15. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík

15. Kjördæmaþing KFR

Boðað er til 15. kjördæmaþings KFR miðvikudaginn 26. október kl. 20:00 á Hverfisgötu 33, 3. hæð.

Vakin er athygli á að framboð til trúnaðarstarfa þurfa að berast 3 sólarhringum fyrir þing á netfangið reykjavik@framsokn.is.

Dagskrá

  1. Kosning starfsmanna þingsins.
  2. Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2021.
  3. Ávörp gesta.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar:
    1. Formaður KFR.
    2. 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
    3. Formaður kjörstjórnar.
    4. 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
    5. Miðstjórn (1 fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn og jafnmargir til vara. Kynjareglur og þriðjungur úr Ungum.)
    6. Sveitarstjórnarráð – 6 fulltrúar og 6 til vara.
    7. 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
  6. Önnur mál.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að kjörbréfum fyrir þingið. Sjálfkjörnir fulltrúar hafa þegar fengið póst þess efnis.

Hlökkum til að sjá sem flest!

Stjórn KFR