Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

Laugardagur og sunnudagur 14.-15. nóvember 2020 –

Landsstjórn boðar er til haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi dagana 14.-15. nóvember næstkomandi.  Reiknað er með hefðbundnum tveimur fundadögum og ef sóttvarnarreglur og framgangur Covid verður áfram í rétta átt er reiknað með kvöldverðarhófi að kvöldi 14. nóvember.

Á haustfundi skal taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn:

a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og

b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

Fræðslu- og kynningarnefnd. Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. a-lið gr. 10.4. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með framkvæmd kynningar- og fræðslumála Framsóknarflokksins.

Málefnanefnd. Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. b-lið gr. 10.5. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.

Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið framsokn@framsokn.is.

Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.

***

Gisting:

Við erum búin að fá verð í gistingu á þremur stöðum, hvetjum við ykkur til að bóka sem fyrst þar sem við lentum í smá vandræðum í fyrra vegna mikillar aðsóknar.

B59 Hótel:

Tveggja manna herbergi með morgunverð og heilsulind á 12.900.-  Per nóttEins manns herbergi með morgunverð og heilsulind á 10.900.-  Per nótt

Senda póst á netfangið: hh@b59hotel.is til að bóka og taka fram að þetta sé vegna Framsóknar.Heimasíða hótels: http://www.b59hotel.is/home/

Hótel Hamar:

Tveggja manna herbergi með morgunverði     14.900 kr. Per nóttEinstaklingsherbergi með morgunverði           11.900 kr. Per nóttAðgangur að sauna og heitum pottum fyrir hótelgesti.

Hægt er að hringja í Hótel Hamar í númerið 433 6600 og bóka beint undir Framsókn.Senda póst á netfangið: hamar@icehotels.is og taka fram að þetta sé vegna Framsóknar.Heimasíða hótels: https://www.icelandairhotels.com/is/hotel/vesturland/icelandair-hotel-hamar

Hótel Borgarnes:

Tveggja manna herbergi:  Ein nótt               15,000,- með morgunverðTvær nætur        27,000,-  með morgunverð      Eins manns herbergi:Ein nótt               9,000,- með morgunverðTvær nætur        16,000,- með morgunverð

Senda póst á netfangið: info@hotelborgarnes.istil að bóka og taka fram að þetta sé vegna Framsóknar.

Heimasíða hótels: https://hotelborgarnes.is/

***

Framsóknarflokkurinn