Categories
Forsíðuborði Fréttir

Stjórnmálaályktun frá 17. Kjördæmisþingi KFSV

Deila grein

08/11/2017

Stjórnmálaályktun frá 17. Kjördæmisþingi KFSV

17. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið í Kópavogi 5. nóvember 2017 fagnar niðurstöðu kosninganna 28. október síðastliðinn. Spár gerðu flestar ráð fyrir miklu fylgistapi Framsóknarflokksins frá 2016, en með jákvæðni, samstöðu og baráttugleði að vopni tókst að snúa þeirri þróun við og halda sama þingsætafjölda og áður.
Kosningabaráttan tókst vel og gefur Framsóknarflokknum tækifæri til áframhaldandi uppbyggingar til dæmis í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Þar þarf að nýta þennan meðbyr til að bjóða fram B-lista í sem flestum
sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi.

Kjördæmisþingið telur mikilvægt að helstu áherslumál flokksins nái fram að ganga á kjörtímabilinu sem nú fer í hönd og hvetur forystuna til að fylgja þeim fast eftir í viðræðum við aðra flokka um ríkisstjórnarsamstarf.
Þar má nefna möguleika á að nýta lífeyrisiðgjald til kaupa á fyrstu íbúð, afborgunarhlé á námslánum af sama tilefni, bann við verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum og að húsnæðiskostnaður falli út úr vísitölu neysluverðs.
Ennfremur hugmyndir um samfélagsbanka, átak í uppbygginu innviða í heilbrigðis-, samgöngu- og menntamálum sem og hugverka- og þekkingariðnaðar. Þá er minnt á stefnumál um uppbyggingu þjónustu- og hjúkrunaríbúða fyrir aldraðra, afnám skerðinga á atvinnutekjur lífeyrisþega, minni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu, að byggja þurfi upp geðheilbrigðiskerfið og að ráðast í þjóðarátak gegn ofbeldi.
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Kærar þakkir

Deila grein

01/11/2017

Kærar þakkir

Nýliðin kosningabarátta var stutt og snörp sem var að mörgu leyti mjög gott. Baráttan var gefandi og skemmtileg allt fram á síðustu stundu. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir þann stuðning og traust sem kjósendur hafa sýnt okkar öflugu frambjóðendum. Á bak við slíkan sigur liggur ómæld og óeigingjörn vinna frá sterku baklandi sem vann nótt sem dag að því að styrkja og treysta kjarnann. Á brattann var að sækja allt fram á síðustu stundu en ómetanleg er sú mikla samstaða sem varð til meðal okkar, alls staðar á landinu. Það er ekki sjálfgefið að slík samvinna og samkennd verði til svona skömmum tíma.
Uppbygging er hafin
Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu fram óeigingjarna vinnu og settu svip sinn á kosningabaráttuna, en hún var fyrsta skrefið í þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá flokknum. Hvort sem verkefnin voru að hringja og tala við fólk, skipuleggja og taka þátt í viðburðum, taka á móti fólki á kosningaskrifstofunni eða baka kökur, þá er hvert og eitt þeirra mikilvægt og styrkir liðsheildina. Þá vil ég þakka fyrir góðar móttökur frá öllum þeim sem tóku á móti okkar frambjóðendum og sýndu málefnum okkar áhuga. Það var einkar ánægjulegt að sjá hve mikið af nýju og kraftmiklu fólki bættist við í okkar góða hóp, sérstaklega ungt fólk. Því vil ég þakka skýrri málefnalegri sýn.
Ganga þarf rösklega til verks. Leysa þarf húsnæðismálin fyrir unga jafnt sem aldna, efla heilbrigðismálin, menntamálin og samgöngur vítt og breitt um landið. Við munum fylgja málefnum okkar eftir af miklum krafti og leggja okkar af mörkum til stöðugs stjórnarfars og bættra lífskjara um allt land. Samhliða málefnalegum áherslum þá er krafa kjósenda okkar um að stjórnmálamenn axli meiri ábyrgð. Menn þurfa að þora að treysta, finna leiðir í erfiðum málum og vinna saman af heiðarleika. Hlutverk okkar stjórnmálamanna er jafnframt að hlusta, skilja og virða. Þannig öðlumst við traust. Getum við ekki öll verið sammála um það?
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins
 
 
 

