Categories
Fréttir

„Steinöldinni lauk ekki af því að steinarnir kláruðust, heldur af því að ný tækni tók við“

Deila grein

20/10/2015

„Steinöldinni lauk ekki af því að steinarnir kláruðust, heldur af því að ný tækni tók við“

sigrunmagnusdottir-vefmynd„Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir að fá tækifæri til að tala um þetta mál. Sex ráðuneyti undirbúa nú loftslagsráðstefnuna í París. Ég lít svo á að það sé áskorun til okkar allra að gera eitthvað nýtt. Við getum litið þannig á að nú séum við að fara í nýtt upphaf, að við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum öll að taka okkur saman og jafnvel að breyta hugsunarhætti og umgengni okkar almennt.
Þurfum að finna nýjar leiðir
Arctic Circle-ráðstefnan um helgina endaði nú svo ágætlega. Ég held að það hafi verið Færeyingar sem sagði þar: Steinöldinni lauk ekki af því að steinarnir kláruðust heldur af því að ný tækni tók við. Það er það sama og við leggjum höfuðáherslu á, við þurfum við að taka það sem áskorun og ég er sammála því að heimurinn finni nýjar leiðir. Við höfum sett það fram að við ætlum að minnka jarðefnaeldsneytisnotkun og þá þurfum við að kalla eftir öðrum orkugjöfum. Við erum fyrirmynd í þeim efnum, finnst allflestum þeim útlendingum sem ég hef rætt við undanfarna daga. Þeir líta til okkar sem fyrirmyndar, enda viljum við vera í fararbroddi í umhverfismálum. Það er það sem við ætlum okkur að gera og við erum að vinna að sóknaráætlun, Íslendingar, sem við munum leggja fram á Parísarfundinum í byrjun desember.“
„Ég held að ríkisstjórn Íslands geri sér fullkomlega grein fyrir því að hafið er okkar dýrmæti og að því þurfum við að huga og reyna að gæta þess og minnka mengun.
40% losun fyrir 2030
Varðandi Evrópusambandið þá tilkynnti Ísland markmið sín 30. júní s.l., eða samþykkt ríkisstjórnar þann dag, að við stefndum að þessu sameiginlega markmiði um 40% losun fyrir 2030 miðað við 1990 í samvinnu við Noreg og ríki ESB. Það er það sem ríkisstjórnin er búin að samþykkja. Jafnhliða erum við, eins og ég sagði í fyrri ræðu minni, að undirbúa sérstaka sóknaráætlun þar sem við Íslendingar leggjum fram markmið okkar.
Það er hægt að skipta þeim verkefnum í þrjú svið. Það eru í fyrsta lagi aðgerðir til að draga úr nettólosun gróðuhúsalofttegunda á Íslandi. Annað er verkefni sem við vinnum á alþjóðavísu og hið þriðja er efling stjórnsýslu og vöktunar í lofslagsmál. Það er mjög mikilvægt að við reynum að efla þá innviði til að við getum borið saman hvernig þróunin verður. Eitt er mjög ánægjulegt og það er að tekist hefur góð samvinna við atvinnugreinarnar í landinu um að minnka notkun gróðurhúsalofttegunda.“
Sigrún Magnúsdóttirum Loftslagsráðstefnuna í París í byrjun desember, í störfum þingsins 19. október 2015.

Categories
Greinar

Íslandsbanki ríkisbanki – Mistökin og framtíðin

Deila grein

20/10/2015

Íslandsbanki ríkisbanki – Mistökin og framtíðin

ásmundurNú berast fréttir af því að kröfuhafar Glitnis leggi til að eignarhlutur í Íslandsbanka renni til ríkisins og það verði hluti af stöðugleikaframlagi. Þessar fréttir verða að skoðast í því ljósi að þetta eru tillögur frá kröfuhöfunum sjálfum og eiga stjórnvöld eftir að taka afstöðu til þeirra. En ljóst má vera að þeir leggja þetta til þar sem ekki er mögulegt að uppfylla ströng stöðugleikaskilyrði með öðrum hætti.

Íslandsbanki var upphaflega stofnaður sem einkabanki og rekinn sem slíkur þar til árið 2008 þegar hann var ríkisvæddur með neyðarlögunum. Ríkisstjórn Vinstri Grænna og Samfylkingar ákvað síðan að afhenda kröfuhöfum bankann á síðasta kjörtímabili.

