Categories
Fréttir

Tillögur menntastefnuhóps Framsóknarflokksins

Deila grein

09/03/2018

Tillögur menntastefnuhóps Framsóknarflokksins

Menntastefnuhópur Framsóknarflokksins var settur á fót í febrúar 2017 á fundi landsstjórnar flokksins. Í bréfi sem formanni hópsins barst 19. febrúar það ár sagði m.a.: „Rætt var að hópurinn myndi skila af sér í haust, að haustfundi miðstjórnar yrði kynnt vinnan og að um mikilvægt innlegg yrði að ræða inní sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2018.“
Hópurinn kom saman til fyrsta fundar 16. mars 2017 og hefur haldið 14 fundi. Ávallt var hluti fundarmanna og gesta í fjarfundi í gegnum kerfið „Zoom“ og hefur það gengið vel. Þá hefur hópurinn notað „Facebook“ og „Google-docs“ til að vinna með skjöl og skiptast á skýrslum og greinum.
Mikill mannauður er fólginn í hópnum sjálfum og á fundi hans hafa verið boðaðir gestir víða að úr samfélaginu, m.a. starfsmenn og stjórnendur háskóla, framhaldsskóla, grunnskóla, leikskóla, sveitarfélaga og félagasamtaka. Þá hefur víða verið leitað gagna, bæði í skýrslum og úttektum en eins með samtölum hópsins eða einstaka meðlima hans við sérfræðinga í menntamálum innan og utan flokksins. Allir þeir aðilar og sérfræðingar sem hópurinn leitaði til voru boðnir og búnir að miðla þekkingu sinni og fögnuðu almennt áhuga stjórnmálaflokks á málaflokknum.
Í starfinu hefur einnig verið horft til vinnu starfshópa flokksins á sviði menntamála undanfarin ár. Ber þar helst að nefna málefnahóp um menntamál 2003-2004 og menntamálanefndar 2012-2013.
Tillögur menntastefuhóps Framsóknarflokksins.