Categories
Fréttir

Jón Helgason látinn

Deila grein

04/04/2019

Jón Helgason látinn

Jón Helgason, fyrrverandi ráðherrra og alþingsmaður, er látinn. Jón lést í fyrradag, 2. apríl. Hann var alþingismaður Suðurlands 1974–1995 og varaþingmaður Suðurlands mars-apríl 1972. Jón var landbúnaðar-, dóms- og kirkjumálaráðherra 1983-1987 og landbúnaðarráðherra 1987-1988.
Jón var fæddur í Seglbúðum í Landbroti 4. október 1931, sonur Helga Jónssonar (fæddur 29. apríl 1894, dáinn 22. maí 1949) bónda og Gyðríðar Pálsdóttur (fædd 12. mars 1897, dáin 15. maí 1994) húsmóður. Jón giftist Guðrúnu Þorkelsdóttur (fædd 21. apríl 1929) húsmóður, dóttir Þorkels Sigurðssonar og Bjarneyjar Bjarnadóttur. Börn Jóns og Guðrúnar eru: Björn Sævar Einarsson (fóstursonur, 1962), Helga (1968) og Bjarni Þorkell (1973).
Jón Helgason, tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Stóð fyrir búi móður sinnar í Seglbúðum nokkur ár að námi loknu. Bóndi þar síðan 1959. Sá um sauðfjárræktarbú í Seglbúðum 1950–1980. Stundakennari við unglingaskólann á Kirkjubæjarklaustri 1966-1970. Endurskoðandi Kaupfélags Skaftfellinga 1951-1972 og stjórnarformaður þess 1972-1983.
Í félagsstörfum var Jón formaður Félags ungra framsóknarmanna og síðan Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu 1955-1974. Í hreppsnefnd Kirkjubæjarhrepps 1966-1986, oddviti 1967-1976. Sýslunefndarmaður 1974-1978. Í fyrstu stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Fulltrúi á Búnaðarþingi 1973-1975 og á fundum Stéttarsambands bænda 1961-1975, í stjórn þess og Framleiðsluráðs 1972-1979. Í stjórn Rafmagnsveitna ríkisins 1978-1983. Í stjórn Endurbótasjóðs menningarstofnana 1990-2002. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1975 og 1988. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1977, 1980-1981 og 1991. Í Norðurlandaráði 1978. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1991-1994. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins frá 1990. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1991-1995. Í lýðveldishátíðarnefnd 1994. Í Þingvallanefnd 1994-1995.
Við Framsóknarmenn minnumst ráðherra og alþingismanns með djúpri virðingu og þakklæti fyrir störf í þágu Framsóknarflokksins og þjóðarinnar.
Framsóknarfólk vottar aðstandendum innilega samúð.

Categories
Fréttir

Íslendingar vilji áfram kaupa hágæða vöru

Deila grein

03/04/2019

Íslendingar vilji áfram kaupa hágæða vöru

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, segir í yfirlýsingu í dag, að stóra verkefnið sé „að gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfan gagnvart þeim innflutningi sem framundan er. Við þurfum að finna haldbæra lausn sem tryggir öflugar varnir.“
En á Alþingi í gær var mælt fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma (innflutningur á búfjárafurðum). Þórarinn Ingi kom í ræðu sinni inn á „mikilvægi þess að afurðastöðvar í kjötiðnaði geti sameinast til þess að mæta þeim áskorunum sem framundan eru í íslenskum landbúnaði. Staða okkar er mjög sérstök þegar kemur að hreinleika landbúnaðarafurða og hana þurfum við að verja.“
„Við þurfum líka að huga að upprunamerkingu matvæla svo neytendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Ég trúi því að íslenskir neytendur vilji áfram kaupa hágæða vöru framleidda af íslenskum bændum,“ sagði Þórarinn Ingi.

Categories
Greinar

Menntun eflir viðnámsþrótt

Deila grein

02/04/2019

Menntun eflir viðnámsþrótt

Íslenska þjóðarbúið stend­ur frammi fyr­ir áskor­un­um um þess­ar mund­ir í tengsl­um við stöðu efna­hags­mála. Engu að síður er staða rík­is­sjóðs sterk og viðnámsþrótt­ur þjóðarbús­ins meiri en oft áður. Mik­il­vægt er því að halda áfram upp­bygg­ingu ís­lenska mennta­kerf­is­ins. Fimm ára fjár­mála­áætl­un 2020-2024 ber þess merki að við ætl­um að halda áfram að sækja fram af krafti og efla mennt­un á öll­um skóla­stig­um. Það á einnig við um vís­indi, menn­ingu og fjöl­miðla í land­inu. Á menn­ing­ar­sviðinu er horft til þess að all­ir lands­menn, óháð efna­hag og bú­setu, geti aukið lífs­gæði sín með því að njóta og taka þátt í öfl­ugu og fjöl­breyttu menn­ing­ar, lista-, íþrótta- og æsku­lýðsstarfi.

Fram­lög til há­skóla yfir 40 millj­arða kr.

Und­an­far­in ár hafa fram­lög til há­skóla­stigs­ins verið auk­in tölu­vert en frá ár­inu 2017 hafa fram­lög­in auk­ist um tæpa 5,3 millj­arða kr. eða tæp 13%. Sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un verður haldið áfram að fjár­festa í há­skóla­starfi í land­inu og er ráðgert að fram­lög til há­skól­anna fari yfir 40 millj­arða kr. árið 2023. Við ætl­um að auka gæði náms og náms­um­hverf­is í ís­lensk­um há­skól­um, styrkja um­gjörð rann­sókn­ar­starfs og auka áhrif og tengsl há­skóla og rann­sókn­ar­stofn­ana við at­vinnu­lífið. Fjár­fest­ing í há­skól­un­um er lyk­ilþátt­ur í að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands til framtíðar og til að við get­um sem best tek­ist á við þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem örar tækni­breyt­ing­ar hafa á heim­inn.

Kenn­ara­starfið er mik­il­væg­ast

Stærsta áskor­un ís­lensks mennta­kerf­is er yf­ir­vof­andi kenn­ara­skort­ur. Það er ein­dreg­in skoðun mín að kenn­ara­starfið sé mik­il­væg­asta starf sam­fé­lags­ins þar sem það legg­ur grunn­inn að öll­um öðrum störf­um. Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar er að finna full­fjár­magnaðar aðgerðir til þess að fjölga kenn­ur­um. Gott mennta­kerfi verður ekki til án góðra kenn­ara. Kenn­ar­ar eru und­ir­staða mennta­kerf­is­ins og drif­kraft­ar já­kvæðra breyt­inga í skóla­starfi. Ég er sann­færð um að okk­ur tak­ist að snúa vörn í sókn með þess­um aðgerðum og fleir­um til og fjölga þannig kenn­ur­um í ís­lensku mennta­kerfi til framtíðar.

Nýtt náms­styrkja­kerfi

Vinna við heild­ar­end­ur­skoðun náms­lána­kerf­is­ins geng­ur vel og hef ég boðað að frum­varp um end­ur­skoðun á Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna verði lagt fram í haust. Mark­miðið með nýju kerfi er aukið jafn­rétti til náms og skil­virkni, jafn­ari styrk­ir til náms­manna, betri nýt­ing op­in­bers fjár og auk­inn stuðning­ur við fjöl­skyldu­fólk. Tals­verð breyt­ing hef­ur orðið á stöðu Lána­sjóðsins und­an­far­in ár sem end­ur­spegl­ast fyrst og fremst í fækk­un lánþega hjá sjóðum. Skóla­árið 2009-10 voru lánþegar hjá sjóðnum um 14.600 en skóla­árið 2017-18 voru þeir um 7.000. Það er fækk­un um 52%. Sam­hliða fækk­un und­an­far­in ár hafa fram­lög rík­is­ins ekki minnkað og ber hand­bært fé sjóðsins þess glögg­lega merki. Árið 2013 nam það um ein­um millj­arði kr. En í lok árs 2018 er áætlað að það nemi rúm­um 13 millj­örðum kr. Staða sjóðsins er því mjög sterk og skap­ar hún kjöraðstæður til að ráðast í kerf­is­breyt­ing­ar sem bæta kjör náms­manna. Nýtt styrkja- og náms­lána­kerfi er að fullu fjár­magnað en að auki verða fram­lög til sjóðsins end­ur­skoðuð ár­lega miðað við fjölda lánþega hverju sinni. Lána­sjóður­inn er eitt mik­il­væg­asta jöfn­un­ar­tæki sem við eig­um og það er mik­il­vægt að búa þannig um hnút­anna að svo verði áfram raun­in.

