Categories
Fréttir

Þingið brugðist við með öflugum hætti

Deila grein

04/05/2016

Þingið brugðist við með öflugum hætti

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Undanfarna þingfundi höfum við rætt um skattaskjól og aflandsfélög. Ég vil segja það að sú umræða hefur verið afar gagnleg og uppbyggileg. Við höfum rætt um að meta umfang og áhrif af starfsemi slíkra félaga og úrræði og tillögur til úrbóta. Í gær ræddum við síðan róttækari tillögu sem snýr að því að beita ríki sem bjóða upp á slík skattaskjól viðskiptaþvingunum. Það er nú gjarnan með svona róttækari tillögur að þær draga fram ýtrustu sjónarmið, en markmiðin eru auðvitað þau sömu, að uppræta notkun aflandsfélaga og þá iðju að koma peningum í skjól undan sköttum. Nú er verið að vinna að samantekt í hv. efnahags- og viðskiptanefnd af opnum fundum með skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti, og draga fram tillögur að úrbótum sem komu fram á þeim fundum. Mér finnst mikilvægt að koma að þessu vegna þess að í öllu pólitísku umróti liðinna vikna og þeirri umfjöllun um Panama-lekann sem hefur svo sannarlega hrist upp í samfélagi okkar hefur þingið brugðist við með öflugum og faglegum hætti. Nú er það auðvitað verkefni að vinna úr þessari umræðu, gögnum og tillögum og samhæfa aðgerðir.
Þess vegna er mjög ánægjulegt að nú hefur hæstv. ríkisstjórn brugðist við og ákveðið að tillögu hæstv. fjármálaráðherra að skipa sérstakan starfshóp sem hefur það meginverkefni að gera tillögur að breytingum á lögum, reglugerðum og verklagsreglum og það í samvinnu við embætti skattyfirvalda.
Ég lít svo á að sú vinna og tillögur og umræða sem hefur átt sér stað í þinginu um þessi mál og þetta skref hæstv. ríkisstjórnar muni hraða raunverulegum úrbótum á vettvangi löggjafans.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 3. maí 2016.

Categories
Fréttir

Þeir munu varast vinstri slysin

Deila grein

04/05/2016

Þeir munu varast vinstri slysin

Karl_SRGB„Virðulegur forseti. Stuðningur við ríkisstjórnina og báða ríkisstjórnarflokkana eykst samkvæmt könnun Gallup sem birt var í gærkvöldi. Það þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess efnahagsárangurs sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Fjármálastefna og fjármálaáætlun sem verða til umræðu á eftir staðfesta þau risaskref sem tekin hafa verið og það góðæri sem hér er. Ef menn vilja ekki hlusta á stjórnvöld og telja allt ómögulegt sem frá þeim kemur skulum við vitna í nýja hagspá ASÍ. Alþýðusambandið spáir samfelldum hagvexti hérlendis í átta ár, hann verði 4,9% á þessu ári sem er einn mesti hagvöxtur í vestrænu ríki og að jafnaði 3,8% á næsta og þarnæsta ári. Þetta helst í hendur við lítið atvinnuleysi og verðbólgu sem er undir 2%. Hagur heimilanna hefur batnað og ASÍ telur að einkaneysla muni vaxa um 6% á þessu ári sem er það mesta frá 2007. Því má bæta við að hvergi í Evrópu er jafn mikill tekjujöfnuður og á Íslandi samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins.
Við þurfum ekki að líta lengra en til Reykjavíkur til að sjá hvað mun gerast ef Samfylkingin, Vinstri grænir, Björt framtíð og Píratar komast til valda. Rekstur borgarinnar er í fullkomnum ólestri. Þannig var rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar á síðasta ári 12 milljörðum kr. lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Niðurstaðan er neikvæð um tæpa 5 milljarða en gert hafði verið ráð fyrir um 7,3 milljarða kr. afgangi.
Þetta er einstakt afrek stjórnarandstöðuflokkanna. Slakur rekstur er síðan afsakaður með því að borgin þurfi að standa við skuldbindingar. Almenningur þarf líka að standa við sínar skuldbindingar, hvort sem það eru lán eða annað.
Í næstu alþingiskosningum verður kosið á milli flokka sem sýna ráðdeild og ábyrgð í fjármálum og þeirra sem kunna ekki að fara með fjármuni. Kjósendur eru sem betur fer skynsamir. Þeir munu varast vinstri slysin.“
Karl Garðarsson í störfum þingsins 3. maí 2016.

