Hleð Viðburðir

Laugardagur 12. október 2019 –

Boðað er til 19. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) helgina 12.-13. október að Holti í Önundarfirði. Nánari upplýsingar um drög að dagskrá koma síðar.

***

Starfsnefnd verður skipuð og er hlutverk nefndarinnar er að taka á móti tillögum um framboðum til trúnaðarstarfa sem kosið verður um á vegum KFNV.

Þau embætti sem kosið verður um á þinginu eru:

  • formaður KFNV,
  • sex stjórnarmenn og sex til vara,
  • formann kjörstjórnar KFNV,
  • kjörstjórn KFNV,
  • miðstjórnarmenn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins,
  • tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

***

Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétt:

a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.

b) Aðalmenn í stjórn KFNV.

c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem bústettir eru í kjördæminu.

Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

***

Stjórn KFNV