Categories
Greinar

Þjóðhagslegt mikilvægi skóla

Deila grein

07/08/2020

Þjóðhagslegt mikilvægi skóla

Við mót­un far­sæll­ar efna­hags­stefnu þjóðríkja er ein­blínt á að auka sam­keppn­is­hæfni og styrkja viðnámsþrótt­inn. Þeim ríkj­um sem hafa þetta tvennt að leiðarljósi vegn­ar vel.

Ísland hef­ur verið þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að efna­hag­ur heim­ila, fyr­ir­tækja og staða hins op­in­bera hef­ur styrkst mikið á und­an­förn­um árum. Vegna þess­ar­ar hag­felldu stöðu hef­ur rík­is­stjórn­in getað mótað mark­viss­ar aðgerðir til að styðja við hag­kerfið, lyk­ilþætt­ir í þeirri stefnu eru að fjár­festa í mennt­un og menn­ingu.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram að öf­ugt mennta­kerfi sé meg­in­for­senda fram­fara og kjarn­inn í ný­sköp­un þjóðar­inn­ar til framtíðar.

Við vilj­um að stærri hlut­ur hag­kerf­is­ins sé drif­inn áfram af hug­viti og stuðlað sé að auk­inni verðmæta­sköp­un í öllu hag­kerf­inu. Með því fæst meira jafn­vægi í þjóðarbú­skap­inn og minni sveifl­ur verða í gjald­eyr­is­sköp­un. Til þess að búa til slíkt um­hverfi, þar sem ný­sköp­un blómstr­ar og verkvit, þarf skýra stefnu í mennta­mál­um og ár­ang­ur. Mennta­stefn­an tek­ur mið af þessu hug­ar­fari og ég hlakka til að kynna hana.

Stærsta sam­fé­lags­verk­efnið okk­ar er að skól­arn­ir komi sterk­ir inn í haustið. Um all­an heim eru skól­ar ekki að opna með hefðbund­um hætti í haust og skaðinn sem hlýst af því til lengri tíma er ómet­an­leg­ur. Við verðum öll sem eitt að leggja mikið af mörk­um til að tryggja sterka stöðu allra skóla­stiga í land­inu. Á næstu dög­um fer af stað um­fangs­mikið sam­ráð og sam­vinna við alla lyk­ilaðila til að stuðla að því að það verði að raun­inni.

Skól­ar gegna þjóðhags­lega mik­il­vægu hlut­verki og lengri tíma skóla­lok­un er óæski­leg. Það er þjóðahags­lega mik­il­vægt að for­gangsraða í þágu skóla­kerf­is­ins. Stjórn­völd hafa aukið veru­lega fjár­veit­ing­ar til mennta­kerf­is­ins. Ég full­yrði að slík ráðstöf­un sé ein sú arðbær­asta sem sam­fé­lagið legg­ur í og við for­gangs­röðum í þágu mennt­un­ar. Öll heims­byggðin stend­ur frammi fyr­ir veru­leg­um áskor­un­um á tím­um far­sótt­ar og sótt er að grunn­sam­fé­lags­gerðinni.

Á Íslandi höf­um við alla burði til þess að sækja fram á þeim sviðum sem eru okk­ur dýr­mæt­ust. Við höld­um áfram að for­gangsraða í þágu framtíðar­inn­ar í sam­vinnu hvert við annað.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. ágúst 2020.