Norðvesturkjördæmi nær frá Hvalfirði í suðri og að Tröllaskaga í austri. Kjördæmið hefur 9 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Núverandi kjördæmaskipan var samþykkt var með stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Þá var ákveðið að hafa kjördæmi fæst sex en flest sjö, en áður voru kjördæmin átta talsins. Breytingin miðaði að því að draga úr misvægi atkvæða og laga hana að þróun búsetu í landinu.
Eftirtalinn sveitarfélög tilheyra norðvesturkjördæmi, Akrahreppur, Akraneskaupstaður, Árneshreppur, Bæjarhreppur, Blönduósbær, Bolungarvíkurkaupstaður, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Höfðahreppur, Húnaþing vestra , Húnavatnshreppur, Hvalfjarðarsveit, Ísafjarðarbær, Kaldrananeshreppur, Reykhólahreppur, Skagabyggð, Skorradalshreppur, Snæfellsbær, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Skagafjörður, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð.
Heimild: Hagstofa Íslands
Þingmenn
Ásmundur Einar Daðason
Halla Signý Kristjánsdóttir
Varaþingmenn
Stefán Vagn Stefásson
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir