Categories
Greinar

Áfram veginn

Deila grein

13/05/2020

Áfram veginn

Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur í það góðri stöðu að við getum tekið á móti gestum að nýju.

Við höfum á síðustu vikum og mánuðum notið leiðsagnar þríeykisins og munum gera það áfram. Það var gifturík ákvörðun að gefa vísindafólkinu eftir stýrið í þessum leiðangri. Kraftur þekkingarinnar í heilbrigðisvísindum hér á landi, öguð vinnubrögð lögreglumanna og annarra í smitrakningarteyminu og samstaða og samhugur þjóðarinnar eru grunnurinn að þeim árangri sem náðst hefur. Við verðum áfram árvökul, það mun ekki breytast þótt landið verði opnað, reynsla okkar er okkur dýrmæt í þeim skrefum sem stigin verða.

Þrátt fyrir þessa mikilvægu ákvörðun er ljóst að við verðum áfram að huga vel að smitvörnum. Þar er handþvotturinn mikilvægastur. Það er líka brýnt að við virðum rými hvert annars og minnkum þannig hættuna á smitum. Það á reyndar ekki aðeins við um kórónuveiruna heldur aðra smitsjúkdóma.

Ég hef áður ritað um mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Ferðaþjónustan er líka gríðarlega mikilvæg fyrir byggðir landsins. Segja má að hún sé lífæð byggðanna með allri sinni starfsemi vítt og breitt um landið og styðji þannig við aðrar mikilvægar atvinnugreinar eins og landbúnað og sjávarútveg. Opnun landsins veitir von um að þessi lífæð fái að nýju aukinn þrótt til að vinna að viðspyrnu landsins alls.

Einnig er vert að minnast á það að sóttkví B var útvíkkuð og nær nú einnig til ferða vísindamanna, blaðamanna, æfinga íþróttaliða og síðast en ekki síst til kvikmyndagerðarfólks sem hyggur á tökur hér á landi. Áhugi kvikmyndagerðarfólks á landinu hefur lengi verið mikil og nú undanfarið hefur áhuginn aukist þar sem flest lönd hafa lokað landamærum sínum vegna veirunnar.

Rétt er að taka fram að ákvörðun um opnun landsins er tekin eftir að hafa fengið ráð frá því fólki sem leitt hefur baráttuna gegn kórónuveirunni. Þótt skrefin séu stór þá eru þau varfærin og verða metin á reglubundinn hátt. Við förum áfram varlega en bjóðum gesti velkomna. Þannig höldum við áfram veginn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2020.

Categories
Fréttir

Aflétting ferðatakmarkana mikilvægt skref

Deila grein

12/05/2020

Aflétting ferðatakmarkana mikilvægt skref

Ríkisstjórnin ákvað í morgun að stefna að því að eigi síðar en 15. júní næstkomandi geti þeir sem koma til landsins farið í COVID-19 próf á Keflavíkurflugvelli. Reynist það neikvætt þurfi þeir ekki að fara í 2ja vikna sóttkví. Þá er gert ráð fyrir að nýleg vottorð um sýnatöku erlendis verði einnig tekin til greina meti sóttvarnalæknir þau áreiðanleg. Þessi tímasetning er með fyrirvara um að áætlanir um afléttingu takmarkana innanlands gangi eftir og með hliðsjón af þróun faraldursins hérlendis og erlendis.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að aflétting ferðatakmarkana, sé mikilvægt skref, sérstaklega þar sem íslenska ríkið geri þetta á eigin forsendum.
„Ég held að þetta sé mikilvægt og sérstaklega af því að við getum gert þetta á okkar eigin forsendum. Það er svona yfirlýsing um að heilbrigðisyfirvöld, heilbrigðiskerfið okkar, ræður við það sem við höfum verið að kljást við og með því að taka þetta skref þá segjum við: „Verið velkomin en með þeim takmörkunum sem að við setjum,“ sagði Sigurður Ingi.
„Við erum með þessari ákvörðun svolítið að taka ákvarðanir á eigin forsendum og byggja þær áfram á þessum vísindalega þekkingargrunni og gera þetta í takt við hvernig við afléttum innlendum takmörkunum.“
Fyrirhugað er að veirufræðideild Landspítala annist sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og greiningu. Niðurstaða á að geta legið fyrir samdægurs og er gert ráð fyrir að farþegar geti farið til síns heima eða á gististað uns hún liggur fyrir.
Fyrirkomulagið verður endurmetið þegar tveggja vikna reynsla er komin á það, m.a. út frá því hvort herða þurfi aftur aðgerðir eða hvort frekari tilslakanir séu forsvaranlegar. Ef skimun á Keflavíkurflugvelli reynist vel þarf einnig að huga að fyrirkomulagi á öðrum landamærastöðvum.

