Categories
Fréttir

Framsókn næstu fjögur árin

Deila grein

16/10/2016

Framsókn næstu fjögur árin

baeklingur_frontStefnumál Framsóknarflokksins vegna kosninga til Alþingis í október 2016.
Framsóknarflokkurinn setti fram mjög ákveðnar hugmyndir fyrir síðustu kosningar til að bæta og efla íslenskt samfélag. Þær hugmyndir gengu eftir með aðstoð færustu sérfræðinga sem völ var á. Nú stöndum við aftur á tímamótum. Búið er að styrkja grunnstoðir atvinnulífs og heimila. Framtíðin er björt ef rétt verður á málum haldið. Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir róttækum aðgerðum til hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Flokkurinn hyggst halda áfram á sömu leið og byggja á þeim árangri sem náðst hefur á kjörtímabilinu. Þar skiptir stöðugleiki og festa í ríkisfjármálum mestu máli.

Kosningastefnuskrá Framsóknar 2016.

Fyrir kosningarnar 2016 leggur Framsóknarflokkurinn m.a. áherslu á eftirfarandi mál:

  • Hagur millistéttarinnar verði bættur enn frekar; neðra skattþrep verði lækkað verulega og persónuafsláttur verður útgreiðanlegur
  • Peningastefnuna skal endurskoða, raunvextir á Íslandi þurfa að endurspegla breyttan efnahagslegan veruleika
  • Lágmarkslífeyrir aldraðra verði 300 þúsund krónur á mánuði og fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði
  • Byggður verður nýr Landspítali á nýjum stað og framlög til heilbrigðisstofnanna um allt land aukin
  • Tannlækningar aldraðra verða gjaldfrjálsar og hjúkrunarrýmum fjölgað um allt land
  • Taka skal upp komugjald á ferðamenn sem nýtt verður til innviða
  • Fæðingarorlof verði 12 mánuðir og greiðsluþak hækkað í 600 þúsund krónur, barnabætur hækkaðar og barnaföt verði án virðisaukaskatts
  • Hluta námslána verður breytt í styrk og sérstök áhersla lögð á að styrkja iðn- og verknám
  • Skoðað verði hvort beita megi skattaívilnunum til fyrirtækja og einstaklinga á efnahagslega veikum svæðum á landsbyggðinni
  • Unnið skal eftir sóknaráætlun í loftslagsmálum sem er að fullu fjármögnuð til næstu þriggja ára í samræmi við skuldbindingar Íslands í Parísarsamkomulaginu
  • Aðstoða ungt fólk með úrræðinu Fyrsta fasteign og öðrum aðgerðum í húsnæðismálum – leiguíbúðir og fjölgun námsmannaíbúða

Margt hefur breyst til batnaðar á kjörtímabilinu. Auk Leiðréttingarinnar og losunar hafta má nefna: 15.000 ný störf hafa orðið til, kaupmáttur launa hefur aldrei verið meiri, verðbólgu hefur verið haldið í skefjum, nýtt almannatryggingakerfi var innleitt, bótaskerðingar voru dregnar til baka, tímamótasamningur um loftslagsmál var undirritaður og greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi voru hækkaðar umtalsvert. Þetta er hluti þeirra mála sem Framsóknarflokkurinn stóð að á kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn hefur staðið með fólkinu í landinu í hundrað ár og mun gera það áfram.
Framsóknarflokkurinn hyggst, eftir kosningar, starfa með öllum þeim flokkum sem láta sig félagshyggju og jöfnuð varða og tilbúnir eru til að varðveita nauðsynlegan stöðugleika í íslensku atvinnu- og efnahagslífi.

Categories
Greinar

Stefnan tekin í Norðaustur

Deila grein

15/10/2016

Stefnan tekin í Norðaustur

sigmundurEftir flokksþing Framsóknarmanna og atburði sem því tengdust lýsti ég því yfir að ég myndi helga mig málefnum Norðausturkjördæmis og því að kjördæmið fengi notið þeirra tækifæra sem þar liggja. Það er enda hagur landsins alls að Norðausturkjördæmi gangi vel.

