Hleð Viðburðir
  • This event has passed.

Laugardagur 12. október 2019 –

Boðað er til 19. Landsþings Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) laugardaginn 12. október 2019 á hótel B59, Borgarbraut 59 í Borgarnesi.

Framsóknarkonur vítt og breytt um landið eru hvattar til að taka daginn frá og taka þátt í öflugu landsþingi LFK. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður á hótelinu og verður auglýstur betur síðar.

Skráning fer fram í gegnum netfangið lindahronn74@gmail.com. Skráning stendur yfir til 8. október nk. en vegna undirbúnings þingsins og umfangs væri gott að skráningar bærust tímalega. Þinggjöld eru kr. 2.000 og innifalið í þeim eru þinggjöld, kaffiveitingar og fleira. Hádegishlé verður í 1 klst þar sem þinggestum gefst kostur á að fá sér hádegisverð.

Drög að dagskrá:

10:00 Þingsetning
10:05 Kosning starfsmanna þingsins
-Kosning þingforseta
-Kosning þingritara
-Kosning starfsnefndar (3)
10:10 Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram / umræður
10:40 Ávarp
11:00 Málefnavinna hefst
12:00 Hádegishlé
13:00 Málefnavinna
14:00 Niðurstöður málefnavinnu lagðar fyrir þingið – umræður
14:30 Kaffihlé
15:00 Ávarp
15:20 Kosningar:
-Formaður
-Framkvæmdastjórn (4) og varastjórn (2)
-Landsstjórn (6) og varastjórn (6)
-Skoðunarmenn reikninga (2) og til vara (2)
15:40 Önnur mál
16:00 Þingslit

Framkvæmdastjórn LFK áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá þingsins.

***

Tilboð í gistingu á hótel B59 sem eru svohljóðandi:

  • Tveggja manna herbergi með morgunverð og aðgang að Lóu heilsulind á 14.900.-
  • Eins manns herbergi með morgunverð og aðgang að Lóu heilsulind á 11.900.-

Pöntun á gistingu fer fram í gegnum formann LFK á netfangið lindahronn74@gmail.com.

Framkvæmdastjórn LFK