Categories
Greinar

Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar

Deila grein

25/05/2020

Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar

Störf framtíðar­inn­ar verða í aukn­um mæli byggð á ný­sköp­un í at­vinnu­líf­inu og sam­spili þess við rann­sókn­ar­störf. Þess vegna hafa stjórn­völd stór­aukið fjár­fram­lög sín til rann­sókna og ný­sköp­un­ar. Viðspyrna Íslands er byggð á skýrri framtíðar­sýn um aukna verðmæta­sköp­un. Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­ar­starf um allt land er mik­il­vægt. Með aukn­um áhersl­um á rann­sókn­ir og þekk­ing­ar­starf­semi byggj­um við upp færni til að tak­ast á við þær sam­fé­lags­legu áskor­an­ir sem við okk­ur kunna að blasa, og styrkj­um vel­ferð þjóðar­inn­ar sem og stoðir lýðræðis­legr­ar umræðu.

Stór­auk­in fram­lög til rann­sókna

Eng­inn hef­ur efni á því að láta góð tæki­færi fram hjá sér fara. Það á sér­stak­lega við um þann stuðning sem hægt er að veita við hágæða rann­sókn­ar­starf­semi sem skap­ar ís­lensk­um há­skól­um, stofn­un­um og at­vinnu­lífi nýja þekk­ingu og und­ir­bygg­ir frek­ari þekk­ing­ar­leit hér á landi sem og er­lend­is ásamt því að stuðla að nýliðun ungra vís­inda­manna. Það er ljóst að verk­efni stjórn­valda á næstu miss­er­um er að skapa störf. Því vill rík­is­stjórn­in fjár­festa í hug­viti og rann­sókn­um. Þessi áhersla birt­ist einna helst í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna COVID-19 með öfl­ugri fjár­fest­ingu í sam­keppn­is­sjóðum í rann­sókn­um; Rann­sókna­sjóður fékk 575 millj­ón­ir kr. viðbótar­fram­lag, Innviðasjóður 125 millj­ón­ir, Tækniþró­un­ar­sjóður fékk út­hlutaðar 700 millj­ón­ir, og síðast en ekki síst hef­ur Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna vaxið úr 55 millj­ón­um í 455 millj­ón­ir í ár. Einnig voru fram­lög hækkuð um 500 millj­ón­ir kr. til að efla ný­sköp­un og þróun í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu með stofn­un Mat­væla­sjóðs. Með stofn­un hans voru Fram­leiðni­sjóður land­búnaðar­ins og AVS-rann­sókna­sjóður til að auka verðmæti sjáv­ar­fangs sam­einaðir. Öll þessi skref sem tek­in hafa verið eru til þess fall­in að auka verðmæta­sköp­un.Með þess­um fjár­fest­ing­um náum við til mannauðs, með aukn­um styrkj­um og at­vinnu­tæki­fær­um. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna styrk­ir verk­efni þar sem ung­ir vís­inda­menn hafa fengið sín fyrstu kynni af þátt­töku í vís­inda­starfi sem kveikt hef­ur áhuga til framtíðar. Þetta er gert til að búa til ný tæki­færi og virkja þekk­ing­ar­sköp­un. Þegar til­kynnt var um auka­fjár­veit­ingu til Ný­sköp­un­ar­sjóðs fimm­földuðust um­sókn­ir í sjóðinn og verður því fjár­magni út­deilt til náms­manna á allra næstu dög­um.