Þessar nýju fréttir vekja óneitanlega upp spurningar um af hverju Íslandsbanki var afhentur kröfuhöfum á síðasta kjörtímabili? Það var greinilega ekki hugsunin að taka fast á þessum málum og verja hagsmuni Íslands. Eða voru menn kannski að hugsa um að láta kröfuhafana eiga bankanna tímabundið? Ef sú var raunin þá hlýtur að þurfa að gera úttekt á því hvað verðmæti bankans jókst frá þeim tíma til dagsins í dag.

Nóg um það en nú þarf að horfa til framtíðar og læra af mistökum sem gerð voru á síðasta kjörtímabili.

Samfélagsbanki í eigu almennings!

Vandi síðustu ríkisstjórnar var að hún stillti sér upp með fjármálakerfinu og kröfuhöfum í stað þess að standa með almenningi. Bankakerfið er til fyrir heimili og fyrirtæki landsins en ekki öfugt. Verði þetta raunin þá er ljóst að ríkið á tvo af þremur stærstu bönkunum og í framhaldinu þá er nauðsynlegt að móta stefnu fyrir bankakerfið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Það verður að fá fleiri að þeirri vinnu heldur en „reynda“ bankamenn.

Það er mikilvægt að annar þessara banka verði að stórum hluta í eigu almennings í landinu. En í stað þess að ríkið eitt eigi bankann þá ættum við að skoða þann möguleika að allir Íslendingar geti beint og milliliðalaust eignast hlut í öðrum þessara banka. Um hann verði í framhaldinu mótuð stefna með að það markmiði að bjóða sem hagkvæmasta þjónustu og tryggja hagsmuni almennings. Í raun ætti að skoða þann möguleika að afhenda almenningi hluta bankans gegn skýrum skilyrðum og á hagstæðum kjörum. Verði þetta skoðað þá þarf hinsvegar að móta mjög skýrar og gegnsæjar reglur sem tryggja að ekki sé um að ræða aðkomu fárra útvaldra og að ekki sé hægt að framselja hlutina í von um skyndigróða. Ef vel tekst til þá gæti stofnun á slíkum samfélagsbanka orðið skynsamleg aðgerð bæði efnahagslega og lýðræðislega.

Ásmundur Einar Daðason

Greinin birtist á blog.pressan.is/asmundurd/ 20. október 2015.

 

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun kjördæmisþings framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi

Deila grein

14/10/2015

Stjórnmálaályktun kjördæmisþings framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 lýsir ánægju með góðan árangur sem náðst hefur í stjórn landsmála á þeim rúmu tveimur árum frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum undir forsæti Framsóknarflokksins. Flestir mælikvarðar sem stuðst er við, til að vega og meta hagsæld þjóða, stefna upp á við. Þeirri stöðu hefur verið náð með forystu Framsóknarflokksins sem hefur haldið fast í gildi sín sem frjálslyndur félagshyggjuflokkur.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur Framsóknarmenn til að halda á lofti þessum góða árangri. Almenn ánægja ríkir um leiðréttingu húsnæðislána og nú liggur fyrir áætlun um afnám hafta. Afnema skal verðtryggingu af neytendalánum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur ríkisstjórnina til að vinna áfram að málefnum hinna dreifðu byggða. Ljúka skal við uppbyggingu háhraðanets, þriggja fasa rafmagns auk annarar grunnþjónustu sem krafist er í nútímasamfélag. Kjördæmisþingið hvetur ríkisstjórnina til að flytja verkefni á landsbyggðina og fjölga þar opinberum störfum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á mikilvægi þess að endurskoða tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga. Aukin verkefni hafa verið færð til sveitarfélaga frá ríkinu án þess að nægjanlegir fjármunir hafi fylgt með þeim. Sveitarstjórnir eru mikilvægar sínu nærumhverfi og auka þarf völd þeirra til ákvarðanatöku á sínum málum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur þunga áherslu á umferðaöryggi og viðhald vega svo að allir komist um landið með öruggum og greiðum hætti. Viðhald vega er farið að slaga upp í stofnkostnað. Hefja skal byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá hjá Selfossi eigi síðar en 2017.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 bendir á að viðhaldi og uppbyggingu hafna er ábótavant og nauðsynlegar úrbætur brýnar, s.s. á Suðurnesjum og uppbygging Þorlákshafnar sem inn- og útflutningshafnar. Brýnt er að halda áfram rannsóknum við Hornafjörð og Landeyjarhöfn. Tryggja öruggar samgöngur til Vestmannaeyja með nýja ferju sem stenst nútímakröfur farþega, hvort sem hún siglir til Landeyjarhafnar eða Þorlákshafnar.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur ríkisstjórnina til að standa vörð um flugvelli innanlands og áframhaldandi uppbyggingu þeirra þar sem þeir gegna mikilvægu hlutverki á sviði almannavarna, samgangna og dreifingu ferðamanna um landið. Mikilvægt er að ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli, og að opnaðar verði fleiri gáttir inn í landið, eins og á Egilsstöðum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Efla þarf grunnþjónustu í heilbrigðismálum kjördæmisins, s.s. heilsugæslu, geðheilbrigðisþjónustu, uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjölbreyttari úrræða í þjónustu við aldraða. Hækka þarf lífeyrisgreiðslur til aldraðra og öryrkja til samræmis við lágmarkslaun. Jafnframt þarf að lækka lyfjakostnað þeirra verulega. Nýr Landspítali verði byggður á betri stað.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á að fundnar verði leiðir til að efla næringarvitund í átt að bættri lýðheilsu, með því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum. Góð lýðheilsa er beinn sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 lýsir yfir fullum stuðningi við nýtt húsnæðiskerfi sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 2.64 m.kr í uppbyggingu félagslegs húsnæði og í nýtt húsnæðiskerfi. Nýtt fyrirkomulag að bæta hag heimilanna með meiri stuðning við lágtekjufólk, auknu framboði á ódýrum og hagkvæmum íbúðum og bættri stöðu leigjenda og leigusala. Tillögurnar byggja á löngu samstarfsferli og viljayfirlýsingu stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins frá síðasta vori sem lágu til grundvallar því að kjarasamningar til langs tíma náðust. Öruggt húsnæði er ein af grundvallarþörfum landsmanna. Þingið skorar á alla stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi að sameinast um að ná tillögunni fram á yfirstandandi þingi.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 lýsir áhyggjum yfir þeirri manneklu sem lögreglan í Suðurkjördæmi glímir við og hvetur ríkisstjórnina til að auka fjármagn til löggæslunnar svo tryggja megi öryggi íbúa og ferðamanna betur en nú er.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á að menntasetur í kjördæminu verði efld og þeim tryggður rekstrargrundvöllur. Það er nauðsynlegt að gera fólki kleift að stunda nám heima í héraði. Þingið hvetur stjórnvöld til að standa vörð um starf Íþróttakennaraháskóla Íslands á Laugarvatni.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 hvetur stjórnvöld til að stuðla að aukinni matvælaframleiðslu. Hagræðing í matvælaframleiðslu hefur skilað neytendum miklu á undanförnum árum, en hún má ekki verða á kostnað eðlilegrar samkeppni.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 telur mikilvægt að halda áfram að auka hagsæld íbúa þessa lands með hagkvæmni og hugvitsemi í veiðum og vinnslu til að hámarka tekjur þjóðarbúsins af nýtingu sameiginlegra auðlinda. Sjávarútvegurinn hefur mikilvægu hlutverki að gegna í að auka byggðafestu víða um land. Ábyrgðin er mikil og ber greininni skylda til að huga að samfélagslegri þátttöku sinni í því samhengi. Mikilvægt er að ákveðinn hluti veiðileyfagjalds skili sér í hafnarbótasjóð og fari til viðhalds og hafnarmannvirkja. Þá hvetur þingið stjórnvöld til að tryggja sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum hafsins.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 leggur áherslu á að hlúð verði að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu. Þingið hvetur til að vandað verði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og mikilvægt sé að finna gjaldtöku af ferðamönnum góðan farveg. Blönduð leið getur verið heppileg til að fjármunir skili sér til uppbyggingar fyrir bæði ríki og sveitarfélög.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 minnir á að standa beri vörð um náttúru Íslands. Um leið er rétturinn tryggður til að njóta hennar. Mikilvægt er að huga að sjálfbærri nýtingu til heilla fyrir samfélagið allt og komandi kynslóðir. Þingið fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um aukna kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu og hvetur til þess að sem fyrst verði hafist handa við að vinna eftir þeim áformum. Í náttúruverndarlögum verði heimilt að taka bílastæðagjald og endurskoða ákvæði laganna um frjálsa för ferðamanna. Herða þarf reglugerðir um fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 vill að Landsbankinn verði samfélagsbanki í eigu þjóðarinnar með það markmiði að þjóna samfélaginu í stað þess að hámarka hagnað. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að Landsbankinn hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á bestu kjörum til að efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 skorar á alþingismenn flokksins í kjördæminu að fylgja eftir tillögu frá síðasta flokksþingi um að leggja niður erfðafjárskatt.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Vogum 9.-10. október 2015 bendir á að með aukningu umferðar um landið er ljóst að aðstoð og hjálp björgunarsveita og lögreglu er ört vaxandi. Við þessu þarf að bregðast, til dæmis með að skilda allar bílaleigur og ferðaskrifstofur til að tryggja sig og bílinn eða leigutaka fyrir leitarkostnaði.