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Máttur hinna mörgu

Deila grein

27/10/2017

Máttur hinna mörgu

Kæru vinir og flokksfélagar um land allt, mér finnst vel við hæfi að setja einkunnarorð samvinnumanna sem yfirskrift þessa pistils því í þeim speglast grunnstef Samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins að virkja samtakamátt fólks til góðra verka og um leið að fjöldinn njóti afrakstursins með jöfnuð að leiðarljósi.
Og þrátt fyrir að ýmislegt hafi breyst í samfélaginu þá falla aldrei þessi lífsgildi úr tísku og gott ef ekki er að byggjast upp frekari eftirspurn eftir þeim nú í dag þegar óstöðuleiki í stjórnmálum er helsta vandamál okkar góða lands.
Þá komu þessi einkunnarorð ekki síður upp í huga mér þegar kosningarbaráttan, sem nú er á endasprettinum, hófst og enn einu sinni sá maður hvar auður Framsóknarflokksins lá þegar þið, félagsmenn hans, tókuð höndum saman um allt land og gengu til verka fyrir flokkinn og framboðslista hans, hugsjónir og stefnumál. Það var máttur hinna mörgu.

Líka það að þrátt fyrir að margt sé búið að vera okkur mótdrægt nú á þessum síðasta mánuði þá hefur verið svo einstakt að finna hversu góður andi er innan flokksins, aldrei uppgjöf, og gleði í störfum allra sem lagt hafa á sig ómælda vinnu um allt land til að vinna flokknum okkar fylgi og koma okkar flottu frambjóðendum á framfæri í komandi kosningum. Þetta er máttur hinna mörgu.
Og nú tökum við endasprettinn saman fram á laugardaginn kemur, 28.október, og berjumst fyrir flokkinn okkar og tryggjum honum góða kosningu og færum þannig stöðugleika aftur inn í stjórnmálin að nýju því þegar Framsóknarflokkurinn er sterkur þá er íslenskt samfélag sterkt líka. Við höfum góð stefnumál, sterka frambjóðendur og rætur sem eru orðnar rúmlega aldargamlar og standa í félagshyggjujarðvegi. Slíkar rætur standa af sér ágjöf um stund og halda áfram að gefa af sér ríkulega uppskeru inn í framtíðina. Um það veit ég að við erum öll sammála.
Framsóknar- og baráttukveðjur,
Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Ásmundur Einar leiðir í Norðvesturkjördæmi

Deila grein

09/10/2017

Ásmundur Einar leiðir í Norðvesturkjördæmi

Um helgina fór fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins á Bifröst í Borgarfirði. Þar var samþykkt að Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi alþingismaður, muni skipa efsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í næstu alþingiskosningum.
Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri í Bolungarvík, situr í öðru sæti listans og Stefán Vagn Stefánsson, bæjarfulltrúi og yfirlögregluþjónn, á Sauðárkróki, í því þriðja.
Annars er listi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi svona:
1. Ásmundur Einar Daðason, Borgarnesi
2. Halla Signý Kristjánsdóttir, Bolungarvík
3. Stefán Vagn Stefánsson, Sauðárkrókur
4. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð
5. Guðveig Anna Eyglóardóttir, Borgarnesi
6. Lilja Sigurðardóttir, Patreksfjörður
7. Þorgils Magnússon, Blönduósi
8. Eydís Bára Jóhannsdóttir, Hvammstanga
9. Einar Guðmann Örnólfsson, Borgarbyggð
10. Jón Árnason, Patreksfirði
11. Heiðrún Sandra Grettisdóttir, Dalabyggð
12. Gauti Geirsson, Ísafirði
13. Kristín Erla Guðmundsdóttir, Borgarnesi
14. Jóhanna María Sigmundsdóttir, Borgarbyggð
15. Elsa Lára Arnardóttir, Akranes
16. Elín Sigurðardóttir, Stykkishólmi

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Sigurður Ingi leiðir í Suðurkjördæmi

Deila grein

07/10/2017

Sigurður Ingi leiðir í Suðurkjördæmi

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Framsóknarflokksins, alþingismaður og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, leiðir lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Þetta var samþykkt á fjöl­menn­u kjördæmisþingi í fé­lags­heim­il­inu Hvoli á Hvolsvelli í dag.
Glæsi­leg­ur listi sem ég hef mikla trú á. Ég myndi segja að reynsla og þor væri það sem ein­kenndi okk­ar lista. Við erum til­bú­in að tak­ast á við verk­efn­in framund­an og þær áskor­an­ir sem bíða okk­ar. Verk­efn­in eru ærin,“ sagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son.
Listi Fram­sókn­ar­flokks­ins Suður­kjör­dæmi:

  1. Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, alþing­ismaður og frv. for­sæt­is­ráðherra
  2. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, alþing­ismaður
  3. Ásgerður K. Gylfa­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og hjúkr­un­ar­stjóri
  4. Jó­hann Friðrik Friðriks­son, lýðheilsu­fræðing­ur
  5. Sæ­björg Erl­ings­dótt­ir, sál­fræðinemi
  6. Inga Jara Jóns­dótt­ir, nemi
  7. Pálmi Sæv­ar Þórðar­son, bif­véla­virki
  8. Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir, verk­fræðing­ur
  9. Lára Skær­ings­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
  10. Her­dís Þórðardótt­ir, inn­kaupa­stjóri
  11. Stefán Geirs­son, bóndi
  12. Jón H. Sig­urðsson, lög­reglu­full­trúi
  13. Hrönn Guðmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
  14. Ármann Friðriks­son, nemi
  15. Val­geir Ómar Jóns­son, sagn­fræðing­ur
  16. Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, bóndi
  17. Jó­hann­es Giss­ur­ar­son, bóndi
  18. Jón­geir H. Hlina­son, bæj­ar­full­trúi og hag­fræðing­ur
  19. Har­ald­ur Ein­ars­son, fyrrv. alþing­ismaður
  20. Páll Jó­hann Páls­son, fyrrv. alþing­ismaður
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Þórunn leiðir í Norðausturkjördæmi

Deila grein

07/10/2017

Þórunn leiðir í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmis samþykkti í dag framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þórunn Egilsdóttir alþingismaður skipar fyrsta sæti listans og Líneik Anna Sævarsdóttir fyrrverandi alþingismaður skipar annað sætið. Í þriðja sætinu situr Þórarinn Ingi Pétursson, fyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Tillaga kjörstjórnar var samþykkt samhljóða með lófataki.
Í umræðum var lögð áhersla á mikilvægi málefna á borð við nauðsynlegar breytingar á menntakerfinu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, jöfnuð í samfélaginu, áframhaldandi uppstokkun á fjármálakerfinu og uppbyggingu á samgöngukerfinu.
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 2017:
1. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafirði
2. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð
3. Þórarinn Ingi Pétursson, Grýtubakkahreppi
4. Hjálmar Bogi Hafliðason, Norðurþingi
5. Jóhannes Gunnar Bjarnason, Akureyri
6. Mínerva Björg Sverrisdóttir, Akureyri
7. Örvar Jóhannsson, Seyðisfirði
8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði
9. Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri
10. Birna Björnsdóttir, Norðurþingi
11. Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi
12. Eiður Ragnarsson, Djúpavogshreppi
13. Petrea Ósk Sigurðardóttir, Akureyri
14. Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, Fljótsdalshéraði
15. Þorgeir Bjarnason, Fjallabyggð
16. Heiðar Hrafn Halldórsson, Norðurþingi
17. Svanhvít Aradóttir, Fjarðabyggð
18. Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi
19. Margrét Jónsdóttir, Þingeyjarsveit
20. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Norðurþingi

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík

Deila grein

06/10/2017

Lilja Dögg og Lárus leiða í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, alþingismaður og frv. ráðherra og Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður munu leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í næstu alþingiskosningum. Þetta var samþykkt á fjölmennum fundi í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins nú í kvöld.
,,Ég er mjög ánægð með þessa sterku lista sem við munum tefla fram í komandi kosningum og tel þá sýna þann mikla félagsauð sem Framsóknarflokkurinn býr yfir. Við erum að fá inn nýja liðsmenn sem hafa ekki starfað í flokknum og er það ánægjulegt. Næstu dagar fara svo í að kynna okkur og fyrir hvað við stöndum. Við erum framsýnt og lausnamiðað fólk. Mín tilfinning er sú að almenningur sé að kalla eftir stöðugleika, trausti og reynslu í íslensk stjórnmál og það er svo sannarlega eitthvað sem við búum yfir og höfum sýnt í verki.” sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að loknum fundi nú kvöld.
Lilja Dögg mun leiða í Reykjavík suður og Lárus Sigurður í Reykjavík norður. Alex Björn og Birgir Örn skipa annað og þriðja sæti listans í Reykjavík suður og Kjartan Þór og Tanja Rún í Reykjavík norður.
Reykjavík norður:
1. Lárus Sigurður Lárusson, héraðsdómslögmaður
2. Kjartan Þór Ragnarsson, framhaldsskólakennari
3. Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
4. Ágúst Jóhannsson, markaðsstjóri og handboltaþjálfari
5. Ingveldur Sæmundsdóttir, viðskiptafræðingur
6. Jón Finnbogason, vörustjóri
7. Snædís Karlsdóttir, laganemi
8. Ásrún Kristjánsdóttir, hönnuður
9. Ásgeir Harðarson, ráðgjafi
10. Kristrún Hermannsdóttir, framhaldsskólanemi
11. Guðrún Sigríður Briem, húsmóðir
12. Kristinn Snævar Jónsson, rekstrarhagfræðingur
13. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
14. Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur
15. Snjólfur F Kristbergsson, vélstjóri
16. Agnes Guðnadóttir, starfsmaður
17. Frímann Haukdal Jónsson, rafvirkjanemi
18. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, hárskeri
19. Baldur Óskarsson, viðskiptafræðingur
20. Griselia Gíslason, skólaliði
21. Andri Kristjánsson, bakari
22. Frosti Sigurjónsson, fyrrv. alþingismaður
Reykjavík Suður:
1. Lilja D. Alfreðsdóttir, alþingismaður
2. Alex B. Stefánsson, háskólanemi
3. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður
4. Björn Ívar Björnsson, háskólanemi
5. Jóna Björg Sætran, varaborgarfulltrúi
6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, þakdúkari
7. Helga Rún Viktorsdóttir, heimsspekingur
8. Guðlaugur Siggi Hannesson, laganemi
9. Magnús Arnar Sigurðarson, ljósamaður
10. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdarstjóri
11. Kristjana Louise Friðbjarnardóttir, háskólanemi
12. Trausti Harðarson, framkvæmdastjóri
13. Gerður Hauksdóttir, ráðgjafi
14. Hallgrímur Smári Skarphéðinsson, vaktstjóri
15. Bragi Ingólfsson, efnaverkfræðingur
16. Jóhann Halldór Sigurðsson, háskólanemi
17. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi
18. Elías Mar Caripis Hrefnuson, vaktstjóri
19. Lára Hallveig Lárusdóttir, útgerðamaður
20. Björgvin Víglundsson, verkfræðingur
21. Sigrún Sturludóttir, húsmóðir
22. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrv. alþingismaður

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Willum Þór Þórsson leiðir í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

05/10/2017

Willum Þór Þórsson leiðir í Suðvesturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, sem fram fara þann 28. október næstkomandi, var samþykktur á fjölmennu aukakjördæmisþingi.
Fram­boðslisti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suðvesturkjördæmi:

  1. Will­um Þór Þórs­son, rekstrarhagfræðingur og þjálf­ari
  2. Krist­björg Þóris­dótt­ir, sál­fræðing­ur
  3. Linda Hrönn Þóris­dótt­ir, leik- og grunn­skóla­kenn­ari
  4. Páll Marís Páls­son, há­skóla­nemi
  5. María Júlía Rún­ars­dótt­ir, lögmaður
  6. Þor­gerður Sæv­ars­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
  7. Ágúst Bjarni Garðars­son, stjórnmálafr. MPM og skrif­stofu­stjóri
  8. Mar­grét Sig­munds­dótt­ir, flug­freyja
  9. Guðmund­ur Há­kon Her­manns­son, nemi
  10. Anna Aur­ora Waage Óskars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri
  11. Bjarni Dag­ur Þórðar­son, há­skóla­nemi
  12. Elín Jó­hanns­dótt­ir, há­skóla­nemi og leik­skóla­leiðbein­andi
  13. Há­kon Ju­hlin Þor­steins­son, tækni­skóla­nemi
  14. Njóla Elís­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  15. Ingi Már Aðal­steins­son, fjár­mála­stjóri
  16. Helga María Hall­gríms­dótt­ir, sér­kenn­ari
  17. Ein­ar Gunn­ar Bolla­son, öku­kenn­ari
  18. Birna Bjarna­dótt­ir, sér­fræðing­ur
  19. Birk­ir Jón Jóns­son, bæj­ar­full­trúi
  20. Ingi­björg Björg­vins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðing­ur
  21. Kári Walter Mar­grét­ar­son, lög­reglumaður
  22. Dóra Sig­urðardótt­ir, hjúkr­un­ar­fræðingur
  23. Eyþór Rafn Þór­halls­son, verk­fræðing­ur og dós­ent
  24. Ólaf­ur Hjálm­ars­son, vél­fræðing­ur
  25. Óskar Guðmunds­son, full­trúi í flutn­inga­stjórn­un
  26. Eygló Harðardótt­ir, alþing­ismaður og frv. ráðherra
Categories
Forsíðuborði Fréttir

