Menu

Monthly Archives: nóvember 2018

//nóvember

Stjórnarsamstarfið eins árs í dag

Fréttir|

Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er eins árs í dag. Ríkisstjórnin var mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa og fagnar þeim árangri sem náðst hefur fyrir samfélagið [...]

Auðveldum ungu fólki að kaupa fyrstu fasteign

Greinar|

Hús­næðismál eru vel­ferðar­mál. Eitt af meg­in­hlut­verk­um hins op­in­bera er að halda uppi öfl­ugu vel­ferðar­kerfi þar sem öll­um lands­mönn­um, óháð bú­setu, er tryggð ör­ugg fram­færsla, heil­brigðis- og fé­lagsþjón­usta, mennt­un og raun­hæf­ur kost­ur á að eign­ast eða leigja sér ör­uggt hús­næði. Þess vegna verða stjórn­völd og sam­fé­lagið sem heild að líta á og nálg­ast hús­næðismál með sama [...]

Sýnum skynsemi

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Nú liggja mörg áhugaverð mál frá þingmönnum fyrir þinginu. Segja má að þau snerti flesta þætti mannlegs samfélags og eins og gengur er nálgun manna misjöfn, en þegar allt kemur til alls vilja allir bæta samfélagið og styrkja stoðir þess. Umhverfismál eru eðlilega mikilvægur þáttur og í raun sá þráður sem ætti að [...]

Lögreglan efld

Greinar|

Á síðasta ári var bætt við stöðugildum hjá flestum lögregluembættum um landið til að styrkja skilvirkni lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Þar með var hafin vinna við að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttavörslukerfisins. Sú aðgerðaáætlun felur m.a. í sér að renna styrkari stoðum undir samstarf milli lögreglu og ákæruvalds til að bæta stöðu brotaþola [...]

Dynjandisheiðin – vetrarþjónusta

Greinar|

Nú er innan við ár þangað til slegið verður í gegn í framkvæmdum við Dýrarfjarðargöng. Þá erum við farin að eygja gríðarlega samgöngubót á Vestfjörðum. Heilsárssamgöngur milli norður- og suðursvæðis er að verða að veruleika. Það verða liðnir tveir áratugir af þessari öld þegar við sjáum þetta raungerast. Ótrúlegt! En gott og vel við fögnum [...]

Heima er best

Greinar|

Flest vonumst við til að fá að eldast, halda heilsu og geta búið áfram á eigin heimili. Tölfræðin sýnir okkur að lífaldur Íslendinga er að hækka og heilsa eldra fólks að batna. Hugtakið velferðartækni er tiltölulega nýtt á Íslandi en það nær yfir fjölmargar tæknitengdar lausnir í þágu notenda sem eru til þess fallnar að [...]

Stjórnmálin hafa farið fram úr almenningi – verðum að stoppa hér

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar ræddi þriðja orkupakkann við Heimi Má Pétursson, fréttamann, í þættinum Víglínan á Stöð 2, á laugardaginn. Sjá nánar: Víglínan á Stöð 2 Fram kom á fundi miðstjórnar Framsóknar mikil umræða um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Löggjöfin hefur m.a. verið gagnrýnd með þeim orðum að upptaka hans hér [...]

Almannahagsmunir að styrkja samfélög og tapa ekki eignarhaldi á auðlindum

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, kom inn á heitt mál í þjóðfélagsumræðunni í sérstökum umræðum á Alþingi á dögunum. En eignarhald á bújöðrum í höndum erlendra aðila hefur skapað áhyggjur af því að Íslendingar séu með andvaraleysi að tapa eignarhaldi á auðlindum á landi. Verðmæti í ræktun, húsnæði og fleiru tapast er jörð fer í eyði, [...]

Fjölmörg ný tækifæri í íslensku samfélagi – fjárfestum í menntun

Fréttir|

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er lögð mikil áherslu á öflugt menntakerfi, enda eru menntun, vísindi og rannsóknir forsenda nýsköpunar og framfara og ávísun á framtíðarhagvöxt. Við Framsóknarmenn viljum byggja á að íslenska skólakerfið verði áfram skapandi og að gagnrýnin hugsun ásamt því að efla læsi og þátttöku í [...]

Load More Posts