Fréttir

Fréttir

Ræða Lilju Daggar

Árangurinn af samhentu skólastarfi er margvíslegur. Til dæmis hefur það ótrúlega gerst að víða er brotthvarf nemenda í framhaldsskólum lægra en það er í venjulegu árferði. Kennarar og námsráðgjafar hafa sinnt þeim sérstaklega vel sem eru í mestri brotthvarfshættu og tekist að halda þeim við efnið. Markmiðið er að ekkert barn sé skilið eftir í skólakerfinu.

Nánar

Ræða Ásmundar Einars

Það er okkar hlutverk hér á Alþingi og í ríkisstjórn að standa vörð um fólkið í landinu, þétta möskvana í öryggisnetum og sjá til þess að í sameiningu komumst við í gegnum þetta. Um leið og ég hef fulla trú á því að okkur takist það tel ég mjög mikilvægan þátt í því að tryggja fullnægjandi þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, bæði vegna núverandi aðstæðna og sem hagsmuni okkar til allrar framtíðar.

Nánar

Áfram veginn – stefnuskrá og listakynning

Með öflugu fólki í öflugum flokki – traustur fjárhagur er lykillinn að farsælli sameiningu. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í uppbyggingu skóla og leikskóla því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að.

Nánar

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

„Í mínum huga er Loftbrú ein að mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því er tekið stórt skref til að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annarsstaðar en á suðvesturhorninu. Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en verkefnið hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Fyrirmyndin var sótt til nágranna okkar Skota en við höfum nú útfært verkefnið á okkar hátt og gert aðgengilegt í takt við áherslur um stafræna þjónustu hins opinbera,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Nánar

„Það er aldrei sjálfsagt að veita ríkisábyrgð með þessum hætti“

„Í vinnu fjárlaganefndar voru dregin fram sjónarmið allra þeirra aðilar sem eru að vinna í ferðaþjónustu. Og þegar við erum að tala um almannahagsmuni þá er rekstur Icelandair svo samofin ferðaþjónustunni, sem er svo ólíkt mörgum öðrum greinum. Þegar aðilar í ferðaþjónustu eru að keppa á móti hvor öðrum þá eru þeir háðir hvor öðrum með sína tilvist. Þannig varð nefndin að sanka að sér öll þau hlutlægu gögn sem voru til stuðnings þeirri huglægu ákvörðun er var tekin og verður alltaf í þessu hagsmunamati,“ sagði Willum Þór.

Nánar

Hlutdeildarlán samþykkt á Alþingi

Hlutdeildarlánin virka þannig að kaupandi leggur til að lágmarki 5% eigið fé og tekur 75% fasteignalán hjá lánastofnun. Ríkið lánar síðan einstaklingum sem eru að kaupa sína fyrstu eign, að vissum skilyrðum uppfylltum, ákveðið hlutfall af verði þess íbúðarhúsnæðis sem þeir hyggjast kaupa. Hámarkslánstími hlutdeildarlána er 25 ár. Að þeim tíma liðnum skal endurgreiða ríkinu lánið hafi íbúðin ekki þegar verið seld. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum, þó bera þau vexti hækki tekjur lántaka á lánstímanum umfram ákveðin tekjumörk. Lántakendurnir endurgreiða hlutdeildarlánið þegar íbúðin er seld.

Nánar