Heimild: stjr.is

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Árborg

Deila grein

12/05/2020

Árborg

FRAMSÓKN Í ÁRBORG

 

Áherslur Framsóknar fyrir Sveitarfélagið Árborg í bæjarstjórnarkosningum 2022

Grunnstefna Framsóknar í Árborg er að skapa leiðandi samfélag á Suðurlandi á sviðum atvinnu-, mennta- og menningarmála. Árborg verði fyrirmyndar samfélag þar sem samfélagslegt öryggi, fjármálastjórn og umhirða sveitarfélagsins ásamt mannrækt í formi íþrótta og heilsueflingar verði leiðandi á landsvísu.

 

Fræðslu og menntamál

Þjónustutrygging og jafnræði í þjónustu við börn.

Framsókn leggur ríka áherslu á samþættingu menntunar og fjölskyldumála. Ný og endurskoðuð menntastefna verði í samræmi við þarfir íbúa og þróun byggðar. Framsókn vill að skóli sé fyrir alla þar sem virðing og umhyggja einkenna starfsumhverfi barna og kennara með öflugu samtali allra sem að menntun koma. Lögð er áhersla á sköpun, einstaklingsmiðað nám þar sem styrkleikar hvers og eins fá að njóta sín auk fyrirmyndaraðstöðu, óháð því hvaða áskoranir eru fyrir hendi. Þetta eru meginforsendur fyrir því að við bjóðum upp á árangursríka menntun á öllum stigum börnunum okkar til heilla. 

Við ætlum að:

  • Stytta biðlista eftir leikskólaplássi með það að markmiði að öll börn frá 18 mánaða aldri komist inn.
  • Þrýsta á aukna fjárveitingu frá ríkinu vegna þeirra skyldna sem lagðar eru á sveitarfélögin með gegnsæju samtali.
  • Leggja ríka áherslu á snemmtæka íhlutun í menntakerfi sveitarfélagsins.
  • Framsókn vill að komið verði á þjónustutryggingu, sem þýðir að ef einstaklingur fær ekki heilbrigðis- eða félagsþjónustu hjá hinu opinbera er honum vísað til einkaaðila, samanber danska módelið.
  • Tryggja Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri framtíðarhúsnæði sem mætir þörfum barna og starfsmanna við skólann.
  • Stuðla að bættu starfsumhverfi og bættri starfsaðstöðu í skólum Árborgar.

 

 

 

Velferðar og fjölskyldumál

Fjölskyldan er grundvöllur öflugs samfélags og hana ber að styrkja.

Fjölskyldan er grunneining samfélagsins og hefur snertiflöt við alla starfsemi sveitarfélagsins. Huga þarf að velferð fjölskyldunnar í hvívetna. Félagsþjónusta og málefni aldraðra eru á ábyrgð sveitarfélagsins og þá þjónustu þarf að veita af alúð og myndarskap. Framsókn leggur ríka áherslu á að vera leiðandi í jafnréttismálum og mun hafa það til grundvallar við útdeilingu verkefna í sveitarfélaginu. 

Við ætlum að:

  • Mæta fjölskyldunni
  • Með heimgreiðslum að loknu fæðingarorlofi og þar til barn fær inngöngu í leikskóla eða daggæslu, allt að 18 mánaða ásamt því að veita aðhald og hvatningu til ríkisvaldsins um framlengingu fæðingarorlofs.
  • Efla félagsþjónustu og styrkja einstaklinginn til sjálfstæðra starfa og virðisauka með það að markmiði að hver og einn nái að blómstra í samfélaginu óháð því hvaða áskoranir hver og einn býr við. 
  • Auka virðingu og skilning á milli mismunandi menningarheima og stuðla að fjölbreyttu og umburðarlyndu samfélagi.
  • Fjölga búsetuúrræðum fyrir aldraða, efla heimaþjónustu og búa til aðstæður fyrir þann mikilvæga hóp til að lifa sjálfstæðu lífi þar sem grunnþjónusta er til fyrirmyndar.
  • Hefja samtal við ríkið um að efla fæðingarþjónustu á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og tryggja öfluga og örugga fæðingardeild.
  • Gera stórátak í aðgengismálum fatlaðs fólks í sveitarfélaginu, samþætta og endurskoða þjónustu við fatlaða. Mikilvægt er að halda áfram samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög við uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fatlaða. 
  • Setja öryggið á oddinn
  • Tryggjum öryggi íbúa Árborgar. Það gerum við í samvinnu við ríkið með öflugri starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og að stofnunin verði öflug kennslustofnun í Heilbrigðisvísindum.
  • Tryggja öfluga utanspítalaþjónustu og stuðla að greiðum aðgangi að heimilislækni fyrir alla.

 

 

Íþrótta-, frístunda- og menningarmál

Að ná árangri er ákvörðun og við ætlum að taka ákvörðun.

