13. Kjördæmaþing KFR

Þriðjudagur 27. október 2020.

Stjórn KFR boðar til 13. Kjördæmaþings KFR þriðjudaginn 27. október í fjarfundi kl. 20:00. Póstur verður sendur út samdægurs kl. 17:00 á kjördæmaþingsfulltrúa með praktískum upplýsingum.

Skipuð hefur verið starfsnefnd. Hana skipa formenn KFR, FUF og FR.
Jón Ingi Gíslasonkjarnholt6@simnet.is
Aðalsteinn Haukur Sverrissonadalsteinn@recon.is
Íris Eva Gísladóttiririsegisladottir@gmail.com

Framboð til trúnaðarstarfa skal berast starfsnefnd eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir fund eða fyrir kl. 20:00 þann laugardaginn 24. október 2020 skv. ákvörðun stjórnar KFR.

Framboð ber að senda í tölvupósti á; kjarnholt6@gmail.com. Nánari upplýsingar í síma 8940224.

Úr lögum KFR:

Á reglulegu kjördæmaþingi samkvæmt 4. gr. skulu m.a. eftirfarandi mál tekin til meðferðar:

1. Kosning starfsmanna þingsins.

2. Skýrsla stjórnar: 

 a. Formanns

 b. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag kjördæmasambandsins og leggur fram endurskoðaða reikninga.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

4. Reikningar bornir upp til samþykktar.

5. Ávörp gesta.

6. Lagabreytingar.

7. Kosningar:
  a. Formaður kjördæmasambandsins.
b. Sex fulltrúar í stjórn kjördæmasambandsins og tveir til vara.
c. Formann kjörstjórnar.
d. Sex fulltrúar í kjörstjórn.
e. Fulltrúar kjördæmasambandsins í miðstjórn Framsóknarflokksins. Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmaþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
f. Tveir skoðunarmenn reikninga einn til vara.

8. Önnur mál.  

Stjórn KFR.