Categories
Greinar

Orkumál og orkuöryggi

Deila grein

01/02/2024

Orkumál og orkuöryggi

Undanfarið hefur verið mikil umræða um orkumál og orkuöryggi þjóðarinnar. Samkvæmt greiningu Byggðastofnunar koma um 20% af heildar atvinnutekjum íbúa Akraness frá framleiðslu og má áætla að flest störfin séu tengd Norðurál og Elkem á Grundartanga. Þá eru ekki meðtalin þau fjölmörgu afleiddu störf sem starfseminni fylgja, varlega áætlað eru þau ekki færri en framleiðslan sjálf skapar hér innan okkar atvinnusvæðis.  Því ætti öllum að vera ljóst að skerðing raforku til lengri eða skemmri tíma, til fyrirtækja sem veita hundruðum íbúa atvinnu, getur haft verulega neikvæð áhrif á afkomu íbúa og fyrirtækja ásamt stöðu bæjarfélagsins.

Samkvæmt gögnum Landsvirkjunar er árlegur vöxtur á almennum markaði um 2-3%. Skýrist það einna helst af því að Íslendingum fer fjölgandi. Eftirspurnin eftir orku í ársbyrjun 2024 var hins vegar tífalt meiri eða um 25%. Það er svo efni í aðra grein hvort og þá hvernig við sem þjóð viljum mæta þessari eftirspurn.

Andstæðum pólum er stillt upp hvor gegn öðrum – og hvorum hópnum ætlar maður að tilheyra? En þarf að tilheyra öðrum hópnum? Má jafnvel samsvara sig með þeim báðum? Setja góð rök framar tilfinningum? Viltu tilheyra hópnum sem sér tækifærin í nýtingu orkukosta og vill nýta þá? Ég er þar, það er minn hópur!

Hvers vegna? Fyrir Skagamenn er nærtækast að horfa til samfélagsins okkar hér á Akranesi og sjá hversu miklu máli orkumálin skipta okkur. Akranes þróaðist í upphafi í kringum útgerð og landbúnað en hefur svo m.a. vaxið og dafnað í kringum iðnað innan bæjarfélagsins og á Grundartanga en á Akranesi reis Sementsverksmiðjan árið 1959 og á Grundartanga reis Íslenska járnblendifélagið 1979 og svo Norðurál 1997. Það dylst vonandi engum hversu mikilvæg þessi fyrirtæki hafa verið okkur Skagamönnum beint og óbeint.

Eða viltu tilheyra hópnum sem vill setja náttúruna í fyrsta sæti og leyfa náttúrunni að njóta vafans? Ég er þar, það er líka minn hópur!

Þau nátturúgæði sem við Íslendingar búum við eru einstök og okkur ber skylda til þess að nálgast þau af sömu virðingu og þær kynslóðir sem ruddu brautina. Sá kraftur sem í nátturunni býr er ein af forsendum áframhaldandi hagsældar þjóðarinnar.

Orkumál eru nefnilega ekki bara svart og hvítt, með eða á móti. Orkumál snúast að svo miklu leyti um það hvernig land við viljum byggja og búa í.

Tryggja þarf jafnvægi á milli nýtingar og verndar og rjúfa þá kyrrstöðu sem ríkt hefur í allt of langan tíma. Á síðustu 16 árum hefur t.d. einungis verið virkjað um 380 Mw eða að meðaltali 24 Mw á ári. Það sjá allir að með sama áframhaldi er ljóst að langt er í að markmiðum Íslands í orkuskiptum verði náð.

Ríkistjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið um að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040. Til þess að þau markmið gangi eftir þarf að tvöfalda orkuframleiðslu dagsins í dag.

Orkumál eiga ekki og mega ekki eingöngu snúast um að vera með eða á móti stóriðju! Orkusækinn iðnaður er svo miklu meira og fjölbreyttari en sú stóriðja sem okkur dettur fyrst í hug þegar við heyrum orðið nefnt.

En málið er samt ekki svo einfalt að það þurfi bara að tvöfalda framleiðsluna, ef einfalt má kalla. Verkefni stjórnvalda er ekki síður að ráðast í umfangsmikla innviðauppbyggingu þegar kemur að dreifikerfi raforku. Alltof lítið hefur verið gert í alltof langan tíma og þar eru gríðarleg sóknarfæri.

Landsnet hefur lagt mikla áherslu á endurnýjun Blöndulínu 3 og auka þannig afhendingaröryggi og afhendingargetu flutningskerfisins. Hér eru miklir hagsmunir í húfi og því eðlilegt að velta fyrir sér lagaumhverfinu. Er ásættanlegt að jafn þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir veltist um í kerfinu ár eftir ár og á meðan verði þjóðfélagið af milljarða tekjum?  Áætlað er að umframorka á Norður- og Austurlandi sem tapast árlega vegna flutningstakmarkana geti numið á bilinu 300 til 400 GWst sem jafngildir allri framleiðslu Kröfluvirkjunar. Væri framkvæmdum lokið við Blöndulínu er mjög líklegt að ekki hefði þurft að koma til þeirra skerðinga sem Elkem og Norðurál verða nú fyrir.

Lög og reglur eru mannanna verk og því er mikilvægt að þau sem með valdið fara hverju sinni hafi kjark og þor til þess að beita því þjóðinni til hagsbóta. Stjórnvöld þurfa að stíga inn og skapa skilvirkari lagaumgjörð líkt og gert hefur verið hjá sumum nágrannaþjóðum okkar sem við gjarnan berum okkur saman við eins og t.d. Svíþjóð. Þannig hefur verið smíðað regluverk sem ætlað er að ná utan um þjóðhagslega mikilvæga innviði, hvort sem um er að ræða virkjanir, flutningskerfi raforku, nýtingu jarðvarma, vegi eða aðra grunn innviði. Slíkt lagaumhverfi getur vissulega takmarkað að ákveðnu leyti skipulagsvald sveitarfélaganna en á sama tíma tryggt mun meiri skilvirkni, losað um hömlur og langvarandi tafir í undirbúningi framkvæmda.

Ragnar Sæmundsson, oddviti Framsóknar og Frjálsra á Akranesi.

Greinin birtist fyrst á skessuhorn.is 31. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Stór­aukið fram­boð af ís­lensku­námi

Deila grein

01/02/2024

Stór­aukið fram­boð af ís­lensku­námi

Lykillinn að hverju samfélagi er tungumálið. Eitt af því sem ráðherranefnd um íslenskt mál hefur lagt ríka áherslu á er að stórauka aðgengi að menntun í íslensku. Fjarnám í íslensku á BA-stigi, sameiginlegt fjarnám í íslensku sem öðru máli og háskólabrú fyrir innflytjendur eru meðal aðgerða í aðgerðaráætlun í málefnum íslenskrar tungu sem ráðherranefndin kynnti í desember sl. Framangreindar aðgerðir eru á ábyrgð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins og hafa þær þegar verið fjármagnaðar í gegnum Samstarf háskóla, en samstarf til eflingar íslensku og máltækni var eitt af áhersluatriðum í Samstarfi háskóla þegar það var kynnt á síðasta ári. Aðgerðirnar hafa það að markmiði að bæta aðgengi að námi í íslensku og að undirstrika samfélagslegt mikilvægi háskóla.

Nú þegar er byrjað að vinna að nokkrum verkþáttum í aðgerðaráætlun sem kynnt var í lok síðasta árs og er nú til umfjöllunar sem þingsályktunartillaga á Alþingi. Það er fagnaðarefni hvernig háskólarnir hafa tekið höndum saman í þessu mikilvæga samfélagslega verkefni að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir fjölbreytta nemendahópa. Það er sérstök ástæða til að hrósa háskólamálaráðherranum fyrir hversu góður gangur eru í málefnum íslenskunnar á hennar ábyrgðarsviði.

Ein aðgerðin snýr að sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem öðru máli sem þróað er í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Háskólaseturs Vestfjarða. Innflytjendum gefst með þessu tækifæri til að stunda fjarnám í hagnýtri íslensku sem öðru máli og kennsla á hluta námsleiðarinnar hófst haustið 2023.

Aðgengi að íslenskunámi á háskólastigi verður bætt með því að bjóða upp á fjarnám í íslensku til BA-prófs, samstarf Hugvísindasviðs og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háskólann á Akureyri. Fyrstu námskeið voru kennd síðasta haust og stefnt er á að námsbrautin verði að fullu starfandi síðar á þessu ári.

Í haust verður svo farið af stað með nýja námsleið fyrir nemendur sem hafa grunn í íslensku máli en þurfa stuðning til þess að sækja frekara háskólanám á íslensku. Með þessu verður aðgengi innflytjenda að almennu háskólanámi bætt til muna en að þessu koma Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst.

Tunga hverrar þjóðar er spegill og andlit hennar er menntun. Orðin eru undirstaða tungumálsins en orðin geta ekki verið án einhverrar hugmyndar eða skilnings, viljum við sjá framfarir. Af því orðin leiða hugmyndir fólks í ljós, geta þau hvorki verið fleiri eða öðruvísi en hugmyndunum er samboðið. Séu hugmyndirnar þróttlitlar, óskýrar og á reiki, hljóta orðin að vera það líka. Þannig stendur mál hverrar þjóðar í nauðsynlegu hlutfalli við þá menntun sem hún hefur öðlast. Sé mál hennar orðfátt, má ganga að því vísu að sú þjóð sé ekki komin langt í menntun. Því hefur verið haldið fram að engin þjóð getur átt fagurt og vandað mál sem ekki leggi mikla alúð við menntun. Þannig skrifaði Þórður Jónasson, ritstjóri og dómstjóri, í fyrstu blaðgreininni um íslenskt mál, sem rituð var árið 1847 í Reykjavíkurpósti. Þessar hugleiðingar eru sígildar og eiga enn við í dag. Við verðum að halda áfram að auka framboðið að menntun í íslensku til þess að við sjáum Ísland þróast í þá átt sem við viljum, sem er hiklaust að allir hafi jöfn tækifæri í lífinu.

Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu er nú til umfjöllunar á Alþingi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 1. febrúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Tveggja ára innviðaráðuneyti

Deila grein

01/02/2024

Tveggja ára innviðaráðuneyti

Í dag eru tvö ár liðin frá því að nýtt og öfl­ugt ráðuneyti, innviðaráðuneytið, tók til starfa. Ráðuneytið er ávöxt­ur breytts stjórn­ar­ráðs þar sem ákveðið var að færa mála­flokka á milli ráðuneyta til að stjórn rík­is­ins tæki bet­ur mið af sam­fé­lag­inu og þeim fjöl­breyttu og brýnu verk­efn­um sem vinna þarf að frá degi til dags til að leggja traust­ari grunn að framtíðinni. Í fyrsta sinn voru sam­einaðir und­ir eina yf­ir­stjórn mála­flokk­ar sveit­ar­stjórna, sam­gangna, byggðamála, hús­næðismála og skipu­lags­mála. Með þessu var stigið stórt skref sem hef­ur í för með sér mun betri sýn yfir mála­flokka sem snerta dag­legt líf allra lands­manna.

Vörðum leiðina sam­an

Verk­efni ráðuneyt­is­ins eru mörg og þau eru mik­il­væg. Innviðaráðuneytið býr að því að eiga inn­an vé­banda sinna öfl­ugt fólk sem vinn­ur af krafti við að mæta þörf­um og kröf­um sam­fé­lags­ins. Við höf­um á þeim tveim­ur árum sem liðin eru frá stofn­un ráðuneyt­is­ins lagt mikla áherslu á lif­andi og djúpt sam­tal við sam­fé­lagið. Haustið 2022 voru haldn­ir sam­ráðsfund­ir í sam­vinnu við lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga und­ir yf­ir­skrift­inni Vörðum leiðina sam­an og voru þeir fund­ir mik­il­væg­ur liður í sam­hæf­ingu ráðuneyt­is­ins á sviði stefnu­mót­un­ar í mála­flokk­um byggða-, sam­göngu-, hús­næðis-, sveit­ar­stjórn­ar- og skipu­lags­mála. Þess­ir fund­ir eru þó aðeins brot af því víðtæka sam­ráði og sam­tali sem innviðaráðuneytið á í á hverj­um tíma.

Á þessu þingi og því síðasta hef ég lagt fyr­ir þingið áætlan­ir sem varða alla þessa mála­flokka og hafa tvær þeirra verið samþykkt­ar á Alþingi: Byggðaáætl­un og stefnu­mót­andi áætl­un í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga. Þess­ar vik­urn­ar eru nefnd­ir þings­ins að vinna að lands­skipu­lags­stefnu, sam­göngu­áætlun og hús­næðis­stefnu. All­ar eru þess­ar stefn­ur ávext­ir vinnu hins tveggja ára ráðuneyt­is.

Hús­næðismál­in eru í önd­vegi

All­ir mála­flokk­ar ráðuneyt­is­ins eru mik­il­væg­ir. Það er þó ljóst að sá mála­flokk­ur sem hef­ur fengið mesta kast­ljósið þessi fyrstu tvö árin er hús­næðismál­in. Hús­næðis­stefn­an sem nú ligg­ur fyr­ir þing­inu er ótrú­legt en satt fyrsta heild­stæða áætl­un­in um hús­næðismál á Íslandi. Hún mun ramma inn hug­mynda­fræði og aðgerðir sem varða leiðina næstu árin og ára­tug­ina. Ég hef sem innviðaráðherra lagt höfuðáherslu á gott sam­starf við sveit­ar­fé­lög­in sem hafa skipu­lags­valdið og eru því mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri miklu upp­bygg­ingu hús­næðis sem við verðum að ráðast í á næstu árum. Sum­arið 2022 und­ir­ritaði ég ramma­sam­komu­lag við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem miðar að því að á tíu árum verði byggðar 35 þúsund nýj­ar íbúðir svo þörf sam­fé­lags­ins verði mætt. Stóra mark­miðið í þeirri stefnu er að vinna gegn þeim miklu sveifl­um sem við höf­um upp­lifað á hús­næðismarkaði síðustu ár og ára­tugi með til­heyr­andi áhrif­um á verð, verðbólgu og vexti. Í fram­hald­inu hef­ur verið unnið að samn­ing­um við ein­staka sveit­ar­fé­lög og hef ég und­ir­ritað samn­inga við tvö sveit­ar­fé­lög, Reykja­vík og Vík í Mýr­dal. Fleiri samn­ing­ar eru í upp­sigl­ingu. Þrátt fyr­ir óhag­stætt um­hverfi verðbólgu og hárra vaxta hef­ur þessu stóra verk­efni miðað vel. Þótt fyrstu skref­in hafi þurft að vera styttri og var­færn­ari vegna aðstæðna er mark­miðið um 35 þúsund nýj­ar íbúðir óbreytt. Þarf­ir ört vax­andi sam­fé­lags kalla ein­fald­lega á öfl­ugt sam­starf rík­is, sveit­ar­fé­laga og iðnaðar­ins.

Við ger­um gagn

Fyrstu tvö ár innviðaráðuneyt­is­ins hafa ein­kennst af ákveðnum hugs­un­ar­hætti sem má ramma inn í orðin: Við ger­um gagn. Í þess­um orðum má lesa ákveðna auðmýkt en á sama tíma göm­ul og góð ís­lensk gildi um dugnað og ósér­hlífni.

Við sem störf­um í innviðaráðuneyt­inu mun­um áfram vinna eft­ir þess­um hugs­un­ar­hætti. Þjón­usta okk­ar við sam­fé­lagið er okk­ur alltaf efst í huga. Fyrstu tvö árin eru liðin og við höld­um ótrauð áfram veg­inn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og innviðaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgnblaðinu 1. febrúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Orkumál í stóra samhenginu

Deila grein

29/01/2024

Orkumál í stóra samhenginu

Síðastliðinn þriðju­dag voru orku­mál lands­ins sér­stak­lega rædd á Alþingi. Umræðan fór fram fyr­ir til­stilli und­ir­ritaðrar og var um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra til andsvara. Ásamt okk­ur mættu full­trú­ar allra þing­flokka til að út­skýra af­stöðu sína varðandi orkuþörf lands­ins og orku­ör­yggi okk­ar til framtíðar. Umræðan var líf­leg og áhuga­verð og kom væg­ast sagt á óvart á köfl­um.

Er orku­skort­ur á Íslandi?

Þrátt fyr­ir að sér­fræðing­ar inn­an orkuiðnaðar­ins hafi lengi bent á aukna orkuþörf þjóðar­inn­ar og yf­ir­vof­andi orku­skort hér á landi þá eru greini­lega aðilar sem enn eru ekki sann­færðir um vand­ann.

Eft­ir­spurn eft­ir raf­orku hér á landi er orðin meiri en fram­boð og sam­fé­lagið er hvatt til þess að spara orku, hvort sem um er að ræða fyr­ir­tæki eða heim­ili. Æ oft­ar ger­ist það að fyr­ir­tæki neyðast til þess að brenna olíu til að halda dag­legri starf­semi sinni gang­andi í sam­ræmi við samn­inga vegna ótryggr­ar orku, sem mik­il­væg­ir eru til að full­nýta kerfið. Í þessu felst kostnaður fyr­ir okk­ur öll ásamt þeim nei­kvæðu um­hverf­isáhrif­um sem slík brennsla hef­ur í för með sér.

Heim­il­in í for­gangi

Í nú­ver­andi ástandi hef­ur rík­is­stjórn­in sett það í al­gjör­an for­gang að yf­ir­vof­andi orku­skort­ur hafi lít­il sem eng­in áhrif á heim­ili fólks né lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki.

Þingið hef­ur nú til meðferðar frum­varp um raf­orku­ör­yggi, en þar kem­ur fram að not­end­ur sem kaupa raf­orku til heim­il­is­nota, mik­il­væg­ir sam­fé­lags­innviðir og fyr­ir­tæki með færri en 50 starfs­menn og ár­sveltu eða efna­hags­reikn­ing sem er ekki yfir 1,5 millj­örðum kr. og hafa ekki samið sér­stak­lega um skerðan­lega notk­un skuli njóta for­gangs ef skerðing á raf­orku á sér stað. Miðað við ræðurn­ar í fram­an­greind­um umræðum býst ég ekki við öðru en að all­ir þing­menn, þvert á flokka, ýti á græna takk­ann þegar frum­varpið fer í at­kvæðagreiðslu.

Stöðnun at­vinnu­lífs­ins vegna skerðinga

Þó svo að heim­ili og lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki verði að mestu óhult ef til skömmt­un­ar á raf­orku kem­ur þá þurf­um við að horfa á stóru mynd­ina. Ef við öfl­um ekki meiri raf­orku og dreif­um henni á sem best­an máta þá mun það hafa tals­verð áhrif á at­vinnu­líf hér á landi. Stór­not­end­ur raf­orkunn­ar okk­ar bera þung­ann af skerðing­um á raf­orku. Um er að ræða þjóðhags­lega mik­il­væg fyr­ir­tæki sem skila sam­fé­lag­inu tals­verðum út­flutn­ings­tekj­um og það kom nokkuð á óvart að tals­menn sumra flokka á Alþingi hefðu tak­markaðar áhyggj­ur af því að slík­ar skerðing­ar eigi sér stað í rekstri þeirra, með til­heyr­andi áhrif­um á vöru þeirra og þjón­ustu.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá verðum við að ákveða í hvernig sam­fé­lagi við vilj­um búa. Vilj­um við tak­marka orku fyr­ir stór­not­end­ur og þar með gera þá nauðbeygða til að nýta óhreina raf­orku­kosti í sín­um rekstri eða vilj­um við tryggja að stór og stönd­ug fyr­ir­tæki hafi nægj­an­lega orku fyr­ir hendi til að skapa út­flutn­ings­tekj­ur, sem skila sér til fram­kvæmda á mik­il­væg­um innviðum og í vel­ferð sam­fé­lags­ins? Hér er átt við öfl­ug fyr­ir­tæki sem flokk­ast sem stór­not­end­ur og bjóða upp á hald­bær­ar vör­ur og/​eða þjón­ustu. Hér þurf­um við að gera grein­ar­mun á milli slíkra fyr­ir­tækja og annarra stór­not­enda á borð við raf­mynta­gröft, en ekki setja alla stór­not­end­ur und­ir sama hatt.

Auk­in öfl­un í þágu um­hverf­is­sjón­ar­miða

Í umræðunni um orku­mál virða sum­ir áhyggj­ur um orku­skort að vett­ugi. Al­mennt er sagt að við eig­um nóg af hreinni raf­orku í dag og að auk­in eft­ir­spurn þýði ekki endi­lega að orku­skort­ur sé yf­ir­vof­andi.

Sú út­breidda skoðun að við eig­um nóg stenst ekki þegar um 40% af þeirri orku sem við not­um í dag til verðmæta­sköp­un­ar kem­ur í formi inn­fluttr­ar olíu líkt og Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, seg­ir í viðtali við Morg­un­blaðið 24. janú­ar sl. Það get­ur varla tal­ist já­kvætt með til­heyr­andi um­hverf­isáhrif og mark­mið Íslands í loft­lags­mál­um til hliðsjón­ar. Það er um­hugs­un­ar­vert að höfuðáhersla er lögð á að fólk fari frek­ar á raf­magns­bíl­um og breyti dag­leg­um neyslu­venj­um þegar skerðing­ar verða fleiri og óhrein­ir orku­gjaf­ar eru notaðir í tals­verðu magni.

Niðurstaðan hlýt­ur að vera sú að auk­in virkj­un og fram­leiðsla á raf­orku ásamt betra dreifi­kerfi þjóni hags­mun­um okk­ar allra í stóra sam­heng­inu.

Ingibjörg Isaksen, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

11,5 milljarðar komnir í loftið

Deila grein

29/01/2024

11,5 milljarðar komnir í loftið

Fyrr í mánuðinum fór í loftið við frá­bæra dóma fjórða serí­an af sjón­varpsþátt­un­um True Detecti­ve sem fram­leidd­ir eru af am­er­ísku sjón­varps­stöðinni HBO max, en stöðin er ein af dótt­ur­fyr­ir­tækj­um einn­ar stærstu afþrey­ing­ar­sam­steypu heims, Warner Bros Disco­very. Þar með op­in­beraðist ár­ang­ur þrot­lausr­ar vinnu hér á landi en þáttaröðin, með Jodie Foster í broddi fylk­ing­ar, var að lang­stærst­um hluta fram­leidd hér á landi af ís­lenska fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­inu True North. Aðstand­end­ur verk­efn­is­ins hafa hlaðið Ísland og ís­lenska kvik­mynda­gerð miklu lofi í banda­rísk­um fjöl­miðlum.

Um er að ræða stærsta kvik­mynda- og sjón­varps­verk­efni sem ráðist hef­ur verið í hér á landi og um hreina er­lenda fjár­fest­ingu að ræða, en heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins nam um 11,5 millj­örðum króna. Að meðaltali voru um 600 manns að vinna að verk­efn­inu á degi hverj­um en á stærstu dög­un­um vor­um um 1.000 manns á setti. Í heild­ina fengu um 1.200 manns greitt fyr­ir aðkomu sína að verk­efn­inu og átti verk­efnið í viðskipt­um við 2.000 fyr­ir­tæki og ein­stak­linga á töku­tím­an­um, en töku­tíma­bilið varði í rúm­lega hálft ár og fóru tök­ur fram í kvik­mynda­ver­um í Reykja­vík ásamt úti­tök­um á Ak­ur­eyri, Kefla­vík, Vog­un­um, Dal­vík, við Stífl­is­dals­vatn og í Bláfjöll­um.

Stærst­ur hluti þeirra sem störfuðu beint við verk­efnið voru Íslend­ing­ar í hinum ýmsu störf­um. Má þarf nefna kvik­mynda­töku- og tækni­fólk ým­is­kon­ar, fram­leiðslu­stjóra, förðunar-, bún­inga- og leik­mynd­ar­sér­fræðinga, auka­leik­ara og svo lengi mætti áfram telja.

Það er mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Ísland sem tökustað að fá verk­efni af þess­ari stærðargráðu hingað og er það ber­sýni­leg staðfest­ing þess að stefna stjórn­valda í mál­efn­um skap­andi greina virk­ar, en til að mynda hef­ur kvik­mynda­stefnu frá ár­inu 2020 verið hrint skipu­lega í fram­kvæmd með fjöl­mörg­um aðgerðum. Einni slíkri var hrint í fram­kvæmt árið 2022 sem fólst í að hlut­fall end­ur­greiðslu af fram­leiðslu­kostnaði í kvik­mynda­gerð sem til fell­ur hér á landi var hækkað úr 25% í 35% fyr­ir verk­efni sem upp­fylla ákveðin skil­yrði hvað varðar stærð, fjölda töku­daga og fjölda starfs­fólks. Árang­ur þeirra breyt­inga fór strax að skila sér líkt og of­an­greint verk­efni sann­ar.

Það er hins veg­ar mik­il­vægt að hafa hug­fast að grunn­ur­inn að hinum mikla ár­angri í kvik­mynda­gerð hér á landi er allt hið magnaða inn­lenda kvik­mynda­gerðarfólk sem hef­ur rutt braut­ina í gegn­um ára­tug­ina. Án þess væri Ísland lít­il­fjör­leg­ur tökustaður í dag, en hróður ís­lensks kvik­mynda­gerðarfólks fer víða enda er það þekkt fyr­ir framúrsk­ar­andi fag­mennsku, vinnu­semi, græn­ar áhersl­ur og lausnamiðað hug­ar­far. Ég mun halda áfram að beita mér af full­um krafti til að efla kvik­myndaiðnaðinn hér á landi í góðu sam­starfi við grein­ina. Það er til mik­ils að vinna að auka verðmæta­sköp­un í hinum skap­andi grein­um enn frek­ar og ég er þess full­viss að framtíðin sé björt á þeim vett­vangi. Ég óska öll­um þeim sem komu að verk­efn­inu True Detecti­ve til ham­ingju með áfang­ann og hvet ykk­ur áfram til góðra verka.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Rann­sókn á or­saka­ferli í kjöl­far sjálfs­vígs

Deila grein

26/01/2024

Rann­sókn á or­saka­ferli í kjöl­far sjálfs­vígs

Þann 1. desember sl. lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. Tillagan hefur það að markmiði að stuðla að öflun gagna sem nýtast við greiningu á áhættuhópum, í forvarnastarfi og við mótun fyrirbyggjandi aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg. Þess er farið á leit í tillögunni að starfshópurinn skili skýrslu með tölfræði og tillögum að aðgerðum, bæði fyrirbyggjandi og í forvarnarstarfi til framtíðar, eigi síðar en 1. maí 2024. Tillagan er unnin í miklu samstarfi við embætti Landlæknis og vil ég sérstaklega þakka Guðrúnu Jónu Guðlaugsdóttur, verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna og Högna Óskarssyni, geðlækni og ráðgjafa fyrir þeirra þátt í vinnunni, sem var ómetanlegur.

Þörf á breytingum

Þegar andlát á sér stað, er það rannsakað til að gera grein fyrir dánarmeini. Rannsóknir lögreglu og héraðslækna fara fram til að ákveða hvort andlát hafi borið að með saknæmum hætti eða ekki. Ef raunin er ekki sú, þá er almennt ekki aðhafst meira. Rannsókninni lýkur og orsökin er skráð í dánarmeinaskrá. Það á m.a. við ef um sjálfsvíg er að ræða. Sjálfsvíg eru ekki rannsökuð afturvirkt þar sem undanfari þeirra er skoðaður í þaula í leit að þáttum sem komu einstaklingnum í það hugarástand sem hann var í við andlátið. Nauðsynlegt er að slík rannsókn fari fram með þeim hætti að fara afturvirkt yfir lýðfræðilegar breytur, aðstæður, atburði og möguleg áföll sem einstaklingurinn upplifði í undanfara sjálfsvígs. Þá er m.a. átt við brottfall úr skóla, atvinnumissi eða langvarandi atvinnuleysi, sambandsslit, makamissi, ofbeldi, neyslu vímugjafa og hvað annað sem getur haft áhrif. Með slíkri rannsókn er hægt að afla hagnýtra gagna sem geta skipt sköpum í áframhaldandi vinnu samfélagsins gegn sjálfsvígum, bæði í forvarnavinnu og við mótun fyrirbyggjandi aðgerða. Gögnin myndu einnig nýtast við það mikilvæga verkefni að greina áhættuhópa í samfélaginu, þ.e. þá hópa sem líklegri eru til að upplifa sjálfsvígshugsanir, gera sjálfsvígstilraunir eða deyja í sjálfsvígi, umfram hefðbundnar breytur á borð við kyn, aldur og búsetu. Nú eru slík gögn ekki til staðar.

Lífsbrú – miðstöð sjálfsvígsforvarna

Í gær kynnti Landlæknir aðgerðir gegn sjálfsvígum og nýja miðstöð sjálfsvígsforvarna. Miðstöðin, sem hlotið hefur nafnið Lífsbrú, varð að veruleika þegar föstu fjármagni frá Heilbrigðisráðuneytinu var veitt ótímabundið í sjálfsvígsforvarnir. Hér er verið að taka risastórt skref í átt að breytingum til hins betra og því ber sannarlega að fagna. Á heimasíðu verkefnisins, www.lifsbru.is segir:

„Markmið Lífsbrúar er að fækka sjálfsvígum á Íslandi í samræmi við áætlun stjórnvalda. Það verður gert með því að velja gagnreyndar aðferðir sem reynst hafa vel í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Einnig að þróa og innleiða verklag, fræðsluefni og leiðbeiningar til að nota á öllum stigum forvarna, ásamt því að stuðla að vitundarvakningu og símenntun.

Markmiðum verður náð með breiðri samvinnu fagfólks, notenda, stofnana og félagasamtaka en einnig með fjáröflun til sjálfsvígsforvarna. Í því skyni hefur verið stofnaður sjóður með sama nafni.“

Sem samfélag viljum við alltaf gera betur

Sjálfsvíg eru viðkvæmt samfélagslegt málefni. Þau hafa mikil áhrif á aðstandendur og jafnvel heilu samfélögin. Áhrifin teygja anga sína víða en samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni verða að meðaltali 135 einstaklingar fyrir áfalli í kjölfar sjálfsvígs eins einstaklings. Talið er að um sex þúsund manns verði fyrir áhrifum af sjálfsvígum á hverju ári hér á landi. Samfélagið vill gera betur, grípa einstaklinga í áhættuhópum, ganga í fyrirbyggjandi aðgerðir, efla forvarnastarf og bjóða upp á sálræna aðstoð fyrir bæði einstaklinga í áhættuhópum og aðstandendur þeirra. Við höfum þörf fyrir að ávallt fari fram rannsókn, svo að komast megi að því hvað hafi gerst og finna alla annmarka sem eru á öryggisneti samfélagsins.

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 26. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Sterkt samfélag nær utan um Grindavík

Deila grein

25/01/2024

Sterkt samfélag nær utan um Grindavík

Með vakn­ingu þeirra nátt­úru­afla sem búa í iðrum jarðar á Reykja­nesi blas­ir við nýr veru­leiki fyr­ir kyn­slóðir okk­ar tíma á suðvest­ur­horni lands­ins. Með eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um við Fagra­dals­fjall hinn 19. mars 2021 hófst nýtt eld­gosa­tíma­bil á Reykja­nesskag­an­um sem átti sér und­an­fara með jarðskjálfta­hrin­um allt frá ár­inu 2019. Líkt og við þekkj­um er helsta verk­efni sam­fé­lags­ins að ná utan þá stöðu sem skap­ast hef­ur í Grinda­vík vegna eld­goss­ins og styðja við Grind­vík­inga. Síðustu ára­tugi hef­ur ís­lenska hag­kerfið skapað mik­il verðmæti og því er ljóst að við sem sam­fé­lag náum utan um þá áskor­un sem blas­ir við. Hins veg­ar skipt­ir efna­hags­stjórn miklu máli um hvort vel tak­ist til!

Jarðhrær­ing­ar

Að mati vís­inda­manna er á Reykja­nes­inu að finna sex eld­stöðva­kerfi sé Hengil­s­kerfið talið með, en hin kerf­in á Reykja­nes­inu eru frá vestri til aust­urs; Reykja­ne­s­kerfið, Eld­vörp/​Svartsengi, Fagra­dals­fjall, Krýsu­vík­ur­kerfið og Brenni­steins­fjalla­kerfið. Hafa þessi kerfi mótað hið ægifagra langslag sem birt­ist okk­ur á Reykja­nes­inu og set­ur ein­kenn­andi svip á lands­hornið. Sam­kvæmt gögn­um og rann­sókn­um sem líta aft­ur til síðustu 3.500 ára hafa vís­inda­menn getið sér til um að gosskeið hafi staðið í um 400-500 ár, með 600-800 ára gos­hlé­um þar á milli, þó svo að gos­hlé í stöku eld­stöðva­kerfi vari að meðaltali í um 1.000 ár. Sem dæmi um hversu lif­andi svæðið get­ur orðið hafa vís­inda­menn meðal ann­ars bent á að gos­virkni geti flust milli eld­stöðva­kerfa með 30-150 ára milli­bili sé miðað við síðasta gosskeið á svæðinu. Að frá­tal­inni þeirri gos­hrinu sem hófst árið 2021 hef­ur ein meiri hátt­ar gos­hrina átt sér stað á Reykja­nesi frá land­námi sem hófst með Bláfjalla­eld­um um árið 950 og lauk með Reykja­neseld­um árið 1240, en þar á milli gaus í Krýsu­vík­ur­kerf­inu með Krýsu­víkureld­um en einu hraun­in sem hafa nálg­ast höfuðborg­ar­svæðið á sögu­leg­um tíma runnu ein­mitt úr Krýsu­vík­ur­kerf­inu og standa sunn­an við Hafn­ar­fjörð.

Hús­næðisaðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir Grind­vík­inga

Ljóst er að eld­gosið í Grinda­vík hinn 14. janú­ar síðastliðinn gjör­breytti stöðu mála í bæn­um. Það var lands­mönn­um öll­um mikið áfall að sjá seinni gossprungu opn­ast sunn­an þeirra varn­argarða sem risið höfðu ofan við bæ­inn og horfa á hraun renna yfir íbúðar­hús í bæn­um. Í kjöl­farið virt­ist staðfest að ekki yrði búið í bæn­um næstu mánuði og miss­eri og hófu því stjórn­völd að fram­lengja gild­andi aðgerðir ásamt því að kynna nýj­ar aðgerðir sem ætlað er að tryggja ör­yggi Grind­vík­inga þegar kem­ur að hús­næði, af­komu og verðmæt­um. Með þeim mun ríkið skapa for­send­ur fyr­ir Grind­vík­inga til að koma sér upp ör­uggu heim­ili til lengri tíma á eig­in for­send­um. Sam­hliða þessu ætla stjórn­völd að tryggja fram­boð á var­an­legu hús­næði með ýmsu móti, þar á meðal með upp­bygg­ingu á hús­næði á til­tekn­um svæðum, með kaup­um á sam­tals 260 íbúðum í gegn­um íbúðafé­lög­in Bríeti og Bjarg. Þá verður lagt fram frum­varp á næstu dög­um sem unnið hef­ur verið að í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu og snýr að þreng­ingu skil­yrða varðandi al­menna skamm­tíma­út­leigu íbúða og er ætlað að stuðla að auknu fram­boði á íbúðar­hús­næði. Sér­stak­ur hús­næðisstuðning­ur verður jafn­framt fram­lengd­ur til loka júní ásamt því að verða út­víkkaður til að styðja bet­ur fjár­hags­lega við fólk. Aldrei hef­ur verið jafn­brýnt að stór­auka fram­boð af hús­næði á Íslandi.

Af­koma og verðmæti var­in

Stjórn­völd hafa einnig lagt kapp á að tryggja af­komu­ör­yggi Grind­vík­inga og stuðla að verðmæta­björg­un eigna. Launastuðning­ur til þeirra sem ekki geta sótt at­vinnu í bæn­um vegna ástands­ins verður fram­lengd­ur til loka júní, og leng­ur ef þörf kref­ur. Þá hef­ur áhersla verið lögð á, eft­ir því sem aðstæður leyfa, að kom­ast hjá verðmæta­tjóni. Það verður áfram unnið að því að gera Grind­vík­ing­um kleift að bjarga verðmæt­um í sam­vinnu við helstu viðbragðsaðila. Í því sam­hengi er vert að nefna að unnið er að sam­starfi við flutn­inga­fyr­ir­tæki til að styðja við þá Grind­vík­inga sem ekki hafa tök á að sækja verðmæti á eig­in spýt­ur ásamt því að aðstoða fólk við að fá ör­uggt geymslu­hús­næði til að geyma inn­bú og önn­ur verðmæti eins og þarf. At­vinnu­lífið í Grinda­vík er merki­lega fjöl­breytt og viðamikið og skipt­ir máli í ut­an­rík­is­viðskipt­um lands­ins. Stærstu at­vinnu­grein­arn­ar snúa að ferðaþjón­ustu og sjáv­ar­út­vegi, en ýms­ar teg­und­ir greina hafa náð að koma sér vel fyr­ir, auk starfa á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins og hins op­in­bera. Það verður mik­il­vægt að tryggja að þau verðmæti sem sköpuð hafa verið í Grinda­vík verði áfram til að styðja við þjóðarbúið. Það hef­ur gengið bet­ur en á horfðist varðandi sjáv­ar­út­veg­inn, þar sem sam­starf og samstaða í grein­inni hef­ur komið til góða við að bjarga verðmæt­um. Gengi ferðaþjón­ust­unn­ar hef­ur verið mis­jafnt. Lok­un Grinda­vík­ur hef­ur komið þungt niður á minni fyr­ir­tækj­um. Eitt öfl­ug­asta fyr­ir­tækið á svæðinu, Bláa lónið, hef­ur búið við mikla óvissu vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru. Afar brýnt er að klára áhættumat al­manna­varna á svæðinu til að draga úr þeirri óvissu. Bláa lónið er sá ferðamannastaður sem hef­ur einna mest aðdrátt­ar­afl fyr­ir þá sem heim­sækja landið. Tæp­lega 900 manns starfa hjá Bláa lón­inu og af­leidd eru störf afar mik­il­væg fyr­ir Reykja­nesið og alla ferðaþjón­ust­una.

Mót­vægisaðgerðir skipta öllu um efna­hags­fram­vind­una

Það er meira en að segja það að koma heilu byggðarlagi fyr­ir í nýju hús­næði, en það hef­ur ekki staðið á rík­is­stjórn­inni að gera sitt besta í þeim efn­um. Hins veg­ar er afar brýnt að gæta að þjóðhags­leg­um stærðum þegar horft er fram á veg­inn. Glím­an við verðbólg­una hef­ur verið ein helsta áskor­un­in frá því að heims­far­aldri lauk. Leik­ur­inn í þeirri bar­áttu hef­ur verið að snú­ast í rétta átt á allra síðustu vik­um og mánuðum. Hús­næðisliður­inn er afar þung­ur í verðbólgu­mæl­ing­um hér á landi. Á síðasta ára­tug hef­ur óvíða verið jafn mik­ill efna­hags­leg­ur upp­gang­ur eins og á Íslandi. Vegna hins opna vinnu­markaðar hef­ur fram­boðsvand­inn í hag­kerf­inu á síðustu miss­er­um einna helst birst á vett­vangi hús­næðismarkaðar. Það er því mik­il­vægt að öll­um árum sé róið að því að styrkja fram­boðshliðina á hús­næðismarkaði, hvort sem það er á sviði fram­boðs lóða eða bygg­ing­ar­gerðar. Hús­næðismarkaðnum verður þó ekki breytt á einni nóttu og má vænt­an­lega bú­ast við tíma­bundn­um þrýst­ingi, en mik­il­vægt verður að taka á fram­boðshliðinni sem allra fyrst til hags­bóta fyr­ir framtíðina. Stjórn­völd þurfa jafn­framt að horfa til hús­næðisliðar vísi­tölu neyslu­verðs, t.d. með sam­an­b­urði á fyr­ir­komu­lagi hans í ná­granna­lönd­un­um. Þessi umræða hef­ur verið uppi á borðum hér á landi í nær 20 ár og því tíma­bært að skoða það nán­ar með framtíðina í huga. Hér er ekki verið að tala um að taka hús­næðisliðinn út úr vísi­tölu neyslu­verðs held­ur að láta hann verða sam­an­b­urðar­hæf­ari. Vera kann að einnig þurfi að grípa til annarra þjóðhags­varúðar­tækja til að draga úr spennu á hús­næðismarkaði, líkt og var gert á Nýja-Sjálandi eft­ir stóra jarðskjálft­ann í Christchurch árið 2011.

Á síðustu viku hef ég orðið þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að vera í dag­leg­um sam­skipt­um við íbúa í Grinda­vík. Það sem ein­kenn­ir hóp­inn er dugnaður, sam­kennd, þraut­seigja og vilj­inn til að ráða sín­um ör­lög­um sjálf­ur. Á þess­ari stundu er óljóst hver framtíð Grinda­vík­ur verður og verður það í hönd­um okk­ar fær­asta vís­inda­fólks að meta aðstæður af kost­gæfni og taka svo upp­lýsta ákvörðun í sam­vinnu við íbúa og fyr­ir­tæk­in. Þrátt fyr­ir alla þá óvissu sem ein­kenn­ir stöðuna, þá er eitt ljóst, en það er að stjórn­völd standa með Grind­vík­ing­um og munu mál­efni þeirra áfram njóta for­gangs við rík­is­stjórn­ar­borðið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. janúar 2024.

Categories
Greinar

Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun

Deila grein

22/01/2024

Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun

Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins.



Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati.



Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá.

Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%.

Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum.


Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp?



Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.


Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum.

Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Greinin birtist á vf.is 22.janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Tals­maður nýrra skatta, eða sann­girni?

Deila grein

20/01/2024

Tals­maður nýrra skatta, eða sann­girni?

Undanfarið hefur mér verið tíðrætt um svokallaðan hvalrekaskatt. Að setja á tímabundinn skatt, við þær óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi, á hagnað fjármálafyrirtækja sem sömuleiðis er tilkominn vegna óvenjulegra aðstæðna. Fyrir þetta hef ég fengið hvatningu, en líka gagnrýni þar sem ég er hluti af stjórnarmeirihluta og stjórnarþingmaður og þannig hafi ég þetta á mínu valdi. Ég hef líka verið kallaður popúlisti. Ég skil þetta allt saman, þrátt fyrir að vera einlægt ósammála því síðasta.

Ég ætla mér ekki að fara í vörn enda stend ég staðfastur með því sem ég segi. Hins vegar held ég að flestir þeir sem til mín þekkja viti vel að ég er ekki talsmaður óþarflega hárra skatta eða óþarfa skatta almennt. Aðrir hafa séð um það. Þetta geta allir séð sem skoða fyrri verk mín og okkar. Ég get sérstaklega bent á tíma minn sem formaður bæjarráðs í Hafnarfirði á síðasta kjörtímabili þar sem við vorum í góðu meirihlutasamstarfi. Það tímabil lækkuðum við til að mynda skatta á fyrirtæki umtalsvert og héldum sköttum á fólki hóflegum. Það sést vel þegar litið er til þess að lítil sem engin eftirspurn hafði verið eftir atvinnulóðum í bænum, en eftir 17 punkta lækkun á fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði, þar sem við fórum úr 1,57 í 1,40, sóttu í Hafnarfjörð öflug fyrirtæki með tilheyrandi auknum umsvifum í bæjarfélaginu. Ég hef gagnrýnt sveitarfélög fyrir of miklar gjaldskrárhækkanir um áramótin við núverandi aðstæður. Hafa þau efni á því að „afsala“ sér þeim tekjum? Nei, í rauninni ekki þar sem hér hafa verið gerðar auknar kröfur um þjónustu án þess að tekjustofnar sveitarfélaga hafi breikkað. Hafa þau efni á því að vera með háa vexti á sínum lánum? Nei, það hafa þau svo sannarlega ekki, þar sem sveitarfélög eru mörg hver þegar of skuldug og hver prósenta í hærri vöxtum hefur þar umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga.

Það sem ég er hér að segja er þetta; það er verkefni allra að ná niður verðbólgu og vöxtum og styðja viðkvæma hópa. Geta bankar létt undir með fólki, já. Geta sveitarfélög og ríki lagt hönd á plóg, já. Geta önnur fyrirtæki tekið þátt með því að sleppa því að setja allar hækkanir beint út í verðlag – svarið hér er líka já og þar skiptir engu hvort um sé að ræða fyrirtæki á almennum eða opinberum markaði. Þetta gerum við einungis öll saman ef vel á að takast til og ná markmiðinu.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Greinin birtist fyrst á visir.is 20. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

1,7 milljarða tekjur ferðaþjónustunnar á dag

Deila grein

18/01/2024

1,7 milljarða tekjur ferðaþjónustunnar á dag

Ferðaþjón­ustu­vik­an stend­ur yfir þessa dag­ana en mark­mið henn­ar er að auka vit­und um mik­il­vægi ferðaþjón­ustu og efla sam­starf og fag­mennsku í grein­inni með fróðlegri og skemmti­legri dag­skrá. Íslenskri ferðaþjón­ustu hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg frá upp­hafi síðasta ára­tug­ar. Þannig hef­ur fjöldi er­lendra ferðamanna vaxið úr tæp­um 460 þúsund árið 2010 í rúm­ar 2,2 millj­ón­ir á síðasta ári. Ferðaþjón­ust­an hef­ur verið að ná aft­ur styrk sín­um, eft­ir áföll síðustu ára. Síðasta ár var næst­stærsta árið í ferðaþjón­ustu hér á landi, en stærsta árið var 2018 þegar rúm­ar 2,3 millj­ón­ir heim­sóttu landið. Sam­hliða hef­ur ferðaþjón­ust­an orðið að þeim burðarási í ís­lensku efna­hags­lífi sem skap­ar mest­ar gjald­eyris­tekj­ur. Þannig skapaði grein­in 448 millj­arða í gjald­eyris­tekj­ur árið 2022 en heild­ar­neysla inn­lendra og er­lendra ferðamanna hér á landi sama ár nam 635 millj­örðum kr., sem ger­ir um 1,7 millj­arða í tekj­ur á dag, en hlut­ur beggja hópa hef­ur vaxið mikið.

Sá mikli gjald­eyr­is­straum­ur sem ferðaþjón­ust­an skap­ar skipt­ir lítið, opið hag­kerfi eins og okk­ar gríðarlegu máli. Hann styður við gengi krón­unn­ar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella ásamt því að þjóna sem ör­ygg­is­sjóður ef stór og óvænt áföll eiga sér stað sem haft geta nei­kvæð áhrif á gjald­eyrisöfl­un. Um­turn­un varð á viðskipta­jöfnuði þjóðarbús­ins með til­komu og vexti ferðaþjón­ust­unn­ar, sem skap­ar stöðugan straum gjald­eyristekna, vel á ann­an millj­arð króna á degi hverj­um. Það má meðal ann­ars greina í stöðu gjald­eyr­is­varðaforða Seðlabank­ans og vax­andi eign­um líf­eyr­is­sjóða á er­lendri grundu.

Ferðaþjón­ust­an hef­ur að sama skapi bætt bú­setu­skil­yrði í land­inu öllu, en um er að ræða stærstu sjálfsprottnu byggðaaðgerð Íslands­sög­unn­ar. Hærra at­vinnu­stig hring­inn um landið sem og stór­aukið fram­boð af þjón­ustu í afþrey­ingu, gist­ingu, mat og drykk eða aðgengi að nátt­úruperl­um er eitt­hvað sem íbú­ar lands­ins jafnt sem er­lend­ir gest­ir njóta góðs af. Vissu­lega hafa fylgt vaxt­ar­verk­ir þeim öra vexti sem var á fyrri árum í komu er­lendra ferðamanna til lands­ins. Hins veg­ar hef­ur mjög margt áunn­ist á síðustu árum í að byggja upp nauðsyn­lega innviði til að taka á móti þess­um aukna fjölda.

Fjöl­mörg sókn­ar­tæki­færi eru til staðar til þess að gera enn bet­ur í þess­um efn­um til að stuðla að sjálf­bær­um vexti. Í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu er unnið af full­um krafti að gerð nýrr­ar ferðaþjón­ustu­stefnu til árs­ins 2030 ásamt aðgerðaáætl­un. Meg­in­stefið í henni er að ís­lensk ferðaþjón­usta verði leiðandi í sjálf­bærri þróun á grunni efna­hags­legs og sam­fé­lags­legs jafn­væg­is. Í því felst að ferðaþjón­ust­an sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf í sátt við land og þjóð. Við vilj­um styrkja um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar og skapa henni betri skil­yrði til að vaxa og dafna í takt við fyrr­nefnda framtíðar­sýn. Ferðaþjón­ustu­vik­an er ein­mitt góður vitn­is­b­urður um þann ár­ang­ur, kraft og viðnámsþrótt sem ein­kenn­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu. Ég óska grein­inni til ham­ingju með vik­una og hlakka til að kynna mér alla þá fjöl­breytni sem ferðaþjón­ust­an hef­ur að geyma á Manna­móti ferðaþjón­ust­unn­ar sem fram fer í Kórn­um í Kópa­vogi í dag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. janúar 2024.