Framsókn hvetur til íþrótta- tómstunda og frístundastarfs. Fjölbreytt menningar- og íþróttastarf er forsenda gjöfuls lífs í sveitarfélaginu. Öflugt samfélag byggist upp á því að allir hafi jöfn tækifæri til að vaxa og dafna hver á sínum forsendum. Það gildir bæði í afreksstarfi eða fyrir félagslega þróun og gleðina sem fylgir því taka þátt í íþrótta- og frístundastarfi. Þannig getur sveitarfélagið stuðlað að jákvæðri ímynd og bættri sjálfsmynd allra.

Við ætlum að:

  • Jafna leikinn
  • Aukið aðgengi barna, unglinga og aldraðra að íþrótta- og frístundastarfi óháð efnahag. 
  • Framsókn vill aukið samtal og samstarf sveitarfélagsins við hlutaðeigandi aðila um íþróttaiðkun og frístundastarf barna og ungmenna.
  • Skapa samfélag í fararbroddi varðandi aðstöðu fyrir íþrótta- og menningarstarfsemi til dæmis með gerð reiðstíga, íþróttamannvirkja eða göngustíga. 
  • Búa til samfellu skólastarfs, íþrótta og frístundastarfs og stytta þar með starfsdag barnanna okkar og auka samverustundir fjölskyldunnar.

 

Atvinnumál

Vinna, vöxtur, velferð – öflugt atvinnulíf er grunnforsenda að öflugu velferðarkerfi.

Göngum skörulega til verka og ráðumst af krafti í uppbyggingu atvinnulífs í Árborg með opnu samtali við ríkið um tilflutning starfa og uppbyggingu tækifæra um óstaðbundinn störf. Framsókn leggur áherslu á að skipuleggja nýjar íbúða- og atvinnulóðir til að mæta íbúafjölgun í samfélaginu. Samhliða því tryggjum við vöxt núverandi fyrirtækja sveitarfélagsins.

Við ætlum að:

  • Fjölga opinberum störfum með staðsetningu í Árborg.
  • Gera Árborg eftirsóknarverða staðsetningu fyrir fyrirtæki.
  • Framsókn vill hvetja til atvinnuuppbyggingar í orði og á borði með því að veita 75% endurgreiðslu á gatnagerðagjöldum vegna byggingar á atvinnuhúsnæði í sveitarfélaginu.
  • Vera leiðandi í íslenskri ferðaþjónustu og gera Árborg að ferðamálamiðstöð Suðurlands og vera í fararbroddi í öflugri ferðaþjónustu.

 

Umhverfis og skipulagsmál

Árborg verði leiðandi samfélag með metnaðarfulla umhverfisstefnu.

Framsókn vill stuðla að gagnsæi skipulagsmála í Árborg og ákvarðanir um úthlutun gæða séu opinberar. Aðalskipulag taki mið af hagsmunum íbúa og gatnagerð sé metin út frá umferðaröryggi. Með tilkomu nýrrar Ölfusárbrúar verði skipulag endurskoðað til að tryggja öryggi íbúa og greiðar samgöngur gangandi, hjólandi og akandi um helstu umferðaræðar sveitarfélagsins. Við skipulag frekari íbúðarbyggðar í sveitarfélaginu verði hugað að því hvernig uppbygging skólamála skuli háttað í samræmi við íbúaþróun. Sett verði skýr stefna og markmið með það að leiðarljósi að tryggja hnökralausa innviði og þjónustu sveitarfélagsins. Framsókn vill að horft sé til framtíðar við uppbyggingu skólamannvirkja í sveitarfélaginu og að hagaðilar séu fengnir að borðinu og hlustað á þá sem starfa og læra í umhverfinu.

Við ætlum að:

  • Endurskoða aðalskipulag Árborgar með tilliti til þróunar undanfarinna ára og leggjum áherslur á komandi áratugi við skipulagningu íbúðahverfa, atvinnu- og frístundasvæða.Tökum höndum saman.
  • Stuðla að Framsókn í skipulagi 
  • Unnið verði að svæðisskipulag fyrir alla Árnessýslu með það að markmiði að svæðið verði skilgreint sem eitt atvinnu- og búsetusvæði. Komið verði á samtali við nærliggjandi sveitarfélög um samþættingu þjónustu líkt og almenningssamgangna.
  • Aðlaga sorphirðu og flokkun betur að þörfum íbúa sveitarfélagsins og fýsileiki djúpgámakerfis skoðaður.
  • Fræða og hvetja alla til að taka þátt í því að ganga vel um náttúruna og nærumhverfi. Árborg setji sér háleit og framsækin markmið í loftslagsmálum. 
  • Verða leiðandi á landsvísu í baráttunni við náttúru- og loftslagsvá.
  • Leggja áherslu á að börn í Árborg fræðist um sjálfbærni og efla færni þeirra til að skilja umhverfi sitt og þau hvött til að hafa áhrif.
  • Vinna að því að bæta aðstæður fyrir hundaeigendur
  • Ráðast án tafar í framtíðarlausnir í fráveitumálum.
  • Hlúa að landbúnaði í sveitarfélaginu Árborg með því að standa vörð um gott landbúnaðarland innan sveitarfélagsins.
  • Grundvallar réttur íbúa er aðgangur að heitu og köldu vatni sem þarf að tryggja.
  • Bæta umhverfisumhirðu í Árborg og beina starfskröftum sveitarfélagsins enn frekar í átt að skipulagi og framkvæmd á fegrun sveitarfélagsins.

 

Stjórnsýsla og fjármál

Gagnsæ og fagleg stjórnsýsla

Fagleg ráðdeild við uppbyggingu innviða og metnaður í fjármálastjórnun er nauðsynlegur samhliða auknum vexti. Grundvöllur að áframhaldandi vexti liggur í öflugri og afkastamikilli stjórnsýslu ásamt ábyrgri fjárstýringu. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á undanförnum árum með nauðsynlegum fjárfestingum í innviðum samfélagsins. 

Við ætlum að: 

  • Stuðla að hagræðingu í eignum sveitarfélagsins og innkaupum fasteignaverkefna samhliða því að tryggja gæði.
  • Gera ákvarðanir um fjárfestingar, lántöku og fjármál sveitarfélagsins aðgengilegri og skiljanlegri fyrir íbúa.
  • Stuðla að opnu samtali stjórnvalda í Árborg við íbúa sveitarfélagsins. Bætt upplýsingaflæði og skýr framsetning fundargerða er mikilvæg til að íbúar séu meðvitaðir um framgang verkefna og ákvarðanir bæjarstjórnar.

Framboðslisti Framsóknar í Árborg

Framboðslisti Framsóknar í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022:

1. Arnar Freyr Ólafsson, alþjóða fjármálafræðingur
2. Ellý Tómasdóttir, MS í mannauðsstjórnun og forstöðukona
3. Gísli Guðjónsson, Búfræðingur og BSc í búvísindum
4. Díana Lind Sigurjónsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri.
5. Matthías Bjarnason, framkvæmdastjóri
6. Guðrún Rakel Svandísardóttir, umhverfisskipulagsfræðingur og kennari
7. Arnar Páll Gíslason, vélfræðingur og bráðatæknir
8. Kolbrún Júlía Erlendsdóttir, sérfræðingur á sviði kjaramála
9. Óskar Örn Hróbjartsson, tamningamaður og reiðkennari
10. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og kennari í FSU
11. Páll Sigurðsson, skógfræðingur
12. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri
13. Marianne Ósk Brandsson-Nielsen, fv. heilsugæslulæknir
14. Björn Hilmarsson, fangavörður
15. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður
16. Gísli Geirsson, fyrrverandi bóndi og rútubílstjóri
17. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur
18. Arnþór Tryggvason, rafvirki
19. Inga Jara Jónsdóttir, teymisstjóri í félagsþjónustu
20. Þorvaldur Guðmundsson, ökukennari
21. Sólveig Þorvaldsdóttir,jarðskjálfta-  byggingaverkfræðingur
22. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, alþingismaður

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Borgarbyggð

Deila grein

12/05/2020

Borgarbyggð

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN Í BORGARBYGGÐ

Framboðslisti Framsóknar í Borgarbyggð fyrir n.k. sveitarstjórnarkosningar er eftirfarandi:


1 Guðveig Eyglóardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi
2 Davíð Sigurðsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
3 Eðvarð Ólafur Traustason, flugstjóri og atvinnurekandi
4 Eva Margrét Jónudóttir, sérfræðingur hjá Matís
5 Sigrún Ólafsdóttir, bóndi og tamningamaður
6 Þórður Brynjarsson, búfræðinemi
7 Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri
8 Weronika Sajdowska, kennari og þjónn
9 Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu
10 Þorsteinn Eyþórsson, eldir borgari
11 Þórunn Unnur Birgisdóttir, lögfræðingur
12 Erla Rúnarsdóttir, leikskólakennari
13 Hafdís Lára Halldórsdóttir, nemi
14 Höskuldur Kolbeinsson, bóndi og húsasmiður
15 Sonja Lind Eyglóardóttir, aðstoðarmaður þingflokks
16 Orri Jónsson, verkfræðingur
17 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður
18 Finnbogi Leifsson, sveitarstjórnarfulltrúi og bóndi

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Akraneskaupstaður

Deila grein

12/05/2020

Akraneskaupstaður

This image has an empty alt attribute; its file name is Group-270.png

FRAMSÓKN OG FRJÁLSIR Á AKRANESI

Listi Framsóknar og frjálsra á Akranesi fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022:

Nr. 1. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi

Nr. 2 Liv Åse Skarstad, verkefnastjóri

Nr. 3. Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri

Nr. 4. Magni Grétarsson, byggingatæknifræðingur

Nr. 5. Aníta Eir Einarsdóttir, hjúkrunarnemi

Nr. 6. Guðmann Magnússon, löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Nr. 7. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi

Nr. 8. Ellert Jón Björnsson, fjármálastjóri

Nr. 9. Martha Lind Róbertsdóttir, forstöðumarður búsetuþjónustu fatlaðra

Nr. 10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræðinemi og knattspyrnukona

Nr. 11. Monika Górska, verslunarmaður

Nr. 12. Jóhannes Geir Guðnason, birgðastjóri og viðskiptafræðingur

Nr. 13. Sigrún Ágústa Helgudóttir, þjónusturáðgjafi

Nr. 14. Eva Þórðardóttir, stuðningsfulltrúi og tækniteiknari

Nr. 15 Sigfús Agnar Jónsson, vélfræðingur og vaktstjóri

Nr. 16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi

Nr. 17. Þröstur Karlsson, vélstjóri

Nr. 18. Gestur Sveinbjörnsson, eldriborgari, fyrrum sjómaður.

Categories
Fréttir

Styrkjum fæðuöryggi þjóðarinnar – spörum kolefnisspor!

Deila grein

12/05/2020

Styrkjum fæðuöryggi þjóðarinnar – spörum kolefnisspor!

„Fæðuöryggi er hugtak sem margir kannast orðið við, ekki síst í umræðu um farsóttir og náttúruhamfarir sem er raunveruleg stöðug ógn eins og við finnum vel fyrir þessar vikurnar. Framboð á matvælum mun að óbreyttu ekki haldast í hendur við fjölgun jarðarbúa á næstu áratugum,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Suðurkjördæmi, í ræðu í störfum þingsins á Alþingi í dag.
„Flutningur á matvælum heimshorna á milli fjölgar kolefnissporum og eykur afföll miðað við að fæðunnar sé neytt sem næst framleiðslustöð. Að þessu sögðu þá er það skylda okkar að leita allra leiða til að auka sjálfbærni landsins hvað fæðuframleiðslu varðar og þar með tryggja öryggi þjóðarinnar og að sjálfsögðu að draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum eins og hægt er. Eitt af því sem við gætum gert og eigum að gera til að ná þessum markmiðum, þ.e. að bæta fæðuöryggi og ekki síst draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum, er að koma til móts við grænmetisbændur varðandi flutningsverð á raforku,“ sagði Silja Dögg.
Silja Dögg sagði Íslendinga hafa einblínt hingað til á hefðbundnar fiskveiðar og landbúnað í umræðu um fæðuöryggi. Sagðist hún vilja sjá horft einnig til þátta eins og t.d. til þörungaframleiðslu í meira mæli,  en úr þörungum má framleiða olíu, næringarríka fæðu fyrir menn og dýr og góðan áburð.
Að lokum vildi Silja Dögg taka undir orð sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, í yfirlýsingu, um fæðuöruggi, frá því í gær. Í henni kemur fram hvatning til stjórnvalda og allra landsmanna að taka fæðuöryggi þjóðarinnar föstum tökum:

„Sveitarstjórn Bláskógabyggðar vill skora á stjórnvöld að tryggja til framtíðar þá grunnþætti er mestu skipta varðandi fæðuöryggi þjóðarinnar. Þar má nefna eignarhald á jörðum, varðveislu ræktunarlands, tollvernd sem heldur, og almenna þekkingu og viðurkenningu á hæfi mismunandi landgerða til mismunandi landnota, ekki síst matvælaframleiðslu. […] Stuðla þarf að aukinni fjölbreytni í matvælaframleiðslu, m.a. með því að styðja við ylrækt, garðyrkju og kornrækt. Miklir vannýttir möguleikar eru varðandi nýtingu íslensks korns bæði í manneldi og búfjárrækt. Í ylræktinni eru frábær tækifæri til að nýta hreinar orku- og vatnsauðlindir til að framleiða úrvals matvæli og blóm sem gleðja.“

Categories
Fréttir

„Þar á fókusinn að vera“

Deila grein

12/05/2020

„Þar á fókusinn að vera“

„Það er ljóst að hlutabótaleiðin snýst fyrst og fremst um að verja störf fólks í landinu á miklum óvissu tímum og eiga að tryggja áframhaldandi ráðningasamband. Þar á fókusinn að vera,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, í Facebook-færslu í dag.
„Á fundi velferðarnefndar í gær voru rædd skilyrði um hlutabætur. Öll nefndin lýsti yfir miklum vonbrigðum með að fyrirtæki hafi reynt að fá launafólk til að samþykkja þátttöku í úrræðinu án þess að um rekstrarvanda væri að ræða eins og skýrt er í þeirri leið sem samþykkt hefur verið. Á sama tíma og nokkur fyrirtæki setur fólk á hlutabætur þá greiðir það sér arð á meðan,“ sagði Halla Signý.
„Það er ljóst að skýr skilaboð frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og annarra stjórnmálamanna hefur leitt til þess að nokkur fyrirtæki sem hafa verið að nýta sér þessa leið þrátt fyrir að geta á sama tíma greitt út arð, hafa horfið frá því og skilað ríkisstuðningi. Það er vel og skilaboðin skila sér skýrt í frumvarpi sem félagsmálaráðherra hyggst leggja fram í vikunni,“ sagði Halla Signý.

