Hleð Viðburðir

Föstudagur 25. október 2019 –

Boðað er til 19. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) fösudaginn 25. október 2019 í Félagsheimili Framsóknarmanna í Kópavogi, Bæjarlind 14-16 kl. 18.00-22.00.

Drög að dagskrá:

17.30 Skráning.

18:00 Setning og kosning starfsmanna þingsins.

18:05 Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram.

– Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

– Reikningar bornir upp til samþykktar.

18.35 Ávörp gesta.

19:05 Mál lögð fyrir þingið / almennar stjórnmálaumræður.

19:30 Matarhlé, borin fram matarmikil saltkjöts og baunasúpa.

20:30 Kynning á áhrifum nýrra persónuverndarlaga á flokksstarfið.

20:40 Kosning í trúnaðarstöður:

a) Formaður stjórnar KFSV.

b) Sex aðrir í stjórn KFSV.

c) Tveir til vara í stjórn KFSV.

d) Formaður kjörstjórnar vegna næstu alþingiskosninga.

e) Sex fulltrúar í kjörstjórn vegna næstu alþingiskosninga.

f) Fulltrúar KFSV í miðstjórn Framsóknarflokksins.

Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.

g) Tveir skoðunarmenn reikninga KFSV.

21:40 Afgreiðsla mála.

22:00 Þingslit.

Þinggjald kr. 2.500 greiðist við skráningu. Innifalið er matur og kaffi.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Stjórn KFSV

***

Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:

a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu, Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. í lögum Framsóknarflokksins. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir;

b) Aðalmenn í stjórn KFSV;

c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu;

d) Formenn framsóknarfélaga í kjördæminu.

Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.