Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði

Framsóknarflokkurinn býður fram lista með óháðum í Hafnarfirði og er Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti listans. Í öðru sæti er Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og í því þriðja er Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi. Listan skipa 11 konur og 11 karlar.
Í fréttatilkynningu segir að flokkurinn sé tilbúinn að vinna með öllum stjórnmálaflokkum í bænum.
Meðal loforða framboðsins er að börn komist inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, fríar skólamáltíðir fyrir grunnskólabörn, lækka lóðaverð og bæta akstursþjónustu fyrir eldri borgara.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði:

  1. Ágúst Bjarni Garðarsson, 30 ára, aðstoðarmaður ráðherra
  2. Valdimar Víðisson, 39 ára, skólastjóri Öldutúnsskóla
  3. Jóhanna Erla Guðjónsdóttir, 40 ára, félagsráðgjafi
  4. Margrét Vala Marteinsdóttir, 32 ára, forstöðumaður Reykjadals
  5. Einar Baldvin Brimar, 20 ári, nemi við Flensborgarskólann
  6. Magna Björk Ólafsdóttir, 38 ára, bráðahjúkrunarfræðingur
  7. Brynjar Þór Gestsson, 44 ára, knattspyrnuþjálfari
  8. Anna Karen Svövudóttir, 41 ára, þýðandi og túlkur
  9. Þórður Ingi Bjarnason, 45 ára, ferðamálafræðingur
  10. Jóhanna Margrét Fleckenstein, 41 ára, forstöðumaður
  11. Árni Rúnar Árnason, 45 ára, forstöðumaður íþróttamannvirkja
  12. Njóla Elísdóttir, 59 ára, hjúkrunarfræðingur
  13. Guðmundur Fylkisson, 52 ára, lögreglumaður
  14. Selma Dögg Ragnarsdóttir, 34 ára, byggingaiðnfræðingur
  15. Ingvar Kristinsson, 55 ára, verkfræðingur
  16. Linda Hrönn Þórisdóttir, 43 ára, uppeldis- og menntunarfræðingur
  17. Ólafur Hjálmarsson, 67 ára, vélfræðingur
  18. Elísabet Hrönn Gísladóttir, 43 ára, hársnyrtir
  19. Guðlaugur Siggi Hannesson, 29 ára, laganemi
  20. Þórey Anna Matthíasdóttir, 60 ára, atvinnubílstjóri og leiðsögumaður
  21. Sigurður Eyþórsson, 47 ára, framkvæmdarstjóri
  22. Elín Ingigerður Karlsdóttir, 79 ára, matráðskona
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

Deila grein

26/03/2018

Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð 2018 var lagður fram og samþykktur einróma í fulltrúaráði þann 15. mars. B-listann skipa einstaklingar alls staðar að úr Dalvíkurbyggð með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og er kynjahlutfall jafnt á listanum, 7 konur og 7 karlar.
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. skipar efsta sæti listans en hún sat í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-listann. Í öðru sæti er Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri og í því þriðja er Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi. Í heiðurssæti listans er Atli Friðbjörnsson á Hóli, bóndi og fyrrv. oddviti.
Málefnavinna er farin í gang. Mikil tilhlökkun og gleði er ríkjandi í framboðshópnum og vilji til að fylgja eftir mikilli og góðri uppbyggingu sveitarfélagsins og gera gott byggðarlag enn betra.
Framboðslisti Framsóknarmanna og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð:

  1. Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri
  2. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
  3. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
  4. Felix Rafn Felixson, viðskiptafræðingur
  5. Jóhannes Tryggvi Jónsson, sjúkraflutningamaður og bakari
  6. Lilja Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir
  7. Tryggvi Kristjánsson, verslunarstjóri
  8. Kristinn Bogi Antonsson, viðskiptastjóri
  9. Monika Margrét Stefánsdóttir, MA í heimskautarétti
  10. Sigvaldi Gunnlaugsson, vélvirki
  11. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
  12. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
  13. Eydís Arna Hilmarsdóttir, sjúkraliði
  14. Atli Friðbjörnsson, bóndi og fv.oddviti
Categories
Fréttir

