Categories
Greinar

Samgönguáætlun til síðari umræðu

Deila grein

18/06/2020

Samgönguáætlun til síðari umræðu

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi, segir í færslu á Facebook að samgönguáætlun verði til síðari umræðu á Alþingi í dag ásamt frumvörpum um samvinnuverkefni(PPP) og hlutafélag um framkvæmd samgöngusáttmála.

Líneik Anna segir að öllum flýtiverkefnunum í fjárfestingarátaki 2020 verði fylgt eftir með fjárveitingum í fjármálaáætlun sem lögð verður fram í haust svo að þeim ljúki á árunum 2021-2023. Þar megi nefna framkvæmdir eins og:

  • á flugvellinum á Egilsstöðum (flughlað) og Akureyri (flugstöð og flughlað)
  • lýsing á Norðfjarðarflugvelli
  • ýmis hafnarverkefni m.a. á Djúpavogi
  • Borgafjarðarvegurinn, áframhaldandi viðbót í tengivegi og viðhald, o.fl.
  • Einbreiðum brúm fækki

Við afgreiðslu áætlunarinnar fá mörg mikilvæg verkefni staðfestingu eins og:

  • Öll verkefni áætlunarinnar eins og hún var lögð fyrir þingið
  • Flýtiverkefni í fjárfestingarátaki 2020 (COVID)
  • Ný flugstefna
  • Ný stefna í almenningssamgöngum (ferjur, flug og strætó tengt saman)
  • Samgöngusáttmáli fyrir höfuðborgarsvæðið (skipulagsvinna, framkvæmdi, stofnbrautir, forgangsakgreinar)
  • Samvinnuverkefni í vegaframkvæmdum (Hornafjarðfljót, Öxi, o.fl.)
  • https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Flineikanna%2Fposts%2F10223159014346678&show_text=true&width=552&height=508&appId