Categories
Fréttir

Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi: Vinnubrögðin betri og umræðan opnari

Deila grein

19/11/2014

Fjárlagafrumvarpið 2015 á Alþingi: Vinnubrögðin betri og umræðan opnari

sigrunmagnusdottir-vefmyndÞað gerðist í fyrsta sinn við síðustu kosningar til Alþingis að kona á eftirlaunaaldri náði kjöri.  Sú heitir Sigrún Magnúsdóttir og er formaður þingflokks Framsóknarflokksins.   Hún varð sjötug í sumar og fór í fyrsta sinn í framboð til sveitarstjórnar árið 1970, þá á Bíldudal eða fyrir 44 árum.  Hún var lengi formaður borgarráðs í Reykjavík og m.a. fyrsti oddviti R-listans þegar hann bauð fram í borginni.  Þegar síðast var kosið til Alþingis var Sigrún í öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík norður.   „Það segir sig sjálft að maður þarf að hafa brennandi áhuga á félagsmálum til að nenna þessu svona lengi og hafa drifkraft til að vilja ná fram breytingum og vera ekki bara áhorfandi“, segir Sigrún aðspurð um hvað valdi þessari elju í stjórnmálastarfi.
Það vakti athygli þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið á blaðamannafundi í haust að hann nefndi sérstaklega að eitt af stærri verkefnum ríkisvaldsins á næstunni væri að mæta fjölgun eldri borgara á næstu árum.  Þessi fjölgun kallar á að meiri peningum verði varið í heilbrigðiskerfið, bæði í þjónustu og nýbyggingar og þá er einnig horft til þess að reynt verði að nýta velferðartækni og heimaþjónstu til að gera öldruðum kleift að búa heima hjá sér eins lengi og kostur er.  Enn eitt sem rætt er um að þurfi að gerast, er að hækka lífeyristökualdurinn og Sigrún segir að um það hafi m.a. verið rætt innan þingflokksins.  „Við höfum rætt það óformlega og þá einkum í tengslum við vinnu nefndar um endurskoðun almannatryggingakerfisins.   Ég lít á það sem okkar okkar helsta verkefni að gæta að því að öryggisnet sé til staðar fyrir alla.  Sem betur fer eru margir eldri borgarar sem hafa það ágætt. En við þurfum að gæta þess að enginn verði útundan, það er okkar hlutverk“ segir Sigrún.  Hún vill líka að fólk átti sig á þeirri breytingu sem orðið hefur á vinnubrögðum í þinginu.  „Hér áður fyrr var fjárlagafrumvarpið lagt fram í október og tekjuhlið þess, svokallaður bandormur, kom ekki fram fyrr en í desember.  Þá voru stjórnarflokkar gjarnan að takast á um tekjuhliðina sín á milli á bak við tjöldin þar til tekjuhliðin var lögð fram.  Nú er þessi umræða fyrir opnum tjöldum og aldrei fyrr hefur fjárlagafrumvarpið ásamt tekjuhlið þess verið lagt svona snemma fram.  Nú getur farið fram almenn umræða í samfélaginu um hvernig eigi t.d. að afla tekna  og hvað séu brýn mál og hvað ekki.  Samtök eins og LEB hafa meira tækifæri til að rýna í frumvarpið og gera við það athugasemdir og koma með ábendingar.  Þetta er af hinu góða.  Sem stjórnarþingmanni finnst manni samt ókostur að hafa ekki lengri tíma en raunin er til að skoða frumvarpið áður en það fer í opinbera umfjöllun.  Núna verðum við að gera það á sama tíma og aðrir.  Nú er unnið á fullu hér í þinginu í fjárlagafrumvarpinu og margt að gerast sem haft getur áhrif á endanlega niðurstöðu, eins og ný hagvaxtarspá, atvinnuleysistölur og fleira.  Ég vona að LEB og aðrir trúi því að við vinnum hér af heilindum og reynum að grannskoða hvaða svigrúm við höfum og í hvað eigi að setja peningana sem til eru.  Við ætlum hins vegar ekki að hvika frá meginmarkmiðinu sem er að ríkissjóður skuli rekinn með afgangi.“
Sigrún segir að nú liggi fyrir tillaga að enn breyttari vinnulagi við fjárlagagerðina.  Nái hún fram að ganga, muni Alþingi strax á vori fari yfir og ákveða  hver verði áherslumálin við næstu fjárlagagerð.
Hún minnir líka á að stjórnvöld hafi gert vel fyrir ári síðan að afturkalla skerðinguna sem sett var á örorku- og ellilífeyri árið 2009 og auka við fjármagn til málefna eldri borgara.  Það hafi verið algjört forgangsatriði nýrrar ríkisstjórnar að ganga í það sem allra fyrst.
Eigum að nýta sérstöðu Íslands
Sigrún hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma, svo sem á sviði ALS/MND-sjúkdómsins.  Í tillögunni segir að Alþingi feli ríkisstjórninni að hlutast til um að vísindasamfélagið á Íslandi fái nauðsynlega aðstoð við að afla styrkja til að fjármagna rannsóknir á taugasjúkdómum, einnig frá alþjóðasamfélaginu.  „Þetta er mikið áhugamál mitt.  Ég held við Íslendingar gætum nýtt sérstöðu okkar í þessum málum og svona klasi gæti orðið árangursríkur rétt eins og við höfum séð í öðrum greinum eins og varðandi nýtingu jarðvarma og í sjávarútvegi.  Um leið og þjóðin eldist þá verður æ mikilvægara að efla þessar rannsóknir.  Eldri borgurum er að fjölga gríðarlega um heim allan og eitt stærsta vandamálið er heilahrörnun.  Við sjáum að þetta er víða í umræðunni erlendis og nýverið voru nóbelsverðlaun í læknavísindum veitt þeim sem höfðu náð merkum árangri í rannsóknum á heilanum.“  Í greinargerð með tillögu Sigrúnar segi m.a. að  Ísland henti sérstaklega vel sem miðstöð rannsókna á sviði taugavísinda þar sem þjóðin er fámenn, ættartengsl ljósari en hjá flestum öðrum þjóðum og veruleg vísindaþekking er til staðar.
Eldri borgarar mættu vera virkari í stjórnmálum
Sigrún segist hafa gert sína áætlanir um ellina.  Hún skellti sér í háskólanám og nam þjóðfræði og borgarfræði.  Námið hyggst hún nýta sér til ritstarfa einshvers konar, að skrifa sögur eða bækur þegar tími vinnst til.  Hún er samt enn afar virk félagslega eins og hún segir sjálf og gæti ekki hugsað sér annað en að hafa nóg fyrir stafni.  „Við eldri borgarar þurfum ekkert að verða löt þótt árin verði 60 eða 70.  Viðhorfið finnst mér stundum vera þannig að fólk ætlist til að aðrir sinni störfunum sem þarf að vinna og vilji heldur vera þiggjendur.  En það þarf að berjast fyrir öllu í þessu lífi og það er líka gefandi og skemmtilegt.  Þessi fjölmenni og stækkandi hópur þarf að gera sig meira gildandi.  Lífaldur fólks hækkar stöðugt og heilsan er mun betri en áður var.  Þetta veldur því að samfélagið einfaldlega þarfnast krafta eldra fólks í ríkara mæli.“
Viðtalið birtist í Tímariti Landssambands eldri borgara 2014
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Eigið fé í kringum núll

