Categories
Greinar

Prófessorinn Stefán og sannleikurinn

Deila grein

03/09/2015

Prófessorinn Stefán og sannleikurinn

Vigdís HauksdóttirAð mínu frumkvæði sem formanns fjárlaganefndar, var haldinn fundur í fjárlaganefnd þann 24. ágúst s.l. Á dagskrá var útgjaldaauki ríkissins sem varðar þann málaflokk sem snýr að örorkulífeyri. Frá árinu 2000 hefur öryrkjum fjölgað um tæp 80%. Útgjöld ríkissins voru árið 2005 rúmir 11 milljarðar en eru nú tæpir 30 milljarðar. Það er hækkun um 165% á 10 árum. Fjöldi þeirra sem þáðu öryrkjalífeyrir árið 2005 voru rúmir 13.000 einstaklingar en árið 2015 eru þeir rúmlega 17.000 sem er fjölgun um 29%. Forstjóri Tryggingastofnunar lagði fram gögn úr gagnagrunni stofnunarinnar, sem studd eru með áliti ríkisendurskoðunar til Alþingis frá því í febrúar 2013 sem ber heitið „EFTIRLIT TRYGGINGASTOFNUNAR MEÐ BÓTAGREIÐSLUM“

Formaður stjórnar Tryggingastofnunar, Stefán Ólafsson prófessor hefur farið mikinn í fjölmiðlum í liðinni viku og telur mig fara með staðlausa stafi. Ég hef ekki viljað tjá mig um orð prófessorsins og fara niður á sama plan og hann. Í pistli sem hann birti á heimasíðu sinni og ber heitið „Rangfærslur Vigdísar Hauks um öryrkja“ eru hvorki meira né minna sex staðreyndavillur varðandi fjölda öryrkja og samanburð við Norðurlöndin. Prófessorinn fór síðan í viðtal á Bylgjuna og þar opinberaði hann algjörlega vanþekkingu sína á málaflokknum og ruglar saman bótasvikum og uppgjöri í stargreiðslukerfi lífeyristrygginga. Hann telur bótasvik vera alvarlegt mál „en þegar menn eru að slá því fram að bótasvik gætu verið hér um 4 milljarðar á ári, þá eru það tölur sem eru ekki ígrundaðar heldur yfirfærðar frá Danmörku og séu í reynd umdeildar tölur í Danmörku.“ Hann telur jafnframt að inní í þessari upphæð séu líka rangar greiðslur á þann hátt að „menn“ gætu fengið of mikið eða of mikið lítið miðað við tekjur sem síðan sé leiðrétt þegar skatturinn kemur í ágúst á hverju ári, og síðan segir prófessorinn að „þessi frávik frá skattinum eru ekki bótasvik.“ Í árlegum endurreikningi og uppgjöri í staðgreiðslukerfis lífeyristrygginga er ekki litið svo á að um bótasvik sé um að ræða. Árlegur endurreikningur og uppgjör í staðgreiðslukerfis lífeyristrygginga er eðlilegur þáttur þess og hefur ekkert með bótasvik eða starfsemi eftirlitseiningar Tryggingastofnunar að gera. Þar er einungis verið að gera upp árið og tryggja að allir fái þann lífeyri sem þeir eiga rétt á lögum samkvæmt. Algerlega sambærilegt við árlega álagningu skatta. Afar alvarlegt er að gera hér ekki greinarmun á. Í raun er það eins og að fullyrða að allir sem fá einhverja leirðréttingu við álagningu skatta séu til meðferðar vegna hugsanlegra skattsvika. Ég er því afar hugsi yfir framgöngu formanns stjórnar Tryggingastofnunar, Stefáns Ólafssonar í þessu máli.

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist á vigdish.is 3. september 2015.

Categories
Fréttir

Ásmundur Einar nýr þingflokksformaður

Deila grein

03/09/2015

Ásmundur Einar nýr þingflokksformaður

ásmundurÁsmundur Einar Daðason hefur verið skipaður þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hann lætur um leið af störfum sem aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Samþykkt var á fundi þing­flokksins í gær að Ásmundur Einar tæki við núna. Það lá þó fyrir strax þegar Þórunn tók við embættinu í janúar eftir að Sigrún Magnúsdóttir tók við umhverfisráðuneytinu að Ásmundur yrði þingflokksformaður í sumar.
Ásmundur Einar var í nóvember 2013 skipaður aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra. Sú ráðning var tímabundin og staðan ólaunuðu, en honum var ætlað að samhæfa verkefni á milli ráðuneyta og fylgja eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar þar sem hann átti sæti.
Sjálfur segist Ásmundur Einar ekki vita hvort að einhver taki við stöðu hans í forsætisráðuneytinu en maður komi í manns stað.
„Ég var þarna í ákveðnum sérverkefnum. Nú tek ég bara við þingflokksformennskunni og einbeiti mér að því enda mikið framundan í þinginu í vetur og bara gaman að takast á við það,“ segir Ásmundur Einar.

Categories
Fréttir

Hvernig getur framlag Íslands nýst best?

Deila grein

01/09/2015

Hvernig getur framlag Íslands nýst best?

