Categories
Fréttir

Þriðji dagur í kjördæmaviku!

Deila grein

29/02/2024

Þriðji dagur í kjördæmaviku!

Í gær var þriðji dagur kjördæmavikunnar. Áfram ferðast þingmenn okkar og ráðherrar um landið og eiga áfram í dýrmætu samtali í gegnum heimsóknir og á opnum fundum. Það hefur verið dásamlegt að sjá hvað þingmenn og ráðherrar Framsóknar hafa fengið góðar viðtökur. Auk þess hafa opnu fundirnir gengið vel og umræður á þeim verið fróðlegar, skemmtilegar og opinskáar. Í gær voru haldnir þrír slíkir fundir. 

Í Kópavogi héldu Willum Þór og Ágúst Bjarni opinn fund í húsnæði Siglingafélagsins Ýmir. Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs, og Sigrún Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, voru með þeim í slagtogi. Þar var m.a. rætt um málefni ungra fíkla, farsældarlögin, bráðaheilbrigðisþjónustu, geðheilbrigðisþjónustu og breytingar á leikskólakerfi Kópavogsbæjar.

Á Akranesi voru Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý ásamt Ragnari Baldvini Sæmundssyni og Liv Åse Skarstad, bæjarfulltrúum. Á þeim fundi var m.a. rætt um núverandi kjaraviðræður, almannatryggingakerfið, stuðning til atvinnurekenda í Grindavík, námslánakerfið, öflun raforku og veiði á grásleppu.

Á Vopnafirði héldu Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna og Þórarinn Ingi opinn fund þar sem m.a. var rætt um laxeldi, veiði á grásleppu, uppbyggingu samgangna, uppbyggingu hafnar á Langanesi, styttingu framhaldsskólans og landbúnað.

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar eru alls ekki hættir að eiga í samtali við kjósendur og í dag heldur ferðin áfram.

Í dag höldum við fjóra opna fundi:

  • Klukkan 17:30 í Þórðarbúð á Reyðarfirði verða Willum Þór, Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna og Þórarinn Ingi á opnum fundi. Með þeim verða bæjarfulltrúar Framsóknar í Fjarðabyggð.
  • Klukkan 20:00 í Tehúsinu á Egilsstöðum halda Willum Þór og Líneik Anna opinn fund ásamt sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í Múlaþingi.
  • Klukkan 20:00 á Kaffi Krók í Skagafirði verður opinn fundur með Stefáni Vagni, Lilju Rannveigu og Höllu Signýju. Með þeim verða sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í Skagafirði.
  • Klukkan 20:00 á Hótel Selfossi á Selfossi verða Ásmundur Einar, Jóhann Friðrik og Hafdís Hrönn. Með þeim á fundinum verða bæjarfulltrúar Framsóknar í Árborg.
Categories
Fréttir

Góður dagur í kjördæmaviku 

Deila grein

28/02/2024

Góður dagur í kjördæmaviku 

Dagur tvö í kjördæmavikunni.  

Þingmennirnir okkar og ráðherrar ferðast um landið og fara víða í heimsóknir. Í lok dags eru opnir fundir, en í gær voru þrír fundir haldnir í Bláskógabyggð, Borgarnesi og Mosfellsbæ. Að venju var vel mætt á fundina, en samtöl af þessu tagi eru verðmæt. Þá sérstaklega sem veganesti fyrir þingmenn okkar og ráðherra í áframhaldandi vinnu þeirra. 

Í Efsta Dal í Bláskógabyggð var haldinn opinn fundur með Sigurði Inga, Jóhanni Friðriki og Hafdísi Hrönn. Þar var m.a. rætt um búvörusamninga, framleiðslustyrki til bænda, álag á vegakerfið á Suðurlandi, samgönguáætlun, dreifikerfi raforku og orkuskipti. 

Í skátaheimili Mosverja í Mosfellsbæ mættu Willum Þór, Ásmundur Einar og Ágúst Bjarni á opinn fund. Með þeim voru bæjarfulltrúar Framsóknar í Mosfellsbæ þau Halla Karen Kristjánsdóttir, formaður bæjarráðs, Sævar Birgisson og Örvar Jóhannsson. Þar var m.a. rætt um málefni hælisleitenda, uppbyggingu hjúkrunarheimila, blóðmerahald, almannavarnir í kjölfar jarðhræringa í Grindavík og núverandi kjaraviðræður. 