Deila grein

19/11/2014

Eigið fé í kringum núll

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefUm leið og þeir ríku sem þurfa ekki á peningnum að halda sækja um leiðréttingu og bregðast svo hinir verstu við þegar þeir fá að sjá upphæðina sem þeim var reiknuð því þeim þykir hún of há, er gott að líta til þeirra sem lítið eiga og eru að fá leiðréttingu.
Ef við skoðum útfærslu leiðréttingarinnar kemur fram að 70% fjárhæðar leiðréttingar rennur til einstaklinga sem eiga minna en 11 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 25 milljónir í eigin fé. En tíðasta gildi leiðréttingarinnar er þar sem eigið fé er í kringum núll.

Því er ekki hægt að halda því fram að auðvaldsmenn séu að soga leiðréttinguna til sín án þess að þurfa á henni að halda og því síður hægt að skilja hvers vegna þetta sama fólk sótti um valfrjálsa leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum til þess eins að koma ríkidæmi sínu á framfæri.

Því ef við lítum aftur á leiðréttinguna þá mun stærstur hluti hennar fara til fólks sem er yngra en 50 ára, á lítið eigið fé í húsnæði sínu, er með lágar tekjur og skuldar á bilinu 15–30 milljónir.

Gíslataka leiðréttingar
Þetta er ekki auðvaldið, þetta er ekki fólkið sem fór óvarlega og kom sér í ofurskuldir og því síður er þetta fólk sem á mikið eigið fé í húsnæði sínu.

Ef við viljum fá nánara dæmi getum við séð að 55% fjárhæðar leiðréttingar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir í eigin fé og hjóna sem eiga minna en 13 milljónir í eigin fé.

