Matarnýsköpun – opinn fundur

Miðvikudagur 10. febrúar 2021 –

Ung Framsókn í Reykjavík og Framsóknarfélag Reykjavíkur bjóða til opins fundar um framtíð matarnýsköpunar.

Slóð á fundinn:  us02web.zoom.us

Við munum fá til okkar sérfræðinga á sviði nýsköpunar í matvælaiðnaði til þess að ræða stöðuna í dag og framtíðarhorfur greinarinnar.

Dagskrá fundarins:

Brynja Laxdal, markaðsfræðingur og fyrrum verkefnastjóri Matarauðs Íslands, mun fjalla um mótunarmöguleika nýsköpunar á sviði matvælaframleiðslu, nú og til framtíðar.

Finnbogi Magnússon, formaður stjórnar landbúnaðarklasans, mun fjalla um tækifæri sem felast í nýsköpun í matvælaiðnaði.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun fjalla um mikilvægi uppbyggingar nýsköpunar á sem fjölbreyttustu sviðum og þau tækifæri sem matarnýsköpun gæti skapað fyrir Ísland.

Fundinum verður varpað til ykkar á Zoom.

Tekið verður vel á móti spurningum og umræðum um málefnið.

Hlökkum til að sjá sem flesta!