Categories
Fréttir

Fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna – ætlað að styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi vegna matvælaöryggis og vernd búfjárstofna

Deila grein

05/02/2020

Fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna – ætlað að styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi vegna matvælaöryggis og vernd búfjárstofna

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir í yfirlýsingu í dag að það sé fyrir frumkvæði og vinnu Þingflokks Framsóknarmanna að á koppinn sé kominn sjóður í samræmi við aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna. Þórarinn Ingi Pétursson og Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismenn Framsóknar, unnu ötullega að verkefninu í atvinnuveganefnd Alþingis s.l. vor. En stofnaður var í dag „Sýklalyfjaónæmis- og súnusjóður“ og hafa úthlutunarreglur sjóðsins verið birtar með formlegum hætti.
Tilgangur sjóðsins er að fjármagna verkefni undir formerkjum „Einnar heilsu“ (e. One Health) í baráttunni gegn sýklalyfjaónæmi. Sjóðurinn mun, meðal annars, styrkja grunnrannsóknir í sýklalyfjaónæmi, auk þess að greiða fyrir skimun og vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum, matvælum, umhverfi og fóðri. Sjóðurinn er settur á laggirnar í samræmi við aðgerðaráætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna og sameiginlegt átak ráðherranna um að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.
Í greininni „matvælalöggjöf“ eftir Þórarinn Inga og Höllu Signý í Bændablaðinu frá því í sumar segir m.a.:

„Framsóknarflokkurinn hefur í vetur tekið sér stöðu og verið óhræddur við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki gripnar úr lausu lofti. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag.
Undir þetta taka fjölmargir sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða. Þeir hafa brýnt fyrir okkur að verja þurfi þá sérstöðu sem við búum við á Íslandi. Við afgreiðslu lagabreytinga um innflutning ferskra matvæla náðist góð samvinna í atvinnuveganefnd sem skilaði niðurstöðu sem rímar vel við landbúnaðarkafla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Þar segir að Ísland eigi að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum en auk þess boðar ríkisstjórnin metnaðarfull áform í loftslagsmálum.“

Categories
Fréttir

Tvímælalaust hvatning fyrir mikilvæga starfsemi – ávinningur af starfi þriðja geirans til almannaheilla getur styrkt samfélagið allt

Deila grein

05/02/2020

Tvímælalaust hvatning fyrir mikilvæga starfsemi – ávinningur af starfi þriðja geirans til almannaheilla getur styrkt samfélagið allt

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, fór yfir, í störfum þingsins á Alþingi í gær, starf starfshóps er Willum Þór Þórsson, alþingismaður, leiddi um skattumhverfi almannaheillastarfsemi sem fellur undir þriðja geirann. Starfshópurinn skilaði af sér nýlega tillögu til ríkisstjórnarinnar.
„Þar er átt við starfsemi sem fellur hvorki undir einkageirann né opinbera geirann, svo sem eins og starfsemi íþróttafélaga, björgunarsveita, góðgerðarfélaga og mannúðarsamtaka.“

„Starfshópurinn leggur áherslu á aukna skattalega hvata til að efla starfsemi þessara aðila með því að útvíkka núverandi hvata og lögfesta nýja. Meðal nýmæla eru tillögur um:

  • hvata til einstaklinga til að styrkja félög,
  • fjárstuðning á móti útlögðum kostnaði vegna viðhalds eða endurbóta á mannvirkjum undir starfsemi til almannaheilla, og
  • niðurfellingu á fjármagnstekjuskatti aðila sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla.“

„Þá er lögð áhersla á að almannaheillafélagaskrá verði komið á, eins og raunar er lagt til í frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir Alþingi, og lagðar eru til breytingar á:

  • erfðafjárskatti,
  • fasteignaskatti,
  • fjármagnstekjuskatti,
  • stimpilgjaldi,
  • tekjuskatti og
  • virðisaukaskatti.“

„Leitað er fyrirmynda í nágrannalöndunum og tillögur hópsins eru greinilega vel ígrundaðar og vandaðar. Þær munu styrkja rekstrarleg skilyrði almannaheillastarfsemi og færa starfsskilyrði nær nágrannaríkjum okkar.
Ég hef væntingar til þess að ríkisstjórnin fylgi tillögunum eftir og ég legg áherslu á að við fáum frumvörp til þingsins sem allra fyrst til að tryggja nauðsynlegar lagabreytingar til að hrinda tillögunum í framkvæmd. Skýr umgjörð um starfið og skýrir hvatar geta tvímælalaust orðið hvatning fyrir mikilvæga starfsemi því að ávinningur af starfi þriðja geirans til almannaheilla getur styrkt samfélagið allt og haft mikil áhrif á samfélagsþróun í smáum og stórum byggðum um land allt. Á síðustu vikum höfum við einmitt upplifað hvað bjargir samfélaganna sem liggja í almannaheillasamtökunum eru mikilvægar,“ sagði Líneik Anna.

