Upphafið
Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag.

Stefnan 

Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni formanni flokksins 1944-62 að stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Vegna frjálslyndis síns er hann umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra. Hann vill að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá sig, túlka skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar.

Sem umbótaflokkur hefur flokkurinn í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Þjóðfélagi þar sem manngildið er metið ofar auðgildi.

Úr sögunni

1925 – Þingflokkur Framsóknarmanna

Standandi frá vinstri: Bernharð Stefánsson, Guðmundur Ólafsson, Ásgeir Ásgeirsson, Jónas Jónsson, Einar Árnason, Halldór Stefánsson, Ingólfur Bjarnason, Ingvar Pálmason, Jörundur Brynjólfsson og Pétur Þórðarson.
Sitjandi frá vinstri: 
Tryggvi Þórhallsson, Klemenz Jónsson, Þorleifur Jónsson, Sigurður Jónsson og Sveinn Ólafsson.

1927 – Ríkisstjórn Framsóknarflokks

Talið frá vinstri: Magnús Kristjánsson, Tryggvi Þórhallsson og Jónas Jónsson.

1928 – Framsóknarþingmenn og gestir með þeim í heimsókn hjá Bjarna Ásgeirssyni Reykjum í Mosfellssveit vorið 1928

 

Fremsta röð frá vinstri: Anna Klemenzdóttir, Dóra Þórhallsdóttir, Valgerður Halldórsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Guðrún Stefánsdóttir og Klemenz Tryggvason. Þar fyrir aftan: Lárus Helgason, Guðbrandur Magnússon, Gunnar Sigurðsson, Einar Árnason, Ásgeir Ásgeirsson, Benedikt Sveinsson, Sveinn Ólafsson, Bjarni Ásgeirsson, Guðmundur Ólafsson, Halldór Stefánsson, Jörundur Brynjólfsson, Halldór Vilhjálmsson og Hannes Jónsson. Aftastir: Tryggvi Þórhallsson og Ingólfur Bjarnason.

Ljósmynd: Jónas Jónsson.

1938 – Fulltrúar á stofnþingi SUF 13. júní 1938

1955 – Glæsikerra afhent í vinning í Happdrætti flokksins á sjötta áratugnum

1959 – Frá lokahófi flokksþings

 

1966 – Jónas Jónsson tekur unga menn tali í fimmtugsafmæli flokksins árið 1966

Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, Jónas Jónsson, Björn Teitsson, Baldur Óskarsson, Páll G. Jónsson og Eyjólfur Eysteinsson.

1987 – Steingrímur Hermannsson og Bítlavinafélagið

1989 – Fulltrúar á þingi Landssambands framsóknarkvenna á Hvanneyri árið 1989 gera léttar leikfimisæfingar í fundarhléi

1995 – Þingmenn Framsóknarflokksins 1995-1999

Frá vinstri: Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason, Ólafur Örn Haraldsson, Páll Pétursson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Kristjánsson, Halldór Ásgrímsson, Finnur Ingólfsson, Valgerður Sverrisdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Stefán Guðmundsson, Gunnlaugur M. Sigmundsson, Guðmundur Bjarnason, Magnús Stefánsson og Ísólfur Gylfi Pálmason.

1996 – Framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins að loknum kosningum á 24. Flokksþinginu 1996

Frá vinstri: Unnur Stefánsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Halldór Ásgrímsson, Guðmundur Bjarnason, Drífa Sigfúsdóttir og Þuríður Jónsdóttir.

1998 – 60 ára afmæli SUF

Séð yfir þingsalinn á 27. þingi Sambands ungra framsóknarmanna sem haldið var á Laugarvatni 12.-14. júní 1998. Á þinginu var haldið upp á 60 ára afmæli SUF sem stofnað var á Laugarvatni 13. júní 1938. Á þessu þingi fóru fram mjög tvísýnar formannskosningar þar sem Árni Gunnarsson var endurkjörinn formaður SUF með eins atkvæðis mun.

1999 – Í aðdraganda kosninganna

Kristinn H. Gunnarsson og fleiri Vestfirðingar á ráðstefnu til undirbúnings alþingiskosninganna 1999 í febrúar sama ár.

2000 – Þingflokkurinn 1999-2003

Þingmenn flokksins frá áramótum 2000. Frá vinstri: Páll Pétursson, Hjálmar Árnason, Ísólfur Gylfi Pálmason, Guðni Ágústsson, Ólafur Örn Haraldsson, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Valgerður Sverrisdóttir og Jónína Bjartmarz.