Í Landnámssetrinu í Borgarnesi ræddu Lilja Dögg, Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý við kjósendur á opnum fundi. Með þeim voru sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknar í Borgarbyggð þau Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar og formaður Kvenna í Framsókn, Davíð Sigurðsson, Eva Margrét Jónudóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Rætt var um framtíð Reykjavíkurflugvallar, núverandi kjaraviðræður, uppkaup ríkisins í íbúðarhúsnæði í Grindavík, málefni ferðaþjónustunnar, inngildingu innflytjenda og orkuþörf hér á landi. 

Í dag höldum við þrjá opna fundi, á Vopnafirði kl. 18.00 og í Kópavogi og Akranesi kl. 20.00.

  • Í húsnæði Siglingafélagsins Ýmir í Kópavogi verða Willum Þór og Ágúst Bjarni ásamt bæjarfulltrúum Framsóknar í Kópavogi. 
  • Í safnaðarheimilinu á Vopnafirði verða Ingibjörg Isaksen, Líneik Anna og Þórarinn Ingi. 
  • Á Dalbraut 4 á Akranesi verða Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý ásamt bæjarfulltrúum Framsóknar á Akranesi. 
Categories
Fréttir Greinar

Annar heims­far­aldur

Deila grein

27/02/2024

Annar heims­far­aldur

Við í Framsókn höfum síðustu misseri tekið okkur stöðu og verið óhrædd við að benda á þá ógn sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar fjölónæmar bakteríur. Þessar áhyggjur eru ekki úr lausu lofti gripnar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er sýklalyfjaónæmi einhver mesta ógn við heilsufar manna í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra skipaði að þessu tilefni starfshóp í samvinnu við matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loflagsráðherra um aðgerðir til varnar útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Fyrir þessum hópi var fyrrum sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason. Hópurinn skilaði af sér fyrr í þessum mánuði.

Flestir kannast við frásögur af því þegar sýklalyf fóru að gagnast mannkyninu það er upp úr 1940, fyrir þann tíma voru berklar, blóðeitrun, lungnabólgur og fleiri sjúkdómar virkilega ógn við líf og heilsu. Það var því bylting þegar sýklalyfin voru uppgötvuð og nýtt í baráttunni við áður lífsógnandi sjúkdóma. Á síðust árum hafa sérfræðingar verið að vara við vaxandi sýklalyfjaónæmi og það er enn vaxandi og er orðið verulegt heilbrigðisvandamál. Aukið ónæmi fyrir sýklalyfjum takmarka meðferðarúrræði. Í sumum löndum greinast sýkingar af völdum baktería sem engin sýklalyf vinna á sem skapar ástand sem minnir á aðstæður eins og þær voru áður en sýklalyfin voru fundin upp.

Hvað getum við gert?

Starfshópurinn skilaði af sér fjögurra ára aðgerðaráætlun sem inniheldur sex meginaðgerðir sem samanstanda að því að bæta þekkingu á sýklalyfjaónæmi, auka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi og stuðla að skynsamlegri notkun sýklalyfja hjá mönnum og dýrum. Markmið fylgir hverri aðgerð og verkefni. Því fyrr því betra er að ráðist verði af alvöru í þetta verkefni, því betra er að byrgja brunninn og svo framvegis.

Þá kemur það einnig fram í skýrslu hópsins að fæðuöryggi mun enn fremur minnka þar sem sýklalyfjaónæmi hefur einnig áhrif á dýraheilbrigði og þar með matvælaframleiðslu. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi er með því minnsta sem þekkist í heiminum og hefur það verið staðfesti í eftirliti evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landbúnaði.

Sérstaða íslenskrar matvælaframleiðslu

Það er ekki ofsagt að íslensk matvælaframleiðsla eigi sér sérstöðu á heimsvísu. Undir þetta taka helstu sérfræðingar á sviði sýkla- og veirufræða og hafa þeir brýnt fyrir okkur að verja þessa einstöku sérstöðu sem við búum við hér á landi. Á grunni sérstöðunnar á Ísland að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Við þurfum nú og framvegis að styrkja þann grunn sem íslensk matvælaframleiðsla byggir á en ýmsar ógnir steðja að.

Það er því miður staðreynd að innflutningur á nautakjöti jókst um 48% á sl. ári og á kjöti í heild um 17%. Á sama tíma og kjötframleiðsla innanlands var svipuð og árinu á undan og sala í kinda- og nautakjöti dróst saman um 2%. Raunin er sú að innflutt kjötvara er nú byrjuð að taka yfir markaðinn og er orðin að stærri hluta af sölunni í heild. Við þurfum að spyrja okkur, er þetta í takti við tillögur sem áhyggjufullur stýrihópur um aðgerðir til varna útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería bendir á?