Categories
Fréttir

Skattalegt umhverfi þriðja geirans – tillögur um ívilnun

Deila grein

05/02/2020

Skattalegt umhverfi þriðja geirans – tillögur um ívilnun

Willum Þór Þórsson, alþingismaður Framsóknar í Suðvesturkjördæmi, stýrði starfshópi um skattalegt umhverfi þriðja geirans sem m.a. snýr að íþróttafélögum, björgunarsveitum, góðgerðarfélögum og mannúðarsamtökum. Markmið vinnu starfshópsins var að leggja fram tillögur til að styrkja skattalegt umhverfi þriðja geirans og hefur starfshópurinn skilað af sér skýrslu til ríkisstjórnarinnar.
Einkum var horft til þess í vinnu starfhópsins að finna leiðir til þess að auka skattalega hvata gefenda til lögaðila sem starfa að almannaheillum, styrkja starfsemi þeirra lögaðila sem starfa að almannaheillum með skattalegum ívilnunum og efla og styrkja skattalega umgjörð og skráningu slíkra lögaðila hjá Skattinum, m.a. með skráningu í almannaheillafélagaskrá.
Alþjóðlegur samanburður leiddi í ljós að víðast hvar í nágrannaríkjum okkar væru skattalegir hvatar víðtækari fyrir gefendur vegna fjárframlaga eða annarra framlaga til slíkrar starfsemi. Auk þess væru slíkir hvatar víðtækari fyrir þiggjendur slíkra framlaga. Var það mat starfshópsins að tækifæri væru til þess að útvíkka skattalega hvata, annars vegar fyrir gefendur og hins vegar fyrir þau félög sem teljast til almannaheilla.
Auk þess var það mat starfshópsins að rétt væri að nýir skattalegir hvatar yrðu lögfestir til að stuðla enn frekar að eflingu þeirrar mikilvægu starfsemi lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir þriðja geirann.
Með auknum skattalegum hvötum fyrir starfsemi til almannaheilla og framlaga til slíkrar starfsemi munu skattaleg og rekstrarleg skilyrði slíkrar starfsemi verða efld og færast nær skattalegum ívilnunum í nágrannaríkjum okkar.

Helstu tillögur starfshópsins:

Erfðafjárskattur. Að kannað verði hvort undanþága félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum frá greiðslu erfðafjárskatts af dánargjöfum geti tekið til lögaðila í öðrum félagaformum.
Fasteignaskattur. Að kannað verði að veita undanþágu, lækka eða fella niður fasteignaskatt hjá lögaðilum sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínu samkvæmt samþykktum sínum.
Fjármagnstekjuskattur. Að lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla og hafa það að einasta markmiði sínum samkvæmt samþykktum sínum verði undanþegnir greiðslu tekjuskatts af fjármagnstekjum.
Stimpilgjald. Að lögaðilar sem verja hagnaði sínum einungis til almannaheilla verði undanþegnir, að öllu leyti eða að hluta, frá greiðslu stimpilgjalds af kaupsamningum sem þeir eru aðilar að.
Stuðningur vegna útlagðs byggingarkostnaðar. Að þeim lögaðilum sem starfa til almannaheilla og hlotið hafa staðfestingu frá Skattinum í kjölfar skráningar á almannaheillafélagaskrá verði veitt heimild til að óska eftir fjárstuðningi af útlögðum kostnaði upp að ákveðnu hámarki vegna byggingar, viðhalds eða endurbóta á mannvirki undir starfsemi til almannaheilla, að uppfylltum ítarlegum skilyrðum.
Tekjuskattur. Að ákvæði 2. tölul. 31. gr. tekjuskattslaga verði endurskoðað með tilliti til hlutfalls og gildissviðs heimils frádráttar frá tekjum af atvinnurekstri. Jafnframt verði einstaklingum gert heimilt að draga frá tekjum sínum sambærilegar gjafir og framlög upp að ákveðnu hámarki. Samhliða verði skoðað hvort ákjósanlegt sé að miða frádráttarheimild ákvæðisins við tiltekna fjárhæð og/eða ákveðið hlutfall af tekjum.
Virðisaukaskattur. Að undanþáguákvæði 5. mgr. 2. gr. virðisaukaskattslaga er varðar góðgerðarstarfsemi verði endurskoðað auk þess sem það verði útvíkkað þannig að undanþágan nái jafnframt til ráðstöfunar hagnaðar til almannaheilla en ekki aðeins til líknarmála. Þá er lagt til að þau tímamörk sem sett eru fyrir undanþágu góðgerðarstarfsemi samkvæmt ákvæðinu verði endurskoðuð.