Categories
Fréttir

Sveigjanleiki aukinn í byggingarreglugerð

Deila grein

03/05/2016

Sveigjanleiki aukinn í byggingarreglugerð

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað reglugerð um breytingu á byggingarreglugerð sem hefur það að markmiði að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis. Breytingarnar lúta einna helst að aðkomu, umferðarleiðum og innri rýmum mannvirkja sem og stjórn mannvirkjamála hvað varðar minniháttar framkvæmdir sem undanþegnar eru byggingarleyfi.
Með reglugerðinni eru kröfur um lágmarksstærðir rýma í íbúðum felldar brott en í stað þess sett inn markmið, sem veitir ákveðið frelsi við útfærslu hönnunar. Breytingarnar miða fyrst og fremst að því að auka sveigjanleika við gerð íbúðarhúsnæðis. Þannig getur lágmarksstærð íbúðar, sem er eitt herbergi, minnkað verulega. Ef gert er ráð fyrir að geymsla og þvottaaðstaða sé í sameign og ekki gert ráð fyrir anddyri getur slík íbúð verið um 20 m2, fyrir utan sameign. Lágmarksstærð íbúðar, sem er með einu litlu svefnherbergi, getur minnkað samsvarandi.
Breytingarnar lúta einnig að því að minniháttar framkvæmdum sem undanþegnar eru byggingarleyfi fjölgar og verða þær í stað þess tilkynningarskyldar.  Þá eru gerðar ákveðnar breytingar varðandi bílastæði fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhúsnæði, rýmisstærðir í íbúðarhúsnæði, sorpgeymslur og loftræstingu íbúða.
sigrun-byggingarreglugerd-undirritun
Í ráðuneytinu er hafinn undirbúningur að gerð frumvarps til laga um breytingu á lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslögum, nr. 123/2010, þar sem áhersla verður lögð á einföldun stjórnsýslu byggingarmála með lækkun byggingarkostnaðar vegna íbúðarhúsnæðis að leiðarljósi.
Gert er ráð fyrir að reglugerðin taki gildi við birtingu að undanskildum breytingum er varða minniháttar framkvæmdir sem eru tilkynningarskyldar, en þær taka gildi 15. júní nk.
Helstu breytingar á byggingarreglugerðinni eru þessar:

  • Í 2.3.5. gr. er fjölgað minniháttar framkvæmdum sem undanþegnar eru byggingarleyfi en sumar þeirra verða tilkynningarskyldar. Helstu breytingarnar varða viðbyggingar og lítil hús á lóð allt að 40 m2 sem eru í samræmi við deiliskipulag og innan byggingarreits sem og smáhýsi veitna.
  • Bætt er við 2.3.6 gr. sem fjallar um málmeðferð vegna tilkynntra framkvæmda.
  • Felldar eru brott gr. 4.10.3 til og með gr.4.10.10 sem fjalla um verksvið iðnmeistara. Gert er ráð fyrir að ábyrgðarsvið þeirra sé í samræmi við gildandi hæfniskröfur og námskrár til meistaraprófs í viðkomandi iðngrein á hverjum tíma, sbr. 4. mgr. 4. 10.1. gr. og að Mannvirkjastofnun gegni leiðbeinandi hlutverki í því sambandi.
  • Í gr. 6.2.4 er breytt kröfum til bílastæða fyrir hreyfihamlaða við íbúðarhúsnæði og jafnframt dregið úr kröfum um lágmarksfjölda þeirra.
  • Í gr. 6.4.2 er breytt kröfum til inngangsdyra og nú kveðið á um hindrunarlaus umferðarmál.
  • Í gr. 6.4.4 eru gerðar breytingar á kröfum til breidda á göngum og svalagöngum.
  • Í gr. 6.4.8 er dregið úr kröfum um breidd stiga í íbúðarhúsnæði ef til staðar er lyfta sem tekur sjúkrabörur.
  • Í gr. 6.5.1 er heimilað að víkja frá kröfu um handrið beggja vegna við stiga í íbúðarhúsum ef lyfta er í húsinu og stigi liggur að vegg.
  • Kafli 6.7 sem fjallar um íbúðir hefur verið endurskoðaður í heild.  Helstu breytingar eru þær að öll ákvæði um stærðir rýma eru felld brott en eftir sem áður gilda sömu ákvæði um algilda hönnun.  Þá eru ákvæði um svalir að mestu færð í 9. hluta reglugerðarinnar sem fjallar brunaöryggi.
  • Í gr. 6.12.6 og 6.12.8 er dregið úr kröfum varðandi sorpgeymslur og m.a. aukið svigrúm til að vera með sorplausnir utan lóðar.
  • Í gr. 9.5.3 er bætt við ákvæðum um svalir vegna brottfalls ákvæða í kafla 6.7 sem fjallar um íbúðarhúsnæði.
  • Í gr. 10.2.5 er aukinn sveigjanleiki varðandi loftræsingu íbúða og tengdra rýma með því að færa hluta af ákvæðum greinarinnar í viðmiðunarreglur.

