Norðausturkjördæmi hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Núverandi kjördæmaskipan var samþykkt var með stjórnarskrárbreytingu árið 1999. Þá var ákveðið að hafa kjördæmi fæst sex en flest sjö, en áður voru kjördæmin átta talsins. Breytingin miðaði að því að draga úr misvægi atkvæða og laga hana að þróun búsetu í landinu.

Til kjördæmisins teljast sveitarfélögin Akureyrarkaupstaður, Arnarneshreppur, Borgarfjarðarhreppur, Breiðdalshreppur, Dalvíkurbyggð, Djúpavogshreppur, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, Grímseyjarhreppur, Grýtubakkahreppur, Hörgárbyggð, Langanesbyggð, Norðurþing, Seyðisfjarðarkaupstaður, Skútustaðahreppur, Svalbarðshreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur, Vopnafjarðarhreppur og Þingeyjarsveit.

Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Þórunn Egilsdóttir

Varaþingmenn

Líneik Anna Sævarsdóttir
Sigfús Arnar Karlsson

Sveitarstjórnarmenn | Félögin