Hleð Viðburðir
 • This event has passed.

Laugardagur 12. október 2019 –

Boðað er til 19. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) helgina 12.-13. október að Holti í Önundarfirði.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 12. október

13:00 Setning og kosning starfsmanna þingsins:

  • Tveggja þingforseta
  • Tveggja þingritara
  • Þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd

13:10 Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram
13.20 Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
13:30 Mál lögð fyrir þingið
13: 35 Lagabreitingar
13:40 Stjórnmálaumræða
15:30 Kaffihlé
16:00 Ávörp gesta
16:40 Nefndastörf
18:30 Þinghlé

20:00 Hátíðarkvöldverður

Sunnudagur 13. október

10:00 Afgreiðsla mála
11:00 Kosningar:

a) Formaður KFNV
b) Sex fulltrúar í stjórn KFNV og sex til vara
c) formaður kjörstjórnar
d) 6 fulltrúar í kjörstjórn
e) fulltrúar KFNV í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum hans.
f) Tveir skoðunarmenn reikninga

11.30 Önnur mál
12.00 Þingslit.

***

Starfsnefnd hefur verið skipuð undir forystu Heiðrúnar Söndru Grettisdóttur, heidrunsandra@gmail.com og er hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu. Aðrir í starfsnefndinni eru: Lilja Sigurðardóttir, liljaiceland@gmail.com, Ingi Björn Árnason, ingibjorn@hotmail.com, Guðveig Eyglóardóttir, gudveig@borgarbyggd.is og Guðjón Ebbi Guðjónsson, ebbi.vs@gmail.com.

Þau embætti sem kosið verður um á þinginu eru:

 • formaður KFNV,
 • sex stjórnarmenn og sex til vara,
 • formann kjörstjórnar KFNV,
 • kjörstjórn KFNV,
 • miðstjórnarmenn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins,
 • tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

***

Þinggjald er kr. 3.500,-
Hátíðarkvöldverður er á kr. 4.600,-
Súpa í hádegi á sunnudag kr. 2.000,-

Gisting á HoltInn sveitahótel:
Stærri herbergi á kr. 17.000,- per/nótt
Minni herbergi á kr. 15.000,- per/nótt

Gistipantanir í síma 456 7611 eða á holtinn@holtinn.is.  Taka skal fram við pöntun að gisting sé vegna kjördæmisþings.

***

Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétt:

a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.

b) Aðalmenn í stjórn KFNV.

c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem bústettir eru í kjördæminu.

Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

***

Stjórn KFNV