Hleð Viðburðir

Laugardagur 23. nóvember 2019 –

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn dagana 23.-24. nóvember. Nánari upplýsingar um fundarstað og tíma verður birt síðar.

Á haustfundi miðstjórnar skal taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Formaður landsstjórnar flytur skýrslu um störf sín og svo á einnig um nefndir miðstjórnar. Þá skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi í nefndirnar, til eins árs í senn:

  1. Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd og tvo til vara.
  2. Fjóra fulltrúa í málefnanefnd og tvo til vara.

Auglýst er eftir framboðum til setu í fastanefndum miðstjórnar og skulu þær berast til skrifstofu á netfangið framsokn@framsokn.is.

Miðstjórnarfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna forföll sem allra fyrst svo að hægt sé að boða varamenn þeirra í tíma á fundinn. Hafið samband við skrifstofu í síma 540 4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is.

***

Í miðstjórn flokksins eiga sæti:

  1. Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Þessir fulltrúar skulu kosnir á kjördæmisþingum til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur. Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
  2. Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
  3. Landsstjórn og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins.
  4. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins enda séu þeir félagsmenn.
  5. Aðalmenn í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins, sbr. kafla 7.
  6. Stjórn og varastjórn launþegaráðs Framsóknarflokksins, sbr. gr. 8.4.
  7. Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.

***

Framsóknarflokkurinn