15. Kjördæmaþing KFR
Boðað er til 15. kjördæmaþings KFR miðvikudaginn 26. október kl. 20:00 á Hverfisgötu 33, 3. hæð.
Vakin er athygli á að framboð til trúnaðarstarfa þurfa að berast 3 sólarhringum fyrir þing á netfangið reykjavik@framsokn.is.
Dagskrá
- Kosning starfsmanna þingsins.
- Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2021.
- Ávörp gesta.
- Lagabreytingar.
- Kosningar:
- Formaður KFR.
- 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
- Formaður kjörstjórnar.
- 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
- Miðstjórn (1 fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn og jafnmargir til vara. Kynjareglur og þriðjungur úr Ungum.)
- Sveitarstjórnarráð – 6 fulltrúar og 6 til vara.
- 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
- Önnur mál.
Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að kjörbréfum fyrir þingið. Sjálfkjörnir fulltrúar hafa þegar fengið póst þess efnis.
Hlökkum til að sjá sem flest!