Reglugerð nr. 360/2016 um (4.) breytingu á byggingarreglugerð,nr. 112/2012

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Einar Gunnar nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

Deila grein

03/05/2016

Einar Gunnar nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

einarFramkvæmdastjórn Framsóknar samþykkti í dag að ráða Einar Gunnar Einarsson sem framkvæmdastjóra flokksins.
Einar Gunnar er fæddur í Hafnarfirði 13. febrúar 1970. Foreldar eru Einar Kr. Jóhannesson (fæddur 23. mars 1927, dáinn 28. október 1997), yfirvélstjóri og Unnur Magnúsdóttir (fædd 14. febrúar 1936, dáin 1. febrúar 2002), hárskerameistari. Einar Gunnar er í sambúð með Agnesi Ástu Woodhead.
Einar Gunnar hefur starfað á skrifstofu Framsóknar frá árinu 2002 og nú síðast sem skrifstofustjóri.

Categories
Fréttir

Efling umhverfismála í brennidepli

Deila grein

02/05/2016

Efling umhverfismála í brennidepli

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra, upplýsti í ávarpi sínu á ársfundi  Umhverfisstofnunar sl. föstudag að bygging gestastofu Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi á Hellissandi, væri komin á fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar og væri gert ráð fyrir um 300 milljónum króna til verksins.
Ráðherra sagði þetta gleðitíðindi: „Við hefjumst handa strax. Þetta verður mikil búbót og bylting fyrir þjóðgarðinn og fyrir Snæfellsnes og eykur án efa aðdráttarafl svæðisins til muna.“
Í ræðu ráðherra kom fram að yfir 40 ár eru síðan Eysteinn Jónsson ályktaði um stofnun þjóðgarðs sem bera skyldi heitið „Þjóðgarður undir Jökli“. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull hafi svo verið stofnaður fyrir 15 árum í þeim tilgangi að vernda sérstæða náttúru og merkar sögulegar minjar.
Ársfundur Umhverfisstofnunar bar yfirskriftina grænt samfélag, grænir ferðamannastaðir og var kastljósinu beint að því hvaða áskoranir þurfi að takast á við til að geta búið í grænu samfélagi til framtíðar. Þá var þeirri spurningu velt upp hvað grænir ferðamannastaðir væru.
Ráðherra sagði að landvarsla yrði efld frekar víða um land í takt við mikla þörf til að bæta öryggi þeirra sem sækja okkur heim til mynda við Mývatn, að Fjallabaki og á Hornströndum.
Ráðherra benti á að miklar væntingar væru til nýrra laga um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Lögin veiti svigrúm til að setja meiri kraft í framkvæmdir og til að hafa skýrari yfirsýn. Þá væri brýnt að skilgreina betur ferðamannasvæði enda er náttúran frá fjöru til fjalla á Íslandi, einstök auðlind sem ber að umgangast af virðingu og alúð.
Þá sagði ráðherra að spennandi tækifæri lægju í því að virkja kraft nýsköpunar. „Við viljum hafa framtíðina græna og þurfa fjárfestar í auknum mæli að koma að borðinu til að taka þátt í þeirri þróun svo einstaklingar, ríkið og atvinnulífið geti lagt meira af mörkum til umhverfismála.“
Að lokum talaði ráðherra um hversu ánægjulegt væri að skynja hvað fólk væri farið að hugsa meira um nýtni og umgengni. „Hegðun okkar dagsdaglega skiptir máli hvort sem hún lýtur að vali á fatnaði, matarsóun, orkunotkun eða samgöngum sem allt hefur áhrif á vistsporið.“ Hún legði sérstaka áherslu á að vinna gegn matarsóun, enda væri þar um loftslagsmál að ræða þar sem matarsóun veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda. Undirbúningur væri hafinn að kortlagningu vandans og mikilvægt væri að virkja allt samfélagið með festu svo árangur næðist. Til mikils væri að vinna.

