfn.

Hinn mikli fjöldi ferðalanga sem kýs að sækja okkur heim, hefur komið okkur nokkuð í opna skjöldu. Dagsskipunin er því að reyna að dreifa álaginu og opna sýn á fleiri staði til að taka á móti gestum okkar. Mig langar að vekja athygli á Rauðarárholtinu og hvað það er kyngimagnað og býr yfir miklum möguleikum til að laða að og hafa ofan af fyrir mörgum gestum.

Kirkja seiðir að ferðamenn
Það eru ekki mörg holt sem státa af tveim kirkjum. Þegar sækja ferðamenn mikið til Rauðarárholtsins til að skoða og mynda eina fallegustu kirkju borgarinnar – Háteigskirkju. Hvað svo? Enginn staður til að sækja í fræðslu eða upplýsingar. Ekkert kaffihús – nema heppnin sé með og einhver vegfarandi geti vísað á Kjarvalsstaði. Hvers vegna er ekki notalegt kaffihús á Rauðarárholti fyrir heimamenn, nemendur og ferðalanga? Það er sagt að ferðamenn sækist sérstaklega eftir að koma á staði þar sem heimafólk er fyrir. Það er enginn smáfjöldi fólks sem sækir vinnu og nám á Rauðarárholtið á hverjum virkum degi fyrir utan afar fjölbreytta íbúasamsetningu svæðisins.

Útsýnispallur og útileikhús
Á Rauðarárholtinu er kaldavatnstankur, sem settur var upp til að eiga ávallt nægjanlegt vatn tiltækt, en hann var settur upp eftir brunann mikla í Reykjavík árið 1925. Uppi á tankinum er lítill útsýnispallur, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina og hafið. Það væri ekkert stórmál að gera trébekki í hálfhring til norðurs út frá tankinum niður á melinn. Það væri tilvalið svæði til að vera með leiksýningar eða kynningar fyrir ferðamenn. Einnig gætu hinir fjölmennu skólar Rauðarárholtsins nýtt sér slíkt útisvið til ýmissa athafna og fræðslu.

Rétt við Vatnstankinn stendur fallegt listaverk eftir Sigurjón Ólafsson „Saltfiskstöflun“ af konum við þurrkun og stöflun saltfisks. Á Rauðarárholtinu fór fram töluverð saltfiskvinnsla. Á klöppunum – grjótinu var saltfiskurinn þurrkaður í sólinni. Nokkrir steinar þar bera menjar um að á þeim var fiskur barinn. Þetta eru mikilvægar minjar í borginni um atvinnugreinina sem flutti okkur inn í nútímann. Við fórum að salta fisk í auknum mæli þegar bátar stækkuðu og gátu sótt lengra til hafs. Þá var bakarinn Bernhöft sóttur til útlanda um 1845 til að baka rúgbrauð í vertíðarbáta. Bernhöftsbakari er sennilega elsta starfandi fyrirtæki borgarinnar. Rúgbrauð og saltfiskur ættu að vera eitt aðaleinkenni í matargerð okkar og sem við eigum að miðla til heimamanna sem og ferðamanna.

Menntabraut
Eigum við kannski að kalla staðinn Menntaholtið, mér er tjáð að stígur þar beri nafnið menntabraut, enda ekki óeðlilegt því að óvíða er þéttara samfélag nema á öllum aldri að feta sinn menntastíg. Á holtinu er grunnskóli, leikskóli, dansskóli, tækniskóli og kennaraháskóli – slær einhver staður þetta holt út hvað varðar fjölbreyttni í menntun á litlu svæði?

Umhverfisparadís
Síðast en ekki síst er unnt að gera Rauðarárholtið að umhverfisvænasta svæði borgarinnar – svæði án bíla. Bortækni fleygir fram og næsta víst að unnt er að bora stóran bílahelli undir holtið með innakstri frá Skipholti. Stigar og lyftur kæmu upp úr hellinum á nokkrum stöðum. Þá væri unnt að halda magnaða tónleika í slíkum bergsal.

Sannarlega er hægt að gera Rauðarárholtið að flottum söguríkum miðborgarkjarna með kaffihúsum, leikhúsum, verslunum og fleiru sem prýðir slíka staði.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.