lfkmerkiliturFramkvæmdastjórn LFK hefur samþykkti eftirfarandi ályktun:
„Framkvæmdarstjórn LFK starfar fyrir allar konur í flokknum til að auka veg þeirra til áhrifa í stjórnmálum, en vill ekki skapa fordæmi þess eðlis að taka stöðu í einstökum framboðsmálum. Framkvæmdastjórn LFK fylgist með hlut kvenna innan Framsóknarflokksins og mun hvetja uppstillingarnefndir og kjörnefndir áfram í sinni vinnu við að tryggja hlut kvenna í forystusætum. Hvetur Framkvæmdastjórn LFK konur áfram um allt land til þess að auka hlut kvenna, fylgjast með og vera í sambandi við framkvæmdastjórnina um gang mála. Að lokum vill framkvæmdastjórn LFK taka undir þau skilaboð sem bárust öllum formönnum félaga frá Jafnréttisnefnd flokksins varðandi jöfn kynjahlutföll.“