Categories
Fréttir

Krafa um að knattspyrnuvellir verði endurnýjaðir og hættuminna efni notað

Deila grein

13/10/2015

Krafa um að knattspyrnuvellir verði endurnýjaðir og hættuminna efni notað

Villlum„Hæstv. forseti. Ég ætla að ræða hér um gúmmíkurl úr afgangsdekkjum sem notað hefur verið á leik- og íþróttasvæði hérlendis, aðallega á knattspyrnuvelli. Skýrar reglur eru til staðar um meðhöndlun og förgun ónýtra hjólbarða en þegar búið er að kurla dekkin niður og dreifa þeim á íþróttasvæði barna og unglinga gilda engar reglur. Þó er ljóst að eiturefnin eiga mun greiðari leið út í umhverfið úr dekkjakurlinu en þegar þau eru bundin í heila hjólbarða.
Segja má að umræðan hafi byrjað um þetta mál fyrir alvöru fyrir fimm árum og í kjölfar þeirrar umræðu sendi Læknafélag Íslands frá sér einróma áskorun þess efnis að stjórnvöld bönnuðu notkun á gúmmíkurli sem inniheldur krabbameinsvaldandi efni og önnur eiturefni á íþrótta- og leiksvæðum.
Einhverra hluta vegna náði umræðan þá og þessi áskorun Læknafélagsins ekki tilætluðum árangri. Þrátt fyrir vísbendingar um að kurlið geti mögulega valdið sjúkdómum, þá brugðumst við ekki við varnaðarorðum á þeim tíma. Málið er á borði fjölmargra aðila eins og sveitarfélaga, knattspyrnuyfirvalda og heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar og auðvitað fjölmargra samtaka sem láta sig velferð og heilsu barna varða. Fjölmargar rannsóknir og skýrslur eru til um þetta efni og Norðmenn hafa rannsakað þetta þó nokkuð og bent á hættuna á umhverfisáhrifum af kurlinu á nærlendi gervigrasvalla.
Nú hafa Heimili og skóli, landssamtök foreldra, farið fram á það að slíkir vellir verði endurnýjaðir og hættuminna efni notað. Við verðum líkt og aðrar þjóðir að bregðast við og helst að banna þessa notkun og fara í þá vinnu að skipta dekkjakurlinu út fyrir hættuminni efni.
Ég hef nú leitað eftir stuðningi allra flokka og fengið jákvæð viðbrögð við þingsályktunartillögu þar sem hæstv. umhverfisráðherra verður falið að ganga í þetta mál.“
Willum Þór Þórssoní störfum þingsins 6. október 2015.