Halla Signý Kritjánsdóttir, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 27. febrúar 2024.

Categories
Fréttir

Kjördæmavikan byrjar vel!

Deila grein

27/02/2024

Kjördæmavikan byrjar vel!

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar eru á ferð og flugi um land allt þessa dagana. Þingflokknum er mikilvægt að heyra raddir kjósenda með reglubundnum hætti og koma víða við.

Fyrstu fundir Framsóknar í kjördæmaviku voru haldnir í gær. Lilja Dögg Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason sátu opinn fund í Grósku í Reykjavík ásamt Einari Þorsteinssyni, nýjum borgarstjóra. Á sama tíma sátu Sigurður Ingi Jóhannsson, Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir opinn fund í samkomuhúsinu í Sandgerði. Anton Kristinn Guðmundsson, formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar, og Úrsúla María Guðjónsdóttir bæjarfulltrúi voru með þeim í slagtogi.

Á báða fundina var vel mætt og umræðurnar voru líflegar. Í Reykjavík var aðallega rætt um mannúðaraðstoð til Gasa, móttöku hælisleitenda, hjúkrunarheimili, samgöngur og úrræði fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Í Sandgerði var góð umræða um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna stöðunnar í Grindavík, málefni útlendinga, heilbrigðismál, landbúnaðarmál og málefni barna.

Þessa vikuna eru þingmenn okkar og ráðherrar á ferðinni um allt land og í dag höldum við þrjá opna fundi á sama tíma, kl. 20.00.

  • Í Skátaheimili Mosverja í Mosfellsbæ verða Willum Þór, Ásmundur Einar og Ágúst Bjarni.
  • Í Efsta Dal í Bláskógarbyggð verða Sigurður Ingi, Jóhann Friðrik og Hafdís Hrönn.
  • Í Landnámssetrinu í Borgarnesi verða Lilja Dögg, Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý.
Categories
Fréttir

Á ferð um landið – Kjördæmavika Framsóknar

Deila grein

26/02/2024

Á ferð um landið – Kjördæmavika Framsóknar

Þingmenn og ráðherrar Framsóknar verða á ferð og flugi um land allt næstu daga. Þingflokknum er mikilvægt að heyra raddir kjósenda með reglubundnum hætti. Áhersla verður á heimsóknir í bland við opna fundi.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir alla opna fundi, en einnig má nálgast viðburðina á Facebook: https://fb.me/e/3vOUaC0mJ

Mánudagur 26. febrúar:
Reykjavík – Sykursalnum Grósku, kl. 20.00.
Suðurnesjabær – Samkomuhúsinu Sandgerði, kl. 20.00.

Þriðjudagur 27. febrúar:
Mosfellsbær – Skátaheimili Mosverja, kl. 20.00.
Bláskógabyggð – Efsti Dalur, kl. 20.00.
Borgarbyggð – Landnámssetrinu, kl. 20.00.

Miðvikudagur 28. febrúar:
Kópavogur – Siglingafélaginu Ými, Naustavör 14, kl. 20.00.
Akranes – Dalbraut 4, kl. 20.00.
Vopnafjörður – Safnaðarheimilinu, kl. 18.00.

Fimmtudaginn 29. febrúar:
Reyðarfjörður – Þórðarbúð, Austurvegi 39, kl. 17.30.
Sauðárkrókur – Kaffi Krók, kl. 20:15.
Egilsstaðir – Tehúsið, kl 20.00.
Árborg – Hótel Selfoss, kl 20.00.

Föstudagur 1. mars:
Húsavík – Félagsheimili eldri borgara, Hlyn, kl. 16.00.

Laugardagur 2. mars:
Hafnarfjörður – Kiwanissalnum, Helluhrauni 22, kl. 11.00.

Á næstu vikum munu þingmenn og ráðherrar heimsækja Höfn, Vestmannaeyjar, Vestfirði, en nánari upplýsingar verða birtar síðar.

ATH. að dagskráin kann að taka breytingum með skömmum fyrirvara.

Við erum Framsókn!

Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Hann stendur vörð um stjórnarfarslegt, efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði Íslendinga, byggt á lýðræði, þingræði og réttaröryggi.

Í meira en öld höfum við unnið að framfaramálum fyrir Ísland með hugsjónir samvinnunnar að leiðarljósi.

Við í Framsókn trúum því að yfirvegað samtal skili samfélaginu meiri árangri en upphrópanir.
Við setjum manngildi ofar auðgildi.

Categories
Fréttir Greinar

Varnarmál í brennidepli

Deila grein

26/02/2024

Varnarmál í brennidepli

Tvö ár eru liðin í dag frá því að við fylgd­umst agndofa með því þegar Rúss­ar hófu ólög­lega inn­rás sína inn í frjálsa og full­valda Úkraínu. Stríð var hafið í Evr­ópu. Dag­legu lífi Úkraínu­manna, þess­ar­ar fjöl­mennu Evr­ópuþjóðar, var á einni nóttu snúið á hvolf, með þeim af­leiðing­um að millj­ón­ir hafa neyðst til að rífa sig upp með rót­um og flýja heim­ili sín vegna árása Rúss­lands­hers.

Þó að upp­haf­leg­ar áætlan­ir Rússa um að her­taka alla Úkraínu á nokkr­um dög­um hafi bless­un­ar­lega eng­an veg­inn gengið eft­ir hef­ur þeim tek­ist að her­taka um 18% af landsvæði Úkraínu. Úkraínu­mönn­um tókst að hrekja Rússa á brott frá stór­um landsvæðum fram­an af en á und­an­förn­um mánuðum hef­ur víg­lín­an lítið hreyfst í hörðum átök­um, þar sem mann­fall hef­ur verið mikið.

Áhrif inn­rás­ar­inn­ar hafa hríslast út um víða ver­öld með nei­kvæðum efna­hags­áhrif­um og varpað ljósi á and­vara­leysi í varn­ar­mál­um Evr­ópu­ríkja. Veru­leiki í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um gjör­breytt­ist á svip­stundu og í fyrsta sinn í ára­tugi var mála­flokk­ur­inn aft­ur kom­inn á dag­skrá í þjóðfé­lagsum­ræðunni. Þannig hafa ríki Evr­ópu stór­aukið sam­starf og fram­lög til varn­ar­mála og aðild­ar­ríkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins hef­ur fjölgað með inn­göngu Finna og inn­göngu­ferli Svía sem er á loka­metr­un­um en þau skref telj­ast til sögu­legra stefnu­breyt­inga í lönd­un­um tveim­ur. Þær ákv­arðanir sem tekn­ar hafa verið í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Íslend­inga hafa verið far­sæl­ar og staðist tím­ans tönn, má þar nefnda stofnaðild okk­ar að Atlants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og tví­hliða varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in árið 1951.

Ísland hef­ur tekið virk­an þátt í sam­hæfðum aðgerðum vest­rænna ríkja til að styðja við Úkraínu. Tekið hef­ur verið á móti öll­um þeim Úkraínu­mönn­um sem hingað hafa leitað í skjól, ásamt því að margþætt­ur efna­hags­leg­ur og póli­tísk­ur stuðning­ur hef­ur verið veitt­ur svo dæmi séu tek­in. Það er gríðarlega mik­il­vægt að það verði ekki rof í stuðningi Vest­ur­landa við Úkraínu og sér­stak­lega brýnt að fundn­ar verði leiðir til þess að tryggja öfl­uga hernaðaraðstoð til Úkraínu­manna. Þar eru meðal ann­ars bundn­ar von­ir við að sátt ná­ist milli Re­públi­kana og Demó­krata í full­trúa­deild Banda­ríkjaþings um 60 millj­arða dala hernaðaraðstoð við Úkraínu.

Lang­tíma­hugs­un með marg­háttuðum stuðningi við Úkraínu skipt­ir máli. Sag­an kenn­ir okk­ur að ef ein­ræðis­herr­ar verða ekki stöðvaðir, halda þeir yf­ir­gangi sín­um ótrauðir áfram. Í amstri hvers­dags­ins vill það kannski gleym­ast að sú þjóðfé­lags­gerð sem við og þjóðirn­ar í kring­um okk­ur þekkj­um er ekki sjálf­sögð. Tug­millj­ón­ir manna létu lífið í seinni heims­styrj­öld­inni í bar­átt­unni fyr­ir því frelsi, lýðræði og mann­rétt­ind­um sem við búum við í dag. Inn­rás­in í Úkraínu er grimmi­leg áminn­ing um að þessi gildi eiga und­ir högg að sækja í heim­in­um. Það er óheillaþróun sem sporna verður við.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. febrúar 2024.

Categories
Fréttir

„Ríkið segir: Ekki ég, og sveitarfélögin segja: Ekki ég“

Deila grein

22/02/2024

„Ríkið segir: Ekki ég, og sveitarfélögin segja: Ekki ég“

„Fyrir um ári átti ég samtal í munnlegu fyrirspurn við hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um förgun dýraafurða og dýrahræja. Staðan er þannig að núverandi lög og reglur ganga hreinlega ekki upp sökum þess að úrræðin vantar. Það er einungis einn brennsluofn til staðar til að brenna hræ og annar hann ekki þörf. Söfnun hræja og förgun er bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína,“ sagði Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.

„Samkvæmt svari frá hæstv. ráðherra þá eru þessi málefni lögbundin hlutverk sveitarfélaganna þar sem þessi mál falla undir úrgangsmál. En er það svo? Fyrir liggur úrskurður frá EFTA-dómstólnum um að Ísland hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar samkvæmt innleiddu EES-regluverki. Í kjölfar þessa úrskurðar hefur verið umræða innan sveitarfélaganna um hvar ábyrgð á verkefninu liggi.“

„Skilningur minn var að þetta væri að finna undir lögum um meðhöndlun úrgangs en réttara er að þetta fellur undir lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þetta málefni er því ekki eingöngu á ábyrgð sveitarfélaganna. Hjá nágrannalöndum okkar koma sveitarfélög ekki að söfnun eða fjármögnun þeirra innviða sem þarf til þessara verkefna heldur er það framtak frá sláturleyfishöfum að sjá til þess að koma dýraleifum í lóg. Þar er því líka komið þannig fyrir að dýraleifar eru endurunnar í bæði fóður og fitu sem nýtt er til brennslu sem orkugjafi.“

„Sögunni um hver beri ábyrgð á förgun dýraleifa má líkja við söguna um litlu gulu hænuna. Ríkið segir: Ekki ég, og sveitarfélögin segja: Ekki ég. En við þurfum að taka hænuna okkur til fyrirmyndar og sýna ábyrgð í þessum efnum. Í dýraleifum felast líka verðmæti sem hægt er að nýta og draga þar með úr kostnaði sem annars fellur að fullu á bændur og neytendur,“ sagði Halla Signý að lokum.


Ræða Höllu Signýjar í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegur forseti. Fyrir um ári átti ég samtal í munnlegu fyrirspurn við hæstv. umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um förgun dýraafurða og dýrahræja. Staðan er þannig að núverandi lög og reglur ganga hreinlega ekki upp sökum þess að úrræðin vantar. Það er einungis einn brennsluofn til staðar til að brenna hræ og annar hann ekki þörf. Söfnun hræja og förgun er bæði mjög dýr og erfið í framkvæmd, m.a. vegna varnarlína.

Samkvæmt svari frá hæstv. ráðherra þá eru þessi málefni lögbundin hlutverk sveitarfélaganna þar sem þessi mál falla undir úrgangsmál. En er það svo? Fyrir liggur úrskurður frá EFTA-dómstólnum um að Ísland hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar samkvæmt innleiddu EES-regluverki. Í kjölfar þessa úrskurðar hefur verið umræða innan sveitarfélaganna um hvar ábyrgð á verkefninu liggi. Skilningur minn var að þetta væri að finna undir lögum um meðhöndlun úrgangs en réttara er að þetta fellur undir lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þetta málefni er því ekki eingöngu á ábyrgð sveitarfélaganna. Hjá nágrannalöndum okkar koma sveitarfélög ekki að söfnun eða fjármögnun þeirra innviða sem þarf til þessara verkefna heldur er það framtak frá sláturleyfishöfum að sjá til þess að koma dýraleifum í lóg. Þar er því líka komið þannig fyrir að dýraleifar eru endurunnar í bæði fóður og fitu sem nýtt er til brennslu sem orkugjafi.

Virðulegi forseti. Sögunni um hver beri ábyrgð á förgun dýraleifa má líkja við söguna um litlu gulu hænuna. Ríkið segir: Ekki ég, og sveitarfélögin segja: Ekki ég. En við þurfum að taka hænuna okkur til fyrirmyndar og sýna ábyrgð í þessum efnum. Í dýraleifum felast líka verðmæti sem hægt er að nýta og draga þar með úr kostnaði sem annars fellur að fullu á bændur og neytendur.“

Categories
Fréttir

„Köstum ekki barninu út með baðvatninu“

Deila grein

22/02/2024

„Köstum ekki barninu út með baðvatninu“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins mikilvæg skref ríkisstjórnarinnar í málefnum útlendinga og innflytjenda er hafa ekki alltaf verið stigin í takt. „Nú er hér í fyrsta skipti tekið heildstætt utan um verkefnið og það skiptir máli. Áherslan sem lögð er byggir á mannúð og mikilvægi þess að fjárfesta í fólki með markvissri afgreiðslu umsókna og inngildingu þeirra sem hér setjast að. Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við stefnu Framsóknar.“

