Categories
Fréttir

Skoska leiðin styður atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis

Deila grein

04/09/2019

Skoska leiðin styður atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, bendir á ummæli höfð eftir samgönguráðherra Skotlands að greiðsluþátttöku stjórnvalda á völdum flugleiðum hafi reynst vel. Í Skotlandi hafa um 75.000 íbúar skráð sig í afsláttarkerfið og nýtt sér það tvisvar til þrisvar á ári. Upphaflega hafi greiðsluþátttaka numið 40% af andvirði fargjalda en hafi síðar verið aukin í 50%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu– og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, átti fund með Michael Matheson samgönguráðherra Skotlands í gær í Edinborg. Ræddu þeir m.a. stuðning skoskra stjórnvalda við íbúa afskekktari byggða og eyjar m.a. í þeim tilgangi að jafna aðgang þeirra að opinberri þjónustu. Þessi aðgerð er nefnd „skoska leiðin“.
Í ályktun 35. Flokksþings Framsóknarmanna, 9.-11. mars 2018, segir að innanlandsflug sé ekki raunhæfur kostur fyrir almenning í landinu vegna hárra flugfargjalda. „Framsóknarflokkurinn vill taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.“
Markmið skoskra stjórnvalda með greiðsluþátttöku er að styðja við íbúa afskekktari byggða en um leið atvinnuuppbyggingu og störf utan þéttbýlis. Greiðsluþátttaka stjórnvalda hófst árið 2006 og hefur verið framlengd reglulega, nú síðast um fjögur ár. Það er lítil samkeppni á flugleiðum til afskekktari svæða Skotlands, sætanýting er um 50% og eru flugfargjöld há í samanburði við það sem byðist til stærri og fjölfarnari áfangastaða sem geta staðið undir stærri flugvélum. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins.

Categories
Fréttir

„Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur“

Deila grein

04/09/2019

„Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur“

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir það undra sig að kalla vegabætur í Árneshreppi náttúruspjöll þegar verið sé að bæta vegi sem fyrir voru. Rask sem fylgir framkvæmdum á svæðinu grær svo með tímanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í dag.
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, voru á dögunum í Árneshreppi og skoðuðu vegaframkvæmdirnar í Ingólfs- og Ófeigsfirði og aðstæður við fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Hreppsnefndin hefur veitt framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Ingólfsfirði vegna uppbyggingar vegarins um Ófeigsfjörð segir í frétt á visir.is.
„Við Ásmundur brugðum okkur í Árneshrepp um daginn. Kíktum m.a. á þær vegabætur sem er verið að gera þar. Bæði í Norðurfirði og á kaflanum þaðan og í Ófeigsfjörð. Það undrar mig að kalla þessar vegabætur náttúruspjöll, hér er verið að bæta vegi sem fyrir voru og það rask sem verður við þetta græðir tíminn og er fljótur að því. Sýnist mér að deilurnar um vegabæturnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý.
Það undrar okkur alltaf, sérstaklega Vestfirðinga, þegar að deilur rísa um vegabætur. Þetta er bara jákvæð þróun fyrir samfélagið og kemur alltaf til bóta en ég held að deilurnar séu reistar á tilefninu en ekki framkvæmdinni,“ segir Halla Signý í samtali við visir.is.
„Vonandi eigum við eftir að sjá meira af bættum samgöngum um Árneshreppinn og tek ég þá undir ákall hreppsbúa að koma á góðum vegi sem hægt er að halda meira opnum yfir árið,“ segir Halla Signý.