Categories
Fréttir

Tökum verðtrygginguna úr sambandi

Deila grein

13/10/2015

Tökum verðtrygginguna úr sambandi

Elsa-Lara-mynd01-vefur„Hæstv. forseti. Það eru liðin sjö ár frá hruni, hruni sem hafði gífurlega mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf og fjölda einstaklinga og fjölskyldur í landinu. Atvinnuleysi jókst hratt, lán hækkuðu eins og enginn væri morgun dagurinn og heimili landsins áttu sífellt erfiðara með að ná endum saman. Þetta gerði það að verkum að talsverður fjöldi missti heimili sitt og í of mörgum tilvikum heyrðist af splundruðum fjölskyldum vegna skilnaða og annarra áfalla sem dundu yfir.
Það er óhætt að halda því fram að þetta hafi verið erfiður tími fyrir margar fjölskyldur og þess vegna er með ólíkindum að heyra þegar nokkrir einstaklingar halda því fram að hér hafi í raun ekki orðið hrun. Því miður heyrum við einstaka sinnum fréttaflutning þess efnis þessa dagana. Það get ég bara alls ekki skilið vegna þess að enn þann dag í dag sjáum við anga hrunsins birtast.
Enn eru til dæmi um það að einstaklingar fái ekki úrlausn sinna mála og má þar nefna fólk með ólögmæt gengistryggð lán sem fær þau ekki leiðrétt.
Á þessu kjörtímabili hefur þó verið farið í 150 milljarða króna skuldaaðgerð fyrir heimili landsins. Um er að ræða beina niðurfellingu og séreignarsparnaðarleið. Þess má geta að í hverjum mánuði fara um 500 milljónir í formi skattafsláttar inn á verðtryggðar húsnæðisskuldir og sérstaka húsnæðissparnaðarreikninga. Auk þess eru frumvörp sem eiga að bæta ástandið á leigumarkaði að detta inn í þingið á næstu dögum.
Í morgunútvarpi Bylgjunnar heyrði ég viðtal við hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson þar sem hann talaði um hversu erfitt það væri fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð. Hann talaði meðal annars um byggingarreglugerð og hátt lóðaverð í því samhengi. Ég er honum mjög sammála um að það eru þættir sem við verðum að endurskoða í allri þeirri húsnæðisvinnu sem er í gangi. Þetta var mikilvægt innlegg hjá hv. þingmanni.
Ég er hins vegar föst á því að við verðum að taka úr sambandi það vaxtaform sem heimilin búa við þegar þau fjárfesta í húsnæði, þ.e. verðtrygginguna. Það er stór lykill að bættu ástandi á húsnæðismarkaði.“
Elsa Lára Arnardóttirí störfum þingsins 6. október 2015.

Categories
Fréttir

Mikilvægt er að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum grunnskólabörnum

Deila grein

13/10/2015

Mikilvægt er að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum grunnskólabörnum

Karl_SRGB„Virðulegur forseti. Talið er að um 15–20% barna eigi í geðrænum vanda á hverjum tíma og að um 5% þurfi sérfræðiþjónustu. Á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar, BUGL, eru nú rúmlega 770 börn til meðferðar á aldrinum 4–17 ára. Þrátt fyrir þennan fjölda eru 120 til viðbótar á biðlista.
Þetta kemur fram í fyrsta hluta greinaflokks um geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Í fyrra voru bráðakomur á BUGL nánast ein á dag alla daga ársins og hér er ég bara að tala um bráðakomur. Undir það flokkast til dæmis sjálfsvígshugsanir og depurð. Heildarkomur á deildina í fyrra voru um 6.500.
Í velferðarráðuneytinu er nú unnið að stefnuáætlun í geðheilbrigðismálum. Síðastliðin tvö ár hefur undirritaður verið í hópi þingmanna sem hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum börnum og að þau sem þurfi aðstoð fái hana.
Velferðarnefnd þingsins vísaði málinu til ráðuneytisins í sumar þar sem ráðherra og starfsmenn hafa brugðist við af ábyrgð. Því má búast við að í nýrri geðheilbrigðisáætlun verði gert ráð fyrir að skimað verði fyrir kvíða og þunglyndi hjá öllum grunnskólabörnum. Þetta eru afar góð tíðindi því að algengt er að börn einangrist vegna kvíða og þunglyndis, flosni upp úr skóla, einangrist félagslega og verði jafnvel óvinnufær til framtíðar. Það eru líka mörg dæmi um sjálfsvíg. Andleg veikindi eru ein helsta ástæða brotthvarfs úr framhaldsskóla.
Þeim fjármunum sem fara í þetta verkefni er vel varið. Sparnaður í þessum málaflokki er dýr, ekki bara fyrir einstaklinga heldur samfélagið í heild sinni. Því ber að fagna hvernig tekið er á málinu, auk þess sem Morgunblaðið á hrós skilið fyrir að vekja athygli á því.“
Karl Garðarssoní störfum þingsins 6. október 2015.