Málefnaályktanir 35. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA 2018

Deila grein

23/03/2018

Málefnaályktanir 35. FLOKKSÞINGS FRAMSÓKNARMANNA 2018

35. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA haldið 9.-11. mars 2018 fagnar sterkri stöðu efnahagsmála á Íslandi. Staðan endurspeglast í fjárlagafrumvarpi núverandi ríkisstjórnar þar sem lögð er áhersla á uppbyggingu innviða íslensks samfélags. Það er stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á næstu misserum. Í öðrum ályktunum flokksþingsins koma fram ítarlegri áherslur í einstökum málum sem forystu flokksins er falið að fylgja eftir í ríkisstjórn og á Alþingi.
Samhliða verður að gæta að því að skilyrði séu til áframhaldandi verðmætasköpunar atvinnulífsins og þar með bættra lífskjara landsmanna. Eitt af forgangsverkefnum í efnahagsmálum verður endurskipulagning fjármálakerfisins. Þar þarf að móta skýra samfélagslega framtiðarsýn. Í því felst meðal annars að leita þarf leiða til að auka samkeppni á viðskiptabankamarkaði, á sama tíma og að dregið verði úr þeirri áhættu sem skattgreiðendur bera af starfsemi fjármálafyrirtækja. Jafnframt verði verðtrygging afnumin af lánum til neytenda og fyrsta skrefið yrði að fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar.
Uppbygging sterkra innviða er grundvöllur þess að hægt sé að tryggja jafnrétti til búsetu um allt land, þar sem allir hafi sama aðgang að grunnþjónustu, svo sem heilbrigðisþjónustu, menntun, samgöngum og fjarskiptum.
Tryggja þarf sterka stöðu sveitarfélaganna í landinu, þar sem stutt er við tekjuöflun þeirra og að samvinna sé höfð um frekari flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga. Skoða þarf frekari flutning opinberra starfa frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðar með það að markmiði að auka fjölbreytileika atvinnutækifæra í dreifðari byggðum.
Málefnaályktanir 35. Flokksþings Framsóknarmanna 9.-11. mars 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Deila grein

23/03/2018

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi var samþykktur í gærkvöldi. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins leiðir listanna. Í öðru sæti er Helga Hauksdóttir, lögfræðingur og í því þriðja Baldur Þór Baldvinsson, formaður Félags eldri borgara.
Framboðslistinn er skipaður 11 konum og 11 körlum. Á myndinni eru frá vinstri: Baldur Þór Baldvinsson, Gunnar Sær Ragnarsson, Helga Hauksdóttir, Sverrir Kári Karlsson, Birkir Jón Jónsson, Kristín Hermannsdóttir, Björg Baldursdóttir og Helga María Hallgrímsdóttir.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Kópavogi:

  1. Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi og fv.alþingismaður
  2. Helga Hauksdóttir, lögfræðingur
  3. Baldur Þór Baldvinsson, form. Félags eldri borgara
  4. Kristín Hermannsdóttir, nemi og tamningakona
  5. Sverrir Kári Karlsson, verkfræðingur
  6. Helga María Hallgrímsdóttir, sérkennari
  7. Gunnar Sær Ragnarsson, háskólanemi
  8. Björg Baldursdóttir, skólastjóri
  9. Hjörtur Sveinsson, rafvirki
  10. Ólöf Pálína Úlfarsdóttir, kennari
  11. Sigurður H. Svavarsson, rekstrarstjóri
  12. Sóley Ragnarsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
  13. Jónas Þór, sagnfræðingur og fararstjóri
  14. Guðrún Viggósdóttir, fv.deildarstjóri
  15. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri
  16. Dóra Georgsdóttir, eldri borgari
  17. Páll Marís Pálsson, háskólanemi
  18. Valdís Björk Guðmundsdóttir, háskólanemi
  19. Sigurbjörg Vilmundardóttir, leikskólastjóri
  20. Kristinn Dagur Gissuarson, viðskiptafræðingur
  21. Kristbjörg Þórisdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður
  22. Willum Þór Þórsson, alþingismaður
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Deila grein