Sjö bjóða sig fram í Norðvestur

Deila grein

01/10/2017

Sjö bjóða sig fram í Norðvestur

Tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi verður haldið sunnudaginn 8. október 2017 á Bifröst Borgarbyggð.
Þingið hefst kl. 11:00, en skráning þingfulltrúa hefst kl. 10:00.
Til þingsins er boðað til að velja í 5 efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga þann 28. október nk..
Sjö bjóða sig fram en þau eru:
Ásmundur Einar Daðason, fyrrv. alþingism. Borgarnesi, í 1. sæti,
Halla Signý Kristjánsdóttir, fjármálastjóri, Bolungarvík, í 2. sæti,
Björn Ingi Ólafsson, starfsm. mjólkurs. KS, Skagafirði, í 2.-3. sæti,
Lilja Sigurðardóttir, sjávarútvegsfræðingur, Patreksfirði, í 2.-3. sæti,
Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, Sauðárkróki, í 3. sæti,
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, háskólanemi, Bakkakoti Borgarbyggð, í 3.-4. sæti,
Guðveig Anna Eyglóardóttir, hótelstjóri, Borgarnesi, í 3.-5. sæti.
 

Categories
Forsíðuborði Fréttir

Hlakkar til baráttunnar

Deila grein

29/09/2017

Hlakkar til baráttunnar

Stjórnarslitin komu mér ekki á óvart. Ósamstaðan og vantraustið innan ríkisstjórnar blasti við. Hins vegar kom mér verulega á óvart hversu snemma stjórnarslitin urðu. Þremur dögum eftir þingsetningu er auðvitað hlægilega sorglegt.
Ég mun gefa kost á mér á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi og mun nú sem endranær leggja áherslu á að þjóna mínum umbjóðendum eins vel og ég get. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur lagt áherslu á að halda áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs og minnka þar með vaxtagreiðslur ríkissjóðs. Við teljum hins vegar að svigrúm til uppbyggingar innviða sé til staðar. Á uppgangstímum er  hægt að auka fjárframlög til aðkallandi verkefna eins og heilbrigðisþjónustu, nefni ég þá sérstaklega heilsugæsluna, sjúkraflutninga sem og til vegaframkvæmda og menntamála. Vissulega þarf að fara varlega svo hagkerfið ofhitni ekki. Þess vegna þarf að taka til greina ólíka stöðu landshluta þegar verkefni eru valin. Þenslan er auðvitað mest á höfuðborgarsvæðinu, en töluvert minni annars staðar og vitna ég þá í skýrslu Byggðastofnunar sem kom út nú í sumar. En í stuttu máli sagt þá mun Framsóknarflokkurinn leggja áherslu á stöðugleika, velferð og samvinnu.
Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir hvernig valið verður á lista hjá Framsóknarflokknum en hvert kjördæmi ákveður það fyrir sig. Ég geri ráð fyrir að kosningabaráttan verði hefðbundin þó að skammur tími sé til stefnu. Ég hlakka til þeirrar baráttu og er í góðri æfingu þar sem þetta er þriðja kosningabaráttan mín á á fjórum árum. Sem er auðvitað stórfurðulegt ef út í það er farið. Maður veltir fyrir sér, miðað við hraðann í samfélaginu og stemminguna almennt, hvort þetta verði það sem við megum eiga von á næstu árin, kosningar á 1-3 ára fresti? Ég óttast að stöðugleikinn fari þá fyrir lítið og mikilvæg verkefni falli á milli skips og bryggju.
Í ljósi stöðunnar er ómögulegt að spá fyrir um hvað kemur upp úr kjörkössunum. Á Norðurlöndum eru orðin hefð fyrir fjölflokka og minnihlutastjórnum jafnvel. Margt bendir til þess að við séum að feta sömu leið. Við Framsóknarfólk erum samvinnufólk og eigum því að geta unnið með öllum flokkum, hvort sem þeir flokkast til hægri eða vinstri.
Framsóknarflokkurinn hefur farið í mikla sjálfsskoðun sl. áratug og síðasta árið var flokknum mjög erfitt fyrir margra hluta sakir. Ég tel að flokkurinn hafi nú alla burði til að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi á nýjan leik og vona auðvitað að það verði niðurstaðan.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
Greinin birtist í Víkurfréttum 28. september 2017.