Rann­sókn­ir eru grund­völl­ur ný­sköp­un­ar og fjöl­breytts efna­hags­lífs sem eru þjóðfé­lag­inu nauðsyn­leg til að tryggja hag­vöxt til framtíðar. Sjald­an hef­ur verið skýr­ara en akkúrat nú hve sam­keppn­is­hæfni og styrk­ur ís­lensks þekk­ing­ar­sam­fé­lags skipt­ir okk­ur miklu máli. Heims­far­ald­ur hef­ur sýnt vel hve mikið traust al­menn­ing­ur á Íslandi ber til vís­ind­anna. Slíkt traust er ekki sjálf­gefið og það þarf að styðja með upp­lýstri ákv­arðana­töku á öll­um sviðum. Sam­starf op­in­berra aðila, rann­sókn­ar­stofn­ana og fyr­ir­tækja um viðbrögð vegna þessa ástands hafa skilað okk­ur skjótri og far­sælli niður­stöðu, jafn­framt því að byggja upp þekk­ingu um sjúk­dóm­inn sjálf­an sem þegar hef­ur vakið mikla og verðskuldaða at­hygli á heimsvísu. Íslensk­ir rann­sókn­ar- og vís­inda­menn hafa unnið mikið þrek­virki á síðustu vik­um. Það er ljóst að til að stuðla að hag­vexti til framtíðar þarf að efla tækn­ina með vís­ind­um og ný­sköp­un. Mik­il­vægt er að skapa framúrsk­ar­andi aðstæður til rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfs til að fyr­ir­tæk­in í land­inu sjái hag sinn í að fjár­festa í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi.

Ný­sköp­un

Ný­sköp­un og hvers kon­ar nýt­ing hug­vits er mik­il­væg­ur grunn­ur fjöl­breytts og sjálf­bærs at­vinnu­lífs, sterkr­ar sam­keppn­is­stöðu og hag­vaxt­ar. Ekki síst í ljósi þeirra miklu þjóðfé­lags­umbreyt­inga sem eru og munu eiga sér stað á kom­andi árum. Ungt fólk er frjótt í hugs­un og fyr­ir­tæki hafa verið til­bú­in til að fjár­festa í þeim með aðstoð Ný­sköp­un­ar­sjóðs náms­manna. Vinna á veg­um Ný­sköp­un­ar­sjóðs hef­ur verið vett­vang­ur fyr­ir­tækja til að mynda tengsl við nem­end­ur og oft hafa þau tengsl leitt til at­vinnu­til­boða að námi loknu. Sjóður­inn er því einnig ákjós­an­leg­ur vett­vang­ur fyr­ir nem­end­ur til að kynn­ast fram­sækn­ustu fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um lands­ins.Fjár­mögn­un­ar- og rekstr­ar­um­hverfi ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja hef­ur verið í mik­illi þróun hér á landi síðustu ár. Mörg já­kvæð skref hafa verið stig­in til að efla og styðja við þenn­an geira hér á landi. Rík­is­stjórn­in sýndi vilja í verki þegar 2,3 millj­arðar kr. voru veitt­ir til efl­ing­ar ný­sköp­un­ar og þró­un­ar. Þar mun­ar mest um að lagt er til að fram­lag til Kríu, sprota- og ný­sköp­un­ar­sjóðs, hækki um 1.150 millj. kr. Mark­mið sjóðsins er að efla vöxt og sam­keppn­is­hæfni ís­lensks at­vinnu­lífs með því að stuðla að virku fjár­mögn­un­ar­um­hverfi fyr­ir sprota- og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki.

Þá hafa fyr­ir­tæk­in í land­inu einnig eflt ný­sköp­un og verið hreyfiafl fram­fara. Því var brýnt að hækka end­ur­greiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þak vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostnaðar var hækkað í 1.100 millj­ón­ir króna. Áhersla á þróun og ný­sköp­un skil­ar sér marg­falt til sam­fé­lags­ins. Starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja þarf að vera hvetj­andi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfl­uga ein­stak­linga til liðs við sig.