Categories
Greinar

Pylsuvagn á aðventu í Tókýó

Deila grein

11/10/2015

Pylsuvagn á aðventu í Tókýó

GBSNýlega birtust fregnir af því að í hillum verslana í New York væri nú aftur að finna íslenska bjórinn Einstök sem þaðan hafði horfið tímabundið eftir bráðræðislega ákvarðanatöku í ráðhúsinu við Tjörnina.

Á komandi aðventu verður alíslenskum pylsuvagni komið fyrir í Tókýó og í Finnlandi eru þarlendir orðnir heimsins mestu aðdáendur íslenska skyrsins sem selst þar í tvöfalt meira magni en í upprunalandinu. Austur í Moskvu gæða gestir virtustu veitingahúsanna sér á lambakjöti, Japanir dásama íslenskar æðardúnssængur og á síðustu árum hafa Kínverjar kynnst gæðum grásleppunnar okkar.

Hvað eiga þessi mál sameiginlegt fyrir utan það að þessar gæðavörur eru framleiddar úr íslenskum hráefnum og markaðssettar af kraftmiklum íslenskum fyrirtækjum? Um öll þessi mál og aragrúa annarra liggja þræðir til viðskiptafulltrúa sem starfa við sendiráð Íslands en þessir fulltrúar eru þjónustuarmur útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu erlendis.

Á hverjum degi vaka sendiráð okkar og viðskiptafulltrúarnir yfir hagsmunum íslenskra fyrirtækja sem af áræði og dugnaði reyna að hasla sér völl á nýjum mörkuðum. Viðskiptafulltrúarnir sýna frumkvæði við að þjónusta fyrirtæki, eygja ný tækifæri og greiða viðskiptaaðilum leiðina í gegnum frumskóg skrifræðis og reglugerða og beita til þess ómældri útsjónarsemi. Þá geta þeir brugðist skjótt við vályndum veðrum sem gera oft fyrirvaralaust vart við sig erlendis.

Það liggur í hlutarins eðli að kjötútflutningur til Japans, sala sjávarafurða á Kínamarkað og stríður ferðamannastraumur til Íslands gerist ekki af sjálfu sér og í mörgum tilfellum þarf aðkomu hins opinbera. Viðskiptafulltrúarnir okkar eru staðsettir í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Berlín, Moskvu, Nýju-Delí, Peking, Tókýó, Ósló, Helsinki, New York og London og búa þeir yfir ómældri reynslu og þekkingu á staðháttum, hafa mikilvægt tengslanet og sambönd bæði í gistiríkjunum og í umdæmislöndum sendiráðanna. Óhætt er að fullyrða að viðskiptafulltrúarnir eru ómetanlegur hlekkur í keðju utanríkisþjónustunnar og Íslandsstofu við að greiða leið íslenskra fyrirtækja, hugvitsfólks og aðila á sviði lista og menningar á erlendum mörkuðum, eins og dæmin sanna.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 9. október 2015.

Categories
Greinar

Auðveldara að flytja að heiman

Deila grein

08/10/2015

Auðveldara að flytja að heiman

Elsa-Lara-mynd01-vefurharaldur_SRGBKarl_SRGB4 af hverjum 10 Íslendingum á aldrinum 20-29 ára búa enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í sumar. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar litið er til nágrannalandanna sem við miðum okkur helst við, en t.d. er hlutfallið í Danmörku 10%. Hlutfallið hefur farið hækkandi hér á landi síðustu áratugi. Það má rekja til nokkurra 4 af hverjum 10 Íslendingum á aldrinum 20-29 ára búa enn í foreldrahúsum samkvæmt tölum Hagstofunnar frá því í sumar. Þetta er nokkuð hátt hlutfall þegar litið er til nágrannalandanna sem við miðum okkur helst viðþátta en ljóst er að hækkandi húsnæðisverð á stóran þátt í þessari þróun og er helsta ástæðan sem nefnd er þegar ungt fólk er spurt í dag.

Leiguverð hefur hækkað hratt síðustu ár og framboð hagkvæms og ódýrs húsnæðis er af skornum skammti. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið og hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu til að mynda hækkað um 36,5% á einungis 4 árum. Á sama tíma er vilji ungs fólks frekar að kaupa en leigja.

Leiga raunhæfuAuðveldara að flytja að heimanr valkostur
Við viljum auðvelda fólki að flytja að heiman og skapa sér sitt eigið heimili og á haustþingi verða teknar fyrir miklar aðgerðir í húsnæðismálum. Eitt af stóru málunum verður frumvarp um húsnæðisbætur en áætlað er að auka húsnæðisstuðning um 1,1 milljarð króna á næsta ári með það að markmiði að lækka byrði húsnæðiskostnaðar. Við viljum hækka grunnfjárhæð húsaleigubóta, hækka frítekjumarkið og hækka hámarkshlutfall bóta af leiguverðinu.
Einnig verður skattbyrði leigutekna lækkuð úr 14% í 10%. Með því sköpum við hvata fyrir fasteignaeigendur til að gera langtímaleigusamninga og þannig aukum við framboð og öryggi leigjenda með framtíðarhúsnæði í huga.

Auðveldum kaup á fyrstu eign
Við viljum einnig festa í sessi þann hvata til sparnaðar að þeir sem hafa sparað tilgreint hámarkshlutfall af tekjum í tiltekinn tíma geti tekið sparnaðinn út skattfrjálst, þannig að ungu fólki verði heimilt að nýta séreignarsparnað við kaup á fyrstu íbúð.

Auk þess viljum við veita lánveitendum svigrúm til þess að horfa til fleiri þátta en greiðslumats við ákvörðun um lántöku, en dæmi eru um að fólk sé að greiða leigu sem er mun hærri en afborganir af nýju húsnæði kæmu til með að vera, en komast þó ekki í gegnum greiðslumat.

Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.

ELSA LÁRA ARNARDÓTTIR, HARALDUR EINARSSON OG KARL GARÐARSSON

Greinin birtist í Fréttablaðinu 8. október 2015.

Categories
Fréttir

Þingflokki Framsóknarmanna afhent falleg gjöf

Deila grein

07/10/2015

Þingflokki Framsóknarmanna afhent falleg gjöf

20151006_142340Þingflokki Framsóknarmanna var afhent falleg gjöf í gær. Willum Þór afhenti mikin skjöld er hagleikssmiður í Kópavogi, Hallgrímur Pétursson, skar út úr linditré en um er að ræða íslenska skjaldamerkið.
Lýðveldisskjaldarmerkið
Þegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól þáverandi forsætisráðherra dr. juris Björn Þórðarson þremur ráðuneytisstjórum (Vigfúsi Einarssyni, Agnari Kl. Jónssyni og Birgi Thorlacius) ásamt dr. Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919, að athuga og gera tillögur um breytingu á ríkisskjaldarmerkinu. Breyting var í öllu falli nauðsynleg vegna þess að kóróna var yfir skildinum, en hún hlaut að hverfa við afnám konungdæmisins. Við, sem fengum þetta verkefni ræddum nokkuð um breytingar á sjálfu skjaldarmerkinu, og þá einkum, hvort taka bæri upp á ný fálka á bláum skildi. Niðurstaðan varð þó sú, að gera ekki tillögur um breytt skjaldarmerki og hverfa ekki frá landvættahugmyndinni að því er skjaldbera varðaði. Vorum við allir sammála um þetta og ræddum málið á fundi með forsætisráðherra og féllst hann á þessa skoðun. Var gerð ný teikning af skjaldarmerkinu, þar sem kórónan var felld burtu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Tryggvi Magnússon listmálari gerði teikninguna. Frummyndin er í Þjóðminjasafninu, nr. 15026.
RGB_til_smakkunarEkki vorum við ánægðir með teikninguna. Kom til orða síðar að leita til skjaldarmerkjafræðinga í páfagarði í þessu sambandi, en þeir voru þá svo önnum kafnir við gerð skjaldamerkja fyrir nýútnefnda kardinála að þeir máttu ekki vera að því að sinna öðrum verkefnum. – Við gerð undirstöðunnar, sem skjöldurinn hvílir á, var haft í huga „kirkjugólfið” á Kirkjubæjarklaustri.
Á fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Síðan kaus Alþingi fyrsta forseta lýðveldisins til eins árs, en eftir það skyldi hann þjóðkjörinn. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf hinn nýkjörni forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig:
„Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri.
Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, vinstra megin skjaldarins, bergrisi, hægra megin, gammur, vinstra megin, ofan við griðunginn, og dreki, hægra megin, ofan við bergrisann. Skjöldurinn hvílir á stuðlabergshellu.”
Landvættirnar fjórar koma eins og áður sagði úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir frá Haraldi konungi sem sendi mann til Íslands til að kanna aðstæður. Hann fór til Íslands í hvalslíki, synti í kringum landið og rakst á leið sinni á margar furðuverur. Við Vopnajörð blasti við honum dreki mikill, með orma, pöddur og eðlur í kringum sig, við Eyjafjörð tók á móti honum fugl svo stór og mikill að vængirnir náðu á milli tveggja fjalla. Á Breiðafirði rakst hann á griðung mikinn sem fór að gella ógurlega að honum en er hann kom suður fyrir Reykjanes tók á móti honum bergrisi sem bar höfuðið hærra en fjöllin öll. Sendimaðurinn komst því hvergi að landi og fór til baka og sagði konungi fréttirnar.Þessar fjórar yfirnáttúrulegu furðuverur standa vörð um hvern landsfjórðung fyrir sig og sem skjaldberar skjaldarmerkisins standa þær sem slíkar. Skjaldarmerkið sjálft sem er auðkenni stjórnvalda ríkisins er skjöldurinn með íslenska fánanum og hægt er að nota það með eða án skjaldberanna.

Categories
Greinar

Frá fjöru til heiða

Deila grein

06/10/2015

Frá fjöru til heiða

sigrunmagnusdottir-vefmyndFegurð og fjölbreytileiki íslenskrar náttúru er mikill og landslagið síbreytilegt hvort sem er uppi til fjalla, niður til sjávar eða í fögrum dal. Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur 16.september og settu fjölbreyttir og fróðlegir viðburðir víða um land, skemmtilegan svip á daginn.

Í tilefni dagsins voru veitt verðlaun vegna markverðs starfs á sviði náttúruverndar, Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Að þessu sinni voru veittar tvennar viðurkenningar til einstaklinga sem hafa af mikilli eljusemi lagt sig fram um að bæta og endurheimta land með ræktun, oft á tíðum við erfið skilyrði. Þessir einstaklingar hafa tekist á við landgræðslu og skógrækt við sorfnar strendur og á hrjóstrugum heiðum og sýnt þannig í verki að þeim er annt um landið.

_MG_5286Viðurkenningarnar hlutu annars vegar hjónin Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Núpasveit, sem hafa lagt alúð við að græða og rækta upp jörð sína út við ysta haf. Hins vegar Völundur Jóhannesson sem þekkir hálendið vel og hefur sýnt fram á að þar er hægt að rækta upp og hlúa að gróðri langt yfir þeim hæðarmörkum sem menn hafa talið mögulegt að stunda ræktun.

Á alþjóðlegu ári jarðvegs er við hæfi að heiðra slíka einstaklinga því af jarðveginum og moldinni sprettur gróður og líf sem enginn okkar getur verið án. Um aldir snerist líf og velsæld þjóðarinnar um frjósemi moldarinnar og afrakstur hennar, hvort sem var til beitar eða ræktunar. Góð umgengni um landið felst ekki bara í því að forðast að skilja eftir sig ljót spor eða sviðna jörð heldur ekki síður að leggja sitt af mörkum til að varðveita þann jarðveg sem við eigum og nýta af skynsemi.

Sherry og Jean ræða málinHér á landi hefur verið unnið að jarðvegsvernd í yfir heila öld. Fyrir frumkvæði, þrautseigju og útsjónarsemi frumkvöðla í jarðvegsvernd hér á landi hefur náðst að bjarga sveitum sem voru undirlagðar sandi. Með tímanum hefur aukin þekking og reynsla gert okkur kleift að takast betur á við að laga land og bæta. Það er aðdáunarvert það eljusama starf sem bændur, skógræktarfólk, vísindamenn og áhugafólk hafa af mikilli ástríðu og þolinmæði lagt á sig við að rækta upp, binda örfoka land og græða. Oft á tíðum hefur tekist að endurheimta verðmætt landbúnaðarland sem er lykilþáttur þess að hægt sé að stunda búrekstur í sveitum.

Þessir einstaklingar, líkt og þeir sem hlutu Náttúruverndarviðurkenningar í ár, hafa lagt hug og hönd í verkið án þess að berja sér á brjóst, yrkt jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og virkjað þann kraft sem býr í náttúrunni til að varðveita auðlindina til nota fyrir komandi kynslóðir. Þeir eru sannir náttúruverndarsinnar.

Sigrún Magnúsdóttir

Greinin birtist í Bændablaðinu 6. október 2015.