Categories
Fréttir

„Í áratugi var táknmálið bannað“

Deila grein

05/02/2020

„Í áratugi var táknmálið bannað“

„Í næstu viku fagnar Félag heyrnarlausra 60 ára afmæli. Félagið er hagsmunafélag sem veitir hvers konar ráðgjöf og álit er snýr að málefnum heyrnarlausra. Heyrnarlausir eru málminnihlutahópur og þurfa því að reiða sig mikið á aðstoð túlka í sínum samskiptum í samfélaginu þar sem þeirra tungumál er lítt þekkt í þeirra umhverfi,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í störfum þingsins á Alþingi í gær.

„Baráttusaga heyrnarlausra er merkileg og hreint ótrúleg og baráttan fyrir tungumáli þeirra hefur ekki verið áfallalaus í gegnum tíðina. Í áratugi var táknmálið bannað og það var ekki fyrr en 1980 að því banni var aflétt. Svo var það árið 2011 að táknmál varð löglegt hér á landi sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra og aðstandenda þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta. Þar með skuldbundu stjórnvöld sig til að hlúa að því og styðja. Þarna var mikilvægum áfanga náð.“

„Þó að þessum áfanga sé náð eru baráttumálin mörg. Þrátt fyrir að íslenskt táknmál sé opinbert mál hér á landi er lítil sem engin fræðsla eða kennsla í skólum landsins um það. Lítið sem ekkert er gert til að kynna og kenna íslenskt táknmál fyrir nemendum. Ég er sannfærð um að táknmálið yrði útbreiddara og viðurkennt að fullu ef það yrði kennt í grunnskólum landsins. Sjónvarpsefni er sjaldan textað eða túlkað og þeir sem lifa ekki nálægt döffsamfélaginu þekkja sjaldnast táknmálið. Þess vegna eru heyrnarlausir háðir túlkaþjónustu í sínu hversdagslega lífi,“ sagði Halla Signý.
„Táknmál er ekki einkamál heyrnarlausra. Það er tungumál stórs hóps og opinbert mál hér á landi og ætti auðvitað að vera gert hærra undir höfði en nú er gert. Öll opinber þjónusta ætti að huga betur að þessu.
Ég vil nota tækifærið og færa Félagi heyrnarlausra árnaðaróskir í tilefni af þessum tímamótum og þakka því fyrir baráttuna fyrir réttindum þessa málminnihlutahóps,“ sagði Halla Signý.

Categories
Fréttir

Skólaakstur og malarvegir

Deila grein

04/02/2020

Skólaakstur og malarvegir

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, vekur athygli á svari við fyrirspurn um „skólaakstur og malarvegi“ í yfirlýsingu í dag.

„Lengsti skólaakstur á möl er 43,5 km um Bárðardal, á Norðurlandi vestra eru flest börn sem fara langar leiðir daglega á möl en of mörg börn á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi fara allt of langa leið á möl daglega. Hver eru ásættanleg viðmið; 10, 15, 20 km aðra leiðina?,“ segir Líneik Anna.

En samgönguáætlun hefur verið viðfangsefni Líneikar Önnu þessa dagana. Og bendir hún jafnframt á hversu ábyggilegar rauntölur séu fengnar aðeins úr lögregluskýrslum er slysaskráning Samgöngustofu byggjast á.

„Hvað þá með slys þar sem björgunarsveitir, bændur eða aðrir vegfarendur redda málum?“