Á Vopnafirði leiddi Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi bóndi og oddviti Vopnafjarðarhrepps, lista Framsóknar og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Sigríður er gift Halldóri Georgssyni og hafa þau stundað búskap í um 40 ár en eru núna fyrrverandi bændur. Þau eiga 4 börn, 15 barnabörn og 3 barnabarnabörn.

„Samfélagsmál hafa alltaf heillað mig“

„Samfélagsmál hafa alltaf heillað mig og hef ég starfað að félagsmálum alla tíð. Hef tekið að mér formennsku í ýmsum nefndum, var 6 ár í stjórn Bændasamtaka Íslands, formaður kvenfélagsins í 8 ár og formaður sóknarnefndar Hofskirkju í nokkur ár svo eitthvað sé nefnt. Þannig að ég tel mig hafa nokkra reynslu í félagsmálum. Ég er í dag oddviti Vopnafjarðarhrepps,“ segir Sigríður.

„Á Vopnafirði er gott samfélag og erum við svo heppinn að hafa góða heilbrigðisþjónustu, góða skóla og allskonar aðra þjónustu sem stærri sveitarfélög væru sæmd af.“

Áherslumál Framsóknar og óháðra á Vopnafirði

 

Fréttir og greinar