Categories
Fréttir

Sigrún Magnúsdóttir vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

Deila grein

30/04/2016

Sigrún Magnúsdóttir vígir ofurtölvu á Veðurstofu Íslands

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í gær gesti við vígslu ofurtölvu sem Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan (DMI) reka sameiginlega í húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðarveg. Ofurtölvan, Cray XC30 er í eigu DMI og er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Samningur stofnananna tveggja mun veita Veðurstofunni aukin tækifæri á sviði loftslagsrannsókna og við þróun spálíkana.
Sigrún sagði m.a. í ræðu sinni að sameiginlegur rekstur ofurtölvunnar væri hagstæður fyrir báða aðila. Með staðsetningu hér á landi væri notuð endurnýjanleg orka við rekstur tölvunnar og Íslendingar gætu verið stoltir af því trausti sem þeim væri falið með vörslu tölvunnar.
Jafnframt gerði tölvan Veðurstofunni kleyft að leggja meira af mörkum til rannsókna í þágu loftslagsmála. Traust á milli stofnananna tveggja væri lykilatriði til að samstarfið yrði farsælt. Viðstödd við vígsluna voru m.a. Marianne Thyrring, forstjóri DMI og fulltrúar stjórnvalda hér á landi.
IMG_0944
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
IMG_0958

Categories
Fréttir

Vörumst einkavæðingu

Deila grein

30/04/2016

Vörumst einkavæðingu

Hjálmar Bogi Hafliðason„Hæstv. forseti. Hvernig væri að meta það sem við mælum í staðinn fyrir að elta það? Það fylgir því nefnilega viss áhætta að elta mælikvarðana.
En hvort sem það er einangrun landsins eða annað samkvæmt nýjum alþjóðlegum mælikvörðum um samfélagsgæði, hagsæld þjóða, borga og landsvæða vermir Ísland nú fjórða sæti af 133 þjóðum jarðar. Þetta kom fram á ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í gær.
Hugmyndafræðin með listann er að meta það sem skiptir fólk gjarnan mestu máli, svo sem heilsugæsla, menntun, jafnrétti og trú. Þessi lífsgæði samtímans eru ekki sjálfsögð, alls ekki.
Ég segi gjarnan við unglingana sem ég kenni: Þið eruð þeir unglingar sem hafið það hvað best á jörðinni. Ég velti því oft fyrir mér hvort þeir sannarlega trúa þeirri staðreynd.
Það veldur mér hins vegar áhyggjum að þegar kemur að hærri og meiri menntunarmöguleikum skorum við ekki eins hátt og ætla mætti. Lykillinn að áframhaldandi velmegun felst nefnilega í góðri og innihaldsmikilli menntun á hverjum tíma, ekki magni heldur gæðum og fjölbreytileika, að meta hvert starf, allt sem hver og einn leggur til samfélagsins að verðleikum sem hlekk í keðju samtímans.
Við erum sameiginlega ábyrg fyrir gæfu hvers annars, enda mannlegt samfélag mannanna verk, rétt eins og hér á Alþingi.
Okkur birtust í gær fréttir frá Samtökum atvinnulífsins að nú skyldi auka frjálsræði og einkarekstur í mennta- og heilbrigðiskerfinu, orkugeiranum, fjármálakerfinu, og að ríkið ætti að selja hlut sinn í eignum sínum eins og bönkunum, Keflavíkurflugvelli, ÁTVR og orkufyrirtækjum, svo dæmi séu nefnd.
Allt snýst þetta um skynsamlega blandað hagkerfi, ekki að líta svo á að af því að nú gengur okkur vel ættum við að selja með skammtímagróðahagsmuni í huga heldur að líta okkur nær, njóta og meta tilveru okkar og gera enn betur, því að á sama tíma og ójöfnuður minnkar meðal þjóða þá eykst ójöfnuður innan þjóða.
Og aftur: Það er menntunin sem er lykillinn að auðlegð samtímans. Verum þess vegna spurning án augljósra svara. Þannig komumst við ávallt að skynsamlegustu niðurstöðunni, líka á Alþingi.“
Hjálmar Bogi Hafliðason í störfum þingsins 29. apríl 2016.

 

Categories
Fréttir

Sú þjóð sem ég þekki

Deila grein

30/04/2016

Sú þjóð sem ég þekki

Silja-Dogg-mynd01-vef„Hæstv. forseti. Í gær átti ég samtal við nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Tilefnið var stjórnmáladagar í skólanum. Mörg þeirra spurðu hvort ekki þyrfti að gera breytingar á húsnæðiskerfinu, það væri allt of dýrt að leigja. Það er rétt og ég gat þá upplýst þau um að Alþingi væri nú langt komið með húsnæðisfrumvörpin en markmið þeirra er að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði.
Mörgum þeirra varð tíðrætt um neikvæða umræðu á samfélagsmiðlum og spurðu svo: Gengur ekki bara allt vel? Af hverju er svona margir reiðir?
Þetta voru einlægar spurningar. Okkur Íslendingum gengur nefnilega ansi vel. Okkur hefur tekist að greiða niður skuldir ríkissjóðs og staða sjóðsins er nú betri en nokkru sinni fyrr. Skuldaleiðréttingin og áætlun um afnám hafta hefur haft mjög jákvæð áhrif á þjóðarbúið. Fyrir fáum dögum fengum við þær fréttir að ríkissjóður skilaði óvæntum afgangi upp á rúma 70 milljarða kr. 70 milljarðar eru ansi miklir peningar og ég hefði viljað sjá meiri umfjöllun um hvaða þýðingu það hefur fyrir samfélagið.
Þrátt fyrir góðan árangur ríkisstjórnarinnar tæmist verkefnalistinn aldrei. Við þurfum að halda áfram að styrkja heilbrigðiskerfið. Við höfum reyndar bætt verulega í á síðustu þremur árum, en betur má ef duga skal. Við þurfum einnig að gefa verulega í hvað varðar samgöngumálin en samkvæmt fyrirliggjandi samgönguáætlun er stefna ríkisstjórnarinnar að bæta við nokkrum milljörðum árlega í þau verkefni þannig að við erum á réttri leið.
Ríkisstjórnin stendur sig vel. Árangurinn er mælanlegur og hann er góður. Stjórnarandstaðan heldur samt áfram að kalla eftir þingrofi og kosningum í nafni þjóðarinnar. Sú þjóð sem ég þekki vill ekki kosningar og þingrof og það vill heldur ekki meiri hluti Alþingis. Það liggur fyrir.
Hæstv. forseti. Það er eitthvað verulega skakkt við umræðuna.“
Silja Dögg Gunnarsdóttir í störfum þingsins 29. apríl 2016.

 

Categories
Fréttir

Fordæmalaust ástand

Deila grein

30/04/2016

Fordæmalaust ástand

flickr-Þórunn Egilsdóttir„Hæstv. forseti. Hér hefur mönnum verið tíðrætt um fordæmalaust ástand í þjóðfélaginu og það er réttmætt því að hér hefur náðst árangur sem ekki eru fordæmi fyrir.
Í upphafi kjörtímabils var um 30 milljarða kr. halli á ríkissjóði. Þar hefur orðið algjör viðsnúningur og viðvarandi afgangur verið á rekstri ríkisins. Með öflugri efnahagsstjórn hefur verðbólga haldist undir 2,5% í tvö ár. Það er árangur sem horfa má til og skiptir landsmenn svo sannarlega máli því hér hefur kaupmáttur aukist meira og hraðar en dæmi eru um áður í sögunni. Raunin er sú að hér hefur orðið kaupmáttaraukning allt að 30% á þremur árum meðan til tíðinda telst í öðrum löndum þegar talað er um árlegar kauphækkanir upp á 2%.
Hæstv. forseti. Ég hef fundið það í samtölum mínum við fólk í landinu að landsmenn finna sannarlega fyrir bættum hag og kunna að meta þann stöðugleika sem hér hefur ríkt. Þá vil ég benda á að svo farsællega hefur tekist að leysa úr eftirstöðvum efnahagshrunsins og áhrifum slitabúa föllnu bankanna að erlend staða þjóðarbúsins er nú betri en hún hefur verið í hálfa öld.
Stefna og aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart slitabúum og kröfuhöfum til afnáms hafta hefur skilað svo miklum árangri að furðu sætir erlendis, svo miklum að helsti sérfræðingur heims á sviði skuldaaðlögunar ríkja, Lee Buchheit, segir að árangurinn sé einstakur í fjármálasögu heimsins. Hér er atvinnuleysi með því minnsta sem mælist og skuldastaða heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum er orðin ein sú besta á Norðurlöndum í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar síðastliðin þrjú ár. Hér munar heimilin heldur betur um þá vel heppnuðu efnahagsaðgerð sem skuldaleiðréttingin var.
Það má með sanni segja að hér sé um fordæmalaust ástand að ræða því að á undraskömmum tíma hefur tekist að byggja traustan grunn að þeirri miklu innviðauppbyggingu sem þarf að halda áfram.“
Þórunn Egilsdóttir í störfum þingsins 29. apríl 2016.

 

Categories
Fréttir

Sjálfsprottnir klasar

Deila grein

30/04/2016

Sjálfsprottnir klasar

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Ég ætla að vekja athygli á alþjóðlegri ráðstefnu sem var nú í vikunni í Hörpu. Annars vegar var um að ræða alþjóðlega ráðstefnu um nýtingu jarðvarma og samhliða ráðstefnu um SPI-vísitöluna sem er skammstöfun fyrir, með leyfi forseta, Social Progress Index sem er mat á félagslegum innviðum og mælikvarði á samfélagslegar framfarir. Auðvitað gefst ekki tími núna til að fara mjög náið í þá vísitölu, ég geri það mögulega síðar. Á ráðstefnuna komu gestir frá öllum heimshornum, um 40 þjóðlöndum og auðvitað með þátttöku okkar helstu aðila á þessu sviði. Þetta er þriðja ráðstefnan sem haldin er á sviði jarðvarma hér, sú fyrsta var 2010, og er merki um hversu framarlega við erum á þessu sviði með fjölþætta nýtingu jarðvarma, en ekki síður er þetta merki um vel heppnað klasasamstarf á þessu sviði.
Þetta var hugmynd Michaels Porters, prófessors við Harvard-háskólann, þegar hann heimsótti Ísland 2009. Góðir hlutir gerast þegar vísindamenn og fræðimenn, fulltrúar stjórnvalda, stjórnsýslu og viðskiptalífs koma saman. En ég verð að segja að það sem vantar til að fylgja þessu frábæra starfi sjálfsprottinna klasa eftir er opinber stefna. Dæmi um vel heppnaða sjálfsprottna klasa eru íslenski jarðvarmaklasinn, sjávarklasinn og ferðaklasinn er kominn af stað. Ég hvet stjórnvöld og atvinnu- og nýsköpunarráðherra til dáða á þessu sviði.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 29. apríl 2016.