Categories
Fréttir

Níu forsætisráðherrar og 80 sérfræðingar ræða skapandi greinar og nýsköpun í opinberum rekstri

Deila grein

28/10/2015

Níu forsætisráðherrar og 80 sérfræðingar ræða skapandi greinar og nýsköpun í opinberum rekstri

Sigmundur-davíðForsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands koma saman í Reykjavík nú í vikunni, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Leiðtogarnir munu taka þátt í sameiginlegu málþingi þjóðanna, Northern Future Forum, þar sem rætt verður um vöxt og viðgang skapandi greina og nýsköpun í opinberum rekstri í þeim tilgangi að auka gæði opinberrar þjónustu.
Ásamt forsætisráðherrunum níu munu ríflega 80 sérfræðingar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi taka þátt í umræðum og skoðanaskiptum. Meðal íslensku sérfræðinganna eru Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, Ingi Rafn Sigurðsson, forstjóri Karolina Fund, Vala Halldórsdóttir, tekjustjóri Plain Vanilla, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri á Landspítalanum og Ingi Steinar Ingason, verkefnastjóri hjá embætti Landlæknis.
northernfutureforumÞeir sem stýra munu umræðunum á fundinum eru Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Kristján Leósson, framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutæknisviðs Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Halla Tómasdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Sisters Capital, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LEAD Consulting, Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, og Dóra Ísleifsdóttir; prófessor við Listaháskóla Íslands.
Frekari upplýsingar um málþingið, dagskrá þess, sendinefndir ríkjanna, sérfræðinga og umræðustjóra má nálgast á vef nff2015.is .
Hægt verður að fylgjast með viðburðum fimmtudaginn 29. október, s.s. opnunarræðum lokaumræður og fréttamannafundi á vef málþingsins. Opnunarávörp verða send út beint á vefnum milli 08.30–08.50 sem og lokaumræður og fréttamannafundur milli 13:00–14.00. Þá verður hægt að fylgjast með umræðum á twitter: @NFForum2015 og #NFForum2015.