12/10/2024
Laugardagur
49. Sambandsþing SUF
12.-13. október 2024 ‒
49. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldið helgina 12-13 október í Héraðsskólanum á Laugarvatni.
Þinggjöld verða 3.000kr, greitt á þinginu sjálfu. Fylgist með á samfélagsmiðlum SUF eftir skráningarblaði fyrir mat og gistingu, sem kemur á næstu dögum.
Mikilvægar dagsetningar:
- 12. september – Síðasti dagur til að skrá sig í flokkinn til að hafa kosningarétt á sambandsþingi.
- 21. september – Síðasti dagur til að senda inn framboð til formanns (framsokn@framsokn.is)
- 28. september – Síðasti dagur til að senda inn lagabreytingatillögu (ung@framsokn.is)
Hægt er að bjóða sig fram í aðrar stöður (t.d. Stjórn og varastjórn) fram að kosningunum á sunnudeginum 13. október.
Drög að dagskrá:
Laugardagur 12. október 11:00 Þingsetning - Kosning þingforseta - Kosning þingritara - Kosning starfsnefndar 11:15 Skýrsla stjórnar 11:30 Lagabreytingar 12:00 Almennar umræður // Ávörp 13:00 Málefnavinna 16:00 Þinghlé 17:00 - 19:00 Vísindaferð 20:00 Hátíðarkvöldverður & skemmtun // Ávörp
Sunnudagur 13.október 10:00 Málefnavinna - áframhald 11:00 Kosningar: - Formaður - Stjórn (12) - Varastjórn (12) - Skoðunarmenn reikninga (2) - Varaskoðunarmenn reikninga (2) 12:00 Hádegishlé 12:59 Niðurstöður kosninga 13:00 Málefnavinna - áframhald // Afgreiðsla mála 16:00 Þingslit og heimferð
Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmann. Þar er stefna sambandsþing mynduð, lög og ályktanir samþykkt. Einnig er kosið í nýja stjórn ár hvert auk formanns. Sambandsþing er enn fremur uppskeruhátíð ungs Framsóknarfólks. Tími til að hafa gaman og fyrir nýtt fólk að kynnast starfinu. Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm að taka þátt og skrá sig.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á facebook eða öðrum miðlum.
Þau sem hafa verið skráð í Framsókn í það minnsta 30 dögum fyrir sambandsþing og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðisrétt á þinginu. Þau sem vilja skrá sig í flokkinn geta gert það með rafrænum skilríkjum hér: https://framsokn.is/ganga-i-flokkinn/
Lagabreytingartillögur þurfa að berast á suf@suf.is minnst 14 dögum fyrir þingið, á sama hátt þurfa framboð til formanns SUF að berast til skrifstofu Framsóknar á netfangið framsokn@framsokn.is. Framboðsfrestur til stjórnar og varastjórnar SUF rennur út þegar kosningar verða á dagskrá þingsins. Lög SUF má finna í heild sinni á SUF.is.