Á þessari síðu má finna upplýsingar um framboðslista Framsóknarflokksins þar sem boðnir eru fram B–listar vegna sveitastjórnarkosninganna sem fram fara 26. maí 2018. Eins um þau sveitarfélög þar sem boðnir eru fram sameiginlegir listar.

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí 2018 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 5. maí 2018.

Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 5. maí 2018.

Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum, og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.

***

Sveitarstjórnarkosningar 2018 – fréttayfirlit

RUV – kosningar 2018