Baráttusæti Framsóknar á höfuðborgarsvæðinu

Laugardagur 29. maí 2021 –

Boðað er til staðfundar hjá Framsóknarfélögunum í Kópavogi í Bæjarlind 14, 2. hæð laugardaginn 29. maí kl. 11.00.

Gestir fundarins verða stórskotaliðið sem vermir 3. sætið á listum Framsóknar á höfuðborgarsvæðinu:

Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi hjá heilbrigðisráðuneytinu í 3. sæti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi,

Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og fv. borgarfulltrúi í 3. sæti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi suður og

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara í 3. sæti Framsóknar í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Heitt á könnunni og kræsingar að hætti Framsóknarmanna!

Fjöldatakmarkanir og nálægðarmörk í samræmi við sóttvarnarreglur og húsrúm. https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni