Hleð Viðburðir
  • This event has passed.

Föstudagur 7. júní 2019 –

Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins verður haldinn föstudaginn 7. júní á Hótel Sögu í Reykjavík kl. 18.30.

Drög að dagskrá:

Kl. 18.30  Setning og kosning fundarstjóra

Kl. 18.40  Ræða formanns, Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Kl. 19:00  Ávarp varaformanns, Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra

Kl. 19:10  Pallborð ráðherra flokksins. Stutt innleiðing hvers ráðherra og spurningar teknar úr sal

Kl. 19:40  Almennar umræður

Kl. 21:15  Málefnastarf og miðlun til flokksmanna. Formenn málefnahópa fara yfir.

Kl. 22.00  Áætluð fundarlok

***

Í miðstjórn eiga sæti:

  1. Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Þessir fulltrúar skulu kosnir á kjördæmisþingum til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur. Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
  2. Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
  3. Landsstjórn og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins.
  4. Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins enda séu þeir félagsmenn.
  5. Aðalmenn í sveitarstjórnarráði Framsóknarflokksins, sbr. kafla 7.
  6. Stjórn og varastjórn launþegaráðs Framsóknarflokksins, sbr. gr. 8.4.
  7. Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.

Framsóknarflokkurinn