Sigmundur-davíðRíkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun, að tillögu forsætisráðherra, að sett verði á fót ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og utanríkisráðherra munu eiga fast sæti í nefndinni. Þá munu mennta- og menningarmálaráðherra og heilbrigðisráðherra taki sæti í nefndinni þegar fjallað er sérstaklega um málefni á þeirra ábyrgðarsviðum. Aðrir ráðherrar taka sæti á fundum nefndarinnar eftir því sem tilefni er til.
Nefndin mun taka til umfjöllunar stöðu mála, stefnumörkun og stjórnvaldsákvarðanir í málefnum flóttafólks, hælisleitenda og innflytjenda. Markmiðið er að samræma starf ráðuneyta og stofnana í umræddum málaflokkum og meta hvernig framlag Íslands nýtist best til að ná markmiðum um mannúðaraðstoð og aðstoð við flóttamenn, hælisleitendur og innflytjendur og samfélagsmál tengd málaflokknum.
Fyrir liggur að málefni flóttamanna og hælisleitenda er og verður viðvarandi verkefni hér á landi sem og hjá fjölda annarra þjóða. Þá varðar málefnið mörg ráðuneyti og stofnanir, auk sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka. Mikilvægt er að standa vörð um það vandaða fyrirkomulag sem byggt hefur verið upp hér á landi við móttöku kvótaflóttamanna og jafnframt að samþætta það fyrirkomulag annars vegar og umgjörð hælisleitenda hins vegar. Þá er mikilvægt að jafnframt verði metnir möguleikar Íslands til þess að auka aðkomu sína að starfi stofnana SÞ og borgarasamtaka sem starfa á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar á vettvangi og samstarf við önnur ríki, t.d. Norðurlöndin, á sviði neyðar- og mannúðaraðstoðar.
Íslensk stjórnvöld hafa undanfarið haft til umfjöllunar málefni flóttafólks og hælisleitenda og m.a. unnið að undirbúningi móttöku kvótaflóttamanna og bættri umgjörð hælisleitenda. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, þar sem undirstrikað er að staðið verði að neyðar- og mannúðaraðstoð við bágstaddar þjóðir. Samkvæmt áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands til ársins 2016 miðar neyðar- og mannúðaraðstoð Íslands að því að bjarga mannslífum og draga úr þjáningu þar sem neyðarástand hefur skapast.
„Það var mikil og góð umræða um þetta mikilvæga málefni í ríkisstjórninni í morgun og ljóst að um er að ræða mál sem ráðherrar og ríkisstjórnin í heild tekur mjög alvarlega. Vandinn er ekki nýtilkominn og við fjölluðum um þá miklu vinnu sem ráðuneyti og stofnanir hafa unnið á þessu sviði á síðustu misserum. Vinna við undirbúning fyrsta fundar ráðherranefndarinnar er hafin og ég gerir ráð fyrir að hægt verði að boða til fyrsta fundarins í þessari viku. Við ætlum okkur að vinna hratt og vel að því að kortleggja þróunina að undanförnu svo okkur verði kleift að bregðast sem best við þessum mikla vanda.“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Categories
Fréttir

Ályktun SUF vegna móttöku á kvótaflóttafólki

Deila grein

01/09/2015

Ályktun SUF vegna móttöku á kvótaflóttafólki

logo-suf-forsida„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna fagnar frumkvæði velferðarráðherra í málinu og lýsir jafnframt yfir ánægju með ákvörðun forsætisráðherra að skipa ráðherranefnd um flóttamannavandann. Sá gífurlegi vandi sem steðjar að fólki sem flýr heimili sín vegna stríðsátaka er átakanlegur. Ísland hefur alla burði til að leggja sitt af mörkum, þar verða ríki, sveitarfélög og einstaklingar að hjálpast að. Velviljinn sem endurspeglast í öllum þeim sjálfboðaliðum sem hafa sprottið upp og boðist til þess að aðstoða flóttafólk er aðdáunarverður og gefur gott fordæmi hvernig samfélög geta í sameiningu leyst erfið vandamál.
Umræðan einkennist því miður oft af vanþekkingu
Umræðan um flóttafólk hefur því miður einkennist oft á tíðum af mikilli vanþekkingu og fordómum. Stjórn SUF telur lykilatriði að vel sé vandað til verka, að vel sé tekið á móti fólki, haldið utan um það og því sé veitt nauðsynleg aðstoð. Sé slíkt gert muni það svo sannarlega skila sínu til baka til samfélagsins. Það bæði getur og vill gera það.
Hugarfarsbreyting með nýrri ríkisstjórn
Núverandi ríkisstjórn, hefur á hálfu kjörtímabili loknu, tekið á móti umtalsvert fleira flóttafólki en síðasta ríkisstjórn gerði á heilu kjörtímabili. Árið 2009 og 2011 var ekki tekið á móti einum einasta flóttamanni og árið 2010 var tekið á móti 6. Af þessum ástæðum hvetur stjórn SUF alla flokka á Alþingi til að sýna samtöðu í þessu máli. Saman getum við gert ótrúlega hluti!“