„Ég vil fagna þeirri heildarsýn í málefnum útlendinga og innflytjenda sem ríkisstjórnin kynnti í gær ásamt aðgerðum til að ná markmiðum sem sett eru fram undir þeirri sýn. Á síðustu árum hafa verið stigin alla vega skref í málaflokknum en þau hafa ekki alltaf verið stigin í takt. Nú er hér í fyrsta skipti tekið heildstætt utan um verkefnið og það skiptir máli. Áherslan sem lögð er byggir á mannúð og mikilvægi þess að fjárfesta í fólki með markvissri afgreiðslu umsókna og inngildingu þeirra sem hér setjast að. Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við stefnu Framsóknar og þann málflutning sem sú sem hér stendur hefur staðið fyrir á þingi í tíu ár. Verkefnin sem sjónum er beint að skipta allar byggðir landsins máli,“ sagði Líneik Anna.

„Ég vil sérstaklega draga fram aðgengi að íslenskunni, ráðgjöf til starfsfólks skóla og umbætur við mat á menntun innflytjenda. Ég vil líka leggja áherslu á að við höfum víða góðan grunn undir þær aðgerðir sem sjónum er nú beint að. Sérstaklega vil ég vekja athygli á því sem framhaldsfræðslan hefur unnið að í meira en 20 ár, sennilega nær 25 árum, en þar hafa símenntunarmiðstöðvarnar sinnt íslenskukennslu og samfélagsfræðslu. Þær hafa unnið mikið frumkvöðlastarf og seinna kom Fræðslumiðstöð atvinnulífsins inn í verkefnið. Þær unnu frumkvöðlastarf þar sem skorti þekkingu og reynslu. Byggjum á þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin til þessa.“

„Köstum ekki barninu út með baðvatninu,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnu í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Ég vil fagna þeirri heildarsýn í málefnum útlendinga og innflytjenda sem ríkisstjórnin kynnti í gær ásamt aðgerðum til að ná markmiðum sem sett eru fram undir þeirri sýn. Á síðustu árum hafa verið stigin alla vega skref í málaflokknum en þau hafa ekki alltaf verið stigin í takt. Nú er hér í fyrsta skipti tekið heildstætt utan um verkefnið og það skiptir máli. Áherslan sem lögð er byggir á mannúð og mikilvægi þess að fjárfesta í fólki með markvissri afgreiðslu umsókna og inngildingu þeirra sem hér setjast að. Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við stefnu Framsóknar og þann málflutning sem sú sem hér stendur hefur staðið fyrir á þingi í tíu ár. Verkefnin sem sjónum er beint að skipta allar byggðir landsins máli. Ég vil sérstaklega draga fram aðgengi að íslenskunni, ráðgjöf til starfsfólks skóla og umbætur við mat á menntun innflytjenda. Ég vil líka leggja áherslu á að við höfum víða góðan grunn undir þær aðgerðir sem sjónum er nú beint að. Sérstaklega vil ég vekja athygli á því sem framhaldsfræðslan hefur unnið að í meira en 20 ár, sennilega nær 25 árum, en þar hafa símenntunarmiðstöðvarnar sinnt íslenskukennslu og samfélagsfræðslu. Þær hafa unnið mikið frumkvöðlastarf og seinna kom Fræðslumiðstöð atvinnulífsins inn í verkefnið. Þær unnu frumkvöðlastarf þar sem skorti þekkingu og reynslu. Byggjum á þeirri vinnu sem þar hefur verið unnin til þessa. Köstum ekki barninu út með baðvatninu.“

Categories
Fréttir

Umræðan um útlendingamál verður að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum

Deila grein

22/02/2024

Umræðan um útlendingamál verður að vera málefnaleg og byggjast á staðreyndum

Jóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, ræddi í störfum þingsins heildaraðgerðir í málaflokki útlendingamála er ríkisstjórnin kynnti í vikunni þar sem höfð eru til grundvallar sjónarmið um skilvirkni, mannúð og inngildingu.

„Ég er sammála þessum aðgerðum enda ríma þær við stefnu Framsóknarflokksins í málaflokknum,“ sagði Jóhann Friðrik.

„Þetta er yfirgripsmikið og efni í langa ræðu en svo að ég minnist nú á nokkra þætti þá á þarna m.a. að efla virkni fólks af erlendum uppruna með menntabrú inn á vinnumarkað sem annast mat á menntun, eflingu raunfærnimats, starfstengda íslenskukennslu o.fl. Einnig verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi um sig. Aukin áhersla verður lögð á landamæraeftirlit með þeim sem fengið hafa endurkomubann. Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndunum, m.a. með afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna. Áherslan verður á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við hvað mesta neyð. Forgangsraða á móttöku flóttafólks og fjölskyldum í viðkvæmri stöðu sem ég er að sjálfsögðu sammála og þar verður horft til kvótaflóttafólks.“

„Það er alveg klárt að þegar gerðar voru nauðsynlegar breytingar á málaflokknum á síðasta þingi voru hér stjórnmálamenn sem studdu hvorki þær breytingar né virtust gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að málaflokkurinn verði reglulega endurskoðaður. Við þurftum líka að sitja undir einu lengsta málþófi sögunnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvort þeir flokkar sem greiddu atkvæði gegn því frumvarpi eða höfðu uppi stór orð séu að huga að einhvers konar stefnubreytingu. Það er bara þeirra mál.

Ég vil þó taka fram hversu mikilvægt það er að umræðan um málaflokkinn sé bæði málefnaleg og byggist á staðreyndum hér á næstu misserum,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.


Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Í gær kynnti ríkisstjórnin gríðarlega mikilvægar aðgerðir sem byggjast á því að horft verði á málaflokk útlendingamála á heildrænan hátt með skilvirkni, mannúð og inngildingu að leiðarljósi. Ég er sammála þessum aðgerðum enda ríma þær við stefnu Framsóknarflokksins í málaflokknum. Þetta er yfirgripsmikið og efni í langa ræðu en svo að ég minnist nú á nokkra þætti þá á þarna m.a. að efla virkni fólks af erlendum uppruna með menntabrú inn á vinnumarkað sem annast mat á menntun, eflingu raunfærnimats, starfstengda íslenskukennslu o.fl. Einnig verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi um sig. Aukin áhersla verður lögð á landamæraeftirlit með þeim sem fengið hafa endurkomubann. Ráðist verður í breytingar á regluverki á sviði verndarmála til samræmingar við löggjöf á Norðurlöndunum, m.a. með afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna. Áherslan verður á að tryggja að verndarkerfið þjóni fyrst og fremst þeim sem búa við hvað mesta neyð. Forgangsraða á móttöku flóttafólks og fjölskyldum í viðkvæmri stöðu sem ég er að sjálfsögðu sammála og þar verður horft til kvótaflóttafólks.

Virðulegi forseti. Það er alveg klárt að þegar gerðar voru nauðsynlegar breytingar á málaflokknum á síðasta þingi voru hér stjórnmálamenn sem studdu hvorki þær breytingar né virtust gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt er að málaflokkurinn verði reglulega endurskoðaður. Við þurftum líka að sitja undir einu lengsta málþófi sögunnar. Ég hef ekki hugmynd um það hvort þeir flokkar sem greiddu atkvæði gegn því frumvarpi eða höfðu uppi stór orð séu að huga að einhvers konar stefnubreytingu. Það er bara þeirra mál. Ég vil þó taka fram hversu mikilvægt það er að umræðan um málaflokkinn sé bæði málefnaleg og byggist á staðreyndum hér á næstu misserum.“

Categories
Fréttir

Kæru flokksfélagar!

Deila grein

21/02/2024

Kæru flokksfélagar!

Kjördæmavika þingflokks Framsóknar verður í næstu viku, líkt og áður má leiða að því líkum að því að fram undan séu áhugaverðir og skemmtilegir dagar. Það að þeysast um kjördæmið og hitta á mann og annan er eitt að því sem okkur þingmönnum þykir skemmtilegt. Þingmenn og ráðherrar munu eiga fjölmarga fundi í öllum landsfjórðungum og eins munum við nýta tímann til að heimsækja fyrirtæki og stofnanir eins og við komumst yfir. Á heimasíðu flokksins verður hægt að nálgast yfirlit yfir fundina. Auk þess mun flokksfólk að sjálfsögðu fá sérstakt boð á fundi. Samtalið við ykkur er okkur mikilvægt og gefur gott veganesti í áframhaldandi störf okkar.

Einnig, sem hluti af því að vera í betra sambandi við grasrótina verður boðað til fundar með flokksfólki á Teams nk. fimmtudag kl. 20. Fundurinn er hugsaður sem framhald af bréfi þingflokksformanns þar sem farið er yfir helstu málin í þinginu hverju sinni. Þá gerum við ráð fyrir að boðað verði til fleiri slíkra funda í framtíðinni með reglulegu millibili, eða á um tveggja mánaða fresti, svo hægt sé að halda áfram virku samtali. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn hér:

Störf þingsins – Rafrænn fundur

Hlekkur á fundinn verður sendur skömmu fyrir fund.

