Categories
Fréttir

Flokksþing fært aftur til 28.-29. ágúst

Á fundi landsstjórnar Framsóknarflokksins 16. febrúar 2021 var tekin ákvörðun um að færa 36. Flokksþing Framsóknarmanna aftur til síðustu helgar ágústmánaðar, þ.e. 28.-29. ágúst, vegna heimsfaraldurs Covid-19 og sóttvarnarráðstafana. Verður flokksþingið haldið á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.

Deila grein

04/03/2021

Flokksþing fært aftur til 28.-29. ágúst

Á fundi landsstjórnar Framsóknarflokksins 16. febrúar 2021 var tekin ákvörðun um að færa 36. Flokksþing Framsóknarmanna aftur til síðustu helgar ágústmánaðar, þ.e. 28.-29. ágúst, vegna heimsfaraldurs Covid-19 og sóttvarnarráðstafana. Verður flokksþingið haldið á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.

Málefnastarf flokksins í aðdraganda flokksþings er á fullum skriði og verður vorfundur miðstjórnar helgaður málefnastarfi fyrir næstu alþingiskosningar, laugardaginn 25. september 2021.

Hvetjum við flokksmenn til að taka þátt í öflugu málefnastarfi, fram að vorfundi miðstjórnar 12. júní og verður sent út sérstakt fundarboð vegna hans síðar.