Lög Framsóknarflokksins um aðferð við val á lista við alþingiskosningar:

Við alþingiskosningar skal kjördæmissamband bjóða fram lista Framsóknarflokksins í sínu kjördæmi. Heimilt er þó, ef eitt kjördæmasamband starfar í Reykjavík, að það bjóði fram á sínum vegum lista Framsóknarflokksins bæði í Reykjavíkurkjördæmi norður og Reykjavíkurkjördæmi suður. Kjördæmisþing velur aðferð við val og gengur endanlega frá framboðslista. Reglur um framboð eiga að liggja fyrir a.m.k. 6 mánuðum fyrir reglulegar alþingiskosningar. Reglur um val frambjóðenda geta verið af fimm gerðum:  Póstkosning;  lokað prófkjör;  tvöfalt kjördæmisþing;  uppstilling;  opið prófkjör, sbr. gr. 5.1.