Eins og flestum má vera ljóst gramdist mér mjög að menn skyldu taka þá ákvörðun að flýta kosningum og hætta við að leggja fram fjárlög. Mér mislíkaði þetta af mörgum ástæðum. Ein var sú að ég hafði vikið úr embætti forsætisráðherra um tíma, á meðan mál væru að skýrast, einmitt svo að ríkisstjórnin gæti komist hjá slíkum útspilum. Þess í stað gæti hún þá einbeitt sér að því að klára þau verkefni sem út af stóðu. Önnur ástæða er sú að með þessum ákvörðunum varð lítið úr þeirri sókn sem ég hafði boðað í byggðamálum enda þótt tekist hefði að skapa þær efnahagslegu aðstæður sem voru forsenda slíkrar sóknar.

Allt er til reiðu
Aðalatriðið er þó það að grunnurinn hefur verið lagður. Með blöndu hefðbundinna en oft erfiðra aðgerða í ríkisrekstrinum og óhefðbundinna aðgerða sem hvergi höfðu verið reyndar áður tókst að gjörbylta stöðu og framtíðarhorfum ríkissjóðs til hins betra. Það er því allt til reiðu svo ráðast megi í þær aðgerðir sem taldar verða upp hér að neðan. Það þarf að gera bæði með hefðbundnum og óhefðbundnum aðgerðum.

Veiðigjöldunum skilað
Engin ríkisstjórn hefur skilað jafnmiklum veiðigjöldum í ríkiskassann og stjórnin sem starfaði frá 2013-2016. Það er nauðsynlegt að þessi gjöld og önnur auðlindagjöld sem kunna að vera lögð á skili sér aftur í byggðir landsins. Núverandi fyrirkomulag er í raun nánast hreinn landsbyggðarskattur. Tugir milljarða eru teknir út úr samfélögum hringinn í kringum landið. Þessu þarf að breyta.

Þriðjungur veiðigjaldanna ætti að renna til sveitarfélaganna utan höfuðborgarsvæðisins, þriðjungur í þróunarverkefni hringinn í kringum landið, einkum nýsköpun á sviði atvinnumála og þriðjungur í sérstök sóknarverkefni sem gera byggðir landsins að eftirsóknarverðari stöðum til að búa, starfa og fjárfesta. Það á t.d. við um menningarmál og fegrun byggða m.a. í gegnum verkefnið »verndarsvæði í byggð«.

Dreifing ferðamanna um landið
Sú áætlun sem lýst er að ofan mun gera byggðir landsins, ekki hvað síst hina fögru bæi og náttúru Norðausturkjördæmis, að enn eftirsóknarverðari ferðamannastöðum. En til viðbótar þarf sértækar aðgerðir til að dreifa ferðamönnum betur um landið og nýta þar með betur þá auðlind sem í landinu liggur.

Bæta þarf samgöngumannvirki, t.d. með malbikun Dettifossvegar til að klára »demantshringinn« sem yrði gríðarlega sterk söluvara í ferðaþjónustu.

Flugþróunarsjóðurinn sem forsætisráðuneytið vann að því að koma á fyrr á kjörtímabilinu skiptir sköpum við að opna nýjar fluggáttir til landsins á Akureyri og Egilsstöðum. En meira þarf að koma til. Bæta þarf aðstöðu á flugvöllunum (fjárfesting í Keflavík nemur tugum milljarða) og jöfnun flutningskostnaðar á eldsneyti er nauðsynleg til að gera þessa flugvelli betur samkeppnishæfa við Keflavíkurvöll.

Sátt virðist hægt að ná um hækkun komugjalda. Rétt er að a.m.k. hluti þeirrar gjaldheimtu renni til sveitarfélaga. Á sama tíma og við hækkum komugjöld í Keflavík mætti halda komugjöldum á Akureyri og Egilsstöðum umtalsvert lægri til að skapa aukinn hvata fyrir flugfélög að nýta þá flugvelli.

Tekjustofnar sveitarfélaga
Sveitarfélög bera að miklu leyti hitann og þungann af fjölgun ferðamanna. Þau hafa ekki fengið auknar tekjur til samræmis við það. Að hluta til koma endurheimtur auðlindagjalda til móts við þann vanda en einnig þarf að færa sveitarfélögum auknar beinar tekjur af vaxandi ferðaþjónustu. Þar þarf þó að huga að því að megnið af kostnaðinum við innviðauppbyggingu fellur til utan Reykjavíkur en megnið af tekjunum, t.d. gistináttagjöld, eru lögð á í borginni. Þess vegna þurfa komugjöld að renna til sveitarfélaganna svo að þau geti staðið straum af nauðsynlegri innviðauppbyggingu. Hlutdeild í fjármagnstekjuskatti er líka eðlileg krafa í ljósi þess hversu mikið hallar á sveitarfélögin hvað varðar tekjuskiptingu.