Categories
Greinar

Lærdómssamfélagið

Deila grein

12/05/2020

Lærdómssamfélagið

Skólafólk lyfti grettistaki þegar takmarkanir á skólastarfi komu til framkvæmda snemma í mars. Kennarar og stjórnendur þurftu á augabragði að umbylta öllu skólastarfi og koma til móts við nemendur, svo námsframvindan yrði fyrir sem minnstum skaða. Skólar brugðust ólíkt við eftir aðstæðum, og færðu sig mismikið yfir í rafræna kennslu og samskipti. Alls staðar voru þó stigin stór þróunarskref, sem skólarnir geta nýtt sér þegar kórónutímabilinu lýkur.

Rafræn samskipti hafa þróast hratt síðustu misseri. Mikill ávinningur felst í því fyrir samfélagið allt að nýta tæknina. Samvinna getur orðið skilvirkari og þátttakendur virðast oft einbeittari, fólk virðist frekar mæta á réttum tíma á fjarfundi en hefðbundna, pappír sparast og umferð minnkar, svo dæmi séu nefnd. Öllum er ljóst, að aukið tæknilæsi skapar grundvöll fyrir margbreytilegar tæknilausnir.

Ekkert kemur þó í stað beinna samskipta milli nemenda, kennara og annars starfsfólks skólanna. Góðir kennarar og skólastjórnendur eru ómetanlegir. Skólasamfélagið á hverjum stað er einkar mikilvægt fyrir félagslegan þroska, geðheilbrigði, færni í samskiptum og almennt nám. Skólinn er vettvangur barna til að hitta og spegla sig í jafningjum sínum og starfsfólki. Þetta á ekki síst við þá sem standa höllum fæti og líklega muna flestir eftir góðum kennara sem hafði varanlega góð áhrif á líf þeirra. Þess vegna er skólasamfélagið, með sinni mannlegu nánd og tengsl í fyrirrúmi, eitt af því dýrmætasta sem íslenskt menntakerfi á.

Tækniþróun og iðnbyltingar munu ekki leysa kennarann af hólmi. Skólastarf byggir á öflugu lærdómssamfélagi þar sem skólafólk, nemendur og foreldrar mynda jákvæða og uppbyggilega menningu. Það er ástæða til að fagna auknu tæknilæsi, sem styður við jákvætt og uppbyggilegt skólastarf á öllum skólastigum. Kennarar og skólastjórnendur halda áfram mikilvægi sínu, því eitt af því sem kemur fram hjá nemendum á COVID-tímum er söknuður í lærdómssamfélagið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. maí 2020.

Categories
Greinar

Menntun er lausnin

Deila grein

12/05/2020

Menntun er lausnin

Viðbrögð þjóða heims munu ráða mestu um það hverj­ar var­an­leg­ar af­leiðing­ar Covid-19 far­ald­urs­ins verða. Ástandið hef­ur sann­ar­lega þjappað þjóðum sam­an en það er afar brýnt að stjórn­völd haldi vöku sinni gagn­vart sam­fé­lags­hætt­unni sem blas­ir við. Þjóðfé­lags­hóp­ar eru mis­vel bún­ir und­ir höggið sem hlýst af ástand­inu. At­vinnu­leysi er mis­skipt eft­ir at­vinnu­grein­um og landsvæðum. Þeir sem búa við þröng­an kost eru lík­legri til að upp­lifa mikið álag á heim­il­um en þeir sem búa rúmt. Það blas­ir því við að fé­lags- og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar far­ald­urs­ins geta aukið mis­réttið í sam­fé­lag­inu til fram­búðar. Það má ekki ger­ast!

Þetta hef­ur verið leiðarljósið í vinnu stjórn­valda fyr­ir náms­menn. Ráðist hef­ur verið í marg­vís­leg­ar aðgerðir sem miða að því að létta náms­mönn­um róður­inn í efna­hags­leg­um ólgu­sjó, en marg­ir þeirra upp­lifa nú mikið álag og áhyggj­ur af fram­færslu. Ýmsar til­slak­an­ir hafa verið gerðar hjá Lána­sjóði ís­lenskra náms­manna. Fram­halds- og há­skól­arn­ir hafa lagað náms­mat að aðstæðunum og aukið ráðgjöf og þjón­ustu við nem­end­ur. Stjórn­völd hafa boðað þúsund­ir sum­arstarfa fyr­ir náms­menn og skól­arn­ir bjóða upp á sum­ar­nám til að koma til móts við nem­end­ur sem vilja nýta þann mögu­leika.

