Suðurkjördæmi – lokað prófkjör

Laugardagur 19. júní 2021 –
Í Suðurkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 19. júní 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin.
  • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 20. maí 2021.
  • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 4. júní klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
Átta verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi í prófkjöri 19. júní 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 20. júní. Í framboði eru:
  • Sigurður Ingi Jóhannsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 1. sæti
  • Jóhann Friðrik Friðriksson, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti
  • Silja Dögg Gunnarsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 2. sæti
  • Daði Geir Samúelsson, Hrunamannahreppi – sækist eftir 2.- 4. sæti
  • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Árborg – sækist eftir 3. sæti
  • Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Reykjanesbæ – sækist eftir 3.- 4. sæti
  • Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjum – sækist eftir 3.- 4. sæti
  • Ragnhildur Hrund Jónsdóttir, Vík í Mýrdal – sækist eftir 3.- 5. sæti
Kjósendur skulu velja 5 frambjóðendur, hvorki fleiri né færri, og merkja með tölustöfum við nöfn þeirra og í þeirri röð sem þeir vilja að frambjóðendur taki sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í kjördæminu. Það er 1 við þann sem kjósandi vill að skipi efsta sæti, 2 við þann sem kjósandi vill í annað sæti, 3 við þann sem skipa skal þriðja sætið, o.s.frv. Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.