Skattalegir hvatar
Lengi hefur verið rætt um að æskilegt gæti verið að veita skattalegar ívilnanir til fólks og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins. Í því sambandi hefur m.a. verið litið til Noregs. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að innleiða slíka stefnu. Í henni felst að tryggingargjald verður lægra því fjær sem reksturinn er frá Reykjavík en einnig búsetustyrkir, þ.m.t. ferðastyrkir til þeirra sem þurfa að ferðast langa vegalengd til og frá vinnu. Einnig er ástæða til að líta til fyrirmynda í Noregi varðandi endurgreiðslu námslána þar sem fólk sem starfar utan höfuðborgarsvæðisins fær sérstaka niðurfærslu námslána.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. október 2016.

Categories
Fréttir

Arion taki hlutverk sitt til athugunar

Deila grein

14/10/2016

Arion taki hlutverk sitt til athugunar

160218-Þorsteinn Sæmundsson„Hæstv. forseti. Svo háttar til á Íslandi um þessar mundir að meiri hlutinn af bankakerfinu er í eigu ríkisins. Þó sér þess ekki stað að bankarnir, viðskiptabankarnir, taki mjög alvarlega þjóðfélagslegt hlutverk sitt. Þeir hafast þó misjafnt að, einn þeirra er í því að gefa ríkiseignir óðar og eftir því er falast, en mig langar að tala um einn viðskiptabankann sem þó er ekki nema að litlu leyti í eigu ríkisins í dag en gæti mjög mögulega orðið það að öllu leyti innan skamms. Þar er ég að tala um Arion banka.
Eins og ég sagði áðan þá virðist það vera að þessir ágætu bankar treysti sér ekki einu sinni til að halda úti hraðbankastarfsemi víða út um land. Steininn tók þó úr núna þegar Arion banki fækkaði um 46 manns í vikunni og þar af um 19 á landsbyggðinni. Það má geta þess að til dæmis á Siglufirði, fæðingarbæ sitjandi forseta, eru sjö störf úti, sjö störf sem var lofað að yrðu til staðar eftir að þessi sami banki sölsaði undir sig sparisjóðinn á staðnum. Í öðru litlu útibúi, sem er útvörður bankans hér ekki fjarri Reykjavík, fóru stöðugildi úr því að vera þrír 100% starfsmenn í tvo 75% starfsmenn. Hvernig á að tryggja öryggi þess að hægt sé að halda úti bankaþjónustu með slíku? Á sama tíma og þetta gerist boðar þessi banki að taka eigi upp bónusgreiðslur til stjórnenda bankans. Og það vill reyndar þannig til að þessum banka er stjórnað af aðila sem hefur fengið á sig mestu og flestar stjórnvaldssektir vegna samkeppnisbrota á Íslandi. Ég held að þessi banki sem hér um ræðir, Arion banki, þurfi að taka hlutverk sitt aðeins til athugunar og áherslur sínar í rekstri.“
Þorsteinn Sæmundsson í störfum þingsins 7. október 2016.

