Categories
Fréttir

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

Deila grein

28/04/2015

Reglulegt millilandaflug um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi skipan starfshóps, sem er ætlað að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi, um flugvöllinn á Akureyri og á Egilsstöðum, á Alþingi á dögunum.
„Á síðustu árum hefur töluverður þróunarkostnaður verið lagður í að koma á millilandaflugi til og frá Norður- og Austurlandi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar og mikil þekking liggur fyrir. Í kringum báða flugvellina eru í gangi klasaverkefni með aðkomu sveitarfélaga og fyrirtækja sem miða að því að koma á millilandaflugi, auk þess sem samstarf er á milli landshlutanna. Þessi vinna hefur ekki enn skilað reglulegu flugi, en mikilvægt er að byggja á þeirri þekkingu og reynslu sem þarna er. Eins er mikilvægt að byggja á þeirri þekkingu sem orðið hefur til í kringum reglulegar ferjusiglingar til Austurlands í áratugi,“ sagði Líneik Anna.
„Tæp milljón ferðamanna kom til Íslands með flugi á síðasta ári og spár gera ráð fyrir mikilli fjölgun á næstu árum. Mikill meiri hluti erlendra ferðamanna heimsækir einungis suðvesturhorn landsins eins og við vitum og aðrir landshlutar njóta fjölgunarinnar í minna mæli. Með aukinni dreifingu ferðamanna um landið má dreifa álagi á náttúru og innviði en um leið skapa tækifæri fyrir fleiri landshluta til að byggja upp víðtækari þjónustu allt árið um kring og styrkja innviði.“
Ræða Líneikar Önnur Sævarsdóttur:

Categories
Fréttir

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

Deila grein

11/04/2015

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

jafnrettisviðurkenning-02Gunnar Bragi Sveinsson hlaut jafnréttisviðurkenningu Framsóknar á flokksþingi 2015. Viðurkenningin er veitt fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins sem varðar að jafna stöðu karla og kvenna og unnið að framgangi jafnréttisáætlunar flokksins.
Í rökstuðningi jafnréttisnefndar sem veitti viðurkenninguna sagði að Gunnar Bragi hefði sem ráðherra sett jafnréttismálin á dagskrá. Gunnar Bragi hefur setið í jafnréttisnefnd sem sveitarstjórnarmaður og síðar sem þingflokksformaður í jafnréttisnefnd Framsóknar. Sem ráðherra hefur hann í ræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna talað fyrir jafnrétti og mikilvægi þess að fá karlmenn með í baráttunni fyrir kynjajafnrétti, samfélaginu í heild til góðs.
Ráðuneyti hans stóð fyrir sérstakri ráðstefnu svokallaðri Rakarastofuráðstefnu með Súrínam í Sameinuðu þjóðunum í New York. Hugmyndin að baki Rakarastofuráðstefnunni var að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og var hún tengd aðdraganda 20 ára afmæli Beijing – yfirlýsingarinnar, aðgerðaráætlunarinnar Beijing +20 og átaki UN Women, He for She. Rakarastofuráðstefnan vakti athygli víða um heim og unnið er að áframhaldi hennar.
Þá hélt utanríkisráðuneytið ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum sl. haust  þar var fjallað um aðstæður kvenna og karla á svæðinu, m.a. aðgang og yfirráð auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og velferð. Sagði ráðherra mikilvægt að efla umræður og hlut jafnréttismála í starfi Norðurskautsráðsins enda væri það mikilvægur liður í sjálfbærri mannvistar- og samfélagsþróun á norðurslóðum.
jafnrettisviðurkenning-03Þau tvö ár sem Gunnar Bragi hefur starfað sem utanríkisráðherra hefur hann talað fyrir jafnrétti og mannréttindum á alþjóðlegum ráðstefnum eins og Artic Frontiers, Global Summit to End Sexual Violence in Conflict og Arctic Circle, fundum og ráðstefnum um þróunarmál þar með talið hjá OECD og alþjóðabankanum.
Verðlaunagripurinn, sem ber nafnið „Hnarreist stöndum við saman“, er skúlptúr sem sýnir okkur að við stöndum öll á sama grundvelli og horfumst í augu, burt séð frá t.d. kyni, kynþætti, aldri eða samfélagsstöðu. Skúlptúrinn er frá Jens og er smíðaður úr eðalstáli með íslenskum mugearit og kalsedón.
Myndband af Rakarastofu ráðstefnunni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

Deila grein

11/04/2015

Yfirlitsræða formanns Framsóknarflokksins

SDG-02„Þingforsetar, kæru félagar.
Kærar þakkir fyrir að koma til þessa þrítugasta og þriðja flokksþings framsóknarmanna. Síðasta flokksþingsins á fyrstu öldinni í sögu flokksins okkar. Þingsins þar sem við leggjum drög að því hvernig við förum inn í aðra öld framsóknar fyrir Ísland.
Við fundum nú á miðju kjörtímabili þegar við erum búin að vera í ríkisstjórn í tæp tvö ár. Við vorum öll bjartsýn þegar við tókum við stjórnartaumunum vorið 2013 og hlökkuðum til að innleiða stefnu hófsemi og skynsemi við stjórn landsins.
Menn hefðu þó vart getað talist skynsamir og hófsamir ef þeir hefðu á þeim tíma haldið því fram að á innan við tveimur árum yrði staða landsins búin að breytast jafnmikið til batnaðar og raun ber vitni. Enn bíða ýmis verkefni úrlausnar, við munum áfram hafa nóg að gera, framsóknarmenn.
SDG-03En möguleikar okkar, og Íslendinga allra, á að leysa ókláruð verkefni og takast á við nýjar áskoranir framtíðarinnar verða miklum mun betri, og meiri, ef við gerum okkur grein fyrir því hvaða árangur hefur náðst nú þegar, leggjum mat á hvers vegna sá árangur náðist og látum hann verða okkur hvatningu til að gera enn betur.
Árangur Íslendinga hefur alltaf byggst á því að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu til að sækja fram.
Hugarfar neikvæðni, þar sem nánast þykir óviðeigandi að ræða um það jákvæða við íslenskt samfélag, ræða árangurinn sem við höfum náð og tækifæri framtíðarinnar, slíkt hugarfar má ekki verða ráðandi og hinir, þessir mörgu sem hafa trú á tækifærunum -og sjá árangurinn- mega ekki halda sig til hlés.
Framsóknarmenn eru gefnari fyrir að láta verkin tala en að stæra sig af þeim sjálfir. Hversdagslega er það ekki efst á listanum hjá okkur að segja sögur af eigin dugnaði og afrekum. En nú erum við ekki stödd á hversdagsfundi.“
Hér má nálgast ræðu Sigmundar Davíðs í heild sinni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015

Deila grein

11/04/2015

Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015

bjartsýnisverðlaun-framsóknar-2015- 02Kvenfélagssamband Íslands hlýtur Bjartsýnisverðlaun Famsóknarflokksins 2015.
Kvenfélagasamband Íslands var stofnað árið 1930 og er fjölmennasta kvennahreyfing landsins með yfir 5000 félagskonur sem starfa í 170 kvenfélögum um allt land. Fyrsta kvenfélagið, Kvenfélag Rípurhrepps í Skagafirði er enn starfandi 146 ára gamalt og elsta kvenfélag landsins, – en sambandið sjálft varð 85 ára hinn 1. febrúar sl.
Allt frá upphafi hafa kvenfélögin með bjartsýni og þor staðið vörð um hag íslenskra heimila, gengt mikilvægu samfélagslegu hlutverki og eflt félagsauð þjóðarinnar. Þau hafa í krafti dugnaðar og fjölda sinnt líknar- og mannúðarstarfi, safnað fé til tækjakaupa á sjúkrahús, efnt til fræðslu- og námskeiðahalds, staðið fyrir menningarsamkomum og tekið að sér erfidrykkjur og aðrar samkomur – oft án endurgjalds. Sambandið rekur Leiðbeiningastöð heimilanna, endurgjaldslaust fyrir alla landsmenn og gefur út tímaritið Húsfreyjuna.
Í ár halda kvenfélögin um allt land upp á baráttu íslenskra kvenna fyrir sjálfsögðum réttindum, en fyrir 100 árum fengu konur takmarkaðan rétt til kjörgengis og kosninga til Alþingis. Kvenfélagasamband Íslands hefur frá öndverðu unnið gegn hverskonar sóun á matvörum og óþarfa innkaupum. Sambandið hvatti nýlega framleiðendur, birgja, verslanir og Samkeppniseftirlitið til að bregðast við þeirri miklu matarsóun sem á sér stað þegar vörum sem komar eru á síðasta söludag er fargað, í stað þess að þær séu seldar á niðursettu verði.
Sambandið hefur einnig sett sig upp á móti afnámi orlofs húsmæðra, m.a. á grundvelli þess að konur hafa enn þann dag í dag lægri laun en karlar og hafa ekki notið þeirra réttinda sem karlar njóta.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Spennandi flokksþing framsóknarmanna

Deila grein

10/04/2015

Spennandi flokksþing framsóknarmanna

Verið velkomin á flokksþing framsóknarmanna 201533. flokksþing framsóknarmanna verður sett í dag, kl. 10.30, að Gullhömrum í Grafarholti. Yfirskrift flokksþingsins er: Framsókn í forystu. Í inngangi draga að flokksþingsályktunum segir m.a.: Fagnað er sérstaklega þeim mikla og mikilvæga árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð við uppbyggingu efnahagslífs og endurreisn samfélagsins.
Sérstaklega er fagnað að Leiðréttingin skuli hafa verið framkvæmd á svo skömmum tíma sem raun er, og að aðgerðin nýtist þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar og 40 milljörðum króna verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning. Bætt staða heimilanna er mikilvæg forsenda frekari uppbyggingar í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Flokksfélög framsóknarmanna hafa á liðnum vikum verið að velja þingfulltrúa á flokksþingið. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. En allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþingið og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
Sigmundur-davíðSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun flytja yfirlitsræðu sína í dag kl. 13.15 við setningarathöfn flokksþingsins. Kvennakórinn Vox feminae mun flytja nokkur lög við þessa athöfn.
Ritari flokksins og formaður landsstjórnar, Eygló Harðardóttir, og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson, munu flytja skýrslur um störf sín fyrir hádegi í dag.
Kosningar til forystu í flokknum fara fram á laugardag, 11. apríl, en kosið er til formanns, sem jafnframt er formaður miðstjórnar flokksins, varaformanns og ritara.
rannveigþorsteinsdottirSigrún Magnúsdóttir, ráðherra, mun verða með „Sögustund um Rannveigu Þorsteinsdóttur“ þar sem brugðið verður upp svipmyndum frá ferli þessarar merku forvígiskonu okkar framsóknarmanna. Þessi dagskrárliður á flokksþinginu verður á morgun laugardag kl. 11.00. Magnús Ragnar Sigurðsson flytur ljúfa tóna á mandólínið.
Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins verða veitt í dag kl. 11.40.
Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins verður veitt kl. 15.00 á laugardaginn.
Dagskrá 33. flokksþings framsóknarmanna:
Föstudagur 10. apríl
Kl. 10.30 Þingsetning
Kl. 10.40 Kosning þingforseta (6)
– Kosning þingritara (6)
– Kosning kjörbréfanefndar (5)
– Kosning kjörstjórnar (7)
– Kosning samræmingarnefndar (3)
– Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 11.00 Skýrsla ritara
Kl. 11.20 Skýrsla framkvæmdastjóra
Kl. 11.30 Mál lögð fyrir þingið
– Málefnanefnd
Kl. 11:40 Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015
Kl. 12.00 Matarhlé
– Sameiginlegur fundur SUF og LFK á flokksþingi
Kl. 13.15 Setningarathöfn
– Yfirlitsræða formanns
Kl. 14.10 Almennar umræður
Kl. 16.00 Nefndastörf hefjast – unnið í málefnahópum fram eftir kvöldi og á laugardag
1. Landbúnaður og sjávarútvegur.
2. Ferðaþjónusta.
3. Iðnaður og orkumál.
4. Efnahagsmál, fjármál ríkisins og skattamál.
5. Viðskipta- og neytendamál.
6. Stjórnskipan, kirkju-, dóms- og mannréttindamál.
7. Sveitarstjórnarmál.
8. Samgöngur, fjarskipti og byggðarmál.
9. Mennta- og menningarmál.
10. Velferðarmál.
11. Utanríkismál.
12. Umhverfis- og auðlindarmál.
Laganefnd
Kl. 21:30 SUF-partý í Framsóknarhúsinu
Laugardagur 11. apríl
Kl. 09.00-12.00
– Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf
Kl. 09.00 Almennar umræður – framhald
Kl. 11:00 „Konan sem ruddi braut framsóknarkvenna“ – erindi Sigrúnar Magnúsdóttur, ráðherra
Kl. 11:30 Fundur sveitarstjórnarmanna á flokksþingi
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.00 Kosningar:
– Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd og siðanefnd
Kl. 14.00 Afgreiðsla mála
Kl. 15.00 Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015
Kl. 17.30 Þingi frestað
Kl. 20.00 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 12. apríl
Kl. 10.00 Afgreiðsla mála
Kl. 11.00 Tillögur að lagabreytingum
Kl. 12.30 Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 14.00 Þingslit
***

Categories
Fréttir

Drög að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna

Deila grein

08/04/2015

Drög að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna

logo-framsokn-gluggiÁrangur fyrir heimilin og atvinnulífið – árangur fyrir samfélagið.
Í drögum að ályktunum 33. flokksþings framsóknarmanna er fagnað sérstaklega þeim mikla og mikilvæga árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð við uppbyggingu efnahagslífs og endurreisn samfélagsins.
Sérstaklega er fagnað að Leiðréttingin skuli hafa verið framkvæmd á svo skömmum tíma sem raun er, og að aðgerðin nýtist þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar og 40 milljörðum króna verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning. Bætt staða heimilanna er mikilvæg forsenda frekari uppbyggingar í efnahagsmálum þjóðarinnar, segir ennfremur í drögunum.
„Flokksþingið telur það mikilvægt vitni um styrka og ábyrga stjórn að á þeim tíma sem liðinn er frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum hefur árangur náðst í því að rétta við flesta lykilþætti í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. Með ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum hafa fjárlög verið hallalaus, hagvöxtur hefur aukist, verðbólga hefur lækkað og haldist undir viðmiði Seðlabankans í lengri tíma en áður hefur þekkst, kaupmáttur launafólks hefur stóraukist, störfum hefur fjölgað umtalsvert og atvinnuleysi farið hríðlækkandi.
Flokksþing framsóknarmanna fagnar einnig þeim árangri sem náðst hefur með áherslu ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á rannsóknir og nýsköpun, heilbrigðis og félagsmál. Það er mikilvægt að fyrirheit um afnám skerðinga fyrri ríkisstjórnar á lífeyri aldraðra og öryrkja skuli hafa komið þegar til framkvæmda er ríkisstjórnin tók við völdum. Þá ber að fagna því sérstaklega að fjárframlög til almannatrygginga og Landspítalans hafi aldrei verið hærri en nú og að stuðningur við nýsköpun og rannsóknir hefur tekið stakkakiptum með stórauknum framlögum.
Sá árangur til uppbyggingar og bættrar stöðu á fjölmörgum sviðum samfélagsins sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð á aðeins tveimur árum er mikilvægt skref í átt að markmiðum Framsóknarflokksins að á Íslandi skuli byggja upp réttlátt velferðarsamfélag þar sem allir hafi jöfn réttindi og jöfn tækifæri til að nýta krafta sína til fulls.“
Flokksþingið hvetur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að vinna áfram að frekari árangri á grundvelli sömu markmiða.
master-drög að flokksþingsályktunum 2015.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Þórunn Unnur Birgisdóttir nýr formaður á Bifröst

Deila grein

02/04/2015

Þórunn Unnur Birgisdóttir nýr formaður á Bifröst

thorunnunnurbirgisdottirÞórunn Unnur Birgisdóttir, laganemi við Háskólann á Bifröst, er nýr formaður Framsóknarfélagsins á Bifröst. Þórunn hefur setið í Háskólaráði Háskólans á Bifröst auk þess að hafa sinnt öðrum félagsstörfum.
Framsóknarfélag Bifrastar var stofnað árið 2004 og er starfssvæði félagsins Háskólinn á Bifröst og nágrenni. Félaginu er ætlað að hafa umsjón með og frumkvæði að félagsstarfi framsóknarmanna á Bifröst og stuðla að auknum samskiptum við aðra framsóknarmenn á svæðinu og á landsvísu.
 
 
Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður, var fyrsti formaður félagsins.
formadur-bifrost-2015
Það er viðeigandi að stilla sér upp við málverk af Jónasi Jónssyni frá Hriflu, fyrsta skólastjóra Samvinnuskólans.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Samkeppni í verslun ábótavant – neytendur tapa

Deila grein

01/04/2015

Samkeppni í verslun ábótavant – neytendur tapa

Þorsteinn-sæmundssonÞorsteinn Sæmundsson hefur verið ötull talsmaður neytenda á Alþing og hefur minnt á nauðsyn þess að fylgjast með því að lækkun gengis og gjalda skili sér í vöruverð. Hefur Þorsteinn ítrekað bent á að hækkanir séu mun fljótari að skila sér út í verðlag og kallað eftir ábyrgð verslunareigenda gagnvart neytendum.
Í umræðu um „Samkeppni á smásölumarkaði“ fyrir skömmu sagði Þorsteinn meðal annars: „Mig langar að gera að meginatriði máls míns nýútkomna skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem í sjálfu sér staðfestir því miður flest það sem sá sem hér stendur hefur sagt og haldið fram síðustu mánuði og missiri. Meginniðurstaða skýrslunnar er meðal annars að verslunin hefur ekki skilað gengisstyrkingu krónunnar til almennings og það kemur einnig fram að í sjálfu sér skortir Samkeppniseftirlitið úrræði og heimildir nema um sé að ræða sérstaklega alvarleg brot á samkeppnislögum.
Almenningur á Íslandi tapaði helmingi lífskjara sinna í hruninu. Margir hverjir töpuðu ævisparnaði sínum og fasteignum. Þessi sami almenningur á nú að dómi verslunarinnar sjö árum síðar enn að vera að greiða meint tap verslunarinnar í hruninu. Maður veltir fyrir sér hvenær það verði fullbætt.“
Þorsteinn ítrekaði að styrking gengis hafi ekki komið fram í lækkun á verði til neytenda, heldur þvert á móti. „Ljóst er að verð á dagvörum hefur hækkað nokkuð frá árunum 2011/2012 þrátt fyrir að gengi íslensku krónunnar hafi verið að styrkjast, en það ætti að öðru óbreyttu að veita svigrúm til verðlækkunar. Þannig nemur verðhækkun á dagvörum í heild frá ársbyrjun 2011 til ársloka 2014 u.þ.b. 10%. Á sama tíma styrktist gengi íslensku krónunnar um u.þ.b. 5%.“
Þá benti Þorsteinn einnig á að afkoma verslunarinnar er mun betri á Íslandi en erlendis: „Á bls. 46 í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að samkvæmt upplýsingum um arðsemi skráðra dagvörusmásala, „grocery retailers“, erlendis sé meðalarðsemi eigin fjár um 13% í Evrópu og um 11% í Bandaríkjunum. Á Íslandi er þetta 35–40%.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Íslenskt sjávarfang og afurðir kynntar í Boston

Deila grein

01/04/2015

Íslenskt sjávarfang og afurðir kynntar í Boston

SIJSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sótti „Sea food  Expo North America“  í Boston á dögunum, þar sem íslensk fyrirtæki voru með bása og kynningar. Þau voru heimsótt og einnig var fundað með bandarískum stjórnmála- og embættismönnum, m.a. Elizabeth Warren öldungardeildarþingmanni, og fulltrúum annarra ríkja sem sóttu sýninguna. Sendiherrar Íslands í Kanada og Bandaríkjunum, Sturla Sigurjónsson og Geir Haarde, tóku þátt í dagskrá tengdri sýningunni og Robert Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, var einnig á svæðinu.
Ferðin var skipulögð í samvinnu við Íslandsstofu, en mkill áhugi er á bandarískum vettvangi á þeirri fullvinnslu sem þróast hefur í íslenskum sjávarútvegi og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í heimsóknum og samtölum við kaupendur íslensks sjávarfangs og eldisfisks kom skýrt fram að gæði íslensku afurðanna væru óumdeild. Einstakt væri að geta boðið ferskan fisk í búðum í Bandaríkjunum 2-3 dögum eftir að hann er veiddur á Íslandsmiðum.
Aukinni flutningsgetu vestur um haf var fagnað enda spurn eftir fiski að aukast.  Kallað er eftir frekari stuðningi við markaðsstarf og að tryggja þurfi rekjanleika í gegnum allt framleiðsluferlið.
Eimskip er með starfsemi í Portland Maine, en þar er mikilvæg innflutningshöfn fyrir íslenskar sjávarafurðir sem fara á Bandaríkjamarkað. Paul Richard LePage ríkisstjóri í Maine lýsti á fundi með ráðherranum yfir mikilli ánægju með starfsemi Eimskips á svæðinu og mikilvægi hennar fyrir Maine fylki.
Bandaríkin, að frumkvæði Alaska, héldu fund með fulltrúum  frá Noregi, Íslandi og Kanada um vottanir og sjávarafurðir. Ræddir voru kostir og gallar ólíkra vottunarkerfa og helstu kröfur kaupenda til vottana. Þeir sem sátu fundinn voru sammála um mikilvægi þess að stærstu framleiðsluríki sjávarafurða í heiminum ættu reglulegt samtal um þessi mál.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Tíundi hluti barna býr við skert lífskjör – þriðjungur barna ekki í reglubundnu tómstundastarfi

Deila grein

25/03/2015

Tíundi hluti barna býr við skert lífskjör – þriðjungur barna ekki í reglubundnu tómstundastarfi

VilllumWillum Þór Þórsson, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins í gær að tekjur og staðu á húsnæðismarkaði hafi grundvallaráhrif á lífsgæði barna á Íslandi.
„Eftir stendur sú alvarlega staðreynd að um tíundi hluti barna býr við skert lífskjör og líður skort á efnislegum gæðum. Ein alvarlegasta birtingarmynd þessa ástands er sú að börn taka í minna mæli þátt í skipulögðu æskulýðs- og tómstundastarfi. Tæpur þriðjungur barna á Íslandi er ekki í reglubundnu tómstundastarfi,“ sagði Willum.
Á læknamálþingi 2010 kom meðal annars fram að rannsóknir sýna að börn sem líða skort af einhverju tagi og búa við versnandi andlega heilsu muni síðar á ævinni njóta verri líkamlegrar heilsu en ella. Á móti sýna rannsóknir að þátttaka barna í skipulögðu tómstundastarfi dregur úr líkum á hvers kyns frávikshegðun og eykur líkur á betri líðan og góðri líkamlegri heilsu.
„Ég velti því fyrir mér í hvað við eyðum orku okkar og kröftum hér í störfum okkar. Við höfum tækifæri núna til að vinna að breytingum. Ég treysti því að ríkisstjórnin komi með innlegg í kjaraviðræður og beiti sér fyrir því að samið verði um verulegar kjarabætur fyrir þá lægst launuðu. Þá eru húsnæðisfrumvörp á leiðinni og við getum greitt götu þeirra fjölskyldna sem standa höllum fæti á húsnæðismarkaði.
Þannig, virðulegi forseti, getum við bætt stöðu barnanna okkar.“
Ræða Willums Þórs Þórssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.