Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, vakti athygli á því á Alþingi í dag að markaðslögmálin eigi mögulega ekki við um „eldsneyti“ á Íslandi og þrátt fyrir að það séu fimm dreifingaraðilar á eldsneytinu.

„Ef við keyrum hér horna á milli í Reykjavík eða horna á milli á landinu getum við átt von á því að fá mismunandi verð, allt frá 10 aurum til 30 aura á lítrann.“

Og Þorsteinn bætti við, „þannig er sú samkeppni“.

Þorsteinn upplýsti að bjatari tíma sé reyndar von þar sem íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á heimsmeistaramótinu „og hafi þeim hingað til gengið vel höfum við venjulega fengið dálítið skarpa lækkun daginn eftir,“ sagði Þorsteinn.

„Síðan í janúar í fyrra hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu og bensíni lækkað um 33%. Á sama tíma hefur veruleg styrking orðið á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og maður skyldi ætla að nú gæti maður farið hlakkandi á næstu dælustöð. En verðlækkun á eldsneyti á Íslandi á þessum sama tíma nemur í kringum 10,7%,“ sagði Þorsteinn.

Samkvæmt útreikningum FÍB eru íslensku olíufélögin með um það bil 6 kr. meiri álagningu á lítra en þau voru með í janúar í fyrra. „Hver króna í eldsneytisverði á Íslandi kostar íslenskar fjölskyldur 360 millj. kr., þannig að þessar 6 kr. sem hægt væri að skila í eldsneytisverði kosta íslensk heimili í kringum 2 milljarða kr. á ári,“ sagði Þorsteinn.

„Ég held því að nú sé tækifæri á aðventunni fyrir stjórnendur olíufélaganna, sem sitja á ofurlaunum í boði lífeyrissjóðanna á Íslandi, að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti,“ sagði Þorsteinn að lokum.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.