Categories
Fréttir

Húsnæðisbætur fyrir framhalsskólanemendur

Deila grein

14/10/2016

Húsnæðisbætur fyrir framhalsskólanemendur

elsa-lara-mynd01-vefur„Hæst. forseti. Ég vil byrja á að segja að það er mikilvægt að samningar um þinglok séu að takast. Það er mikilvægt upp á ásýnd þingsins og hv. þingmenn komist út í kjördæmin og eigi samtal við þjóðina. Hins vegar verðum við að horfa á verkefnin sem eftir eru og mikilvægi þess að þau verði kláruð. Þar má m.a. nefna frumvarp um almannatryggingar með breytingartillögum sem fela það í sér að lágmarksbætur verða hækkaðar í samræmi við lágmarkslaun. Auk þess verð ég að minnast á málið um breytingu á útreikningi vísitölu. Hér er um stórt hagsmunamál að ræða fyrir mörg heimili landsins.
En það var annað sem ég ætlaði að ræða í dag. Mig langar að vekja athygli á lögum um húsnæðisbætur, lög sem samþykkt voru hér á þingi í vor og eiga að taka gildi þann 1. janúar nk. Stór og mikilvægur þáttur þeirra laga er sá að nú verður sveitarfélögum skylt að veita húsnæðisbætur til þeirra foreldra eða forráðamanna sem eiga börn á aldrinum 15–17 ára, börn sem þurfa að sækja framhaldsnám út fyrir sína heimabyggð og búa á námsgörðum eða heimavist. Sá stuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forráðamanna og getur numið allt að 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar. Um er að ræða breytingu sem gerð var á málinu í þinglegri meðferð. Mikill stuðningar var við þessa breytingu innan velferðarnefndar. Nefndarmönnum fannst mikilvægt að koma til móts við aukinn kostnað heimila sem þurfa að senda börn sín í framhaldsnám fjarri heimabyggð. Í umræðunni hefur ekki farið mikið fyrir þessum rétti foreldra og forráðamanna og því er tilvalið að nýta tækifærið hér að vekja athygli á þessum lögum.
Að lokum vil ég segja þetta: Ég vil þakka öllum hv. þingmönnum fyrir samstarfið á undanförnum árum. Þetta hefur verið lærdómsríkur tími. Þeim hv. þingmönnum sem ákveðið hafa að snúa sér að öðrum störfum óska ég velgengni. Okkur hinum sem viljum halda áfram óska ég jafnframt velgengni og að við eigum málefnalega baráttu.“
Elsa Lára Arnardóttir 7. október 2016.

Categories
Fréttir

Almenn skoðun að vaxtastig þyki of hátt

Deila grein

14/10/2016

Almenn skoðun að vaxtastig þyki of hátt

thingmadur-willumthor-05„Hæstv. forseti. Það er ekki annað hægt en að nota tækifærið og taka þátt í störfunum hér fjórða sinnið í þessari viku. Í þessum ræðustól hef ég, eins og margir aðrir hv. þingmenn, oft rætt vexti og ég ætla að nota tækifærið undir þessum lið og gera það.
Við ræðum þessi mál gjarnan í tengslum við vaxtaákvarðanir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Ég held að það megi fullyrða að það sé almenn skoðun að vaxtastig þyki of hátt. Hér hefur ríkt stöðugleiki um langa hríð og verðbólga hefur lengi vel verið innan marka verðbólgumarkmiða Seðlabankans, en nú brá svo við að Seðlabankinn lækkaði vexti við þarsíðustu ákvörðun og töldu þá margir að peningastefnunefndin væri að hefja lækkunarferli. En nú síðast, fyrir tveim dögum, hélt peningastefnunefndin stýrivöxtum óbreyttum í 5,25%. Ástæðan er að staðan í efnahagsmálum frá því í ágúst er óbreytt og því er stýrivöxtum haldið óbreyttum.
Það er merkilegt ef viðbrögðin eru engin við stýrivaxtalækkun þar á undan. Þess vegna, og kannski einmitt þess vegna að viðbrögðin eru ekki aukin þensla, ætti að vera óhætt að halda þessu lækkunarferli áfram og á sama tíma er það mögulega vísbending um að vaxtastigið sé raunverulega of hátt sem og raunvextir við þessar aðstæður. Einhverjir vilja tengja þessa ákvörðun við skekkju í útreikningum Hagstofunnar, en það á auðvitað ekki að breyta væntingum og horfum, sem skipta auðvitað mestu máli við mat á því hvert framhaldið verður. Fram undan er stórt skref í losun hafta og fjárlagavinna í kjölfar kosninga. Þar mun reyna verulega á að skila ríkissjóði með afgangi fjórða árið í röð. Það mun skipta sköpum að fjármálastefnan styðji við peningamálastefnu, hemja þenslu og verja verðstöðugleika.
Aðeins með þeim hætti verður hægt að halda vaxtalækkunarferli áfram og þannig getum við lækkað útgjöld heimila og fyrirtækja. Það yrði raunveruleg kjarabót.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 7. október 2016.

