Opinn fundur í Borgarnesi

Þriðjudagur 3. otkóber 2023 ‒

Framsókn í Norðvestur

Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu

Aðalfundur Framsóknarfélags Fjallabyggðar

Fimmtudagur 5. október 2023 –

Aðalfundur Framsóknarfélags Fjallabyggðar verður haldinn fimmtudaginn 5. október klukkan 20:30 í sal Kiwanis, Aðalgötu 8, Siglufirði.

Boðið verður upp á kaffi og með því.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin.

23. Kjördæmisþing KFSV

Laugardagur 21. október 2023 –

Boðað er til 23. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) laugardaginn 21. október að Bæjarlind 14-16 í Kópavogi.  Þingið hefst kl. 12:30 með kjarngóðri súpu á undan hefðbundinni dagskrá er hefst kl. 13:00.

Dagskrá:
  1. Þingsetning og kosning starfsmanna þingsins og starfsnefndar.
  2. Skýrsla stjórnar, reikningar lagðir fram, umræður og reikningar bornir upp.
  3. Ávörp gesta.
  4. Endurskoðun innra starfs Framsóknarflokks, frummælandi Ásmundur Einar Daðason ritari flokksins.
  5. Kosningar í trúnaðarstöður kjördæmasambandsins.
  6. Tillögur lagðar fram, umræður og afgreiðsla.
  7. Önnur mál.
  8. Þingslit.

Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta vel og taka virkan þátt í þingstörfum.

***

Starfsnefnd hefur verið skipuð af stjórn kjördæmissambandsins og er hlutverk hennar að taka á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa KFSV. Starfsnefndina skipa:  Úlfar Ármannsson, formaður, ulfar@goon.is Sveingerður Hjartardóttir, Guðmundur Einarsson, Ólafur Hjálmarsson og Kristín Hermannsdóttir.

Kosið verður í eftirfarandi embætti á þinginu:

  • Formann stjórnar
  • Sex aðalmenn í stjórn
  • Tvo til vara í stjórn
  • Formann kjörstjórnar
  • Sex fulltrúa í kjörstjórn
  • Fulltrúa í miðstjórn
  • Tvo skoðunarmenn reikninga

***

Úr lögum KFSV um kjördæmisþing:

2.  Um kjördæmisþing.
2.1  Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFSV.  Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður. 
2.2  Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15 nóvember ár hvert. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFSV boðar til kjördæmisþings.  Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvefengjanlegan hátt.  Í þingboði skal getið dagskrár.  Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað.  Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega. 
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmasambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa. 
2.3  Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti: 
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu, Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. í lögum Framsóknarflokksins. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu.  Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir;
b) Aðalmenn í stjórn KFSV;
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu;
d) Formenn framsóknarfélaga í kjördæminu.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt.  Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4  Verkefni reglulegs kjördæmisþings skulu vera: 
a. Kosning þingforseta og ritara;
b. Kosning starfsnefndar þingsins;
c. Skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga;
d. Kosning í trúnaðarstöður;
e. Önnur mál.
2.5  Verksvið starfsnefndar skal vera: 
a. Yfirfara kjörbréf;
b. Sjá um kosningu til miðstjórnar og talningu atkvæða;
c. Uppstilling til stjórnarkjörs, kosningar og talning atkvæða.
Við uppstillingu stjórnar skal starfsnefnd gæta þess að hlutur hvors kyns sé ekki lægri en 40% og landfræðilegri dreifingu þannig að skylt sé að einn fulltrúi í stjórn KFSV komi frá hverju hinna fimm félagssvæða kjördæmisins, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ-Kjós. 
2.6   Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi trúnaðarstöður: 
a) Formann stjórnar KFSV
b) Sex aðra í stjórn KFSV
c) Tvo til vara í stjórn KFSV
d) Formann kjörstjórnar 
e) Sex fulltrúa í kjörstjórn
f) Fulltrúa KFSV í miðstjórn Framsóknarflokksins. 
Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50.  Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks.  Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt. 
g) Tvo skoðunarmenn reikninga KFSV.

Stjórn KFSV

23. Kjördæmisþing KFNV

14.-15. október 2023 –

Boðað er til 23. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) dagana 14.-15. október að Laugum í Sælingsdal.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 14. október kl. 11.00.

  1. Setning og kosning starfsmanna þingsins
  2. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram
  3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Hádegishlé. 12:00-12:30

  1. Ávörp gesta
  2. Almennar stjórnmálaumræður og stjórnmálaályktanir
  3. Nefndarstörf
  4. Kosningar

Þinghlé kl. 16:15

Kynning á svæðinu

Hátíðarkvöldverður og almenn gleði kl. 19:30.

Sunnudagur 15. október kl. 10.00.

  1. Nefndarstörf
  2. Afgreiðsla ályktana
  3. Önnur mál

Starfsnefnd hefur verið skipuð fyrir þingið og hefur hún þegar tekið til starfa.  Hlutverk nefndarinnar að taka á móti tillögum um frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum KFNV sem kosið verður um á þinginu. Framboð sendist formanni nefndarinnar Hrund Pétursdóttur, hrundoghelgi@gmail.com.

Þau embætti sem kosið verður um á þinginu skv. lögum KFNV eru:

  • formaður KFNV
  • sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara
  • formann kjörstjórnar
  • sex fulltrúa í kjörstjórn
  • fulltrúa KFNV í miðstjórn, aðal- og varamenn, skv. lögum flokksins
  • tvo skoðunarmenn reikninga
Gisting:
  • 2ja manna herbergi með sér baðherbergi – 22.900 kr. nóttin
  • 1 manns herbergi með sér baðherbergi – 19.000 kr. nóttin
  • 2ja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi – 16.900 kr. nóttin
  • 1 manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi – 13.900 kr. nóttin
  • Fjögurra manna með sér baðherbergi – 29.900 kr. nóttin
Veitingar:
  • Hádegisverður á laugardegi – Súpa og nýbakað brauð – 2.500 kr. pr/mann
  • Hátíðarkvöldverður – 3ja rétta kvöldverður – 7.500 kr. pr/mann
Pantanir í síma:
  • Sími: 451-0000 / 777-0227

dalahotel@dalahotel.is

www.dalahotel.is

***

Úr lögum KFNV um kjördæmisþing:

2. Um kjördæmisþing.
2.1 Kjördæmisþing hefur æsta vald í málefnum KFNV. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um málefni þess, skipulag og fjárreiður.
Reikningsár sambandsins skal vera almanaksárið.
2.2 Stjórn KFNV skal boða til reglulegs kjördæmisþings fyrir 15. nóvember ár hvert. Til þingsins skal boða með a.m.k. 15 daga fyrirvara. Í þingboði skal getið dagskrár og hafi komið fram tillögur að lagabreytingum skulu þær fylgja fundarboði. Kjördæmisþing er löglegt ef löglega er til þess boðað. Heimilt er að boða til auka-kjördæmisþings með styttri fyrirvara ef þörf krefur. Fundarefni skal þá auglýsa opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3 Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétt:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
b) Aðalmenn í stjórn KFNV.
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu. Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4 Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirtalin embætti:
a) Formann KFNV.
b) Sex fulltrúa í stjórn KFNV og sex til vara.
c) Formann kjörstjórnar.
d) Sex fulltrúar í kjörstjórn.
e) Fulltrúa KFNV í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum hans.
f) Tvo skoðunarmenn reikninga KFNV.

***

STJÓRN KFNV

Haustfundur miðstjórnar Framsóknar

18.-19. nóvember 2023 –

Landsstjórn Framsóknar samþykkti í vor að boða til haustfundar miðstjórnar í Suðurkjördæmi og var 17.-19. nóvember fyrir valinu. Fundurinn verður haldinn á Hótel Vík í Vík.

Drög að dagskrá:
Laugadagur 18. nóvember
  • 10:30 – Setning miðstjórnarfundar, Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar
  • 10:35 – Kosning fundarstjóra og ritara fundarins
  • 10:40 – Ræða formanns Framsóknar, Sigurður Ingi Jóhannsson
  • 11:10 – Ræða varaformanns Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir
  • 11:30 – Skýrsla ritara Framsóknar um störf landsstjórnar og innra starf, Ásmundur Einar Daðason
  • 11:45 – 15:30 Almennar umræður
  • 12:15 – 13:00 Hádegisverður
  • 15:30 – Skýrsla fræðslu- og kynningarnefndar
  • 16:00 – Kaffihlé
  • 16:20 – Stjórnmálaályktun
  • 17:00 – Frestun fundar til sunnudags
  • 19:00 – Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 19. nóvember
  • 10:30 – Skýrsla málefnanefndar
  • 10:45 – Skýrsla sveitarstjórnarráðs
  • 11:00 – Kosning í fastanefndir miðstjórnar
  • 11:15 – Boðun flokksþings
  • 11:35 – Önnur mál
  • 12:00 – Fundarslit og hádegisverður

***

Hvað er miðstjórn?

Miðstjórn Framsóknarflokksins var stofnuð 1918. Hún er því næst elsta stofnun flokksins eða 105 ára.

Fram að því hafði eina stofnun flokksins verið þingflokkurinn frá 1916.
Miðstjórnin var í upphafi aðeins skipuð þremur fulltrúum, kosnum af þingflokki og kjörið hlutu Jónas Jónsson frá Hriflu, Tryggvi Þórhallsson ritstjóri Tímans og Hallgrímur Kristinsson forstjóri Sambandsins.

Miðstjórn fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Formaður Framsóknar er jafnframt formaður miðstjórnar flokksins.

Miðstjórn er boðuð til fundar af landsstjórn tvisvar á ári, vor og haust með 30 daga fyrirvara. Aðrir fundir miðstjórnar eru boðaðir af landsstjórn flokksins og eru þeir löglegir ef þar mætir meirihluti miðstjórnarmanna. Einnig er skylt að boða til miðstjórnarfundar ef þriðjungur miðstjórnarmanna krefst þess skriflega. Miðstjórn ákvarðar um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn.

Í miðstjórn eiga sæti:
  • Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur. Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
  • Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
  • Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
  • Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
  • Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
  • Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
  • Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Verkefni haustfundar miðstjórnar

Á haustfundi miðstjórnar er félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Landsstjórn, fræðslu- og kynningarnefnd og málefnanefnd flytja skýrslu um störf sín. Eins kjósa miðstjórnarmenn úr sínum hópi til eins árs í senn:

a) Fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

b) Fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

Haustfundur miðstjórnar boðar til reglulegs flokksþings, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Framsóknarflokkurinn

Vöfflukaffi í Reykjavík – borgarfulltrúar Framsóknar

Laugardagur 23. september 2023 –

Vöfflukaffið verður að Hverfisgötu 33, frá kl. 12.30-13.00.

Verið hjartanlega velkomin!

Framsókn í Reykjavík

Aðalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur

Fimmtudagur 21. september 2023 –

Boðað er til aðalfundar Framsóknarfélags Grindavíkur fimmtudaginn 21. september í sal Verkalýðsfélags Grindavíkur að Víkurbraut kl. 19:30.

Dagskrá:
  1. Venjulega aðalfundarstörf.
  2. Önnur mál.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt eru hvattir til að mæta á aðalfundinn, við tökum vel á móti nýjum félögum.

Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur

Laugardagsfundur á Húsavík

Laugardagur 16. september 2023 –

Framsókn í Norðurþingi

 

Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar

Mánudagur 4. september –

Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar verður haldinn

mánudaginn 4. september kl. 19:30 í Vörðunni á Miðnestorgi 3.

Til umræðu er dagskrá bæjarstjórnarfundar sem fram fer þriðjudaginn 5. september.

Einnig verður fjallað um nefndarstörf og almenn umræða um bæjarmálin.

Öll velkomin,

Framsóknarfélag Suðurnesjabæjar