Mennt­un er und­ir­staðan

Eitt er það sem má ekki gleym­ast: Mennta­kerfið okk­ar hef­ur staðist eina stærstu þolraun sem það hef­ur tek­ist á við. Skól­un­um okk­ar var haldið starf­andi á meðan far­ald­ur­inn náði há­marki. Hlúð var að vel­ferð nem­enda og reynt að tryggja eins vel og unnt var að þeir gætu náð sett­um mark­miðum. Ljóst er að mennta­kerfið okk­ar er afar sterkt.Þrátt fyr­ir að far­ald­ur­inn sé í rén­un hér á landi ætl­um við að halda okk­ar striki, sækja fram og efla alla mennt­un í land­inu. Um­fangs­mik­il vinna í mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­inu hef­ur átt sér stað til að tryggja að mennta­kerfið geti tekið á móti sem flest­um sem vilja auka þekk­ingu sína og mennt­un. Við ætl­um að auka fjár­veit­ing­ar til verk- og tækni­greina og tryggja að há­skóla­stigið geti mætt þeirri eft­ir­spurn sem verður til vegna stöðunn­ar. Það er sann­kallað fagnaðarefni að sjá þenn­an mikla vöxt í verk- og tækni­grein­um enda hef­ur það verið mark­mið í lang­an tíma að gera bet­ur þar og það er að tak­ast. Við mun­um einnig leggja mikla áherslu á fram­halds­fræðslu og styrkja ís­lensku­nám fyr­ir inn­flytj­end­ur.

Mark­mið þess­ara aðgerða er að styrkja færni ís­lensks efna­hags­lífs, sem lengi hef­ur ein­kennst af færni­m­is­ræmi á vinnu­markaði. Þessu ætl­um við að breyta og styrkja vinnu­markaðinn.

Hér á landi eru einnig mörg rann­sókna­set­ur sem vinna með yngri skóla­stig­um. Setr­in hafa lagt ríka áherslu á miðlun rann­sókna með ýms­um hætti fyr­ir utan birt­ingu vís­inda­greina, t.a.m. með fyr­ir­lestra­haldi, viðburðum og út­gáfu fyr­ir al­menn­ing sem er hluti þeirr­ar sam­fé­lag­steng­ing­ar sem setr­in leggja svo ríka áherslu á. Starf­semi setr­anna er lyfti­stöng fyr­ir þau sam­fé­lög sem þau starfa í. Það er ástæða til að fagna auknu tæknilæsi, sem styður við já­kvætt og upp­byggi­legt skólastarf á öll­um skóla­stig­um. Vís­inda­læsi og auk­inn orðaforði ís­lenskra barna er lyk­ill­inn að því að búa til vís­inda­menn framtíðar­inn­ar.

Sam­starf um klasa­stefnu

Brýnt er að móta op­in­bera klasa­stefnu sem fel­ur í sér að efla stoðkerfi at­vinnu­lífs­ins á landsvísu í sam­vinnu við rann­sókn­ar- og mennta­stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og aðra hags­munaaðila, eins og þings­álykt­un nr. 27/​50 kveður á um. Með klasa­stefnu er fjár­mun­um ráðstafað mark­viss­ar og efl­ir sam­vinnu, ný­sköp­un, hag­sæld og sam­keppn­is­hæfni. Klasa­sam­starf hef­ur í aukn­um mæli verið nýtt til ný­sköp­un­ar og at­vinnu­upp­bygg­ing­ar um all­an heim og til að efla sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækja, at­vinnu­greina, landsvæða og þjóða. Mik­il áhersla er lögð á ný­sköp­un í nú­tímaklasa­stjórn­un enda skipt­ir ný­sköp­un sköp­um í lang­tíma­upp­bygg­ingu at­vinnu­greina.Íslend­ing­ar hafa ekki látið sitt eft­ir liggja þegar kem­ur að klasa­sam­starfi eða ný­sköp­un. Hér hafa sprottið upp sjáv­ar­klasi, jarðvarmaklasi og ferðaklasi. Fólk um all­an heim nýt­ur góðs af ís­lensku hug­viti, rann­sókn­um, þróun og þekk­ingu. Heilsu­vör­ur sem byggj­ast á nýt­ingu sjáv­ar­af­urða og líf­tækni. Háþróaðir gervi­fæt­ur og há­tækni­gróður­hús. Svo fátt eitt sé nefnt. Mik­il­vægt er að styðja enn frek­ar við ný­sköp­un og fyr­ir­tæk­in. Ný­sköp­un og blóm­legt efna­hags­líf hald­ast í hend­ur og styrkja sam­keppn­is­stöðu lands­ins til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Will­um Þór Þórssson, alþingismaður og formaður fjár­laga­nefnd­ar Alþingis.