Categories
Fréttir

Bréf frá formanni

Deila grein

13/10/2016

Bréf frá formanni

vef-sigurduringi_mg_500x500-1Ágætu framsóknarmenn!
Flokksþingi okkar er lokið, kosningabaráttan hafin. Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum, hverju og einu fyrir glæsilegt þing. Hundrað ára flokkur hefur burði til þess að skera úr málum með lýðræðislegum hætti. Það er merki um styrkleika, ekki veikleika. Ég heiti ykkur því að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að gegna hlutverki formanns eins vel og mér er unnt.
Samvinna og samtal hefur dugað okkur vel, enda flokkurinn meðal annars grundvallaður á þessu tvennu. Verkefni okkar núna er að taka höndum saman, mynda órofa heild með hagsmuni Framsóknarflokksins og þjóðarinnar í fyrirrúmi. Kjörtímabilið hefur verið viðburðarríkt. Mörg gríðarstór verkefni eru að baki og nauðsynlegt að halda áfram öllum til heilla. Við leystum þau stóru mál sem við sögðumst ætla að leysa. Hjól samfélagsins snúast á meiri og öruggari hraða vegna þess sem Framsóknarflokkurinn setti í öndvegi. Allir efnahagslegir mælikvarðar eru á leið í rétta átt. Við eigum að vera stolt af því hverju við höfum áorkað og óhrædd að takast á við ný verkefni. Það sem er liðið er liðið, við vinnum ekki sama leikinn tvisvar.
Jafnræði er öllum þjóðum félagsleg nauðsyn. Fyrir því eru augljós rök. Ekki  síst er þetta augljóst hér á landi þar sem samfélagið er fámennt, kunningsskapur, skyldleiki og önnur tengsl eru mikil meðal þjóðarinnar.  Hér eigum við að vera í fremstu röð hvað jöfnuð snertir. Eitt af þeim stóru málum sem við hyggjumst berjast fyrir, er að auka mátt millistéttarinnar. Það hyggjumst við meðal annars gera með því að lækka lægsta skattþrepið umtalsvert. Slík aðgerð gæti tekið til um 80% launamanna og myndi létta á skattgreiðslum stórs hóps, en þyngja að nokkru leyti byrðar þeirra sem hæstu launin hafa. Við ætlum ekki að fara í neinar kollsteypur heldur halda stefnu á þeirri farsælu leið sem við höfum verið á, allt kjörtímabilið.
Um leið og ég þakka ykkur enn og aftur fyrir það traust sem þið sýnduð mér á flokksþinginu, vil ég hvetja alla til að taka höndum saman og sýna úr hverju Framsóknarflokkurinn er gerður. Hundrað ár eru liðin, hundrað ár eru framundan.
Sigurður Ingi Jóhannsson

Categories
Greinar

Skynsamleg nálgun í fiskeldismálum

Deila grein

11/10/2016

Skynsamleg nálgun í fiskeldismálum

[fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”]

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra

Fiskeldi er ört vaxandi og spennandi atvinnugrein á Íslandi. Um 40% af fiski sem neytt er í heiminum í dag er eldisfiskur og t.d. í Færeyjum og Noregi hefur verið gríðarmikill vöxtur í greininni. Mikil umræða hefur verið um sjókvíaeldi að undanförnu og hefur umræðan á stundum verið ómarkviss og órökstudd. Mikilvægt er að ræða þessi mál af yfirvegun og með staðreyndir að vopni.

Aukið eftirlit, meiri rannsóknir og stefnumótun 

Í því augnamiði að skapa skýrari ramma og meiri sátt um fiskeldið hef ég ákveðið að hafin verði vinna við stefnumótun, auka rannsóknir og auka eftirlit.
Stefnumótunin er mikilvæg og þá sérstaklega til þess að horfa til samfélags- og efnahagslegra áhrifa, gjaldtöku á nýtingu auðlindarinnar, umhverfisáhrifa og fleiri þátta.

Það er öllum til hagsbóta að eftirlit og rannsóknir séu öflugar í þessari grein og ekki síður að störfin séu staðsett nálægt greininni. Rannsóknarhlutinn er ekki hvað síður mikilvægur en nauðsynlegt er að meta lífríki fjarðanna með tilliti til hve mikið álag þeir þoli, hvaða áhrif þetta hefur á annað lífríki og svo framvegis.

Miðstöð fiskeldis á Vestfjörðum 

Í ráðherratíð minni hef ég haft það að leiðarljósi að ný störf á vegum míns ráðuneytis verði helst til úti á landi. Það er því ánægjulegt að geta tilkynnt um að yfirmaður nýs fiskeldissviðs Hafrannsóknarstofnunar verður staðsettur á Ísafirði frá árinu 2018 en nú þegar verða ráðnir tveir sérfræðingar á Ísafjörð sem m.a. munu sinna fyrrnefndum innfjarðarrannsóknum. Hjá Matvælastofnun verða til tvö ný störf í eftirliti og verða þau staðsett á Austfjörðum annars vegar og sunnanverðum Vestfjörðum hins vegar en á þessum tveimur landshlutum er eldisuppbyggingin hvað mest.

Þessar aðgerðir eru í takt við skýrslu Vestfjarðarnefndarinnar sem afgreidd var úr ríkisstjórn í seinasta mánuði en þar var kveðið á um að miðstöð fiskeldismála yrði á Vestfjörðum. Í skýrslunni er einnig kveðið á um að byggt verði upp fræðasetur á sunnanverðum Vestfjörðum tengt fiskeldi t.d. í samvinnu við Hólaskóla og er ég mjög áfram um að svo verði.

Einnig má geta þess að 1. September opnaði útibú Fiskistofu á Ísafirði aftur með tveimur starfsmönnum en Fiskistofa er rannsóknaraðili ef t.d. slysasleppingar verða í eldi.

Sjálfbær nýting 

Það er allra hagur að ganga vel um náttúruna. Mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina sé eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt við samfélag og umhverfi. Í leyfisferlinu í dag þurfa umsækjendur að reiða fram mikið magn af upplýsingum sem liggja svo til grundvallar hvort leyfið skuli veitt ásamt áliti fagstofnana. Fyrir rúmlega ári síðan voru innleiddir hér á landi ströngustu staðlar Norðmanna og hér í ráðuneytinu er stöðugt fylgst með framþróun á aðferðum, búnaði og öðru sem viðkemur eldinu.

Samfélagslegi þátturinn 

Gífurlegur viðsnúningur hefur orðið í byggðaþróun á Vestfjörðum í kjölfar uppbyggingar eldisins. Fjöldi umsókna um leyfi hefur stóraukist og hefur verið sótt nánast um hvern einasta blett sem einhver möguleiki er á að geta stundað eldi. Það er virkilega ánægjulegt að sjá líf og framkvæmdir í byggðarlögum nú sem áttu í vök að verjast fyrir nokkrum árum. Skólarnir orðnir fullir og vöntun á íbúðarhúsnæði. Við þessar aðstæður megum við samt sem áður ekki fara fram úr okkur. Ég hef lagt áherslu á að uppbygging sjókvíaeldis taki tillit til annarrar nýtingar og atvinnusköpunar sem fyrir er á svæðunum og ég hef fulla trú á því svo geti orðið.

Að þessu öllu sögðu er það mín trú að með öflugri stefnumótun undirbyggðri af vísindum og rannsóknum getum við byggt upp öfluga atvinnugrein í sátt við umhverfið, samfélaginu og þjóðinni til hagsbóta.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist á www.bb.is 7. október. 2016. [/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi nýr formaður Framsóknar

Deila grein

07/10/2016

Sigurður Ingi nýr formaður Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, var kosinn formaður Framsóknarflokksins á 34. Flokksþingi Framsóknarmanna sem haldið var um helgina í Reykjavík. Sigurður Ingi hlaut 52,7% atkvæða en fráfarandi formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hlaut 46,8%.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra fékk 3 atkvæði í formannskjöri, en hún bauð sig fram til varaformanns og fékk 96% atkvæða. Jón Björn Hákonarson var kosinn ritari flokksins, en hann var einn í kjöri.
Þingið hófst á laugardaginn og lauk í gær. Það var afar vel sótt og ljóst að mannauður flokksins er mikill. Mikil vinna fór í að koma saman ályktunum fyrir komandi alþingiskosningar sem verða í lok mánaðar.

Ályktanir 34. Flokksþings Framsóknarmanna.

Sigurður Ingi sagði þegar hann sleit flokksþinginu að nú myndu Framsóknarmenn snúa bökum saman og ganga einbeittir til kosninga.

Ný forysta Framsóknar, Sigurður Ingi, Lilja Dögg og Jón Björn.