23/03/2018

Framboðslisti Framsóknar í Ísafjarðarbæ

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur í gær á fjölmennum félagsfundi. Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi fólks sem kemur allsstaðar af úr víðfemu sveitarfélaginu. Áhersla var lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumeiri frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Listann skipa 8 konur og 10 karlar en jafnt kynjahlutfall er í efstu 16 sætunum.
Oddviti verður áfram Marzellíus Sveinbjörnsson umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar en hann hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknar undanfarin fjögur ár og varabæjarfulltrúi þar á undan. Í öðru sæti er Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir leiðbeinandi og í þriðja sæti er Kristján Þór Kristjánsson svæðisstjóri CCEP. Elísabet Samúelsdóttir þjónustustjóri hjá Landsbankanum er í fjórða sætinu og Anton Helgi Guðjónsson sjávarútvegsfræðingur skipar fimmta sætið.
Mikil ánægja var á fundinum með listann og var strax byrjað að leggja línur fyrir þau málefni sem verða sett á oddinn fyrir næsta kjörtímabil. „Ég er gífurlega ánægður með þennan fjölbreytta og vel skipaða lista. Nú munum við bretta upp hendur við að móta áherslur fyrir næstu fjögur ár. Ég fer bjartsýnn inní baráttuna og vongóður um góða niðurstöðu“ segir Marzellíus Sveinbjörnsson oddvit Framsóknar í Ísafjarðarbæ.
Framsókn fékk 15,56% atkvæða í síðustu kosningum og einn fulltrúa kjörin en einungis vantaði 41 atkvæði í næsta mann inn.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ:

  1. Marzellíus Sveinbjörnsson, umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðarbæjar. Ísafirði.
  2. Guðríður Matt Þorbjörnsdóttir, leiðbeinandi. Ísafirði.
  3. Kristján Þór Kristjánsson, svæðisstjóri CCEP á Vestfjörðum. Ísafirði.
  4. Elísabet Samúelsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Ísafirði. Ísafirði.
  5. Anton Helgi Guðjónsson, sjávarútvegsfræðingur. Ísafirði.
  6. Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri og bóndi. Tröð í Önundarfirði.
  7. Hákon Ernir Hrafnsson, nemi. Ísafirði.
  8. Elísabet Margrét Jónasdóttir, skrifstofu og fjármálastjóri Íslandssögu. Bæ í Súgandafirði.
  9. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði.
  10. Violetta Maria Duda, skólaliði. Suðureyri.
  11. Barði Önundarson, verktaki. Hafrafelli.
  12. Sólveig S. Guðnadóttir, sjúkraliði. Ísafirði.
  13. Steinþór A. Ólafsson, bóndi og verktaki. Fremri Hjarðardal í Dýrafirði.
  14. Rósa Ingólfsdóttir, starfsstöðvarstjóri hjá Ríkisskattstjóra. Ísafirði.
  15. Friðfinnur S. Sigurðsson, bifreiðastjóri. Þingeyri.
  16. Guðríður Sigurðardóttir, kennari. Ísafirði.
  17. Konráð Eggertsson, æðarbóndi. Ísafirði.
  18. Ásvaldur Guðmundsson, fv. staðarhaldari. Núpi í Dýrafirði.
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Deila grein

20/03/2018

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri

Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 26. maí næstkomandi var samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi félagsins laugardaginn 3. mars.
Fulltrúaráðið stillti upp listanum þar sem Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs, skipar efsta sæti, Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri er í öðru sæti, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur í því þriðja, Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur skipar fjórða sæti listans, Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari er í fimmta sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, skipar sjötta sæti listans. Á myndinn eru frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jóhannes Gunnar Bjarnason, Ingibjörg Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Tryggvi Már Ingvarsson.
Við uppstillingu listans var meðal annars áhersla lögð á fjölbreytta menntun og reynslu frambjóðenda, ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reynslumikla frambjóðendur og jafnt hlutfall kynjanna. „Ég fer bjartsýnn inn í kosningabaráttuna og vongóður um góða niðurstöðu enda framboðslistinn einhuga og vel skipaður hópur,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti listans.
„Ég hlakka til að vinna með þessum öfluga hópi frambjóðenda Framsóknarflokksins sem gengur samstíga inn í komandi kosningabaráttu,“ segir Ingibjörg Isaksen bæjarfulltrúi.
Á framboðslista Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar eru 22 frambjóðendur, 11 konur og 11 karlar.
Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Ingibjörgu Isaksen.
Framboðslisti Framsóknarflokksins á Akureyri:

  1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs
  2. Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri
  3. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur
  4. Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur
  5. Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari
  6. Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi
  7. Halldóra Kristín Hauksdóttir, lögmaður
  8. Sverre Andreas Jakobsson, fyrirtækjaráðgjafi og handboltaþjálfari
  9. Óskar Ingi Sigurðsson, rafmagnsiðnfræðingur og kennari
  10. Anna Rakel Pétursdóttir, nemi og knattspyrnukona
  11. Grétar Ásgeirsson, flokksstjóri og vélamaður
  12. Katrín Ásgrímsdóttir, garðyrkjufræðingur
  13. Gunnar Þórólfsson, verkamaður
  14. Ólöf Rún Pétursdóttir, nemi
  15. Siguróli M. Sigurðsson, sagnfræðingur
  16. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
  17. Árni Gísli Magnússon, sölumaður
  18. Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
  19. Guðrún Rúnardóttir, bókari
  20. Ólafur Ásgeirsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn
  21. María Ingadóttir, launafulltrúi
  22. Páll H. Jónsson, eldri borgari
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Deila grein

20/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Elsa Lára Arn­ar­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri, leiðir lista Fram­sókn­ar og frjálsra í bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um á Akra­nesi í vor. Ragn­ar Bald­vin Sæ­munds­son versl­un­ar­maður er í 2. sæti og Liv Åse Skar­stad hús­móðir í 3. sæti. Næstu þrjú sæti þar á eft­ir skipa þau Ka­ritas Jóns­dótt­ir verk­efna­stjóri, Ole Jakob Vold­en húsa­smiður og Helga Krist­ín Björgólfs­dótt­ir grunn­skóla­kenn­ari.
Framboðslistann skipan 10 konur og 8 karlar.
Ingi­björg Pálma­dótt­ir sem hef­ur verið odd­viti Fram­sókn­ar í bæj­ar­stjórn und­an­farið kjör­tíma­bil, skip­ar nú 18. sæti list­ans.
Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi:

  1. Elsa Lára Arnardóttir, skrifstofustjóri
  2. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður
  3. Liv Åse Skarstad, húsmóðir
  4. Karitas Jónsdóttir, verkefnastjóri
  5. Ole Jakob Volden, húsasmiður
  6. Helga Kristín Björgólfsdóttir, grunnskólakennari
  7. Alma Dögg Sigurvinsdóttir, BA í stjórnmálafræði
  8. Ellert Jón Björnsson, viðskiptastjóri
  9. Hilmar Sigvaldason, ferðamálafrömuður
  10. Anna Þóra Þorgilsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  11. Olga Katrín Davíðsdóttir Skarstad, nemi
  12. Þröstur Karlsson, sjómaður
  13. Sigurður Oddsson, vélvirkjanemi
  14. Maren Rós Steinþórsdóttir, verslunarmaður
  15. Axel Guðni Sigurðsson, rafvirki
  16. Guðmundur Páll Jónsson, forstöðumaður
  17. Björk Elva Jónasdóttir, hjúkrunarfræðingur
  18. Ingibjörg Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi ráðherra
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra

Deila grein

19/03/2018

Framboðslisti Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra

Framboðslisti B-lista Framsóknar og annara framfarasinna í Húnaþingi vestra hefur verið samþykktur.
Þorleifur Karl Eggertsso, símsmiður, er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi, og það þriðja Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi.
Framboðslistann skipa 8 konur og 6 karlar. Á myndinni eru frá vinstri: Friðrik Már Sigurðsson, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Þorleifur Karl Eggertsson.
Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Húnaþingi vestra:

  1. Þorleifur Karl Eggertsson, símsmiður
  2. Ingveldur Ása Konráðsdóttir, þroskaþjálfi og bóndi
  3. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi
  4. Friðrik Már Sigurðsson, hestafræðingur
  5. Ingimar Sigurðsson, bóndi og sveitarstjórnarfulltrúi
  6. Valdimar H. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
  7. Sigríður Elva Ársælsdóttir, deildarstjóri
  8. Elín Lilja Gunnarsdóttir, bóndi
  9. Erla Ebba Gunnarsdóttir, bóndi
  10. Sigurður Kjartansson, bóndi
  11. Gerður Rósa Sigurðardóttir, bankastarfsmaður
  12. Eydís Bára Jóhannsdóttir, sérkennari
  13. Guðmundur Ísfeld, handverksbóndi
  14. Elín R. Líndal, framkvæmdastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra

Deila grein

19/03/2018

Framboðslisti Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti B-lista Framsóknarmanna og annara framfarasinna í Rangárþingi eystra var samþykktur á íbúaþingi í félagsheimilinum Hvoli 17. mars 2018.
Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur er oddvitaefni listans, annað sætið skipar Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri og sveitarstjórnarmaður og það þriðja Rafn Bergsson, bóndi.
Það er afstaða framboðsins að auglýst verði eftir sveitarstjóra að loknum kosningum. Fráfarandi sveitarstjóri, Ísólfur Gylfi Pálmason, hættir eftir átta farsæl ár.
Framboðslist Framsóknarmanna og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra:

  1. Lilja Einarsdóttir, oddviti og hjúkrunafræðingur
  2. Benedikt Benediktsson, sveitarstjórnarmaður og framleiðsustjóri
  3. Rafn Bergsson, bóndi
  4. Guri Hilstad Ólason, kennari
  5. Bjarki Oddsson, lögreglumaður
  6. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrtifræðingur
  7. Þórir Már Ólafsson, sveitarstjórnarmaður og bóndi
  8. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
  9. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar
  10. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
  11. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi
  12. Ágúst Jensson, bóndi
  13. Heiðar þór Sigurjónsson, bóndi og smiður
  14. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi
Categories
Fréttir

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF)

Deila grein

17/03/2018

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF)

Kæru flokkssystkin!
Ég vill byrja á því að þakka öllum þeim sem komu á flokksþing okkar um síðustu helgi kærlega fyrir samstarf og samveru þar. Flokksþingið var bæði kraftmikið í störfum sínum og frjótt og ekki síður var góður andi á því sem skilaði sér svo vel inn í vinnu þess og málefni. Sannkallaður félagshyggjuandi eins og á að vera í öllum störfum okkar framsóknarfólks og samheldni mikil.
Eitt af því sem samþykkt var á liðnu þingi voru lagabreytingar sem fólu í sér að Samband eldri Framsóknarmanna fyrir 60 ára og eldri (SEF), sem stofnað var 2013, fékk formlega stöðu sem sérsamband innan Framsóknarflokksins og mun formaður þess hér eftir sitja í framkvæmdarstjórn flokksins og landsstjórn líkt og formenn SUF og LFK. Er ég afar ánægður með þessa samþykkt þingsins enda gott að stofna til vettvangs til að vinna að málefnum þessa aldurshóps og vera flokknum til ráðgjafar í þeim.
Nú er hafinn undirbúningur að aðalfundi SEF sem haldinn verður á Hverfisgötu 33 í Reykjavík þann 25. apríl nk. Samkvæmt lögum SEF hafa atkvæðisrétt á þeim fundi allir félagar í Framsóknarflokknum, 60 ára og eldri, sem skráðir eru í flokkinn 30 dögum fyrir aðalfund skv. félagatali á skrifstofu hans. Þá skal eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund hafa borist tillögur um frambjóðendur til trúnaðarstarfa til stjórnar. Þar sem ekki er virk stjórn í SEF nú um stundir þá er rétt að senda þær tillögur til skrifstofu flokksins með sama fresti.
Trúnaðarstöður þær sem kosið er um eru formaður, fjórir meðstjórnendur og þrír í varastjórn. Þá skal einnig kosið trúnaðarráð sem í sitja sex eða einn úr hverju kjördæmi. Er það stjórn sambandsins til ráðgjafar og liðsinnis. Nú í undirbúningi aðalfundarins er skrifstofa flokksins að skoða hvernig sé hægt að gera flokksfólki, sem ekki á heimangengt til Reykjavíkur, kleift að taka þátt í störfum hans og verður það kynnt er nær dregur.
Um leið og þessu er fylgt úr hlaði hér þá vona ég að sem flestir heldri Framsóknarmenn komi til þessa aðalfundar til að hleypa starfsemi SEF af stokkunum með krafti. Ég er þess fullviss að líkt og SUF og LFK verði SEF til þess að styrkja ennfrekar okkar góða flokksstarf og gera Framsóknarflokkinn enn sterkari í stjórnmálalífi landsins. Takið því 25. apríl nk. frá.
Með framsóknarkveðjum,
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins