Hleð Viðburðir
  • This event has passed.

Mánudagur 20. maí 2019 –

Málefnahópur Framsóknar um atvinnumál boðar til opins vinnufundar í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík mánudaginn 20. maí klukkan 18:00-20:00.

Til umræðu verða drög að vinnu hópsins sem unnin hefur verið undir formerkjunum „Framtíðarsýn í atvinnumálum til 2030 – Áskoranir og tækifæri helstu atvinnuvega á Íslandi“.

Stefnt er á að hópurinn kynni vinnu sína á miðstjórnarfundi flokksins sem haldinn verður í júní og því gefst nú gott tækifæri fyrir alla flokksmenn að koma að sjónarmiðum sínum varðandi þennan málaflokk.

Þeir sem vilja kynna sér fyrirliggjandi vinnugögn fyrir fundinn er bent á að hafa samband við Söndru Rán Ásgrímsdóttur, ritara hópsins, (sandraranasgrims@gmail.com) eða Hauk Loga Karlsson, formann hópsins, (haukur.logi@gmail.com).