Categories
Fréttir

Jöfnun aðstöðu millilandaflugvalla

Deila grein

06/10/2016

Jöfnun aðstöðu millilandaflugvalla

flickr-Líneik Anna Sævarsdótir„Virðulegi forseti. Enn og aftur ætla ég að ræða málefni flugsins. Fyrir skemmstu lagði ég ásamt fleiri hv. þingmönnum fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara í þeim tilgangi að jafna eldsneytisverð á millilandaflugvöllum. Nú er við lýði jöfnun á flutningskostnaði á olíuvörum sem tryggir að eldsneytisverð sé hið sama um land allt til einstaklinga og fyrirtæki. Fyrir því eru einföld sanngirnisrök auk þess sem mikilvægt er að jafna eins og kostur er búsetuskilyrði og samkeppnisstöðu fyrirtækja vítt og breitt um landið. Þessi jöfnun hefur ekki gilt um eldsneyti sem ætlað er til ferða milli landa, t.d. flugvélaeldsneyti til millilandaflugs. Þetta leiðir til þess að eldsneyti er mun dýrara á millilandaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því flugfélög sjái sér fær að setja á fót reglubundið flug til annarra staða á Íslandi en Keflavíkur. Því er lagt til að jöfnunarkerfið nái einnig til olíu sem ætluð er til notkunar í millilandasiglingum og millilandaflugi. Markmiðið er að jafna aðstöðu millilandaflugvalla og -hafna.
Áhugi á millilandaflugi til nýrra áfangastaða hefur aukist og nú þegar hafa nokkur flugfélög sent inn umsóknir um styrk úr flugþróunarsjóði sem komið var á á árinu. Ég álít því mikilvægt að fá fram sem fyrst viðbrögð hagsmunaaðila við frumvarpinu sem hér liggur fyrir og að málið fái umfjöllun á Alþingi þótt varla náist að afgreiða það á þessu þingi. Það kann að vera að aðrar leiðir séu færar og jafnvel betri til þess að jafna samkeppnisaðstöðu millilandaflugvalla en það er mikilvægt að komast að því.“
Líneik Anna Sævarsdóttir 6. október 2016.

Categories
Fréttir

Mótum stefnu gegn skaðlegum efnum í neysluvörum

Deila grein

06/10/2016

Mótum stefnu gegn skaðlegum efnum í neysluvörum

160218-johanna-maria-sigmundsdottir-256x384„Hæstv. forseti. Fyrir þinginu liggur mál sem snýr að því að móta stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvöru. Mjög gott og þarft mál. Til dæmis er eina leiðin til að hafa eftirlit með vörum, hvort þær innihaldi þalöt, að efnagreina vöruna til að sannreyna innihald hennar. Slíkar greiningar eru mjög kostnaðarsamar og þess vegna hefur ekki verið ráðist í þær hér á landi. Ég tel það mjög alvarlegt, sér í lagi vegna þess að hlutur netverslunar á markaðnum fer vaxandi, þ.e. verslun við lönd þar sem talið er að notkun sé meiri á kemískum efnum og ódýrari í stað þeirra sem búið er að prófa, enda er kostnaður við náttúruleg og vottuð efni svo mikill út af því eftirliti sem þar þarf.
Því miður er löggjöfin í dag miklu meira sniðin að hagsmunum framleiðenda en að hagsmunum almennings og neytenda. Ég tel að við séum að kasta ákveðnum möguleikum á glæ með því að ákveða að það sé bara allt of dýrt að framkvæma rannsóknir. Við höfum til dæmis ekki einu sinni athugað hvort hægt væri að gera einhverjar stikkprufur. Skaðsemi ákveðinna þalata er þekkt. Þau geta haft áhrif á frjósemi manna, valdið krabbameinum og ofnæmi. Þá eru fóstur og nýfædd börn viðkvæmust fyrir þessum efnum. Ég tel þess vegna að þetta sé ekki mál til að gera lítið úr eða reyna að gantast með. Þessi efni eru þrávirk og þau safnast upp í líkama okkar. Ég tel að við eigum rétt á að fá að vita hvað er að finna í þeim vörum sem við kaupum, plastflöskum, ílátum undir matvæli, pelum, naghringjum, leikföngum og öðru til handa börnum ásamt húsgögnum og borðbúnaði o.fl.
Önnur Norðurlönd hafa staðið sig vel í þessum málum. Þar gerir fólk sér fyllilega grein fyrir þeim áhrifum sem þessi efni geta haft og tengja þau ekki aðeins inn í umhverfismál heldur einnig velferðarmál. Ég tel að við ættum ekki að vera eina Norðurlandaþjóðin sem gerir lítið úr skaðsemi þessara efna. Það væri gott, þar sem mjög mikil sátt hefur verið um þetta mál á milli flokka, eins og sást í umræðunni þegar þetta var til umræðu hér, að við reyndum að koma þessu í gegn svo að við þurfum ekki enn og aftur að mæla fyrir svo mikilvægu neytendamáli.“
Jóhanna María Sigmundsdóttir í störfum þingsins 6. október 2016.