02/09/2025

Þriðjudagur

19:00 - 21:00

Gervigreindarnámskeið fyrir félaga í Framsókn

Þriðjudagur 2. september 2025 –
Lærðu að nota ChatGPT til að vinna hraðar, skipulegar og með aukinni sköpunargleði – hvort sem þú starfar við skrif, þjónustu, stjórnunarstörf, markaðsmál eða einfaldlega vilt spara tíma í daglegu lífi. Á þessu aðgengilega og hagnýta námskeiði fyrir byrjendur verður farið yfir helstu möguleika ChatGPT, hvernig hægt er að nýta tæknina strax í eigin verkefni, og þátttakendur fá einnig verklegar æfingar sem nýtast í raunverulegum aðstæðum. Aðeins fyrir félaga í Framsókn.
  • Staðsetning: Bæjarlind 14-16, 2. hæð (Bæði hægt að mæta á staðinn og taka þátt á netinu.)
  • Tími: Þriðjudaginn 2. september – 19:00-21:00
  • Leiðbeinandi: Stefán Atli Rúnarsson, markaðssérfræðingur og áhugamaður um gervigreind.

En passaðu að hafa sama netfang í miðakaupum á TIX.is og þú munt nota til þess að taka þátt á netinu.

Þátttakendur koma með eigin fartölvu!

Framsókn