Málþing um miðhálendisþjóðgarð

Fimmtudagur 11. febrúar 2021 –

Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) býður til málþings um miðhálendisþjóðgarð.

Síðan að umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti frumvarp sitt um miðhálendisþjóðgarð hefur skapast mikil umræða um frumvarpið í samfélaginu og einnig innan Framsóknarflokksins.

Okkur langar til þess að kafa dýpra í málið og fá að heyra hliðar mismunandi aðila. Fimm einstaklingar verða fengnir til að fara með framsögu um málið og að máli þeirra loknu gefst tækifæri á spurningum og umræðu.

Málþingið verður haldið rafrænt þann 11. febrúar kl. 20:00 á Zoom. Slóð á málþingið:   https://us02web.zoom.us/j/82638145360

Ef einhver vandamál eða spurningar koma upp má hafa samband við SUF í gegnum tölvupóst á suf@suf.is eða í skilaboðum á Facebooksíðu SUF.

Dagskrá fundar:

20:00 – Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, stýrir fundinum og kynnir frumvarpið um miðhálendisþjóðgarð.

20:10 – Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kynnir fyrirvara Framsóknar á frumvarpi um hálendisþjóðgarð.

20:20 – Jón Jónsson, lögmaður, með framsögu um sjónarmið stjórnsýslu- og eignarréttarlegt hlutverk sveitarfélaga.

20:30 – Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar, með framsögu um umhverfissjónarmið.

20:40 – Ingibjörg Isaksen, stjórnarformaður Norðurorku, með framsögu um sjónarmiðum orkumála.

20:50 – Jón Gísli Harðarson, sjálfstætt starfandi leiðsögumaður, með framsögu um sjónarmið ferðaþjónustunnar.

21:00 – Guðrún Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, með framsögu um sjónarmið bænda og sveitarstjórnaraðila.

21:10 – Spurningar og umræður.

*dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.