Laugardagur 12. desember 2020 –
Snjórinn farinn að falla, kveikt hefur verið á fyrstu tveimur aðventukertunum, jólaserían vonandi komin á sinn stað og við byrjum að telja niður í árlegan jólabröns Framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 12. desember kl. 11.00-13.00.
Í ár verður jólabrönsinn okkar jólabingó! Stórglæsilegir vinningar með jólalegu ívafi þ.m.t. ilmandi jólahangikjötslæri, vel reykt Klaustursbleikja, glæsileg ostakarfa, jólabækurnar í ár, gjafabréf og fleira gott.
Árni Matthíasson, rithöfundur og blaðamaður mætir á fundinn og les upp úr bókinni sinni um Bubba Morthens, https://www.forlagid.is/vara/bubbi-ferillinn/
Og að sjálfsögðu mætum við á jólabingó-ið í okkar litríkustu jólapeysum. Verðlaun verða veitt fyrir bestu peysuna.
Enginn aðgangseyrir og allir í jólaskapi velkomnir.
Tengli á fundinn verður deilt á Facebooksíðu viðburðarins fyrir fundinn, sjá https://www.facebook.com/events/735081397360961.
Hlökkum til að sjá ykkur!