Categories
Greinar

Byr í seglin til að bæta frekar réttarstöðu barna

Deila grein

20/11/2019

Byr í seglin til að bæta frekar réttarstöðu barna

Þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er fagnað í dag. Sáttmála sem gjörbylti réttarstöðu barna um heim allan. Með honum var ekki aðeins samþykkt að börn ættu ákveðin réttindi sem ríki eru skuldbundin til að tryggja heldur einnig að þau eigi sjálf rétt á því að berjast fyrir þeim réttindum og taka þátt í því að móta umhverfi sitt.

Það eru forréttindi að fá að vera barnamálaráðherra á slíkum tímamótum og skynja um leið að heimurinn allur virðist vera að átta sig á þeim krafti og auði sem býr í börnum og ungu fólki og að þau geti verið raunverulegt breytingarafl. Barnasáttmálinn má ekki vera eitthvað sem gripið er í við hátíðleg tilefni eða þegar okkur fullorðna fólkinu hentar heldur á hann að vera raunverulegur áttaviti og leiðarvísir fyrir samfélagið. Til þess að Barnasáttmálinn gegni því hlutverki sem honum er ætlað þurfa börn að njóta þeirra réttinda sem hann kveður á um í sínu nærumhverfi á degi hverjum.

Enn í dag eru börn á Íslandi sem búa við ofbeldi og líða skort. Of mörg börn fá ófullnægjandi aðstoð eða aðstoð sem berst of seint eða ekki yfir höfuð. Þá eru of mörg dæmi þess að börn fái ekki tækifæri til að tjá skoðanir og sömuleiðis of mörg dæmi þess að á raddir þeirra sé ekki hlustað. Þó við getum verið stolt af Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og því sem áunnist hefur á síðustu þrjátíu árum þá eru svo sannarlega áskoranir fram undan. Þessi tímamót, þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála SÞ, eiga að gefa okkur byr í seglin til þess að bæta enn frekar stöðu barna á Íslandi og í heiminum öllum. Ég mun svo sannarlega gera mitt besta sem ráðherra barna til þess að tryggja að svo verði.

Til hamingju með daginn öll börn og allir þeir sem eitt sinn voru börn.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Skilningur og skólastarf

Deila grein

20/11/2019

Skilningur og skólastarf

Sig­ur­sæll er góður vilji. Þessi máls­hátt­ur er í mikl­um met­um hjá manni sem á dög­un­um hlaut verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar á degi ís­lenskr­ar tungu. Raun­ar má segja að þetta séu hin bestu ein­kunn­ar­orð Jóns G. Friðjóns­son­ar, pró­fess­ors, mál­vís­inda­manns og kenn­ara, sem sann­ar­lega er vel að þeim verðlaun­um kom­inn. Jón hef­ur með ástríðu og hug­sjón unnið ís­lensk­unni ómælt gagn og með miðlun sinni tendrað áhuga annarra á tungu­mál­inu, ekki síst í gegn­um stór­fróðleg­ar bæk­ur sín­ar og kennslu­efni, og fyr­ir það erum við hon­um afar þakk­lát.

Í viðtali við Jón á dög­un­um talaði hann fyr­ir mik­il­vægi þess að efla lesskiln­ing og sagði að móður­mál­inu stæði meiri ógn af því hversu stór hluti nem­enda gæti ekki lesið sér til gagns við lok grunn­skóla­náms, en af er­lend­um tungu­mál­um. Við erum meðvituð um þann vanda og þau miklu áhrif sem hann hef­ur á framtíðarmögu­leika í námi og starfi. Læsi snýst ekki ein­vörðungu um bæk­ur og nám, held­ur aðgengi að upp­lýs­ing­um sinni víðustu mynd, úr­vinnslu á þeim upp­lýs­ing­um og gagn­rýnni hugs­un. Lesskiln­ing­ur legg­ur þannig grunn­inn að öðru námi og er mark­mið okk­ar að leggja meiri áherslu á hann og þjálf­un hans. Það er enda ekki nóg að geta lesið hratt og skýrt, ef skiln­ing­ur­inn á efn­inu er tak­markaður. Þeir sem lesa þurfa að skilja inni­hald efn­is­ins og máta það við hug­ar­heim sinn, um­hverfi og fyrri reynslu til þess að öðlast þekk­ingu á inn­taki þess.

Við les­um ekki lest­urs­ins vegna held­ur vegna áhuga okk­ar á efn­inu. Því eru skemmti­leg­ar bæk­ur og hæfi­lega flókn­ir text­ar ein besta hvatn­ing­in fyr­ir unga les­end­ur. Fyr­ir þau er hver texti tæki­færi; hvort sem hann er í bók, á blaði eða á skjá. Það er fagnaðarefni að vís­bend­ing­ar eru um aukna út­gáfu bóka á Íslandi og herma töl­ur að aukn­ing­in sé 47% milli ára í flokki skáld­verka fyr­ir börn sam­kv. töl­fræði Bókatíðinda. Þá benda nýj­ustu kann­an­ir til þess að lands­menn lesi nú að meðaltali meira en fyr­ir tveim­ur árum.

Merk­ing máls­hátt­ar­ins hér í upp­hafi er að góður vilji skili sigri. Við vinn­um að því nú í góðu sam­starfi að efla móður­málið og tryggja með fjöl­breytt­um leiðum að ís­lensk­an okk­ar þró­ist áfram og sé notuð á öll­um sviðum þjóðlífs­ins. Marg­ar þeirra leiða tengj­ast mennta­kerf­inu með bein­um hætti, s.s. aðgerðir sem miða að því að bæta læsi og lesskiln­ing en einnig því að styðja bet­ur við ís­lensku­kennslu nýrra mál­not­enda og stuðla að já­kvæðri umræðu og fræðslu í sam­fé­lag­inu um fjöl­breyti­leika tungu­máls­ins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Smávirkjanir – einföldum kerfið

Deila grein

13/11/2019

Smávirkjanir – einföldum kerfið

Virkj­un­ar­kost­ir fyr­ir smá­virkj­an­ir hér á landi eru marg­ir, en skiplags- og leyf­is­mál smá­virkj­ana eru flók­in og reglu­gerðir íþyngj­andi. Ferlið frá hug­mynd að teng­ingu er kostnaðarsamt og tíma­frekt og langt frá sam­svar­andi ferli fram­kvæmda, t.d. í land­búnaði þar sem fram­kvæmd­ir bæði á landi og mann­virkj­um geta kostað um­tals­vert rask.

Smá­virkj­an­ir, þ.e. virkj­an­ir með upp­sett rafafl 200 kW til 10 MW, eru til­kynn­ing­ar­skyld­ar til Skipu­lags­stofn­un­ar sam­kvæmt lög­um um mat á um­hverf­isáhrif­um. Fram­kvæmd­um er í 1. viðauka við lög­in skipt í flokka A, B og C með hliðsjón af því mati sem skal fara fram.

Ein­falda þarf kerfið

Norðmenn hafa náð góðum ár­angri á sviði smá­virkj­ana, en þar hef­ur ein stofn­un, norska Orku­stofn­un­in (NVE), um­sjón með leyf­is­veit­ing­um. NVE hef­ur kort­lagt mögu­lega virkj­un­ar­kosti. Norsk stjórn­völd lögðu til fjár­magn svo að hægt væri að kort­leggja alla virkj­un­ar­kosti í vatns­afli og nota reiknilíkön svipuð þeim sem Vatna­skil og Veður­stof­an hafa yfir að ráða hér á landi til að spá fyr­ir um rennsli í vatns­föll­um. Fyr­ir­tæki hafa sprottið upp sem taka að sér að sjá um und­ir­bún­ing fyr­ir bygg­ingu virkj­un­ar, fjár­mögn­un, hönn­un og leyfi og gera lang­tíma­samn­inga við bænd­ur um tekj­ur af virkj­un­un­um.

Styrkja dreifi­kerfi raf­orku

Ljóst er að smá­virkj­an­ir eru ein leið til að styrkja dreifi­kerfi lands­ins og lækka kostnað við rekst­urs þess. Ein­föld­un á leyf­is- og skipu­lags­mál­um smá­virkj­ana opn­ar á leið til að ná niður dreif­ing­ar­kostnaði raf­orku í dreif­býli, jafna raf­orku­kostnað, jafna tæki­fær­in til at­vinnu og stuðla að sjálf­bærri þróun byggða um allt land.

Því hef ég lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að Alþingi álykti að fela um­hverf­is- og auðlindaráðherra og at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðherra að end­ur­skoða lög og reglu­gerðir er gilda um leyf­is­veit­ing­ar til upp­setn­ing­ar smá­virkj­ana með það að mark­miði að ein­falda um­sókn­ar­ferli í tengsl­um við þær.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Réttlátur stuðningur við námsmenn

Deila grein

11/11/2019

Réttlátur stuðningur við námsmenn

Nýtt frum­varp um Mennta­sjóð náms­manna fel­ur í sér grund­vall­ar­breyt­ingu á stuðningi við náms­menn. Það mun leiða til betri fjár­hags­stöðu náms­manna og skuld­astaða þeirra að námi loknu mun síður ráðast af fjöl­skylduaðstæðum, þar sem for­eldr­ar í námi fá fjár­styrk en ekki lán til að fram­fleyta börn­um sín­um. Þá er inn­byggður í kerfið mik­ill hvati til bættr­ar náms­fram­vindu, með 30% niður­færslu á höfuðstól og verðbót­um ef námi er lokið inn­an til­tek­ins tíma. Það stuðlar að betri nýt­ingu fjár­muna, auk­inni skil­virkni og þjóðhags­leg­um ávinn­ingi fyr­ir sam­fé­lagið. Enn­frem­ur munu náms­menn njóta bestu láns­kjara rík­is­sjóðs Íslands hjá Mennta­sjóði náms­manna og námsaðstoðin, lán og styrk­ir, verður und­anþegin lög­um um staðgreiðslu op­in­berra gjalda.

Með frum­varpi um Mennta­sjóð náms­manna er brugðist við þeim um­fangs­miklu breyt­ing­um sem orðið hafa á ís­lensku mennta­kerfi, náms­um­hverfi og sam­fé­lag­inu öllu. Nýtt kerfi miðar að því að jafna stuðning og dreif­ingu styrkja rík­is­ins til náms­manna sem taka náms­lán, með fé­lags­leg­um stuðnings­sjóði. Sér­stak­lega verður hugað að hóp­um sem reynst hef­ur erfiðara að sækja nám s.s. ein­stæðum for­eldr­um, fjöl­skyldu­fólki og náms­mönn­um utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Með þess­ari kerf­is­breyt­ingu vilj­um við auka gagn­sæi, fyr­ir­sjá­an­leika og skipta gæðum með jafn­ari og rétt­lát­ari hætti milli náms­manna.

Þá er leit­ast við að bæta þjón­ustu við náms­menn í nýju kerfi með því að heim­ilt verður að greiða út náms­lán mánaðarlega, lánþegar geta þar valið við náms­lok hvort þeir end­ur­greiði lán sín með verðtryggðum eða óverðtryggðum skulda­bréf­um og valið að end­ur­greiða náms­lán með tekju­tengd­um af­borg­un­um séu náms­lok lánþega áður eða á því ári er þeir ná 35 ára aldri.

Mennt­un er lyk­ill­inn að framtíðinni. Á okk­ur hvíl­ir sú skylda að horfa fram á við, setja metnaðarfull mark­mið og tryggja að námsstuðning­ur hins op­in­bera stuðli að jafn­rétti til náms. Ég trúi því að með frum­varpi um Mennta­sjóð náms­manna sé stigið mikið fram­fara­skref, sem eigi eft­ir að nýt­ast náms­mönn­um vel, at­vinnu­líf­inu og sam­fé­lag­inu öllu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Sterkari byggðir

Deila grein

01/11/2019

Sterkari byggðir

Fyrir skemmstu mælti ég fyrir á Alþingi þingsályktunartillögu um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Ellefu aðgerðir þingsályktunarinnar eru innbyrðis tengdar og saman mynda þær heildstæða stefnu um sjálfbær og öflug sveitarfélög.

Sjálfur er ég gamall sveitarstjórnarmaður og ber mikla virðingu fyrir því mikilvæga stjórnsýslustigi sem sveitarstjórnir eru. Ég er þó ekki viss um að fólk geri sér almennt grein fyrir því ótrúlega öfluga starfi sem unnið er á sviði sveitarstjórna því í almennri umfjöllun er það Alþingi og ríkisstjórn sem fær mesta athygli. Sveitarstjórnarstigið er mikilvægur hluti af íslensku lýðræði. Vægi þess hefur aukist eftir því sem árin líða því stór verkefni hafa verið flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna með það að markmiði að þjónusta sem skiptir fólk miklu frá degi til dags sé nálæg. Má þar nefna skipulagsvald, grunnskóla og málefni atlaðra. Öll þessi verkefni krefjast þess að sveitarstjórnarstigið sé sterkt og geti tekið mál föstum tökum með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Mörg smærri sveitarfélög og íbúar þeirra reiða sig að miklu leyti á samninga við önnur sveitarfélög, til dæmis á sviði skólamála. Það felur í sér framsal á valdi og ákvörðunum og gerir stjórnsýslumörk óljósari. Þetta veldur augljóslega ákveðnum lýðræðishalla.

Þingsályktuninni er ætlað að styrkja sveitarstjórnarstigið sem heild og efla sveitarfélög til að þau geti haldið vel á málum fyrir íbúa sína og einnig verið öflugur mótleikari við ríkið. Hún snýr að stjórnsýslu – ekki er verið að sameina samfélög heldur stjórnsýsluna með það að markmiði að efla hana. Selfyssingurinn er áfram Selfyssingur þótt stjórnsýslueiningin heiti Sveitarfélagið Árborg.

Í ráðuneyti mínu höfum við unnið að því að setja fram stefnu í málaflokkum ráðuneytisins til fimmtán ára með fimm ára verkáætlunum. Samgönguáætlun, byggðaáætlun, fjarskiptaáætlun og stefna ríkisins í sveitarstjórnarmálum vinna allar saman í átt að því að styðja við byggð um allt land – búa til sterkara Ísland.

Ég bendi áhugasömum á að kynna sér málið frekar á vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, srn.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. nóvember 2019.

Categories
Greinar

Eflum menntun á landsbyggðinni

Deila grein

31/10/2019

Eflum menntun á landsbyggðinni

Mennt­un­ar­tæki­færi barna og ung­menna og aðgengi þeirra að íþrótta- og tóm­stund­a­starfi hef­ur áhrif á ákv­arðanir for­eldra um bú­ferla­flutn­inga frá smærri byggðarlög­um. Þetta sýna niður­stöður könn­un­ar Byggðastofn­un­ar sem í vor kannaði viðhorf íbúa í 56 byggðakjörn­um utan stærstu þétt­býl­isstaða lands­ins. Alls bár­ust svör frá rúm­lega 5.600 þátt­tak­end­um sem all­ir búa í byggðakjörn­um með færri en 2.000 íbúa.

Könn­un­in beind­ist meðal ann­ars að áform­um íbúa um framtíðarbú­setu. Þau sem höfðu í hyggju að flytja á brott á næstu 2-3 árum voru spurð um ástæður þeirra fyr­ir­ætl­ana og gátu svar­end­ur merkt við fleiri en eitt atriði. At­hygli vek­ur að fjöl­skyldu­fólk með börn und­ir 18 ára aldri merkti flest við val­mögu­leik­ann „Tæki­færi barns til mennt­un­ar“, eða 58% þeirra þátt­tak­enda. Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar leiða í ljós að mennta­sókn hef­ur áhrif á bú­ferla­flutn­inga mun fleiri aðila en þeirra ein­stak­linga sem ætla að sækja sér mennt­un. Mennta­tæki­færi hafa marg­feld­isáhrif, ekki síst fyr­ir smærri sam­fé­lög. Það er því mikið í húfi fyr­ir öll sveit­ar­fé­lög að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar.

Það fel­ast verðmæti í því fyr­ir okk­ur öll að landið allt sé í blóm­legri byggð og það er stefna þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar að lands­menn eigi að hafa jafn­an aðgang að þjón­ustu, at­vinnu­tæki­fær­um og lífs­kjör­um. Áhersl­ur í þeim efn­um má finna í byggðaáætl­un 2018-2024 en þar er meðal ann­ars fjallað um efl­ingu rann­sókna og vís­inda­starf­semi, hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni til há­skóla­náms og aukið sam­starf á sviði mennta-, heil­brigðis- og fé­lags­mála.

Það er mik­il­vægt að all­ir hafi jöfn tæki­færi til mennt­un­ar og geti fundið nám við sitt hæfi. Við vilj­um tryggja öll­um börn­um og ung­menn­um slík tæki­færi og er það eitt leiðarljósa við gerð nýrr­ar mennta­stefnu fyr­ir Ísland til árs­ins 2030. Mark­miðið er skýrt; ís­lenskt mennta­kerfi á að vera framúrsk­ar­andi og byggja und­ir sam­keppn­is­hæfni hag­kerf­is­ins til langr­ar framtíðar. Síðasta vet­ur héld­um við 23 fræðslu- og umræðufundi um land allt, sem lið í mót­un nýju mennta­stefn­unn­ar, m.a. með full­trú­um sveit­ar­fé­laga og skóla­sam­fé­lags­ins. Tæp­lega 1.500 þátt­tak­end­ur mættu á fund­ina og sköpuðust þar góðar og gagn­rýn­ar umræður um mennta- og sam­fé­lags­mál. Niður­stöður þess­ara funda eru okk­ur dýr­mæt­ar í þeirri vinnu sem nú stend­ur yfir en af þeim má skýrt greina að vilji er til góðra verka og auk­ins sam­starfs um upp­bygg­ingu á sviði mennt­un­ar um allt land.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. október 2019.

Categories
Greinar

Ísland í forystusveit

Deila grein

31/10/2019

Ísland í forystusveit

Talið er að meira en þriðjungur af losun koltvísýrings á Norðurlöndunum komi frá húsnæðis- og byggingariðnaði. Jafnframt er talið að 40 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu megi rekja til byggingariðnaðarins. Það var til umfjöllunar á fundi húsnæðis- og byggingamálaráðherra Norðurlandanna sem boðað var til hér á landi, í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið var gefin út sameiginleg yfirlýsing þar sem við skuldbundum okkur til að vera í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að þróa lausnir sem draga úr losun í byggingariðnaði. Markmiðið er að Norðurlöndin taki sameiginlega alþjóðlega forystu í loftslagsmálum.

Í fyrrnefndri yfirlýsingu hvetjum við aðila innan byggingariðnaðarins til að taka höndum saman um norræna samstöðu um byggingarframkvæmdir með lága koltvísýringslosun. Eins köllum við eftir auknu samstarfi innan fræðasamfélagsins og milli rannsóknastofnana á þessu sviði. Við leggjum áherslu á mikilvægi hringrásarhagkerfis innan byggingariðnaðarins og er vert að benda á að byggingar og önnur mannvirki sem þegar hafa verið reist hafa að geyma mikið af nothæfu byggingarefni sem hægt er að endurnýta. Á sama tíma er víða skortur á íbúðarhúsnæði og hef ég beitt mér fyrir húsnæðisuppbyggingu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni enda hverjum manni nauðsynlegt að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Kannski hljómar þetta öfugsnúið í ljósi fyrrgreindra markmiða. En verkefnið snýst ekki um að hætta við eða minnka byggingaframkvæmdir heldur að leita umhverfisvænni lausna við hönnun og smíði húsnæðis.

Markmiðinu um að gera Norðurlönd að kolefnishlutlausu svæði fyrir 2030 verður ekki náð nema húsnæðis- og byggingargeirinn horfi til umhverfisvænna lausna. Við Íslendingar erum lánsöm þjóð að búa yfir orkuauðlindum sem eru, borið er saman við aðrar, hreinar og vistvænar. Við eigum því að vera í fararbroddi, fremst meðal jafningja, þegar kemur að vistvænum og umhverfisvænum lausnum í húsnæðis- og byggingariðnaði.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. október 2019.

Categories
Greinar

ÁFRAM VEGINN

Deila grein

30/10/2019

ÁFRAM VEGINN

Nú er kjörtímabilið hálfnað og tvö ár frá því ég var kjörin fyrst á Alþingi. Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að fá þetta tækifæri og hafa þessi tvö ár verið bæði skemmtileg og fjölbreytt.

Ég hef fengið tækifæri til að vinna með frábæru fólki, kynnst málefnum og fengið að vinna að mikilvægum málum inn á þingi og úti í kjördæminu. Ekki síst hefur verið frábært að vinna með ríkistjórn sem  komið var á eftir kosningar. Þetta er sú ríkisstjórn sem þurfti að koma á til ná fram félagslegum, efnahagslegum og pólitískum stöðugleika í landinu. Þegar kjörtímabilið er hálfnað má þegar sjá að ríkisstjórnin sem spannar hið pólitíska litróf allt frá vinstri til hægri hefur náð að slá nýjan tón, eins og segir í markmiði í stjórnarsáttmála hennar og náð að setja á fót lykilverkefni sem þjóðinni var mikilvægt eftir óreiðu síðasta ártugs.

ÖFLUG LIÐSHEILD

Framsóknarflokkurinn kom átta þingmönnum að í síðustu kosningum, þar af fimm konum. Þessi hópur hefur staðið þétt saman og liðsheildin sterk. Ráðherrar okkar hafa unnið að mikilvægum málum og ekki bara staðið í embættum, heldur bætt og blásið í seglin svo tekið hefur eftir. Lífskjarasamningarnir sem náðust síðasta vetur voru skýrt merki um samvinnu milli verkalýðsfélagana og ríkistjórnarinnar. Þáttur Ásmundar Einars félagsmálaráðherra var þar mikilvægur en hann vann ötullega að sátt og niðurstöðum sem allir aðilar gátu skrifað undir. Vinna Ásmundar Einars í húsnæðis-, fjölskyldu- og barnamálum hefur einnig vakið athygli og þar hafa litið dagsins ljós hugmyndir sem skipta máli.

Í  mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur Lilja Dögg lyft grettistaki og boðað stórsókn í menntamálum. Unnið er að viðurkenningu á störfum kennara, eflingu á faglegu sjálfstæði þeirra og áhersla lögð  á skólaþróun á öllum skólastigum. Einnig hefur verið unnið að því að fjölga nemendum í kennslufræði, t.d. með tillögum  um launað starfsnám, námsstyrki og styrki til starfandi kennara til náms í starfstengdri leiðsögn. Lilja Dögg hófst þegar handa við að endurskoða námslánakerfið þar sem áherslan er lögð á jafnrétti til náms, skilvirkni og námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd.

Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu hefur Sigurður Ingi  unnið að samgönguáætlun sem lögð var fram á síðasta þingi og verður hún lögð fram endurbætt á Alþingi um miðjan nóvember. Þetta er í fyrsta sinn sem samgönguáætlun er í samræmi við samþykkta fjármálaáætlun.  Það ber vott um ný vinnubrögð sem sýnir í verki raunverulegan vilja stjórnvalda til að efla samgöngur um allt land. Ávinningur af samgönguáætluninni er aukið öryggi, stytting vegalengda og efling atvinnusvæða. Auk þess var mikilvægum áfanga náð þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu náðu að koma sér saman um stórsókn í samgöngubótum í samvinnu við ráðuneytið nú í haust. Þingsályktunartillaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins hefur verið lögð fram en þar má finna stórtækar tillögur að átt að sameiningu sveitarfélaga í landinu. Þó sumar þeirra séu umdeildar er ég sannfærð um að Sigurður Ingi muni vinna að farsælli lausn með víðtækri samvinnu.

SAMVINNA AÐ LEIÐARLJÓSI

Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur unnið að mikilvægum málum í þeim nefndum sem hann starfar í. Við höfum unnið eftir þeirri sannfæringu að best sé að horfa fram á veginn í samvinnu við samstarfsflokka okkar og leita lausna sem allir geta sætt sig við. Má þar nefna nokkur mál eins og afgreiðslu fiskeldisfrumvarpinu á síðasta þingi og svo ekki sé minnst á hrákjötsmálið sem skilaði sameiginlegu niðurstöðu sem allir flokkar unnu að fyrir utan Miðflokkinn svo var líka um afgreiðslu á heilbrigðisstefnu.  Í þeirri vegferð einblíndum við á lausnir en ekki vandamál.  Í síðustu kosningabaráttu hafði Framsóknarflokkurinn samvinnu að leiðarljósi, en ekki sundrung sem fráfarandi flokksmenn  virðast hafa tekið með sér í baráttuna um framtíðina í nýjum flokki.
Á miðri leið er gott að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir þeim árangri sem náðst hefur – hlaða sig af endurnýjanlegri orku sem skilar okkur áfram veginn. Geta ekki allir verið sammála um það?

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á bb.is 30. október 2019.

Categories
Greinar

Fjárfest til framtíðar

Deila grein

22/10/2019

Fjárfest til framtíðar

Staða rík­is­sjóðs er sterk, hag­vöxt­ur hef­ur verið mik­ill á Íslandi síðustu ár og at­vinnu­leysi lítið í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Heild­ar­skuld­ir rík­is­ins hafa lækkað mjög hratt frá fjár­mála­hruni; þær voru um 90% af lands­fram­leiðslu en eru nú um 30%. Stöðug­leikafram­lög, aðferðafræði við upp­gjör föllnu bank­anna og öguð fjár­mála­stjórn síðustu ára hafa átt rík­an þátt í því að þessi hag­fellda staða er uppi í rík­is­fjár­mál­um. Hrein er­lend staða, er­lend­ar eign­ir þjóðarbús­ins um­fram er­lend­ar skuld­ir, hef­ur þó aldrei verið betri. Staðan var já­kvæð um tæp­lega 630 ma.kr. eða 22% af lands­fram­leiðslu í lok ann­ars árs­fjórðungs þessa árs og batnaði um 10 pró­sent­ur á fyrri hluta árs­ins.

Þrátt fyr­ir góð teikn rík­ir tölu­verð óvissa um inn­lenda efna­hagsþróun á kom­andi miss­er­um bæði af inn­lend­um or­sök­um og sak­ir auk­inn­ar óvissu um alþjóðleg­ar hag­vaxt­ar­horf­ur og þróun á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Rík­is­fjár­mál­in taka mið af þess­ari stöðu og stefnt er að því að af­gang­ur af heild­araf­komu rík­is­sjóðs sem hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu verði að lág­marki í jafn­vægi árin 2020 og 2021, en af­gang­ur verði um 0,3% árið 2022. Brýnt er að mæta þörf­um efna­hags­lífs­ins til sam­ræm­is við breytt­ar horf­ur án þess þó að vikið verði tíma­bundið frá fjár­mála­regl­um um af­komu og skuld­ir eins og lög um op­in­ber fjár­mál heim­ila. Vegna góðrar stöðu rík­is­fjár­mála verður til svig­rúm sem veit­ir stjórn­völd­um tæki­færi til að vinna gegn niður­sveiflu með öfl­ugri op­in­berri fjár­fest­ingu og ráðast í ýms­ar innviðafjár­fest­ing­ar á næstu miss­er­um. Spá Seðlabanka Íslands ger­ir ráð fyr­ir að fjár­fest­ing­ar hins op­in­bera auk­ist á næstu árum.

Meðal innviðafjár­fest­inga sem tengj­ast mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu má nefna bygg­ingu Húss ís­lensk­unn­ar sem nú er í full­um gangi, bygg­ingu fé­lagsaðstöðu við Fjöl­brauta­skóla Suður­nesja, viðbygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti, upp­bygg­ingu við Mennta­skól­ann í Reykja­vík og við menn­ing­ar­hús á Sauðár­króki og Eg­ils­stöðum. Meðal annarra mik­il­vægra fjár­fest­inga­verk­efna má einnig nefna mál­tækni­áætl­un stjórn­valda. Marg­ar þess­ara fram­kvæmda eru löngu tíma­bær­ar og mark­mið þeirra allra að efla mennt­un og menn­ingu í land­inu.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. október 2019.

Categories
Greinar

Segið já 26. október – aukinn slagkraftur

Deila grein

21/10/2019

Segið já 26. október – aukinn slagkraftur

Ef sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður samþykkt mun nýtt sveitarfélag hafa sterkari rödd og stöðu í samskiptum við ríkisvaldið og í samstarfi sveitarfélaga á landsvísu.

Raunar er það svo að það eitt að hefja formlegar sameiningarviðræður hefur tryggt þessum sveitarfélögum sameiginlega meiri og innihaldsríkari samræður við ráðherra og þingmenn en ég hef áður kynnst á ferli mínum í sveitarstjórn. Með því að kynna skýra framtíðarsýn um stærra, öflugra og samhentara sveitarfélag er meiri von um að fá stuðning við þá uppbyggingu og framþróun á svæðinu. Árangurinn af þessari vinnu má meðal annars sjá í drögum að endurskoðaðri samgönguáætlun sem kynnt var í vikunni.

Það skiptir einnig orðið stöðugt meira máli að þeir sem gefa kost á sér til starfa í sveitarstjórn geti helgað sig þeim verkefnum en sinni ekki hagsmunagæslu íbúanna í hjáverkum meðfram öðrum störfum. Með stærra sveitarfélagi og breyttu skipulagi opnast meiri möguleikar á því að kjörnir fulltrúar geti verið í föstu starfshlutfalli og jafnvel fullu starfi við að þjónusta íbúa sveitarfélagsins og berjast fyrir hagsmunum þeirra. Þannig verður nýtt sveitarfélag með meiri slagkraft en þau sem fyrir eru hvert í sínu lagi.

Utan heimastjórna er gert ráð fyrir að fastanefndir sveitarfélagsins verði færri, fjölmennari og fundi örar en nú tíðkast. Allar þessar breytingar leiða til þess að nefndafólki mun fækka frá því sem nú er, úr ríflega 140 í rúmlega 40, en verkefni þeirra og ábyrgð eykst. Því er í áætlunum ekki gert ráð fyrir að kostnaður minnki heldur verði launakjör fulltrúa í góðu samræmi við ábyrgð þeirra og verkefni.

Um allt þetta má lesa nánar á heimasíðunni svausturland.is og ég hvet alla íbúa til að kynna sér málin, mæta á kjörstað og greiða atkvæði með sameiningu sveitarfélaganna þann 26. október.

Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.

Greinin birtist fyrst á austurfrett.is 18. október 2019.