Þá hef­ur auknu fjár­magni verið veitt í Ný­sköp­un­ar­sjóð náms­manna, sem út­hlutaði ný­verið styrkj­um til 74 fjöl­breyttra verk­efna. Þessi verk­efni eru skemmti­leg og spenn­andi – allt frá snerti­hlust­un og sjó­veik­i­hermi til framtíðar­skóga – og breidd­in til marks um fjöl­breyti­leika ís­lenska mennta­kerf­is­ins og ný­sköp­un­ar­kraft stúd­enta. Ný­sköp­un­ar­verk­efni sem kom­ast á lagg­irn­ar fyr­ir til­stuðlan sjóðsins geta borið rík­an ávöxt og breyst í stærri og viðameiri tæki­færi fyr­ir náms­menn, fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Þannig er sjóður­inn mik­il­væg brú fyr­ir at­vinnu­lífið og vís­inda­sam­fé­lagið.

Íslensk­ir náms­menn eru van­ir því að tak­ast á við krefj­andi verk­efni og leysa úr þeim. Þeir skila verk­efn­um, skrifa rit­gerðir, rann­saka sam­fé­lagið og skapa eitt­hvað nýtt. Þeir standa sam­an þegar á reyn­ir en fagna líka sam­an við kær­kom­in til­efni, svo sem út­skrift­ir. Þeir eru framtíð þessa lands og er fjöl­breyti­leiki og færni þeirra öðrum inn­blást­ur. Ein­mitt þess vegna er öfl­ugt mennta­kerfi svo mik­il­vægt. Mennta­kerfi sem rækt­ar sköp­un­ar­gáfu náms­manna, skap­ar jöfn tæki­færi fyr­ir ungt fólk og gegn­ir þannig jöfn­un­ar­hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Nauðsyn þess að fólk geti sótt sér mennt­un óháð bak­grunni eða efna­hag hef­ur á síðari tím­um sjald­an verið brýnni en nú. Kostnaður­inn af slík­um mark­miðum er um­tals­verður en þó marg­falt minni en kostnaður­inn sem hlýst af ójafn­rétti og mis­skipt­ingu. Fá­fræði sem hlýst af kerfi mis­skipt­ing­ar er skaðleg, bæði fyr­ir efna­hag sam­fé­laga, lífs­gæði og lýðræði.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. maí 2020.

Categories
Greinar

Kvikmyndir framtíðarinnar

Deila grein

11/05/2020

Kvikmyndir framtíðarinnar

Kvik­mynda­gerð á Íslandi hef­ur ávallt ein­kennst af ástríðu. Dríf­andi frum­kvöðlar ruddu braut­ina og á þeirra vinnu er nú ris­in glæsi­leg at­vinnu­grein, sem ekki aðeins styrk­ir menn­ingu í land­inu og gleður hjartað held­ur býr til gott orðspor og skap­ar þúsund­ir starfa. Þótt langt sé liðið frá brautryðjand­a­starfi Óskars Gísla­son­ar, Lofts Guðmunds­son­ar, Vig­fús­ar Sig­ur­geirs­son­ar og fleiri hef­ur heild­stæð kvik­mynda­stefna fyr­ir Ísland ekki verið mótuð hér­lend­is fyrr en nú. Vinna við gerð slíkr­ar stefnu til árs­ins 2030 hófst á síðasta ári og er nú á loka­metr­un­um. Þar birt­ist metnaðarfull og raun­sæ framtíðar­sýn.

Af litl­um neista

Kvik­mynda­menn­ing á Íslandi hef­ur þró­ast hratt á síðustu ára­tug­um. Neyt­end­ur hafa orðið kröfu­h­arðari, gæðin hafa auk­ist og kvik­myndað efni sem bygg­ist á ís­lensk­um sög­um fær sí­fellt meiri dreif­ingu hjá alþjóðleg­um streym­isveit­um og miðlum.Fyr­ir ligg­ur að COVID-19-heims­far­ald­ur­inn hef­ur haft ómæld efna­hags­leg áhrif um all­an heim. Þar hafa menn­ing og list­ir tekið á sig stórt högg, ekki síst vegna aðgerða sem hamla miðlun list­ar og menn­ing­ar. Stjórn­völd hafa brugðist við með marg­vís­leg­um hætti, svo list- og verðmæta­skap­andi fólk geti sinnt sinni köll­un og starfi. Einn liður í því er 120 millj­óna viðbótar­fram­lag í Kvik­mynda­sjóð, sem skap­ar grund­völl til að setja ný og spenn­andi verk­efni af stað og þannig sporna við sam­drætti í at­vinnu­grein­inni. Slík­ur neisti get­ur haft gríðarleg áhrif, skapað fjár­fest­ingu til framtíðar, menn­ing­ar­auð og fjölda starfa.