Þeir sem telja sig vel setta halda niðurstöðu leiðréttingarinnar í gíslingu, eins og enginn megi gleðjast og helst eigi að fyrirlíta þá upphæð sem fólk sá birtast á skjánum hjá sér þann 11. nóvember síðastliðinn.

Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða heimila í húsnæði aukast með beinum hætti um leið og lág verðbólga og hækkandi fasteignamat styrkir stöðu þeirra. Um 4.000 aðilar munu færast yfir í jákvætt fé.

Þegar ráðstöfunartekjur aukast, afborganir lána lækka og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, það er 91 þúsund einstaklinga, styrkist er ekki annað hægt en að fagna með samborgurum sínum sem fá lækkun verðtryggðra húsnæðisskulda þó hún sé ekki full leiðrétting á þeim forsendubresti sem varð. Við stígum þó skrefin í rétta átt.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Glaðar þingkonur Framsóknar á Alþingi í dag!

Deila grein

18/11/2014

Glaðar þingkonur Framsóknar á Alþingi í dag!

Það voru glaðar Framsóknarkonur á Alþingi er móðir Þórunnar Egilsdóttur kom færandi hendi með trefla handa þingkonum flokksins.
photo
Á myndinni eru frá vinstri: Elsa Lára Arnardóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Leiðréttingin í höfn

Deila grein

18/11/2014

Leiðréttingin í höfn

Elsa-Lara-mynd01-vefurÞingmenn Framsóknarflokksins hafa frá hruni, barist fyrir bættum hag heimilanna. Framsóknarflokkurinn varði myndun minnihluta ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna gegn vantrausti, vorið 2009. Með þeim skilmálum að unnið yrði að því að færa til baka þann forsendubrest sem varð á verðtryggðum húsnæðislánum. Framsóknaflokkurinn lagði á þeim tíma til 20 % niðurfærslu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum. Skemmst er frá því að segja að sú aðgerð náði ekki fram að ganga. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kenndi sig við réttlæti og jöfnuð, hlustaði ekki. Taldi sig ekki geta komið fram með almenna aðgerð til hjálpar heimilum landsins. Síðan þá hafa þingmenn Framsóknarflokksins komið fram með tillögurnar Þjóðarsátt árið 2010 og Plan B haustið 2011. Í kosningabaráttunni árið 2013 setti Framsóknarflokkurinn heimilin í forgang, töluðu um almenna skuldaleiðréttingaaðgerð og afnám verðtryggingar. Flokkurinn er nú komin í ríkisstjórn og lætur verkin tala. Nú, aðeins einu og hálfu ári eftir kosningar er leiðréttingin í höfn.

Niðurstöður birtar

Þann 11. nóvember fengu um 90 % þeirra er sóttu um leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum, niðurstöðurnar birtar inni á vefnum leiðrétting.is. Unnið er hörðum höndum við útreikning þeirra lána sem eftir eru og áætlað er að niðurstöður muni birtast á næstu 2 – 3 vikum.

Leiðréttingin, tvær aðgerðir

Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir. 80 milljarða króna leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi og skiptir láninu niður í frumlán og leiðréttingalán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlánið fellur niður á einungis rúmu ári. Það er styttri tími en áætlað var. Ástæða þess að ákveðið var að stytta tímann var að minnka vaxtakostnað til fjármálastofnanna og setja meira til heimilanna. Það er afar jákvætt.  Hinn hluti leiðréttingarinnar eru 70 milljarðar sem fara í skattleysi séreignasparnaðs við inngreiðslu á höfuðstól lána.

Leiðréttingin nær til 91 þúsund einstaklinga í gegnum beina niðurfellingu. Meðal fjárhæð leiðréttingarinnar er 1,350,000 krónur. Meðal fjárhæð fyrir hjón er 1,510,000 krónur. Hver einstaklingur fær að jafnaði 1,100,000 krónur.

Einstaklingar með 330 þúsund á mánuði og hjón þar sem hvort fyrir sig hefur 450 þúsund í mánaðarlaun, er tíðasta gildið í leiðréttingunni. Meðalheildarlaun á mánuði á Íslandi eru 520 þúsund krónur.

Forsendubresturinn leiðréttur
80 milljarða króna leiðréttingin leiðréttir forsendubrest umfram 5,8 %. Skattfrelsi við innborgum séreignasparnaðar á höfuðstól, það eru 20 milljarðar af þeim 70 færa viðmið leiðréttingarinnar niður í 4 % verðbólgu yfir viðmiðunartímabilið við fullnýtingu leiðréttingar. Framlag ríkisins til leiðréttingarinnar leiðréttir því alla verðbólgu áranna 2008 – 2009 yfir 4 %. Inngreiðslur séreignasparnaðar eru hreint viðbót við það.

