Eldri Framsóknarmenn

Samband eldri Framsóknarmanna

Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) var stofnað 15. febrúar 2017. Tilgangur SEF verður m.a. að efla og samræma starf félagsmanna sinna, 60 ára og eldri, og vinna að málefnum eldri borgara með virku starfi að stefnumótun og samþykktum á flokksþingum. Jafnframt er því ætlað að vera stofnunum Framsóknarflokksins til ráðgjafar í öllum málum sem varða eldra fólk og hagsmuni þess.