Fram­leiðsla á vönduðu ís­lensku efni skil­ar sér í aukn­um út­flutn­ings­tekj­um, auk­inni sam­keppn­is­hæfni Íslands og fleiri alþjóðleg­um sam­starf­stæki­fær­um. Marg­ir ferðamenn hafa ein­mitt heim­sótt Ísland ein­göngu vegna ein­stakr­ar nátt­úru­feg­urðar og menn­ing­ar sem birt­ist í kvik­mynd­um og sjón­varpsþátt­um víða um ver­öld. Ávinn­ing­ur­inn af slík­um heim­sókn­um er mik­ill og sam­kvæmt hag­töl­um eru skatt­tekj­ur af þeim mæld­ar í tug­um millj­arða. Þegar ferðalög milli landa verða aft­ur heim­il munu kvik­mynda­ferðalang­ar aft­ur mæta til leiks.

Upp­tökustaður nú og til framtíðar

Yfir 15 þúsund manns starfa við menn­ingu, list­ir og skap­andi grein­ar á Íslandi eða tæp­lega 8% vinnu­afls. Þar af starfa á fjórða þúsund manns við kvik­mynda­gerð með ein­um eða öðrum hætti, og hef­ur at­vinnu­grein­in þre­faldað ár­sveltu sína á ein­um ára­tug. Stjórn­völd fjár­festu í grein­inni fyr­ir tæpa 2 millj­arða í fyrra, auk þess sem gott end­ur­greiðslu­kerfi laðar er­lenda fram­leiðend­ur til lands­ins. End­ur­greiðslur vegna fram­leiðslu­kostnaðar sveifl­ast nokkuð milli ára og nam í fyrra um 1,1 millj­arði króna. Ólíkt öðrum út­gjöld­um fel­ast góð tíðindi í auk­inni end­ur­greiðslu, því hún eykst sam­hliða auk­inni veltu grein­ar­inn­ar – rétt eins og hrá­efn­is­kostnaður í fram­leiðslu hækk­ar með auk­inni vöru­sölu. Það eru góðar frétt­ir, en ekki slæm­ar.Árang­ur Íslands í bar­átt­unni gegn COVID-19 hef­ur vakið at­hygli víða og meðal ann­ars náð aug­um stærstu kvik­mynda­fram­leiðenda heims. Er­lend­ir fjöl­miðlar hafa m.a. greint frá því, að sjálft Hollywood líti nú sér­stak­lega til þeirra landa sem hafa haldið far­aldr­in­um í skefj­um. Raun­ar er staðan sú, að nán­ast öll sjón­varps- og kvik­mynda­fram­leiðsla hef­ur verið sett á ís nema í Suður-Kór­eu og á Íslandi. Fram­leiðend­ur hafa þegar haf­ist handa og nú standa yfir tök­ur á nýrri þáttaröð fyr­ir Net­flix hér á landi, und­ir stjórn Baltas­ars Kor­máks. Þetta eru gleðitíðindi!

Fjög­ur mark­mið, tíu aðgerðir

Með fyrstu heild­stæðu kvik­mynda­stefn­unni er vörðuð raun­sæ en metnaðarfull braut sem mun styðja við vöxt og alþjóðlega sam­keppn­is­hæfni kvik­mynda­gerðar á Íslandi. Mark­miðin eru fjög­ur. Í fyrsta lagi að hlúa að kvik­mynda­menn­ingu, styrkja ís­lenska tungu og efla miðlun menn­ing­ar­arfs. Í öðru lagi vilj­um við styrkja fram­leiðslu og innviði kvik­mynda­gerðar. Í þriðja lagi á að efla alþjóðleg tengsl og alþjóðlega fjár­mögn­un ásamt kynn­ingu á Íslandi sem tökustað. Og síðast en ekki síst er stefnt að efl­ingu kvik­mynda­læsis og kvik­mynda­mennt­un­ar sem nái upp á há­skóla­stig. Hverju mark­miði kvik­mynda­stefn­unn­ar fylgja til­lög­ur að aðgerðum, kostnaðaráætl­un og ábyrgðaraðili sem á að tryggja fram­kvæmd og eft­ir­fylgni.Rík sagna­hefð Íslend­inga hef­ur skilað okk­ur hundruðum kvik­mynda, heim­ilda- og stutt­mynda, sjón­varpsþátta og öðru fjöl­breyttu efni á síðustu ára­tug­um. Ísland er orðið eft­ir­sótt­ur tökustaður og sí­fellt fleiri alþjóðleg­ar stór­mynd­ir eru fram­leidd­ar á Íslandi. Fjár­fest­ing í kvik­mynda­gerð er ekki bara gott viðskipta­tæki­færi held­ur einnig nauðsyn­legt afl í mót­un sam­fé­lags­ins. Íslensk kvik­mynda­gerð viðheld­ur og efl­ir ís­lenska tungu, leik­ur veiga­mikið hlut­verk í varðveislu menn­ing­ar­arfs­ins og efl­ir sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar. Fjár­fest­ing í þess­ari at­vinnu­grein mun því ávallt skila okk­ur ríku­lega til baka, á fleiri en einn veg.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2020.