Fjármagnað í gegnum bankaskatt

Beina leiðréttingin, það eru 80 milljarðarnir koma frá þrotabúum gömlu bankanna. Undanþága slitabúa gömlu bankanna frá skattheimtu var afnumin þannig að hægt væri að sækja peninga beint til kröfuhafanna sem eiga þrotabúin. Um er að ræða nýjan tekjustofn þar sem ríkissjóður hefur eingöngu milligöngu. Ánægjulegt er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sýni kjark og þor í þessum efnum. Kominn var tími til að þær fjármálastofnanir sem fóru ógætilega, séu krafðar til þess að koma á móts við heimili landsins og skila hluta skaðans til baka.

Fleiri aðgerðir væntanlegar

Leiðréttingin, það að leiðrétta verðtryggð húsnæðslán, er eingöngu einn liður af 10 úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Aðgerðaáætlunin tekur jafnframt á öðrum mikilvægum þáttum eins og t.d. leigumarkaðnum og verðtryggingunni. Á næstu vikum koma frumvörp inn í þingið er varða leigumarkaðinn. Taka þau til þátta eins og húsnæðisbóta sem er jöfnun á stuðningi við þá sem eiga og leigja húsnæði. Uppbyggingu leigufélaga, framboðs og leiguhúsnæðis og lækkun leigugjalda.

Verðtryggingavaktin hefur verið sett á fót. Tilgangur hennar er að tryggja samfellu í framgangi áætlunar um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum. Frumvörp er varða afnám verðtryggingar verða lögð fram á vorþingi.

Óhætt er að segja að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, standi með heimilum landsins.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 18. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hugsjónir rætast

Deila grein

18/11/2014

Hugsjónir rætast

sigrunmagnusdottirBæði í lífi og starfi er nauðsynlegt að hafa skýr markmið. Markmiðum er unnt að líkja við vegalagningu, það geta komið upp ýmsar hindranir á leiðinni, en alltaf er vitað hvert á að halda. Þetta á við um vegferð hugsjóna ríkisstjórnar um að leiðrétta skuldastöðu íslenskra heimila.  Árið 2009 hrópaði fólk þúsundum saman á hjálp, hjálp til að bjarga húsnæði þeirra þannig að þau yrðu ekki að fara á götuna. Þetta var veruleiki sem við skulum hafa í huga enda er þak yfir höfuðið ein af grunnþörfum okkar. Gleymum heldur ekki að á árunum 2009-2010 voru 500 milljarðar kr. afskrifaðir hjá fyrirtækjum og einstaklingum. Það var sannarlega komið að heimilunum, heimilum venjulegs fólks sem hafði orðið fyrir forsendubresti og stórhækkuðum skuldum.

Snjöll flétta og seigla

Staðfesta eða seigla er nauðsynlegur eiginleiki til að hvika ekki frá  markmiðum þó að á móti blási.  Með staðfestu og elju voru leiðir fundnar til  björgunar skuldsettum heimilum. Strax eftir hrun lagði Framsóknarflokkurinn til að fasteignalán yrðu lækkuð um 20%. Það var skotið í kaf af þáverandi ríkisstjórn. Nú er nærri sex árum seinna hefur leiðréttingin og skattfrelsi innborgunar séreignarlífeyrissparnaðar gefið heimilunum möguleika á 20% lækkun húsnæðisskulda. Stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir síðustu kosningar að styrkja heimilin sérstaklega. Þjóðin studdi þær hugmyndir eindregið og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur unnu stórsigur en fyrrverandi stjórnarflokkar biðu afhroð. Ríkisstjórnin hefur uppfyllt þessi meginkosningaloforð rækilega og lækkar höfuðstóll íbúðalána um 150 milljarða. Að nýta saman höfuðstólsleiðréttinguna og nýtingu séreignarsparnaðar  er stórsnjöll hugmyndafræði og lækkar greiðslubyrði fjölskyldna í landinu og losar um mánaðarlegar ráðstöfunartekjur. Ef við hugum betur að þessari leið þá eru ríkisstjórnarflokkarnir að setja fram nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem ekki eru með fasteignalán geta einnig nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði –  til að spara fyrir íbúðahúsnæði.  Þetta á við um fólk sem er núna á leigumarkaði og/eða fyrir ungt fólk til að kaupa á fyrstu íbúð.  Um 100 þúsund manns sóttu um leiðréttingu og langflestir hafa fengið jákvæð svör. Eins margir aðrir sem hafa komið nálægt þessari aðgerð hefur ríkisskattstjóri og starfsfólk hans unnið þrekvirki við að láta allt ganga upp t.d. þegar 62 þúsund manns heimsóttu vefinn á einum degi.

Bættur hagur heimila

Meðalafskrift þeirra er fengu 110% leiðina í tíð fyrri ríkisstjórnar var 14 milljónir. Engir fá meira afskrift núna en fjórar milljónir. Dreifingin á leiðréttingunni er góð og lækkun skulda er fyrst og fremst hjá fólki með lágar- eða meðaltekjur. Hvað mesta gleðiefnið er að 4000 heimili fara úr neikvæðri eiginfjárstöðu í fasteigninni í jákvæða. Þrátt fyrir að um 100.000 manns/skuldarar hafi óskað leiðréttingar og þannig lýst vilja sínum að leið ríkisstjórnarinnar yrði farin, lætur stjórnarandstaðan öllum illum látum og finnur leiðréttingunni flest til foráttu. Að sjálfsögðu er þessi leiðrétting bundin við þá sem eru með skuldir vegna íbúðahúsnæðis. Leigjendur, fólk með búseturétt og námsmenn þarf að aðstoða með öðrum hætti. Frumvarp um framtíðarskipulag húsnæðismála kemur senn fyrir Alþingi.

Hugsjónir, staðfesta og efndir

eru lykilorð í stjórnmálum, sem allir eiga að geta verið sammála um og gleðjast þegar þau eru virt.  Ríkisstjórnin hefur sýnt og sannað að hún starfar eftir þessum lykilorðum og tekur eitt verkefni fyrir um leið öðru lýkur. Vissulega bíða mörg verðug verkefni úrlausnar á Alþingi eins og húsnæðis-  og heilbrigðismál. Fljótlega koma fram hugmyndir til lausnar varðandi þau mál.

Sigrún Magnúsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Heimilin eru undirstaðan

Deila grein

18/11/2014

Heimilin eru undirstaðan

Silja-Dogg-mynd01-vefÞingmenn Framsóknarflokksins hafa í sex ár, eða allt frá Hruni, barist fyrir því að stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán verði leiðrétt. Úrtöluraddirnar voru margar og þingmenn þáverandi stjórnarflokka komust að þeirri niðurstöðu að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma voru milljarðar afskrifaðir hjá fyrirtækjum og einstaklingar með gengistryggð lán fengu þau leiðrétt. Eftir sat fólkið með verðtryggðu lánin og fékk ekki neitt.

Góðar viðtökur

Eitt af fyrstu málum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var framlagning þingsályktunartillögu í tíu liðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Leiðrétting stökkbreyttra verðtryggðra húsnæðislána var einn liður af tíu. Nýtt húsnæðiskerfi er annar liður og sú vinna er langt á veg komin. Leiðréttingin var kynnt í nóvember sl., opnað var fyrir umsóknir um leiðréttingar í maí. Umsóknarferlið var einfalt og nú hefur fengist niðurstaða í 90% umsókna. Almenn ánægja er með aðgerðina.

Sanngjörn aðgerð

Heildarumfang leiðréttingarinnar eru 150 milljarðar króna. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir, það er 80 milljarða króna leiðréttingu og 70 milljarðar króna fara í skattleysi séreignasparnaðar við inngreiðslu á höfuðstól lána. Sú leið kemur t.d. ungu fólki til góða sem og leigjendum sem vilja leggja fyrir og eignast húsnæði. Stjórnarandstaðan talar um verið sé að gefa ríku fólki peninga. Það er rangt! Ólíkt aðgerðum fyrri ríkisstjórnar þá fer 75% leiðréttingarinnar til heimila sem eru með undir 7 milljónum króna á ári. Það eru ekki auðmenn. Hámark leiðréttingar á heimili eru 4 milljónir. Þannig að niðurstaðan er sú að um sanngjarna aðgerð er að ræða sem kemur flestum heimilum til góða. Einnig leigjendum og ungu fólki. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.

Aukinn kaupmáttur

Sérfræðingar eru sammála um að skuldaleiðréttingin muni hafa jákvæð efnahagsleg áhrif og verði ekki þensluhvetjandi. Kaupmáttur frjálsra ráðstöfunartekna fyrir þátttakendur í leiðréttingu mun aukast um 17% til ársins 2017 og áhrif leiðréttingarinnar eru metin 3% á ári. Þannig að ráðstöfunartekjur munu samkvæmt þessu aukast um 130-200 á ári hjá þátttakendum í leiðréttingunni á árunum 2015-2017.

Hárrétt forgangsröðun

Skuldaleiðréttingin er einn liður af mörgum í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að leysa skuldavanda heimilanna þar sem heimilin eru undirstaðan. Við verðum að byrja á byrjuninni. Samhliða er unnið að því að lækka skuldir ríkissjóðs og afnámi hafta. Þegar við náum að reisa efnahag landsins þá getum við styrkt innviðina sem við erum öll sammála um að standa beri vörð um; menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngumannvirki og fleira.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 15. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Allur forsendubresturinn er leiðréttur umfram 4%

Deila grein

18/11/2014

Allur forsendubresturinn er leiðréttur umfram 4%

pallElsa-Lara-mynd01-vefurNú hafa um 90 % þeirra sem sóttu um leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum, fengið niðurstöður birtar inni á vefnum leiðrétting.is. Um 10 % útreikninga eru eftir. Unnið er hröðum höndum við útreikning þeirra sem eftir eru og áætlað er að niðurstöður muni birtast á næstu 2 – 3 vikum.

Leiðréttingin, tvær aðgerðir
Eins og fram hefur komið þá skiptist leiðréttingin í tvær aðgerðir. 80 milljarða króna leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi, lánunum verður skipt niður í frumlán og leiðréttingalán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlánið fellur niður á einungis rúmu ári. Það er styttri tími en áður var áætlaður. Ástæða þess að ákveðið var að stytta tímann var að minnka vaxtakostnað til fjármálastofnanna og setja meira til heimilanna. Það er afar jákvætt. Hinn hluti leiðréttingarinnar eru 70 milljarðar sem fara í skattleysi séreignasparnaðs við inngreiðslu á höfuðstól lána.

80 milljarða króna leiðréttingin leiðréttir forsendubrest umfram 5,8 %. Skattfrelsi við innborgum séreignasparnaðar á höfuðstól, það eru 20 milljarðar af þeim 70, færa viðmið leiðréttingarinnar niður í 4 % verðbólgu yfir viðmiðunartímabilið við fullnýtingu leiðréttingar. Framlag ríkisins til leiðréttingarinnar leiðréttir því alla verðbólgu áranna 2008 – 2009 yfir 4 %. Inngreiðslur séreignasparnaðar eru hreint viðbót við það.

Hvaðan koma peningarnir?
Beina leiðréttingin, það eru 80 milljarðarnir koma frá þrotabúum gömlu bankanna. Undanþága slitabúa gömlu bankanna frá skattheimtu var afnumin þannig að hægt væri að sækja peninga beint til kröfuhafanna sem eiga þrotabúin. Um er að ræða nýjan tekjustofn þar sem ríkissjóður hefur eingöngu milligöngu. Ánægjulegt er að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sýni kjark og þor í þessum efnum. Kominn var tími til að þær fjármálastofnanir sem fóru ógætilega í aðdraganda hrunsins, komi á móts við heimili landsins og skila hluta skaðans til baka. Annað er algjörlega óásættanlegt.

Tölulegar upplýsingar um leiðréttinguna
Um 90 þúsund einstaklingar fá skuldaleiðréttingu í gegnum beina niðurfellingu og meðal fjárhæð leiðréttingarinnar er 1,350,000 krónur. Meðaltal hjóna er 1,510,000 og hver einstaklingur fær 1,100,000 krónur að jafnaði.

Vegna aðgerðanna munu vaxtagjöld heimilanna lækka um 22 % fram til ársins 2017 og eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, rúmlega 90 þúsund einstaklinga styrkjast. Einstaklingar sem skulda minna en 15 milljónir króna og heimili sem skulda minna en 30 milljónir fá rúmlega 70 % af fjárhæð leiðréttingarinnar. 55 % af fjárhæð leiðréttingarinnar fer til einstaklinga sem eiga minna en 4 milljónir og til heimila sem eiga minna en 13 milljónir í eigið fé. Jafnframt eru einstaklingar með 330 þúsund á mánuði og hjón þar sem hvort fyrir sig hefur 450 þúsund í mánaðarlaun, tíðasta gildið í leiðréttingunni. Meira en helmingur af heildarfjárhæð leiðréttingarinnar rennur til fólks sem er undir meðallaunum. Meðalheildarlaun á mánuði á Íslandi eru 520 þúsund krónur. Mest fá þeir sem eiga minnst.

Elsa Lára Arnardóttir og Páll Jóhann Pálsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

13/11/2014

B – hliðin

Þórunn EgilsdóttirÍ þessari viku sýnir varaformaður þingflokks Framsóknarmanna, Þórunn Egilsdóttir, B – hliðina. Lífsmottóið hennar er: „Glötum ekki gleðinni”.
Fullt nafn: Þórunn Egilsdóttir.
Gælunafn: Afar fáir sem reyna að ávarpa mig með gælunafni.
Aldur: 49.
Hjúskaparstaða? Gift.
Börn? 3.
Hvernig síma áttu? Iphone.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Veðurfréttir og Castle.
Uppáhalds vefsíður: www.vegagerdin.is, www.vedur.is,
Besta bíómyndin? Margar góðar.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Gott rokk er alltaf hressandi.
Uppáhaldsdrykkur: Kaffi.
Hvað finnst þér best að borða? Lambakjöt, steikta bleikju og súrt slátur.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Don´t stop me now með Queen.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvar á ég að byrja.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Foreldrar mínir og Ingemar Stenmark.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Foreldrar mínir, Gústa á Refsstað, Valla og Sveinn í Brekku og fleira gott fólk.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Katrín Júlíusdóttir og Páll Valur Björnsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Skíði, smalamennska, rjúpna- og silungsveiði.
Besti vinurinn í vinnunni? Við stöllurnar að austan erum góðar saman. Stöllurnar að austan eru Líneik Anna og Þórunn. Svo er það hún Sigrún mín og náttúrulega margir fleiri.
Helsta afrekið hingað til? Að koma 2 börnum stóráfallalaust til manns.
Uppáhalds manneskjan? Barnabarnið, því líkt og aðrar ömmur á ég náttúrulega það flottasta.
Besti skyndibitinn? Epli og harðfiskur.
Það sem þú borðar alls ekki? Ekki fundið það enn.
Lífsmottóið? Glötum ekki gleðinni.
Þetta að lokum: Hvað skiptir nú máli í eilífðinni?
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV)

Deila grein

11/11/2014

Stjórnmálaályktun framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV)

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi, haldið í Harðarbóli í Mosfellsbæ 8. nóvember 2014, fagnar þeim árangri sem náðst hefur frá síðustu alþingiskosningum. Þar má nefna:

  • Leiðréttingu húsnæðislána.
  • Fjölgun starfa og minnkandi atvinnuleysi
  • Aukinn kaupmátt heimilanna og auknar ráðstöfunartekjr fjölskyldna.
  • Leiðréttingar á skerðingum fyrri ríkisstjórnar vegna lífeyrisbóta.
  • Hallalaus fjárlög.
  • Aukinn stöðugleika og lága verðbólgu.
  • Umfangsmikla vinnu við að bæta húsnæðismarkaðinn.
  • Hækkun barnabóta.
  • Aukin framlög til félags- og heilbrigðismála.
  • Aukin framlög til rannsókna og nýsköpunar.

Kjördæmisþingið hvetur stjórnvöld til að leggja áherslu á eftirtalin mál á næstu misserum:

  • Að við vinnslu fjárlaga verði horft til þess að auka kaupmátt og bæta stöðu lág- og millitekjuhópa.
  • Við gerð kjarasamninga verði komist sem mest á móts við óskir um bætt kjör, án þess þó að fórna þeim efnahagsstöðugleika sem náðst hefur.
  • Hugað verði að bættri þjónustu fyrir börn og ungmenni í fíknivanda.
  • Hafist verði handa við að byggja upp nýjan Landsspítala, nýtt þjóðarsjúkrahús.
  • Horft verði til umhverfisverndarsjónarmiða og hagsmuna ferðaþjónustunnar við ákvarðanatöku vegna vegalagninga á hálendinu.
  • Gert verði átak í að efla lestrarkennslu í skólum landsins.
  • Að lýðheilsusjónarmið verði höfð að leiðarljósi í allri stefnumótum er varðar neyslu áfengis-, tóbaks og annara vímugjafa.
  • Að nýjum ferðamannastöðum verði komið á farmfæri til að draga úr álagi á þeim stöðum sem fjölsóttastir eru.
  • Að stöðugt verði veittar aðgengilegar og greinagóðar upplýsingar til almennings um loftmengun vegna eldgossins í Holuhrauni.
  • Að á næsta ári minnist Framsóknarflokkurinn þess, með öflugri umræðu um kynjajafnrétti í stjórnmálum, að 100 ár eru þá liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi.

Þrátt fyrir að mjög góður árangur hafi náðst á mörgun sviðum á þeim tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu leggur kjördæmisþingið áherslu á að áfram verði unnið að því að bæta hag heimilanna. Leiðarljósið í þeirri vinnu verði að auka jöfnuð og samheldni í samfélaginu í anda grunngilda Framsóknarflokksins. Þau eru byggð á frjálslyndri félagshyggjustefnu þar sem leitast er við að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð eru á hófsemi og heiðarleika. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt unnið að hugmyndum og lausnum sem miða að því að koma til móts við heimilin, standa vörð um velferðarkerfið og skapa jákvætt umhverfi fyrir atvinnulíf og fjárfestingar. Með slík grunngildi að leiðarljósi eru bjartari tíma framundan í íslensku samfélagi.

*****

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hvað er svona ósanngjarnt?

Deila grein

11/11/2014

Hvað er svona ósanngjarnt?

Elsa-Lara-mynd01-vefurÍ fréttum gærdagsins fór formaður Samfylkingarinnar stórum orðum um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hann heldur því fram að leiðréttingin, skuldaaðgerð á verðtryggðum húsnæðislánum, sé afskaplega ósanngjörn. Hvaða þættir eru það sem að honum finnast svona ósanngjarnir?

Aðeins um leiðréttinguna
Heildarumfang leiðréttingarinnar eru 150 milljarðar króna, sem fram fer á þremur árum. Leiðréttingin skiptist í tvær aðgerðir, það er 80 milljarða króna leiðréttingu. Leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi og skiptir láninu niður í frumlán og leiðréttingalán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni en leiðréttingarlánið fellur niður á rúmu ári. 70 milljarðar króna fara í skattleysi séreignasparnaðs við inngreiðslu á höfuðstól lána.

91 þúsund einstaklingar frá skuldaleiðréttingu í gegnum beina niðurfellingu og meðal fjárhæð leiðréttingarinnar verður 1,350,000 krónur. Meðaltal hjóna er 1,510,000 og hver einstaklingur fær 1,100,000 krónur að jafnaði.

Einstaklingar með 330 þúsund á mánuði og hjón þar sem hvort fyrir sig hefur 450 þúsund í mánaðarlaun, er tíðasta gildið í leiðréttingunni. Meðalheildarlaun á mánuði á Íslandi eru 520 þúsund krónur.

Forsendubresturinn leiðréttur
80 milljarða króna leiðréttingin leiðréttir forsendubrest umfram 5,8 %. Skattfrelsi við innborgum séreignasparnaðar á höfuðstól, það eru 20 milljarðar af þeim 70 færa viðmið leiðréttingarinnar niður í 4 % verðbólgu yfir viðmiðunartímabilið við fullnýtingu leiðréttingar. Framlag ríkisins til leiðréttingarinnar leiðréttir því alla verðbólgu áranna 2008 – 2009 yfir 4 %. Inngreiðslur séreignasparnaðar eru hreint viðbót við það.

Tölulegar staðreyndir
Vegna leiðréttingarinnar munu ráðstöfunartekjur heimilanna aukast um 17 % eða 130 – 220 þúsund krónur á árunum 2015 – 2017. Einnig munu afborganir og vaxtagjöld heimilanna lækka um 22 % fram til ársins 2017. Jafnframt mun eiginfjárstaða 54 þúsund heimila, rúmlega 90 þúsund einstaklinga styrkjast með beinum hætti. 4 þúsund aðilar munu færast úr því að eiga minna en ekki neitt yfir í að eiga jákvætt fé í fasteignum sínum. Verðtryggð húsnæðislán geta við fullnýtingu leiðréttingarinnar lækkað um eða yfir 20 %.

Er þetta afskaplega ósanngjarnt?
Í 110 % leið fyrri ríkisstjórnar var heildarniðurfærsla verðtryggðra húsnæðisskulda um 45 milljarðar. Aðgerðin nýttist aðeins 10 % heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir, rúmlega 7000 heimilum. 36 milljarðar af þeirri upphæð fóru til einungis 2500 einstaklinga. Það þýðir að lán voru lækkuð að meðaltali um 14,4 milljónir á hvern þann sem fékk hlut úr þeim potti.

Meðaltekjur þessara 775 heimila á mánuði á árinu 2009 voru 750 þúsund, tugur þeirra var með meðaltekjur yfir 2 milljónir króna á mánuði. Dæmi eru um að einstaklingar sem höfðu meira en 2 milljónir í mánaðarlaun hafi fengið meira en 50 milljónir króna niðurfelldar. Það eru jafnframt til dæmi um 100 milljón króna niðurfellingar. Þetta eru upplýsingar sem koma úr gögnum fjármálaráðuneytisins.

Á meðan 10 % heimila fengu niðurfellingar sem byggðust upp á ofangreindum upplýsingum. Þá sátu margir eftir og fengu ekki leiðréttingar á sínum málum. Það voru 90 % þeirra heimila sem voru með verðtryggð húsnæðislán.

Kannski er það einmitt það sem var svona afskaplega ósanngjarnt.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist á visir.is 11. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.