Öruggari framtíð fyrir Grindvíkinga

Ætla verður að engan hafi órað fyrir því, við þingsetningu Alþingis 12. september sl., að stjórnarfrumvarp um uppkaup ríkisins á heilu sveitarfélagi, 1.200 íbúðum, yrði á dagskrá þingsins þennan veturinn. En því miður er það raunin. Frumvarpið er í góðu samræmi við ákall frá Grindvíkingum á fjölmennum íbúafundi í Laugardalshöll 16. janúar. Þar kölluðu Grindvíkingar eftir að ríkisvaldið myndi borga Grindvíkinga út úr húsnæðum sínum, fyrir þá sem það kysu. Ríkið stefnir nú að því að kaupa íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga innan Grindavíkurbæjar, ef eftir því er leitað af hálfu viðkomandi eigenda. Í frumvarpinu er lagt til að greiðsla fyrir íbúðarhúsnæði muni verða 95% af brunabótamati á kaupdegi að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Frumvarpið kveður eins á um forgangsrétt eiganda, í samningi um kaup þess, sem veitir honum forgangsrétt að íbúðarhúsnæðinu, en að rétturinn falli niður tveimur árum eftir gildistöku laganna.

Engin ein leið passar fyrir alla, en þarna er leitast við að mæta sem flestum á eins sanngjarnan hátt og hægt er í svo flóknu og viðamiklu máli. Reikna má með að málið geti tekið breytingum í þinglegri meðferð þar sem innsendar umsagnir verða teknar til umfjöllunar. Undirrituð tekur undir með Jóhanni Friðrik Friðrikssyni, alþingismanni, í fyrstu umræðu málsins er hann sagði:

„Eins og hér hefur komið fram þá höfum við verið vakin og sofin yfir því að reyna að koma til móts við þá stöðu sem við erum búin að vera að ganga í gegnum á Suðurnesjum og í Grindavík. Allur þingheimur hefur verið einhuga um það að vinna hratt og vel að málefnum Grindvíkinga. 63 þingmenn hafa hér verið á grænu í öllum þeim málum sem þegar hafa komið fram og hafa verið kláruð. Ég er þess fullviss að sú samvinna í þeirri vegferð mun halda áfram og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja það að við léttum eins og mögulegt er áhyggjum af Grindvíkingum á þessum erfiða tíma.“

Málefni útlendinga framarlega í umræðunni

Annað mál hefur verið mjög hávært í þjóðfélagsumræðunni, málefni útlendinga. Í gær átti Framsókn pláss í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þar sem fyrirspurn okkar var beint til dómsmálaráðherra um hvernig eftirliti með landamærum okkar sé háttað. Í fréttum síðustu helgi fór hátt mál hælisleitanda, er hafi verið synjað um vernd hér á landi, á þeim grundvelli að hafa þegar fengið vernd í Grikklandi. Var honum vísað brott í lögreglufylgd auk þess sem hann fékk á sig endurkomubann. Daginn eftir var hann þó aftur kominn til landsins og er hér enn. Hér er því svo sannarlega ekki um að ræða skilvirka brottför að ræða og mikilvægt að tekið verði af málum sem þessu með festu.  

Stjórnarflokkarnir hafa sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Þar er verið að taka utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með það til hliðsjónar að samræma framkvæmd við þá sem þekkist annars staðar á Norðurlöndunum, m.a. með niðurfellingu séríslensks ákvæðis í 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga. Markmiðið er aðallega að fækka óþörfum umsóknum, gera afgreiðslur mála skilvirkari og stytta málsmeðferðartíma til muna. Með því er talið að kostnaður við þann málaflokk muni lækka, en hann hefur aukist umtalsvert.

Málið hefur nú þegar verið afgreitt frá þingflokkunum og reikna má með að ráðherra muni mæla fyrir því í vikunni.

Málið verður reifað betur á framangreindum fundi með grasrót flokksins nk. fimmtudag.

Vikan í þinginu litast í þetta sinn að miklu leyti af málefnum Grindvíkinga og stefnumótun stjórnvalda í málefnum útlendinga. Mikilvægasta verkið þessa dagana er að ljúka umfjöllun í nefndum um uppkaup húsnæðisins í Grindavík og fjárauka því tengdu í þessari viku svo hægt sé að útrýma óvissu.

Við munum nú í kjördæmaviku eiga mjög dýrmætt tækifæri til að eiga milliliðalaust samtal um þessi mál og fleiri við grasrót flokksins og stuðningsfólk. Við hlökkum til að koma og eiga gott samtal við ykkur.

Með kveðju frá Austurvelli,

Ingibjörg Isaksen