Fjölg­um starfs- og tækni­menntuðum

Á síðustu árum hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins einnig hækkað veru­lega. Þannig hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stig­ins farið úr rúm­um 30 millj­örðum kr. árið 2017 og í rúm­lega 35 millj­arða í ár. Þetta jafn­gild­ir um 16% hækk­un. Þessi hækk­un mun halda sér sam­kvæmt nýkynntri fjár­mála­áætl­un en fjár­heim­ild­ir munu halda sér þrátt fyr­ir fækk­un nem­enda í kjöl­far stytt­ing­ar náms til stúd­ents­prófs. Hækk­un­in ger­ir fram­halds­skól­um m.a. kleift að bæta náms­fram­boð, efla stoðþjón­ustu sína og end­ur­nýja búnað og kennslu­tæki. Helstu mark­mið okk­ar á fram­halds­skóla­stig­inu eru að hækka hlut­fall nem­enda sem ljúka starfs- og tækni­námi, fjölga nem­end­um sem út­skrif­ast á fram­halds­skóla­stig­inu og að nem­end­ur í öll­um lands­hlut­um hafi aðgengi að fjöl­breyttu bók- og starfs­námi.

Íslensk­an í önd­vegi og barna­menn­ing

Við ætl­um að halda áfram að styðja við menn­ingu, list­ir, íþrótta- og æsku­lýðsmál og fjöl­miðlun í land­inu. Við höf­um verið að hækka fram­lög til menn­ing­ar­mála síðan 2017 þegar þau námu um 12 millj­örðum króna. Í fjár­mála­áætl­un­inni er gert ráð fyr­ir að þau verði að meðaltali um 15 millj­arðar ár­lega. Við setj­um ís­lensk­una í önd­vegi með fjölþætt­um aðgerðum sem snerta ólík­ar hliðar þjóðlífs­ins en mark­mið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að ís­lenska verði áfram notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins. Í stjórn­arsátt­mál­an­um er kveðið á um að bæta rekstr­ar­um­hverfi bóka­út­gef­enda, skap­andi greina og fjöl­miðla. Til að fylgja því eft­ir ger­um við ráð fyr­ir ár­leg­um stuðningi sem nem­ur 400 millj­ón­um kr. við út­gáfu bóka á ís­lensku, 400 millj­ón­um kr. vegna aðgerða til að bæta starfs­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla og 100 millj­ón­um kr. til nýs Barna­menn­ing­ar­sjóðs Íslands. Lögð er áhersla á að bæta aðgengi að menn­ingu og list­um, ekki síst fyr­ir börn og ung­menni, efla vernd­un á menn­ing­ar­arfi þjóðar­inn­ar, rann­sókn­ir og skrán­ingu. Einnig verður lögð áhersla á að bæta um­gjörð og auka gæði í skipu­lögðu íþrótta- og æsku­lýðsstarfi. Til skoðunar er sá mögu­leiki að setja á stofn barna- og vís­inda­safn til að efla og styrkja áhuga ungu kyn­slóðar­inn­ar á menn­ingu, vís­ind­um og tækni.

Í fjár­mála­áætl­un­inni er er horft til framtíðar, þ.e. að mennt­un, menn­ing og vís­indi auki lífs­gæði fólks í land­inu. Við höld­um áfram að styðja við ís­lenskt efna­hags­líf með því að fjár­festa í slík­um grunnstoðum og bæta þannig lífs­kjör­in í land­inu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. mars 2019.